Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 3 Lögmaður sjávarútvegsráðuneytisins: Óskar eftir hraðari meðferð Hæstarétt- ar á lögbannsmálinu PÁLL S. Pálsson hrl. hefur snúið sér til Hæstaréttar og óskað eftir aó áfryjun vegna synjunar borgarfógetans í R.vík um iiig- bann á verkfallsvörslu BSRB vió rannsóknaskipið Árna Friðriks- son verði þingfest fyrr en áætlað var eða strax í þessari viku og hún hljóti hraðari meðferð í rétt- inum en venja er með áfryjunar- mál, með tilvísan til ákvæða 34. greinar 3. málsgreinar um Hæsta- rétt, „þegar sérstaklega stendur á“. Nokkurrar ónákvæmni gætti í frétt Mbl. um þetta mál fyrir helg- ina, en af henni mátti skilja að lögbannsmálið fengi hægari með- ferð fyrir Hæstarétti en ella, þar sem málinu hefði verið áfrýjað en það ekki kært. Það rétta er, 'að i lögum um Hæstarétt segir að synjunarúrskurði fógeta skuli áfrýja en ekki kæra. Hefur orðið misskilningur um þetta milli Björns Helgasonar hæstaréttarit- ara og blaðamanns Mbl., sem Björn hefur beðió Mbl. að leið- rétta. Páll S. Pálsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði tekið ákvörðun um áfrýjun eftir vand- lega fhugun enda ekki fundið neina leið til að flýta málsmeð- ferðinni, þar sem hún væri bund- in i lögum á þann hátt er að framan greindi. Hins vegar kvað hann það engan veginn eðlilegt að synjunarúrskurðir fógeta væru bundnir við áfryjun og væri þessu t.d. á annan veg háttað i dönskum lögum, sem hefðu verið íyrir- mynd islenzku laganna. Hefði hann þess vegna óskað eftir þvi við Hæstarétt að veitt yrðu af- brigði þánnig að þessu umrædda lögbannsmáli mætti hraða í með- förum Hæstaréttar. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins á Vestur- landi 26.-27. nóvember Á AÐALFUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur- landskjördæmi sl. föstudag var samþykkt reglugerð um prófkjör í kjördæminu. Þátttaka er heimil meðlimum sjálfstæðisfélaga 16 ára og eldri, sem búsettir eru í kjördæminu og einnig þeim sem ætla að styðja flokkinn í alþingis- kosningunum 1978 að því er segir í frétt frá kjördæmisráðinu. Próf- kjörið fer fram 26.—27. nóvem- ber og rennur framboðsfrestur til kjörsins út 5. nóvember kl. 24.00. Skal framboðum skilað til full- trúa kjörnefndar eða stjórnar kjördæmisráðs. Frambjóðendur verða valdir þannig að meðlimum sjálfstæðis- félaganna 16 ára og eldri er heim- ilt að gera tillögur um frambjóð- endur til prófkjörs. Skal tillagan undirrituð af minnst 50 og mest 70 flokksmönnum og getur eng- inn flokksmaður staðið að fleiri en tveimur slíkum tillögum. Þá er einnig ákvæði um að kjörnefnd er heimilt að tilnefna frambjóð- endur til viðbótar eftir því sem þurfa þykir enda verði frambjóð- endur til prófkjörs aldrei færri en nemur tölu þeirra, sem skipa framboðslistann til þingkosninga, þ.e. 10. Öbirt leikrit ákveð- ið til kennslu? „Þeir hafa víst í einhverjum skólum verið að spá í þetta. Það var svona hljóð í einhverjum kennurum i haust að taka þetta leikrit til kennslu, þegar það kæmi út,“ sagði Valdimar Jóhannsson, forlagsstjóri Iðunn- ar, þegar Mbl. spurði hann um áform um kennslu á leikriti Vé- steins Lúðvíkssonar; Stalín er ekki hér, sem getið er um í frétt- unt varðandi bókaútgáfu Iðunnar, en leikritið er væntanlegt á bók á Óskar Vigfússon: Morgun- blaóið fór ekki rangt með MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Oskar Vigfússon, forseta Sjómannasambands ls- lands, og spurði hann hvort rétt væri sem annað siðdegis- blaðanna hafði eftir honum í gær, að Mbl. hefði farið með rangt eftir honum í frétt í laugardagsblaði. Óskar kvað svo ekki vera, en sagðist vilja undirstrika eftirfarandi: „Ég hef fulla samúð með kjarabar- áttu BSRB, en ég álít það frá- leita afstöðu af hálfu samtak- anna að taka skipin ekki upp