Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 15

Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 35 Rætt við dr. Magna Guðmundsson Bein verðlags- ákvæði fá aðeins staðizt um stundarsakir Hér fer á eftir samtal við Magna Guðmundsson hagfræðing f tilefni af dvöl hans f Kanada og doktorsvörn þar vestra sfðastliðið sumar: Voru sérstakar ástæður til þess, að doktorsritgerð þín fjallaði um einokunar- og verðlagslöggjöf Dana? Ég rannsakaði þetta efni að beiðni prófessors við hagfræði- deild Manitoba-háskóla. Um það leyti fór fram endurskoðun á hlið- stæðri löggjöf i Kanada, og var mikill áhugi á því að fá saman- burð. Að sjálfsögðu hefði ég kosið að skrifa um eitthvert íslenzkt vandamál, en þáð bætti úr skák, að verðlagslöggjöf okkar er byggð á þeirris dönsku. Efnið var þvi öðrum þræði íslenzkt. Er Kanada heppilegur staður til námsdvalar fyrir Islending? Fyrir Islending, sem vill læra hagfræði, er staðurinn heppileg- ur. Kanadiska þjóðin er tiltölu- lega fámenn (um 20 millj.) og landinu skipt í fylki, sem eru að verulegu leyti efnahagslega sjálf- stæð. Fjármál einstakra fylkja nálgast íslenzk stærðarhlutföll. Hins vegar á markaður miklu stærri þjóða lítið skylt við okkar aðstæður. En Kanada er dýrt land og námstimi öllu lengri en vfða ann- ars staðar. íslenzkur stúdent get- ur lokið M.A. prófi í hagfræði á fjórum árum, en til Ph. D. gráðu þarf hann önnur fjögur ár minnst. — Hvernig er að dveljast með- al Kanadamanna? Amerísk áhrif eru talsverð i vesturfylkjunum, en samt eru berzii auðkenni lifseig. Fólk er rólegt og yfirvegað, vingjarnlegt, en dálitið lokað. í Manitoba-fylki eru Skotar liklega fjölmennasta þjóðarbrotið. Þeir eiga bankana og standa fyrir meiri háttar fram- kvæmdum. Arfleifð ýmis konar hefir ekki átt upp á pallborðið hjá Kanada- mönnum. Mælikvarðinn á góðan innflytjanda var til skamms tíma, hversu fljótt hann tileinkaði sér kanadiska hætti. Breyting varð á þessu með nýrri stefnu sambands- stjórnarinnar í Ottawa (fyrst svon. "biculturalism", siðan „multiculturalism"). Frönsk tunga og bókmenntir blómstra í Quebec-fylki, og þjóðmenning Indíána i norðurhéruóunum er stórmerkileg. Dr. Magni Guðmundsson. Hvað er helzt að frétta af Vest- ur-tslendingum? Ég kynntist ekki mörgum, sem eru af islenzku bergi brotnir, en tel þó suma þeirra meðal beztu íslendinga, sem ég hefi mætt á lifsleiðinni. Vestur-Islendingar eru mikils virtir i Kanada. Þeir eru vinnusamir og löghlýðnir fáir beinlinis ríkir, en flestir vel stæð- ir. Þeir hafa einkum getið sér orðstír I þjónustugreinum — sem kennarar, læknar, verkfræðingar o.s.frv. — Þú hafðir störf með höndum jafnhliða framhaldsnáminu? — Já. Verkefni fyrir fjármála- ráðuneytið hér heima var mér nægilegt fyrstu misserin. Á öðr- um vetri minum i Winnipeg fékk ég kennslustörf við Manitoba- háskóla og á hinum þriðja störf fyrir fylkisstjórnina við endur- skoðun kandadisku bankalag- anna. Það var mjög lærdómsrikt, því að ég kynntist bæði vinnu- brögðum og skoðunum nokkurra helztu hagfræðinga i Kananda, svo og áliti þekktra bankamanna. — Myndir þú ráðleggja öðrum á þínum aldri að fara í framhalds- nám? — Ekki held ég það. Eg væri sjálfur ófús að þræða þennan veg að nýju. En auðvitað er ég ánægð- ur að loknum þessum áfanga. Mér virðist notadrýgst sú þjálfun, sem fæst við að skrifa ítarlega ritgerð undir leiðsögn og við ögun margra strangra dómenda. Ungu námsfólki nýútskrifuðu er gjarnt að ofmeta fi'æðikenning- ar og beita þeim af léttúð. Þessi hætta minnkar með aldri og reynslu. Æðra nám kennir mönn- um, þegar bezt lætur, að hugsa rétt. Að sjálfsögðu er hægt að menntast með öðrum hætti. Lárus bróðir minn hafói minna skip- stjórapróf, en eftir 40 ára siglingu vissi hann meira