Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 47 Humphrey Carter heidrar Humphrey sjúkan Mínneapolis. 24. október. Reuter. CARTER forseti fór til Minne- apolis um helgina til fundar vid flokksbróður sinn og fyrrverandi keppinaut, Hubert Humphrey öldungadeildarmann, sem er vart hugað líf. Humphrey þjáist af krabba- meini og var fölur og þreytulegur þegar hann fór með forsetanum til Washington. Margir táruðust þegar hann sagði nokkur orð á flugvellinum. „Mér iíóur mjög vel miðað við það sem ég hef orðið að ganga í gegnum. Ég hef gott af því að fara um tilnefningu í forsetaframboð fyrir demókrata i fyrra. Carter fór til fundar við Humphrey eftir ræðuferð sem hann fór um Bandaríkin til að afla sér fylgis i þeirri viðureign sem hann á i við þingið. Hins vegar komst hann i varnarstöðu í ferðinni vegna gagnrýni frá at- vinnulausum verkamönnum og öðrum. í Los Angeles sagði Carter að samskipti Bandarikjamanna við Israel væru órjúfanleg samvinna. En hann sagði að hann yrði að halda trausti Áraba i tilraunum I vikunni kom James Callaghan forsætisráóherra Breta I heimsókn til Bonn. Helmut Schmidt, kanslari hafði þá ( mörgu að snúast, meðal annars vegna flugránsins og leitarinnar að Schleyer. Callaghan og Scmidt áttu þó saman fundi sem sagðir eru þýðingarmiklir og auk þess lögðu Bretar fram aðstoð við að skipuleggja björgun glslanna. josip Broz Tito Júgóslavfuforseti og Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseti eftir viðræður þeirra I Elysee-höll á dögunum. Bretar veiða á aftur til Washington. Það segja mér læknar.“ Carter forseti sagði blaðamönn- um að hann ætlaði að nefna nýja byggingu heilbrigðisráðuneytis- ins eftir Humphrey. Hann sagði að langur þingmennskuferill Humphreys hefði mótazt af sam- úð með fátækum og sjúkum. Humphrey var varaforseti Lyndon B. Johnsons, tapaði fyrir Riehard Nixon i forsetakosning- unum 1968 og barðist við Carter sínum til að koma á friði í Mið- austurlöndum. 1 Omaha í Nebraska prófaði for- setinn hæfni Bandaríkjamanna til að mæta kjarnorkuárás og taldi hana góða. Hann heimsótti aðal- stöðvar SAC og skoðaði B-52 kjarnorkusprengjuþotur og sagði einnig að hann væri viss um að hann hefði gert rétt í þvi að ákveða að framleiðslu B-1 sprengjuflugvélarinnar skyldi ekki haldið áfram. Sovétar ræða af- Carter vopnun í Belgrad SOVÉTMENN lögðu i dag fram tillögu á Belgradráðstefnunni um að framvegis takmarkaðist mann- afli í heræfingum Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins við 50—60 þúsund manns. Sagði Goldberg aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnunni að tillagan yrði tekin til athugunar, en haft er eftir vestrænum heim- ildarmönnum að þessi tillaga Sovétmanna sé ekki annað en áróðursbragð, enda hafi hún áður komið fram og þá verið hafnað sem óraunhæfri. Auk þess hafa fulltrúar vestrænha ríkja í Bel- grad itrekað á það bent að ráð- stefnan sé ekki vettvangur til að ræða afvopnunarmál, — hinn rétti vettvangur fyrir slík mál séu afvopnunarfundirnir í Genf og Vin. Vill sameiningu allra hægrisinna Hamborg, 24. október Reuter. FRANSKI gaullistaleiðtog- inn Jacques Chirac hvetur til þess í viðtali í Hamborg- arblaðinu Bild am Sonntag að hægriflokkar heims sameinist í bandalag til að hamla gegn alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna. Chirac veittist að foringj- um svokallaðs evröpu- komnninisma sem hann kallaði „úlfa í sauðargæru" og „leppa Kremlar“. „Allt tal um kommúnisma óháð- an Moskvu er bull,“ sagði Chirac. Hann spáði gaullistum fylgisaukningu í kosning- unum í Frakklandi í marz eftir nýlegar deilur sósíal- ista og kommúnista sem áð- ur voru taldir sigurstrang- legir. Chirac sagði að alþjóða- samband jafnaðarmanna fylgdi hreinum sósíalisma vegna áhrifa Willy Brandts fyrrum kanslara og því væri alþjóðasamband íhaldsmanna rétta svarið til að mynda mótvægi. Myndin var tekin er Henrik Sv. Björnsson, aðalfulltrúi Islands á Belgradráðstefnunni. flutti ræðu sfna fyrir skemmstu. „gráa svæðinu” Osló. 24. oktéber. Reuter. FJÖRIR brezkir togarar sneru aftur til veiða undan norðaustur strönd Noregs um helgina þótt sovézkir fallbyssubátar hefðu áð- ur skipað þeim að sigla burt. Togararnir voru að veiðum á svokölluðu „gráu svæði" sem er um 60.000 ferkflómetrar og bæði Norðmenn og Rússar hafa gert tilkall til síðan þjóðirnar tóku sér 200 mílna efnahagslögsögu fyrr í ár. Stein Myhre sjóliðsforingi á norska eftirlitsskipinu Heimdal sagði fréttamönnum að sovézku fallbyssybátarnir sem hefðu skip- að brezku togurunum að sigla burtu væru farnir en aðrir komn- ir í þeirra stað. Hann kvað Heimdal hafa reynt hvað eftir annað að ná sambandi við sovézku skipin en þau ekki svarað. „Ég hef það á tilfinningunni að þeir vilji gleyma rnálinu," sagði hann. Myhre sjóliðsforingi sagði að brezkir, norskir og sovézkir togar- ar væru að veiðum á gráu svæð- inu, þar sem eru einhver fengsæl- ustu fiskimið á Barentshafi. Hann sagði að Heimdal hefði verið í grenndinni þegar brezku togurunum var skipað að fara af gráa svæðinu á föstudag. „Bretarnir höfðu samband við okkur i talstöð. Við gátum aðeins sagt þeim að við hefðum engan rétt til að hafa eftirlit með skip- um þriðja aðila fyrr en drög að samningi milli Noregs og Sovét- ríkjanna um lögsöguna hafa verið undirrituð," sagði Myhre sjóliðs- foringi. Norðmenn og Rússar náðu sam- komulagi i júní um samningsdrög þar sem gráa svæðið er skilgreint. Flokkar stjórnarandstæðinga í Noregi hafa gagnrýnt þau harð- lega en gert er ráð fyrir því að stjórn Verkamannaflokksins undirriti þau á næstunni sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.