að brygju." næstunni. Varðandi það, að skipu- lagðar skólasýningar á verkinu yrðu fljótlega eftir frumsýningu sagði Valdimar, að hann vissi ekki betur, en einhverjir hefðu komið að máli við Þjóðleikhúsið og beðið um skólasýningar með fyrra fallinu, þannig að nemend- uin gæfist kostur á að sjá verkið á sviði samtímis því, sem þeir læsu það í skólunum. Stefán Baldursson hjá Þjóðleik- húsinu sagði það rétt að minnzt hefði verið á skólasýningar á þessu verki við Þjóðleikhúsið og heföi það verið bókaútgáfan Ið- unn, sem kom þeim tilmælum til leikhússins. Hins vegar hefði ekk- ert verið ákveðið af leikhússins hálfu, en skölasýningar væru fast- ur liður í starfseminni. Hörður Lárusson hjá skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneyt- isins kvaðst ekkert vita um áform þess efnis að þetta leikrit Vé- steins yrði tekið inn i námsefni framhaldsskóla i vetur. „Við Framhald á bls. 33. Happdrætti H.I.: Enga vinninga hægt að borga út í verkfalli „Vegna verkfalls BSRB er því miður ekki hægt að hefja útborg- un vinninga í 10. flokki i dag,“ segir í fréttatilkynningu frá happdrætti Háskóla tslands. „Út- borgun vinninga hefst um það bil sólarhring eftir að verkfalli lýk- ur“. Ljósm Mbl Ól K Mag Frá Miklubrautinni i gær. Allir bilarnir á vinstri akrein. Misnotkun vinstri akreinarinnar ALLAR helztu umferðargötur i borginni eru merktar með akreinum, en slik merking á að stuðla að þvi að umferðin verði öruggari og að flutningsgeta gatnanna aukist. Hins vegar er það staðreynd að það eru alltof margir ökumenn sem ekki virðast kunna að nota akreinarnar rétt. Hvað er akrein? í 2. gr. umferðarlaga 3. málsgr. stendur: „Akreinar. Samhliða reinar, sem skipta má akbraut i að endilöngu. hæfilega breiðar, hver um sig, fyrir eina röð ökutækja". í 45. gr. sömu laga segir svo i 1. málsgr. „Ókumenn skulu hajda ökutækjum sinum hægra megin á akbraut eftir þvi sem við verður komið og þörf er á vegna annarrar umferðar." Það er þvi miður algeng sjón að sjá hægfara ökutæki. oft ökutæki. sem ekið er langt undir eðlilegum ökuhraða, á vinstri akrein. Þetta skapar hættu m.a. óeðlilegan framúrakstur á hægri akrein. sem siðan leiðir til þess að aftur er ekið yfir á vinstri akrein og svo koll af kolli. Hægri akreinin er sú akrein, sem ökumenn eiga að nota, vinstri akrein er fyrir framúrakstur og fyrir þá er ætla að beygja til vinstri. eins og kemur fram i 46. gr. umferðarlaga 2. málsgr.: „Nú eru tvær eða fleiri akreinar fyrir sömu akstursstefnu á vegi og sRál þá ökumaður i tæka tið áður en komið er að vegamótum færa ökutækið á þá rein, sem heppilegust er miðað við fyrirhugaða akstursstefnu." Það að menn eigi i tæka tið að færa sig yfir á vinstri akrein þýðir ekki að menn megi langtimum saman aka á þeirri vinstri af þvi að þeir ætli einhvern tima að beygja til vinstri. Ókumenn ættu að taka sjálfa sig taki og athuga hvort þeir hver og einn hafa ekki á þennan hátt misnotað vinstri akreinina. Fyrir getur komið á vissum götum á vissum timum að báðar akreinar séu fullnýttar og við þvi er ekkert að gera. Hugsunarleysi Akstur á akgreinum er orðinn snar þáttur i umferðinni og með siaukinni umferð er það brýn þörf að ökumenn virði þær reglur er hér hafa verið nefndar. Ekki vegna hinna ökumannanna, heldur vegna eigin hagsmuna og umfram allt vegna aukins öryggis fyrir alla vegfarendur. