Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 19

Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 19
18 AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 í heimsókn hjá Indverjanum GIRISH HIRLEKA, svæfingalækni Sjúkrahússins á Akureyri „Indira Gandhi það eina sem sagt og verið viss um að ég HANN LAUK prófi sem svæfingalæknir í des- ember á síðastliðnu ári. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að gerast læknir á Akureyri. I sjálfu sér er ekkert merkilegt við það þó ung- ur læknir leiti þangað og hefju þar störf. Það sem er sérstakt við þennan mann, Girish Hirleka, er að hann er frá Poona, bæ skammt fyrir sunnan Bombay á Indlandi. Þar í bæ eru þeir ekki margir, sem nokkurn tímann hafa heyrt minnzt á Is- land — hvað þá Akuryeri — og í höfuðstað Norður- lands, hafði varla nokkur maður héyrt Poona nefnda á nafn áður en Girish birtist þar fyrir um 10 mánuðum síðan. Girish hugsaði með sér, að þar sem hann væri ekki nema 25 ára skipti það ekki máli þó hann svalaði ævintýraþránni í nokkur ár. Um leið og hann heimsótti tsland og starfaði þar um tima, gæti hann kynnst inn á fólksfjölda er allur annar en hér á landi og skammt fyrir sunnar Poona er Bombay með sína 7 milljón ibúa. Við heimsóttum Girish Hir- leka á heimili hans við Þórunn- arstræti á Akureyri á dögunum, hlustuðum þar á indverska sít- artónlist, sötruðum kaffi og ræddum saman. íbúð hans er látlaus, lítið um skreytingar, veggirnir ljósmálaðir og flestir auðir. A miðju gólfinu eru hill- ur þar sem kennir ýmissa grasa, hljómtæki, plötur, bæk- ur, badminton- og borðtennis- spaðar, ýmsir hlutir aðrir, sinn úr hverri áttinni. Við rekum augun í verð- launapening úr gulli á einni hillunni og kemur í ljós að Gir- ish er Akureyrarmeistari i tví- liðaleik í badminton. — Ég vann eiginlega líka í einliða- leiknum, en þar sem ég er ekki íslenzkur ríkisborgari átti ég ekki heimtingu á verðlauna- peningnum, segir Girish. And- stæðingur minn í úrslitunum vildi ekki sleppa gullinu þc hann hefði tapað og ég varð að sætta mig við reglurnar. Þeir sem léku á móti mér og félaga mínum til úrslita í tvíliðaleikn- um fannst hins vegar réttara að sigurvegarnir fengju verðlaun- in. efnið. Hins vegar get ég lítið talað og held það sé hreinlega ekki hægt að tala íslenzku mál- fræðilega rétt. I mörgum tilfell- um skilja sjúklingar og aðstoð- arfólk ekki ensku, þannig að ég hef orðið að læra algengustu setningarnar, sem ég þarf að nota í starfinu og get þannig gert mig skiljanlegan. — Núna er ég að lesa Njálu, ensku þýðinguna. Sagan hrífur mig vissulega, en ég skil ekki alveg persónurnar í sögunni. Mér fannst það merkilegt að fólkið í Njálssögu skuli bera sömu nöfn og enn eru algeng- ust á Islandi. Annars á ég mörg áhugamál, fyrir utan lestur góðra bóka hef ég gaman af hvers konar íþróttum og allri útiveru. I fyrra fór ég t.d. einu sinni á skíði, en það fór nú þannig að fólkið, sem með mér var hafði miklu meira gaman af skíðaiðkunum mínum heldur en nokkurn tímann ég. I vetur er ég þó ákveðinn í að læra á skíði og fara oft í Fjallið. „Varö dáleiddur af þessu fjarlæga landi“ Giris segir okkur að í Poona búi um 70 þúsund manns og sé að sögn Giris i rauninni litið Augnaaðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Giris Hitleka lengst til vinstri. (Ijósm Mbl Friðþjófur) vestrænu sjúkrahúsi, tækni og tækjum, sem hann hefði ekki áður séð. Hann er nú eini sérmenntaði svæfingalæknirinn á Akureyri og líkar þar lífið. Skiptir hann það engu máli þótt íbúar séu ekki nema rétt yfir tíu þúsund. Er í rauninni alinn upp í litlum bæ á Indlandi, en í Poona, sem er fæðingarbaqr hans, búa um 70 þúsund manns. Mælikvarð- „Held að ekki sé hægt að tala íslenzku málfræðilega rétt“ Girish talar lýtalausa ensku, en einnig skilur hann talsvert í íslenzku og getur gripið til hennar ef í harðbakkann slær. — Ég skil talsvert í íslenzku, sérstaklega ef ég veit hvað er verið að tala um og þekki mál- þorp, en eigi sér þó merka sögu tengda menningu Indlands síð- ustu aldirnar. Er það enn al- gengt að nátnsfólk komi frá Bombaý í skólana í Poona. Faðir Girisar var lengi i hern- um, en er nú kominn á eftir- laun og fluttur í annan bæ, nær Bombay. Bæði foreldrar Giris og bróðir hans tóku því með jafnaðarg.eði, er hann ákvað að flytjast til Islands. Viður- kenndu þau sjónarmið hans að nauðsynlegt væri fyrir ungan lækni að fara víðar og kynnast sjúkrahúsum á Vesturlöndum. Það að Island varð fyrir val- inu á sér i rauninni eðlilegar skýringar. — Frændi minn er ræðismaður fyrir Island og á heimili hans kynntist ég Islandi í gegnum landkynningarbækur og af frásögnum hans af ferð- um til íslands. Ég varð alveg dáleiddur af þessu fjarlæga landi og ákvað því að fara hing- að þegar ég hefði lokið skólan- um. — Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með tsland og á Akureyri hef ég eignast marga góða vini. Mér finnst í alla staði gott fólk hér og er mjög ham- ingjusamur með dvölina hér. Þegar ég fyrst kom til Islands var snjór yfir öllu, allt hvitt og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.