um Breiðafjörð en unnt er að læra í nokkrum háskóla. — Hafðir þú hug á að setjast að vestra? — Ekki nema mér byðist engin atvinna við mitt hæfi hér heima. Ég hefi frá maí-byrjun starfað fyrir verðlagsstjórann. Hann er áhugasamur embættismaður, og fellur mér samvinnan vel. Annars er kerfi stöðuveitinga á Islandí mjög ábótavant. Til ágalla þess verða raktir ýmsir viðloðandi erfiðleikar í stjórnsýlsunni og landsmálum almennt. — Að lokum: Hvert er álit þitt á því f.vrirkomulagi að binda álagningu við fasta prósentu á kostnaðarverð vöru, hvort sem innkaup eru hagstæð eða óhag- stæð? Er þetta ekki dýrtíðarvald- ur? — Jú, það vill reynast svo í framkvæmd. Almenn verðlags- höft hafa gengið sér til húðar hérlendis. Þeirri skoðun minni hefi ég áður lýst i Morgunblaðinu (apríl '77), en ég .tala að sjálf- sögðu ekki fyrir munn stofnunar eða stjórnvalda. Bein verðlags- ákvæði fá aðeins staðizt um stundarsakir. Þau leiða, ef kaup- binding fylgir ekki jafnframt, til of mikillar eftirspurnar, sem vex frá ári til árs. Við síaukna þenslu verður framkvæmdin æ erfiðari og dýrari. Stöðug endurskoðun ákvæðanna gerist nauðsynleg við breytiiegar aðstæður, og loks molnar kerfið niður sökum þrýst- ings og undankomuleiða ýmiss konar. Það hefir reynslan hvar- vetna sýnt. Öll von um heilbrigt vöruverð byggist á því, að fyrirtækin fari að keppa sin á milli. Þess vegna á að gefa verðmyndunina frjálsa þar, 'sem skilyrði samkeppni eru fyrir hendi. Svo er í innflutnings- verzluninni, smásölu og iðnaði, Sem býr við samkeppni erlendis frá. Verðgæzlan takmarkast þá við þrengra svið og viðráðanlegra, þ.e. einkasölur og markaðsráð- andi fyrirtæki. Þetta er einmitt kjarninnn í hinni dönsku löggjöf, sem hefur gefizt vel og orðið öðr- um til fyrirmyndar, ekki sfzt skip- an stjórnsýslunnar. m. kr. árið 1976 og það sem af sé árinu 1977 323 m. kr. Það sé eitt af meginatriðum þess að halda landinu öllu i byggð að vegasant- göngur árið um kring séu nokk- urn veginn viðunandi. Bændur þurfi að konia afurðum sínum i vinnslustöðvar og á rnarkað, sem og að.annast aðföng til búa sinna, hver sem árstíminn sé. Börnin þurfi að að komast til skóla og heim úr skólum — víöa um lang- an veg. Fræðslulöggjöf um jafna námsaðstöðu verði að framfylgja. Félagslegt samneyti fólks I strjál- býli byggist ekki sízt á öruggum landsamgöngum. Sæmilega greið- færir vegir séu og öryggis- og heílsugæsluatriði, þegar veikindi eða slys berji að dyrum. Réttar- staða fólks í strjálbýli: atvinnu- leg, menntunarleg, heilsufarsleg og félagsleg sé háð vegum og eðli- legri umferö árið um kring. Hér rná enn bæta við, að rekstrarkostnaður bifreiða er mun hærri I strjálbýli, þar sem mismunandi góðir eða slæmir malarvegir eru fyrir hendi, bæði viðhalds- og bensínkostnaður, heldur en þar sem bundið slitlag er komið. I þessum punkti sam- einast þær tvær tillögur, sem að framan getur, þó þær horfi á við- fangsefnð frá tveimur sjónarhól- um. Báðar þessar tillögur eiga skilið athygli þingnefnda, einkum og sér i lagi til að samræma sjónarmið og sameina þing og þjóð i óhjákvæmilegu átaki I vegamálum þjóðarinnar, innan þess ramma er geta hennar segir til um. Breyting á umferðarlögum Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um breytingu á um- ferðarlögum, flutt af Sigurlaugu Bjarnadóttur (S) og Ellert B. Schram (S). Frumvarpið gerir ráð fyrir því m.a. að bráðabirgða- Ökuskírteini, sem nú er gefið út til árs, gildi til tveggja ára, áður en viðkomandi fær fullnaðar- skirteini. Rannsóknir hafa leitt i ljós, segja flutningsmenn, að fyrstu 5 ökumannsárin eru hættu- legust. Skýrslur um umferðarslys sýna, að slysatiðni er mjög há hjá ungum ökumönnum, sérstaklega þó 2—3 fyrstu árin. Rétt sé þvi að fresta útgáfu