Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
A FUNDI borgarstjórnar 20. okt.
spurðist Alfreð Þorsteinsson (F)
fyrir um eftirfarandi: A. Hvenær
má vænta þess, að Reykjanes-
braut á mótum Elliðavogs verði
tengd beint við Miklubraut? B.
Hvenær verður hafist handa við
byggingu væntanlegrar brúar yfir
Elliðaár til að tengja saman
Breiðholtshverfi og Árbæjar-
hverfi? C. Hvað líður framkvæmd
samnings milli Reykjavíkurborg-
ar og Kópavogskaupstaðar um
svonefnda Fossvogsbraut?
Borgarstjóri, Birgir Isleifur
Gunnarsson, svaraði og sagði, að i
kjölfar þeirra upplýsinga sem
reiknikerfi umferðar hefur gefið
varðandi umferð á aðalgatnakerfi
borgarinnar á aðalskipulagstima-
bilinu hefði gatnamálastjóri unn-
ið að gerð áætlunar til 5 ára um
nauðsynlegustu framkvæmdir á
þessu sviði.
Albert Guðmundsson:
„Forystumenn Starfs-
mannafélags borgarinnar
skilningsríkari á fram-
kvæmd verkfallsins en starfs-
bræður þeirra hjá B.S.R.B.
Birgir ísl. Gunnarsson:
Ekkert hægt að
fullyrða hver
verður fram-
vinda mála með
Fossvogsbraut
Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur þann 20. október kvaddi for-
maður launamálanefndar borgarinnar, Albert Guðmundsson, sér
hljóðs og ræddi allitarlega um hinn nýja kjarasamning borgarinnar og
félags starfsmanna hennar.
Albert rakti sögu málsins og sagði, að á fundi sem haldinn hefði verið
snemma í september hefði launamálanefnd staðfest vilja sinn um
viðræður við Starfsmannafélag borgarinnar með hliðsjón af þeim
kjarasamningum sem gerðir voru á vinnumarkaðinum 22. júní. Enn-
fremur hefði launamálanefnd lýst sig reiðubúna að ræða'um leiðrétt-
ingar á misræmi, sem kynni að hafa skapast við niðurröðun í launa-
flokka. Siðan sagði Albert: „Eftir að sáttatillaga sáttanefndar hafði
verið lögð fram og sáttanefndin frestað boðuðu verkfalli til 11. október
lágu viðræður niðri, en opinberir starfsmenn einbeittu hins vegar
kröftum sinum að þvi að láta fella sáttatillöguna.
Aðalgatnakerfi Reykjavíkur-
borgar fellur samkvæmt skil-
greiningu undir þjóðvegi í þétt-
býli, og þau mannvirki sem spurt
er um undir liðum A og B falla
undir þá skilgreiningu. Til nýrra
framkvæmda og viðhalds þjóð-
vega í þéttbýli er varið svokölluðu
bensínfé af mörkuðum tekjum
sem stofni, samkvæmt vegalög-
um, og nemur fyrir Reykjavik kr.
120 milljónum á þessu ári. Það er
því Ijóst að búast má við því, að á
næstu árum þurfi Reykjavikur-
borg að leggja fram verulega auk-
ið fé til aðalgatnakerfis borgar-
innar umfram það, sem nú er, ef
fylgja á þeirri áætlun að fram-
kvæma umræddar aðgerðir á
skipulagstimabilinu. Samkvæmt
þessum frumdrögum gatnamála-
stjóra þarf að verja kr. 225 millj-
ónum á næsta ári til gatnakerfis,
kr. 255 milljónum árið 1979 og kr.