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessu fyrir ökumenn dráttarbif- reiðar. dráttarvéla, kranabifreiða og þungra vörubifreiða svo og annarra. sem af einhverjum ástæðum treysta sér ekki til að aka á eðlilegum hraða miðað við aðstæður. Engar tölur eru til um það hvað óeðlilegur akstur á vinstri akrein veldur mörgum slysum. en hitt er staðreynd að fátt eða ekkert fer eins i skap ökumanna og það að verða fyrir þvi oft á dag að þurfa að taka alls konar áhættu vegna hugsunarleysis og kæruleysis annarra i umferðinni, en slæmt skap við akstur slævir oft dómgreindina. Margir sakna vingjarnleika og tillitssemi i umferðinni. Að þessu eru allir að leita, en enginn finnur. Er það e.t.v. vegna þess að allir leita að þessu hjá öðrum en enginn hjá sjálfum sér? Alþýðuflokkur á Vesturlandi: Eiður Guðna- son gefur kost á sér í fyrsta sætið „ÞAÐ ER nokkuð síðan að leitað var til niín um að gefa kost á mér í prófkjör Alþýðuflokksins i Vest- urlandskjördæmi og ég hef nú ákveðið að gefa kost á mér í f.vrsta sætið,“ sagði Eiður Guðnason, fréttamaður, í samtali við Mbl. í gær. Eiður sagói að eftir þessa ákvörðun hefði hann óskað eftir þvi við framkvæmdastjóra sjón- varpsins að veróa fluttur í annað starf hjá sjónvarpínu, þar sem hann teldi ákveðin afskipti af stjórnmálum ekki samrýmast al- mennum fréttastörfum hjá sjón- varpinu. „Ég sé þvi hins vegar ekkert til fyrirstöðu að ég g. ti innt af hendi einhver önnur störf hjá sjónvarpinu." Eiður Guðnason sagðist nú hafa starfað hjá sjónvarpinu á ellefta ár, „svo gott sem allan tímann í fréttum og þar áður var ég í blaðamennsku i fimm ár, hjá Al- þýðublaðinu." Prófkjör Alþýðuflokksins á Vesturlandi fer fram í siðari hluta nóvember, en framboðs- frestur rennur út 29. október. Auk Eiðs hefur Guðmundur Vé- steinsson, bæjarfulltrúi á Akra- nesi, ákveðið aó gefa kost á sér í fyrsta sætið, sent losnaði eins og kunnugt er, við ákvörðun Bene- dikts Gröndal, formanns Alþýðu- flokksins. um að fara i framboð í Reykjavík. Kosið í 1. des.-nefnd: Verdandi hlaut 471 atkvæði og Vaka 351 KOSIÐ var til hátíðarnefndar stú- denta 1. desember á laugardag. 842 greiddu atkvæði og hlaut B- listi Verðandi 471 atkvæði, eða 57,3%, og A-listi V'öku hlaut 351 atkvæði eða 42,7%. Efni 1. des- hátíðarinnar verður því „Kven- frelsisbaráttan", en Vaka bauð upp á efnið „Menntun og mann- réttindi". Siðast þegar kosningar fóru fram 1975 hlaut B-listi Verðandi 54% atkvæða og A-listi Vöku 36%. Engar kosningar föru fram í fyrra. þar sem Vaka dró lista sinn til baka vegna ágreinings um kosningafyrirkomulagió. Byggingariðnaðurinn að lamast vegna verkfallsins: Steypustöðvarnar fá ekki afgreitt sement — og íhuga þær kaup á sementi erlendis frá í framtíðinni BYGGINGAIÐNAÐURINN í Reykjavík og nágrenni hefur að nokkru leyti lamast, þar sem sem- ent hefur ekki verið afgreitt ti| steypustöðva i hálfan mánuð vegna verkfalls BSRB, að því er Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri steypustöðvar BM Vallá tjáði Mbl. í gær. Steypu- stöðvarnar hafa ekki getað af- greitt steypu síðan fyrstu verk- fallsvikuna og afleiðingin er sú að iðnaðarmenn í byggingariðn- aði eru orðnir verkefnalitlir. Víg- lundur sagði að ste.vpustöðvarnar íhuguðu nú alvarlega kaup á sem- enti erlendis frá, þar sem þær gætu ekki búið við það óöryggi, sem væru samfara viðskiptum við Sementverksmiðju ríkisins og það tjón, sem tíð verkföll við verksmiðjuna sköpuðu þeim. Víglundur sagði að í þetta skipti væru það 8 starfsmenn Sementverksmiðjunnar í Artúns- höfða, sem væru i verkfalli og af þeim sökum væri ekkert laust sement afgreitt. Er hér um að ræða 5 bllstjóra, 2 skrifstofu- menn og einn verkstjóra. Víg- lundur sagði að stevpustöðv arnar myndu hugsanlega gera það að kröfu f.vrir áframbaldandi við- skiptum við Sementverksmiðjuna að hún semdi við starfsfólk sitt í einu lagi en ekki þrennu lagi eins og nú er með tilhe.vrandi hættu á verkföllum, og að hún semdi við starfsfólkið um leið og stærstu viðskiptavinirnir eins og steypu- stöðvarnar. Víglundur sagði að lokum, að það væri mjög bagalegt fyrir byggingariðnaðinn að missa úr þá góðu tíð, sem hefði verið undan- farna daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.