frambúðaröku- skírteinis (til 10 ára) og lengja reynslutíma um eitt ár. Þá er gert ráð fyrir því að við endurnýjun fullnaðarskirteinis skuli hlutað- eigandi ganga undir skriflegt próf i umferðarlögum, en heimild um það hefur ekki verið beitt. Það leiði til nauðsynlegrar upprifjunar og endurnáms, en aðalörsök slysa og dauðsfalla i umferðinni að undanförnu hafi verið þverbrotnar umferðarregl- ur. Þá er lagt til að taka upp punkta- eða mistakakerfi. Við em- bætti lögreglustjórans i Reykja- vík skal færð skrá í spjaldskrár- formi yfir ökuferil handhafa öku- skírteinis í öllum lögsagnarum- dæmum landsins. „Komi í ljós að ökumaður eigi ítrekað sök i um- ferðarslysi eða gerist ítekað brot- legur gegn öryggisreglum i um- ferð .. . skal beitt ökuleyfissvipt- ingu til bráðabirgða. Ríkissak- sóknari gefur út leiðbeiningar um vægi einstakra brota og tima- lengd í ökuferilsskrá, svo og um framkvæmd bráðabirgðaöku- leyfissviptingar". Efling og samræming útflutnings- starfsemi Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Lárus Jónsson og Sverrir Hermannsson, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samræmingu og eflingu út- flutningsstarfsemi. Skal ríkis- stjórnin, ef tillaga þessi verður samþykkt. láta gera úttekt á skipulagi og aðstöðu útflutnings- verzlunar og leita leiða til þess að efla og samræma útflutning- starfssemi fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur og þjónustu. I sam- ráði við þá aðila, sem nú annast útflutning og markaðsstarfsemi. I þessu sambandi skal áherzla lögö á eftirfarandi: „1. Að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að koma á fót sam- starfi allra aðila, sem vinna að útflutningsstarfsemi, m.a. i því skyni að stuðla að á skipulegan hátt almennri kynningu á íslensk- um vörum og þjónustu erlendis og þjálfun starfsfólks. sem vinna ntun aö hvers konar útflutnings- starfsemi; 2. Að marka enn frekar þó stefnu i skatta- og tollamálum. svo og annarri opinberri fyrirgreiðslu. sem auðveldar íslenskum útflytj- endum samkeppni á erlendum mörkuðum; 3. Að kanna hvort rétt sé og hag- kvæmt að samræma eða sameina starf utanríkis- og viðskiptaráðu- neytis á sviði útflutningsstarf- semi og efla starf utanrikisþjón- ustunnar í markaðsmálum." Fáar þjóðir eru eins háðar utan- ríkisviðskiptum og islendingar. Við verjum milli 35 og 40% þjóð- artekna okkar til að kaupa nauð- synlegar vörur erlendis frá. Þessa óhjákvæmilegu eyðslu, sem og vöxtum og afborgunum af erlend- um fjárfestingarlánum okkar. verðum við að mæta með útflutn- ingi. Utflutningur þjóðarinnar hefur verið einhæfur fram á okk- ar daga. nær einvörðungu sjávar- afurðir. Fyrir allnokkrum árum var útflutningur iðnaðarvara að- eins 10% af heildarútflutningi. Nú hefur þetta iönvarningshlut- fall hækkað í 20%. Iðnaðurinn verður að taka við meginhluta þess viðbótarvinnuafls. sem þjóð- inni bætist á næstu árum og ára- tugum. Markaður hér innanlands er hinsvegar of þröngur til þess að á honum verði byggður umtals- verður iðnaðarvöxtur. Þar þarf til að koma erlendur markaður og sölusamkeppni við aðrar fram- leiðsluþjóðir. Það er þvi ekki af ástæðulausu að fram er komin tillaga á Alþingi Islendinga urn samræmingu efl- ingu útflutningsstarfsemi og markaðsöflunar islenzkra fram- leiðslugreina. Þessi tillaga miðar hins vegar ekki að neins konar ríkisforsjá, heldur samstarfi og samræmingu útflutningsgreina. með stuðningi rikisvalds. m.a. meó heilbrigðri stefnu i tolia- og skattamálum. og eðlilegri fyrir- greiðslu utanrikisþjónustunnar á sviði vörukynningar og markaðs- öflunar. Bandaríkja- markaður og Evrópumarkaður Samtök framleiðslufyrirtækja í frystiiðnaði. Sölumiðstöð hrað- Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.