280 milljónum árið 1980. I þessari
áætlun er reiknað með umferðar-
tengingu á gatnamótum Reykja-
nesbrautar og Miklubrautar árið
1978 og framkvæmdum við teng-
ingu Höfðabakka við Bæjarháls á
árunum 1978 og 1979. Borgarráð
hefur nú nýlega samþykkt frum-
drög og brú yfir Elliðaárnar á
Höfðabakka og er unnið að hönn-
un þessarar brúar nú. Áætlun
þessi hefur enn sem komið er
ekki verið kynnt í borgarráði né
borgarstjórn, en stefnt er að þvi í
tengslum við gerð fjárhags-
áætlunar. Það ræðst þvi af endan-
legum fjárveitingum borgar-
stjórnar hvort hægt er að vinna að
framkvæmdum við þessi mann-
virki á næsta ári. Umrædd
tenging mun kosta um 50 milljón-
ir samkvæmt áætlun,' en brúin
kemur til með að kosta um 200
milljónir, lauslega áætlað.
Um C-lið er hægt aó segja, að
þann 21. júlí gerðu borgarlög-
maður og borgarverkfræðingur
greinargerð sem lögð var fyrir
borgarráð en greinargerð þessi
var samin vegna ályktunar bæjar-
stjórnar Kópavogs frá 27. maí um
þetta efni. í greinargerð þeirra
rekja þeir aðdraganda að sam-
komulaginu milli Reykjavíkur og
Kópavogs, en segja síðan orðrétt:
,,Á þeim tíma sem liðið hefur síð-
an samkomulagið var gert hefur
verið unnið að endurskoðun aðal-
skipulags Reykjavikur. Geysimik-
íl vinna innlendra sem erlendra
sérfræðinga hefur verið lögð í
reiknikerfi umferðar. Reiknikerfi
þetta á samkvæmt gefnum for-
sendum að leiða í Ijós umferð á
stofn- og safnbrautum höfuð-
borgarsvæðisins. Þær meginfor-
sendur er gefa umferðarmagn eru
bilaeign, ferðafjöldi, staðsetning,
stærð og notkun húsnæðis, ibúða-
fjöldi og heimilisfang þeirra. Að
lokum gildir sú kenning, að menn
velja sér þá leið í erindum sinum
er minnstan tima tekur að aka.
Undirbúningsvinna aó reikni-
kerfinu tók lengri tíma en ætlað
var i upphafi. Á þessari frum-
vinnu við reiknikerfið stóð
Reykjavíkurborg ein, en þegar
reiknikerfið stóð fullbúið til notk-
unar var raunverulega fyrst
grundvöllur til að endurskoða til-
veru Fossvogsbrautar í aðalskipu-
lagi. Fulltrúar Kópavogs i viðræð-
um þ.e. bæjarstóri og bæjarverk-
fræðingur lögðu á það áherslu, að
reiknikerfi umferðar yrði beitt á
hið innra gatnakerfi Kópavogs til
þess að gera sér grein fyrir afleið-
ingum þess innan marka kaup-
staðarins, hvort lagning P’ossvogs-
brautar kæmi til eða ekki. Af okk-
ar hálfu sem þátt tókum í þessari
vinnu f.h. Reykjavikurborgar ar á
þetta sjónarmið fallist enda var
vandamál Reykjavíkur svipaðs
eðlis, t.d. hversu mikla umferð
yrði Miklabraut að taka komi
Fossvogsbraut ekki, eða yrði
Reykjavíkurborg að beina meiri
umferó inn á Bústaðaveg svo
dæmi séu tekin, sem varða skyn-
samlega umræðu um þetta mál.
Sama gildir og um Nýbýlaveg i
Kópavogi . að á hann hlýtur að
flytjast hluti þeirrar umferðar er
ella ætti leið um Fossvogsbraut.
Þegar hér var komið sögu gerði
bæjarstjórn Kópavogs ályktun
þess efnis, að hún teldi sig
óbundna af fyrra samkomulagi
um þetta mál. Alyktun bæjar-
stjórnarinnar var gerð um það
leyti sem tæknimenn Kópavogs
voru að ljúka við þá vinnu, er þeir
þurftu að leggja fram, þannig að
unnt væri að beita reiknikerfi
umferóar á hió innra gatnakerfi
Kópavogs, samkvæmt ósk þeirra.
I greinargerð borgarlögmanns og
borgarverkfræðings eru mjög
ítarlega rökstudd mótmæli við
þessari ályktun bæjarstjórnar
Kópavogs, en svar við þeirri
greinargerð hefur ekkert komið.
