Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 13 Bókmenntir — Listir Bókmenntir — Sigríður Ella er arf- taki Péturs, Stefáns og Maríu sem ís- lenzkur stórsöngvari Sigríður Ella Magnúsdóttir Starf listamannsins er þrotlaus leit og vald hans á viðfangsefni er að miklu leyti í samræmi við alla undirbúningsvinnu og sé henni áfátt, nægja hæfileikar ekki til að draga fjöður yfir vankantana. Um Ieið og listamaður hættir að sækja á brattann og þjálfa sig, missir hann mjög fljótlega tökin á við- fangsefninu og hættir að vera sá sem hann var. Einn þeirra is- lenzku listamanna, sem sannar- lega hefur undirbúið sig vel og stækkar af hverjum nýjum verk- um sínum. er Sigríður Ella Magnúsdóttir. Á Háskólatón- ieikunum s.l. laugardag söng hún betur en nokkru sinni fyrr og sum lögin eins og t.d. Flickan kom ifran sin álsklings möte, eftir Sibelíus, með sérlegum glæsi- brag. Þá er vert að minnast á að undirleikur Ölafs Vignis Alberts- sonar var mjög góður og sam- vinna hans og Sigriðar sannfær- andi og sterk. Tónleikarnir hófust á tveimur lögum eftir Haydn, það fyrra við texta eftir Shakespeare, She never told her love. Lagið er sérkennilegt og ólíkt því sem ger- ist hjá Haydn. Seinna lagið, Eine sehr gewöhnliche Geschichte, ekta Haydn, var skemmtilega flutt. Næstu fjögur lögin voru eft- ir Schubert við texta eftir Goethe, Ganymed, Rastlose Liebe, Erster Verlust og Liebhaber in allen Gestalten og voru þau öll mjög vel flutt. Það er eins og lög eftir Strauss falli Sigríði betur en lög eftir Schubert eða að hún eigi þar meira að gefa, því í lögunum Ruhe, meine seele og Zueignung, eftir Strauss, var söngur hennar stórkostlegur. Vögguvísurnar op. 41, eftir Britten, eru vandsungnar svo að þær séu ekta breskar. 1 annarri vögguvisunni, The Highland Balou, við texta eftir Robert Burns, og sérstaklega þeirri síðustu, Lullaby baby, naut Sigríður sín best. Síðustu lögin á efnisskránni voru eftir Sibelius og var flutningur síðasta lagsins, Flickan, sem fyrr var getið, há- punktur tónleikanna. Sigríður Ella Magnúsdóttir er arftaki Péturs Jónssonar, Stefáns islandi og Mariu Markan sem is- lenzkur stórsöngvari. Með markvissri þjálfun hefur hún náð að verða góð söngkona og nú er það listamaðurinn, mann- eskjan, sem gæðir sönginn lífi með skapandi krafti, sterkri og sannri tilfinningalegri innlifun. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Sinf óníuhl j ómsveitin Sinfóníuhljómsveit Islands hefur nú í haust gerð víðreist og flutt landslýð boðskap sinn og að því er best er vitað var þessi tónleikaferð vel heppnuð. Sinfóníuhljómsveitin hefur þrátt fyrir verkfall starfað og nú siðast hélt hún tónleika und- ir stjórn Páls P. Pálssonar í íþróttahúsinu í Garðabæ. Flutt var létt en góð tónlist. Það má deila endalaust um það hvað sé létt tónlist og er óperutónlist yfirleitt flokkuð með skemmti- tónlist, þó það sé auðvitað ekki alls kostar rétt. Undirritaður felst ekki á þá skoðun að sin- fóníur séu leiðinlegar, frekar en góðar bókmenntir, en það er rétt, að tónlist sem ætluð er nær eingöngu til skemmtunar er auðveldari til hlustunar, á sama hátt og skemmtibók- menntir eru auðskildari en fag- urbókmenntir. Hljómburður i íþróttahúsi Garðbæinga er góður og eftir aðsökninni, er full ástæða til að ibúar Garðabæjar myndi með sér samtök og gerist áskrifend- ur að nokkrum sinfóníutónleik- um. Mætti í þvi sambandi minna á ,,Promenade“ tónleik- ana, sem haldnir eru í London við miklar vinsældir. Á tónleik- um Garðbæinga mætti leggja að nokkru áherslu á létta tónlist og er af miklu að taka, en einn- ig hafa með meiri háttar tón- verk eða þætti úr þeim. Skemmtitónleikar sinfóníu- hljómsveitarinnar ættu ekki að vera aðeins fyrir utanbæjar- fólk, heldur væri skemmtilegt að halda þá annars staðar en í Háskólabíói og er íþróttahús Garðbæinga vel til þess fallið. Á gólfinu sjálfu mætti einnig konfa íyrir áheyrendum og með þvi að „halla“ hljómsveitinni ög með pöllum, og raða upp á annan hátt, vegna sterkrar hljómgunar hússins er þarna ágætis aðstaða til hljómleika- halds, þó bekkír hússins séu ekki sem notalegastir. A verkefnaskrá hljómsveitar- innar voru forleikir og hljóm- sveitaratriði úr leikhúsverkum eftir Cimarósa, Gounod, Bizet, Mascagni, Katsjatúrian og Smetana. Hljómsveitin skilaði sínu vel og lék af miklu fjöri, enda eru verk þessara manna góð tónlist, þó létt sé og leik- andi. Guðný Guðmundsdóttir lék einleik í Zigeunerweisen eftir Sarasate. Hún lék á köfl- um vel, en hraðinn í seinni hlutanum var helst til mikill, ekki þó svo að Guðný kæmist ekki í „gegnum" verkið, heldur verður það blátt áfram tæting- ur og tafs í svona ofsalegum hraða. Sieglinde Kahmann og Krist- inn Hallsson sungu með hljoðmsveitinni, fyrst Kah- mann, aríu úr Brúðkaupi Fígar- Framhald á bls. 45 Fræðslufundir um kjarasamninga V.R. Nýir þættir kjarasamninga V.R. Fræðslufundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október 1977, kl. 20.30 að Hagamel 4 Framsögumaður Magnús L. Sveinsson * Magnús L f Sveinsson car rental Sem einn hlekkur í stœrstu bílaluigukeóju Evropu er okkur unnt aó veita mun betri þjónustu en aóur Þegar þu feróast til útlanda, þa er aóeins aó hafasamband vióokkur, aóuren þú feró og vió munum sjá um aó bill fra InterRent bíói eftir þér a hvaóa flugvelli sem er, eóa annars staóar, ef þu oskar þess OKKAR BÍLL ER ÞINN BILL HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER þetta er þjónustutakmark okkar GEYSIR Aó sjalfsögóu veitum vió allar upplýsingar þu þarft aóeins aó hringja eóa koma BORGARTÚNI 24 - SIMAR 24460 & 28810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.