Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 Banaslys í Keflavik BANASLYS varð ( Keflavfk f gærmorgun. 74 ára gamall maður féll niður um lúgu á 2. hæð og á steinsteypt gðlf 1. hæðar, og er talið að hann hafi látizt sam- stundis. Hann hét Gisli Brynjólfs- son, til heimilis að Vallargötu 24, Keflavfk. Hann var fjölskyldu- maður. Gisli heitinn vann við smiðar á 2. hæð verksmiðjuhúss netagerð- arinnar Netanaust við Básaveg i Keflavík. Laust fyrir klukkan 8 í gærmorgun mun hann hafa hras- að við vinnu sína og fallið niður um lúguna með þeim afleiðing- um, að hann lét lífið. Engir sjón- arvottar voru að atburðinum að sögn lögreglunnar i Keflavík. Fjármál Landakirkju: Rannsókn bendir til fjár- dráttar upp á 6,5 millj. kr. — með áföllnum vöxtum og kostnaði er upphæðin 12,5 millj. RANNSÓKN á fjármálum Landakirkju er nú lokið og sagði Jóhann Friðfinnsson, formaður sóknarnefndar, að rannsóknin benti til þess að úr sjóði kirkjunnar hefðu verið dregnar 6.5 milljónir króna á 7 árum, sem jjerðu 12,5 milljónir króna nú með áföllnum vöxtum og kostnaði. Jóhann sagði, að sóknarnefnd fengi skýrslu um rannsóknina um miðja viku og yrðu reikningarnir hafðir frammi til sýnis fyrir söfn- uóinn seinni part vikunnar og síð- an yrði reikningunum skilað á aðalsafnaðarfundi á sunnudag- inn. Minni yfirvinna við höfnina: Mismunurinn um 9000 kr. á viku Vegna Verkfalls BSRB hefur at- vinna að vonum minnkað við Reykjavfkurhöfn, þar sem engin farskip hafa komið inn sfðan verkfallið hófst. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér munu 376 hafnarverkamenn Eimskipa- félags Islands hafa fengið greidd- ar um 14 milljónir króna i laun síðustu viku fyrir verkfailið og 10,6 milljónir i laun fyrir siðustu viku. Munurinn liggur í minni yfirvinnu við höfnina þar til skip- in leggjast aftur að og er mismun- urinn um 9.040 krónur á hvern hafnarverkamann. Landleiðir: Nýtt leidakerfi í Hafnarfirdi um næstu helgi ÆG VONA að við getum tekið nýja leiðakerfið í notkun nú um !ielgina,“ sagði Agúst Hafberg, orstjóri Landleiða, í samtali við Ibl. f gær.“ Með tilkomu nýja leiðakerfisins aka vagnarnir ..tækkaðan hring um Hringbraut g Alfaskeið og verða vagnarnir veir, sem aka hvor á móti öðrum inu sinni á klukkustund." Með þessu nýja kerfi gefst ■íafnfirðingum kostur á „tveimur i.'tanbæjarferðum á klukkustund og einni ferð í hvora átt innan- tæjar“. DEGI Á UNDAN ÁÆTLUN. Mikill fjöldi pallgesta var kominn f þinghús i góðan tfma áður en deildarfundir hófust á Alþingi f gær. Voru þar saman komnir ýmsir rfkisstarfsmenn, enda gert ráð fyrir umræðum utan dagskrár um verkfall og kjaramál BSRB. A daginn kom að menn höfðu farið dagavillt, ef svo má að orði komast. Talsmenn stjórnarandstöðu munu haf undirgengist að taka þetta mál upp f dag (þriðjudag). Má því búast við nýrri heimsókn í þinghúsið, ef að Ifkum lætur. Hér er mynd af pallgestum þingsins í gær. Ljósmynd Mbt. Kr. ón Lögreglufélag Reykjavíkur: Lýsir ábyrgð á hendur sér vegna hugsanlegra agabrota Lögreglumenn skrifaðir upp að boði forsætisráðherra segir BSRB - Staðlausir stafir, segir lögreglustjóri Sigríður Ella með tónleika á Akureyri Akurevri, 24. október. FYRSTU tónleikar Tónlistarfél- ags Akureyrar á þessu starfsári verða í