A meðan svo stendur mun tækni-
legur undirbúningur að nýrri
keyrslu í reiknikerfi umferðar í
samvinnu við tæknimenn Kópa-
vogskaupstaðar ekki geta farið
fram. Á þessu stigi get ég því
ekkert um það fullyrt hvernig
verður framvinda mála varðandi
framkvæmd á umræddum samn-
ingi, sagði borgarstjóri að lokum.
Alfreð Þorsteinsson þakkaði svör-
in og ræddi síðan stuttlega um
þau.
Aó höfðu samráði við launa-
málanefnd tók borgarstjóri hins
vegar þá ákvörðun að samþykkja
tillöguna.“ Albert sagði, að eftir
að sáttatillagan hefði verið felld
og samningaviðræður milli rikis-
ins og BSRB hófust að nýju aðal-
lega um helgina 8. og 9. október
var enn beðið átekta, en launa-
málanefnd hélt hins vegar fund
og ræddi stöðu samningamálanna.
Eftir að upp úr vióræðum ríkisins
og BSRB slitnaði aðfararnótt 10.
þ.m. og Ijóst var, að ríkisstarfs-
menn myndu hefja verkfall á mið-
nætti þann dag komu samninga-
nefndir borgarinnar og Starfs-
mannafélagsins saman til fundar
kl. 15.00 og um kl. 18.30 tókust
samningar sem undirritaðir voru
með fyrirvara af beggja hálfu.
Þessi kjarasamningur var síðan
feildur með litlum atkvæðamun á
almennum félagsfundi i Starfs-
mannafélaginu sem haldinn var
að kvöldi þessa sama dags og
hófst því verkfal) borgarstarfs-
manna á miðnætti. Albert sagði,
að forystumenn Starfsmanna-
félagsins hefðu þá lýst því yfir, að
þeir óskuðu eftir að gera aðra
samningstilraun og fimmtudag-
Eftir hina ítarlegu ræðu Al-
berts Guðmundssonar tók Davíð
Oddsson (S) til máls. Hann sagði
afstöðu borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins vera all undarlega
til þessa máls. Davíð sagðist vilja
minna á það að fyrir réttum
tveimur vikum hefðu borgarfull-
trúar Alþýðubandalagsins flutt
tillögu hér í borgarstjórn um að
borgin reyndi að gera hvað hún
gæti til lausnar vinnudeilunni.
Nú síðustu daga hefði síðan verið
háð furóuleg málefnameðferð á
síðum Þjóðviljans, varðandi það
að borgin hefði slitið sig út úr og
borgarstarfsmenn og launamála-
nefnd gengið til samninga. Undir
þeim árásum Þjóóviljans hefðu
borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins setið þegjandi. Davíð sagð-
ist ekki ætla að verða langorður
en þó vilja segja eitt. Afskipti
forystu B.S.R.B. af samningum
borgarinnar væru vítaverð.
Þorbjörn Broddason (Abl)
sagði launþegasamtökum vera til
lítils sóma ef þau hefðu sömu
skoðun á verkföllum og Albert
Guðmundsson.