Borgarbfói á miðvikudags- kvöld klukkan 21. Þar kemur fram Sigrfður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona, og mun Ölafur Vignir Albertsson leika með á pfanó. Sigríður Ella Magnúsdóttir hef- ur nýlega unnið glæstan sigur i söngvakeppni erlendis og mun margan fýsa að hlýða á hana á miðvikudagskvöld. —Sv.p. LÖGREGLUFÉLAG Reykjavíkur hefur óskað eftir því við félags- menn sína að verði þeir kallaðir fyrir yfirmenn vegna orða eða athafna verkfallsdagana skuli þeir leita til stjórnar félagsins. Formaður félagsins sagði f sam- tali við Morgunblaðið, að stjórn félagsins vildi með þessari sam- þykkt Iýsa á hendur sér ábyrgð vegna hugsanlegra agahrota í verkfallinu en ekki einstakra félagsmanna. A fundi með blaða- mönnum f gær hafði talsmaður verkfallsnefndar BSRB það hins vegar eftir ótilgreindum lög- reglumönnum, að tilefni bréfsins væri það, að yfirmenn í lögregl- unni væru farnir að skrifa upp einstaka lögreglumenn, sem bor- ið hefðu brigður á fyrirmæli sam- kvæmt úrskurði kjaradeilunefnd- ar, og væri þetta gert samkvæmt fyrirmælum forsætisráðherra. Lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur borið þetta til baka sem stað- lausa stafi. Bréf Lögreglufélags Reykjavík- ur er svohljóðandi og er stílað til allra lögreglumanna í Reykjavík: A stjórnarfundi Lögreglufélags Reykjavíkur þann 23. okt. s.l. var gerö eftirfarandi samþykkt: Vegna aískipta stjórnar Lög- reglufél. Rvk., af athöfnum lög- reglumanna í Reykjavik i þessu verkfalli B.S.R.B., þykir rétt að taka fram eftirfarandi: Deilt um viðgerð á símakerfi hjá SS Þrjú slys í umferðinni ÞRJtJ SLYS urðu í umferðinni í Reykjavík á laugardaginn, en ekkert þeirra var alvarlegt að sögn lögreglunnar. Um hádegisbilió urðu tvö slys. Framhald á bls. 30. KJARADEILUNEFND úrskurð- aði í gær að heimilt væri að láta fara fram viðgerð á innanhúss- símakerfi Sláturfélags Suður- lands. Að sögn Páls Guðmunds- sonar, talsmanna verkfallsnefnd- ar BSRB, þótti úrskurður nefnd- arinnar furðulegur og skildu menn ekki á hverju úrskurðurinn væri byggður. Kvað Páll verk- fallsverði hafa farið á slaðinn en ekkert hefði þar verið aðhafzt „Dýrðardagar hjá bíómlum,, MJÖG mikil aðsókn hefur verið að kvikmyndahúsunum und- anfarnar vikur, eða sfðan verkfall BSRB hófst og er nú jöfn aðsókn hjá þeim öll kvöld vikunnar í stað eins til tveggja kvölda um langt skeið. Morgun- hlaðið ræddi við forstjóra þriggja kvikmyndahúsa í gær- kvöldi, tveggja sem starfa eðli- iega og Háskóiabíós en það hef- ur verið lokað í verkfallinu. Friðfinnur Olafsson forstjóri Háskólabiós sagði í samtaii við Mbl. í gær að hann hefði aug- lýst sýningar f sunnudagsblað- inu vegna misskilinnar bjart- sýni. „Það voru allir svo bjart- sýnir á föstudaginn," sagði hann, „en það reyndist allt tómt rugl.“ „Það eru dýrðardagar hjá bíóunum um þessar mundir og mun meiri aðsókn en venju- Iega,“ sagði Grétar Hjartarson forstjóri Laugarásbíós í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi. ,,Éf hef verið að hugsa um að senda BSRB baráttukveðjur,“ hélt hann áfram, „en að slepptu gamni þá var t.d. uppselt á allar sýningar helgarinnar og á sunnudeginum á sýningarnar kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Þetta hefur verið mjög jafnt á kvöldsýn- ingunum síðan verkfall hófst, alltaf fullt. Þá erum við til dæmis með mynd í Bæjarbíói í Hafnarfirði, sem hefði ekki gengið ef sjónvarpið hefði verið í gangi. Þá mynd sækir fólk sem horfir mikið á sjónvarp, en fer sjaldan í bíó.“ „Aðsóknin er nokkuð góð, mun meiri en venjulega og mun jafnari alla daga vikunn- ar,“ sagði Arni Kristjánsson forstjóri Austurbæjarbíós í samtali við Mbl. í gærkvöldi," nú eru það ekki aðeins fimmtu- dagarnir og sunnudagarnir sem skera sig úr, allir dagarnir eru jafnir i aðsókn í bióin.“ enn sem komið væri, þar eð bilun- in hefði ekki verið fundin. Helgi V. Jónsson, formaður kjaradeilunefndar, kvað úrskurð nefndarinnar hafa byggzt á því a<) þarna væri um vinnustað að ræða með um og yfir 300 starfsmenn og hefði það verið röksemd nefndar- innar fyrir úrskurðinum að vegna þess hversu stór vinnustaðurinn væri þá heyrði það til öryggismála að unnt væri i það minnsta að síma út af vinnustaðnum, t.d. í þeim tilfellum að einhver slys yrðu á mönnum. Upplýstu dreifíngu á marihuana Fikniefnadómstóllinn hefur sleppt út liSlega tvitugum manni, sem hafði setið i gæzluvarShaldi i tæpan mán- uS vegna rannsóknar á meintri dreif- ingu á fikniefninu marihuana. Tókst aS upplýsa dreifingu á nokkru magni af efninu en rannsókn málsins er ekki lokiS, þótt umræddum manni hafi verið sleppt lausum, aS þvi er Arnar GuSmundsson. fulltrúi viS Fikniefnadómstólinn, tjáði Mbl. i gær. Verði lögreglumenn kallaðir fyrir yfirmenn sína varðandi orð eða athafnir verkfallsdagana, ósk- ar stjórnin eftir því, að til hennar verði leitað af viðkomandi. Þetta verkfall er ekki einkaframtak, heldur lögmætar aðgerðir Banda- lags starfsmanna rikis og bæja. Undir bréfið rita f.h. Lögreglu- félagsins Björn Sigurðsson for- maður og Gylfi Guðjónsson ritari. A fundi sem Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Páll Guðmundsson, talsmaður verkfallsnefndar BSRB, héldu með blaðamönnum í gær sagði Páll að tilefni þessa bréfs væri m.a. það samkvæmt frásögn lög- reglumanna að einstakir lögreglu- menn sem borið hefðu brigður á skilgreiriingu kjaradeilunefndar á starfssvið þeirra væru nú skrifaðir niður af yfirmönnum lögreglunnar og slíkt gert sam- kvæmt beinni fyrirskipun for- sætisráðherra. Morgunblaðið spurði þá hvernig slí kt mætti vera, þar sem iögréglustjóraem- Framhald á bls. 30. Útvarpsstöð Mývetninga lokað í gær 24. október frá fréltamaiini Morgunbladsins Ágústi Jonssyni í Mývatnssveil. UNDANFARIÐ hefur verið starf- andi útvarpstöð i Mývatnssveit og hefur hún flutt hlustendum tón- list, gamansöngur og fréttir, að einhverju leyti. Hafa Mývetning- ar og aðkomufólk á þessum slóð- um haft hina mestu ánægju af og hefur „útvarp Mývatnssveit" ver- ið afþreying fyrir þá mörgu, sem vinna vaktavinnu á þessum slóð- um. Um hádegisbilið i gær, las einn af aðstandendum stövarinn- ar, mæðulegri röddu tilkynningu um að þetta væri siðasta útsend- ing stöðvarinnar. Hafði Póstur & sími komist aö rekstri útvarpsins og hótað að loka því með valdi ef henni yrði ekki þegar lokað. Þótti Mývetningum súrt i broti að þeirra einkastöð, sem rekin var af starfsmönnum Kisiliðjunnar og starfrækt í dælustöð á bökkum Mývatnsyrði tekin af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.