Magnús L. Sveinsson (S) sagði
inn 13. október hefðu samningar
tekist. Hinn nýi kjarasamningur
hefði verið vel kynntur hjá
Starfsmannafélaginu. Þegar hann
hefði komið til afgreiðslu hefði
þátttakan í atkvæðagreiðslunni
verið 80% og af þeim hefðu 67%
eða Vx greitt atkvæði með samn-
ingnum. Þegar hefði starfsemi
hafist að nýju hjá borginni sem
kostur gat orðið, og að morgni
næsta dags hefði svo að segja allt
verið komið í eðlilegt horf hjá
borginni. Albert Guðmundsson
sagði síðan: „Ég tel engan vafa
leika á þvi, að borgarstarfsmenn
hafi þá þegar verið búnir að fá
nóg af verkfallinu, sem fæstir
þeirra óskuðu eftir í upphafi. Ég
vil einnig taka fram, að meðan á
verkfallinu stóð kom ekki til
neinna alvarlegra árekstra eða
átaka milli verkfallsmanna og
einstakra borgarstofnana, og i
þeim fáu tilvikum þar sem ágrein-
ingur varð tókst að leysa hann
með friðsamlegum hætti. Það er
einnig sérstaklega athyglisvert,
að engir árekstrar urðu sem vitað
er um á sjúkrastofnunum borgar-
innar. Er þessu ólíkt farið með
verkfallsvörslu BSRB gagnvart
það athyglisvert að sjá og heyra
málflutning Alþýðubandalagsins
og Þjóðviljans. Nú síðustu daga
hefðu forystumenn starfsmanna-
félagsins og borgarinnar verið út-
hrópaðir eins og svikarar á síðum
Þjóðviljans með tilheyrandi
myndbirtingum og látum. Magnús
sagði það ekki nýtt að þeir væru
úthrópaðir sem eins konar svikar-
ar er ekki væru sama sinnis og
Alþýðubandalagið. Nú bæri hins
vegar svo við að sjálfur Sigurjón
Pétursson ætti sæti í launamála-
nefnd borgarinnar og sæti því at-
vinnurekendamegin við borðið. Á
myndum sem birtar hefóu verið í
Þjóðviljanum með undarlegum
textum hefði ekki verið sjáanlegt
að Sigurjón Pétursson sæti at-
vinnurekendamegin við borðið.
ríkisstofnunum og forystumenn
Starfsmannafélagsins hafa sýni-
lega sýnt meiri skilning á fram-
kvæmd verkfallsins en starfs-
bræður þeirra hjá BSRB.
Ég sé ekki ástæðu til annars en
að láta þetta koma fram, enda
hefur jafnan ríkt skilningur og
gagnkvæmur velvilji milli Starfs-
mannafélagsins og Reykjavíkur-
borgar, sem við hljótum öll að
vona að átök undangenginna daga
komi ekki til með að varpa skugga
á. Albert Guðmúndsson ræddi síð-
an ítarlega um sáttatillöguna og
ýmiss konar vafstur um hana.
Gerði hann þá grein fyrir þeim
kjarabótum sem helstar mættu
teljast til hagsbóta fyrir starfs-
menn borgarinnar í kjara-
samningunum. Áður hefur verið
greint ítarlega frá þessu í
Morgunblaðinu og þykir ekki
ástæða til að endurtaka það hér.
En siðan sagði Albert: „Að lokn-
um þessum kjarasamningum má
ljóst vera, að kjarabætur til
félaga í Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar eru nokkuð
hærri en samið var um á almenna
vinnumarkaðinum 22. júni s.l.
Bæði sáttatillagan og síðasta til-
boð fjármálaráðherra gerðu ráð
fyrir nokkurri umframhækkun til
opinberra starfsmanna og af
hálfu rikisvaldsins hefur það ver-
ið skýrt og réttlætt með því, að
könnun Hagstofu Islands á launa-
kjörum annars vegar á almennum
vinnumarkaði og hins vegar hjá
opinberum aðilum hafi leitt í ljós,
að leiðrétta þyrfti launastiga
opinberra starfsmanna einkum
um miðbik hans, til þéss að þeir
héldu hlut sínum. Það að kjara-
Magnús sagðist biða eftir þeirri
mynd í Þjóðviljanum sem sýndi
forystumenn Starfsmannafélags-
ins og Sigurjón Pétursson borgar-
fulltrúa Alþýðubandalagsins við
lausn kjaradeilunnar. Væntan-
lega fengi sú mynd sömu máls-
meðferð og þær myndir sem þeg-
ar hafa verið birtar frá sama at-
burði. Magnús L. Sveinsson sagði
að forystumenn borgarstarfs-
manna og aðrir sem hlut hefðu átt
að máli hefðu orðið fyrir ómakleg-
um árásum, raunar hinum furðu-
legustu.
Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl)
tók síðan til máls og lýsti furðu
sinni á árásum á Sigurjón Péturs-
son, sem væri fjarri.
Lauk umræðum þessum
skömmu síðar.
Davíð Oddsson:
„Vítaverð afskipti
forystu B.S.R.B. af
samningum borgarinnar”