Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 23

Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 23
22 AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 NORÐURVERK með mik/ar framkvæmdir við hhaveit- una eftir tvö mögur sumur Bjartsýnustu menn ætluðu sér að hleypa heitu vatni á kerfi Hitaveitu Akureyrar í byrjun nóvember, eða um svipað leyti og grein þessi birtist. Þvi fannst okkur við hæfi að hitta að máli forystumenn Norður- verks h.f. á ferð okkur um Akureyri á dögunum, en fyrir- tækið er stærsti verktakinn við dreifikerfi hitaveitunnar í bæn- um. Er fyrirtækið með þrjá fyrstu áfanga dreifikerfisins og er kostnaður við þá tæplega 150 milljónir króna, en aðrir aðilar, sem eru með fram- kvæmdir fyrir Hitaveituna, eru með mun minni verk Forystumenn fyrírtækisins hittum við þó ekki á Akureyri, heldur 10 km fyrir utan bæinn, nánar tiltekið á Dagverðareyri eða Dagverðarvik. Þar var á sínum tíma lifleg síldarsöltun og afkastamikil síldarverk- smiðja. Árið 1971 keypti Norðurverk hefur skrifstofur sínar, mötuneyti og herbergi fyrir nokkra starfsmenn i nyrztu byggingunni, en þar voru íbúð- ir á sildarárunum Trésmiðja, járnsmiðja, rafmagnsverkstæði og smurstöð eru i verksmiðju- húsunum, en sannast sagna eru húsin það stór að þessi starfsemi tekur aðeins horn af byggingunum. Trébryggjurnar á Dagverðar- eyri hafa eflaust verið góðar í eina tið, en nú eru þær litið sem ekkert notaðar. Syðri bryggjan var þó gerð upp á sínum tíma er helztu tæki voru flutt frá staðnum og enn er bryggjan i góðu standi. Nyrðri bryggjan er hins vegar úr sér gengin og hefur fengið að grotna niður án nokkurs við- halds i áranna rás. Bryggjan sjálf er í Dagverðarvík og í rauninni einníg verksmiðjurnar þó þær hafi gengið undir nafn- inu Dagverðareyri. Það nafn ber hins vegar bærinn, sem stendur nokkuð ofan við verk- smiðjurnar og land Norður- verks er i rauninni lítið meira en ræma meðfram sjónum i sjálfri Dagverðarvikinni Kísitiðjuvegurinn fyrsta verkefni Norðurverks En það var ætlunin að fjalla um Norðurverk hf, en ekki síld- arárin á Dalvik og Dagverðar- Q Arni Árnason, stjórnarformaður Norð- urverks, og Franz Árna- son, framkvæmdar- stjóri fyrirtækisins. Ijósm. Friðþjófur) eyri. Gefum við þvi þeim Árna Árnasyni, stjórnarformanni Norðurverks, og Franz Árna- syni framkvæmdastjóra órðið: — Fyrsta hugmyndin um stofnun Norðurverks kom upp er farið var út i byggingu Laxár- virkjunar, segja þeir. — Ekkert varð þó úrstofnun fyrirtækisins þá, en skömmu síðar kom lagn- ing Kísiliðjuvegarins til sögunn- ar og var það fyrsta verk fyrir- tækisins, tók tvö ár. Siðan eru liðin tiu ár og þykir það hár aldur ef litið er á önnur verk- takafyrirtæki á landinu. — Fyrirtækið var á vergangi fyrstu árin, enda ef til vill eðli- legt þar sem verkefnin voru á , Q Verksmiðjuhús og bryggjurnar á Dagverð- areyri eða Dagverðar- vik. Þar var í eina tíð lifleg sildarvinnsla, en nú aðsetur Norður- verks. Norðurverk mannvirki þar og síðan hefur mikið verið gert fyrir öll hús á staðnum, sem höfðu meira og minna grotnað niður frá þvi að síldarvinnsla lagðist af á Dagverðareyri Sildarverksmiðjan á D:g- verðareyrí mun hafa tekið til starfa um 1935 og voru helztu aðstandendur hennar Kristján Krístjánsson á Akureyri og norskir aðilar með fram- kvæmdastjórann Ingebjörn í broddi fylkingar. Verksmiðjan starfaðí fram undir 1950, en þegar sildveiðar minnkuðu fyrir Norðurlandi, var verksmiðjan seld á Vopnafjörð og Neskaup- stað. Frá þvi að hætt var að vinna síld á Dagverðareyri var lítíl starfsemi i Dagverðarvikinni sjálfri, en þó hafði Verkalýðs- félagið Eining á Akureyri þar barnaheimili i nokkur sumur. Greinilegt er að byggt hefur veríð af miklum stórhug á Dag- verðareyri á sinum tíma, hús eru stór og vandað til þeirra dreif um landið og i rauninni minnst á Akureyri. Árið 1971 keypti Norðurverk siðan Dag- verðarvíkina og hefur mikið verið gert fyrir hús á staðnum enda ekki vanþörf á þar sem flest þeirrra voru orðin mjög illa farin og tvö gömul timburhús urðum við að rifa þar sem þau voru orðin fúin og að falli kom- in. Að vera með bækistöðvar fyrirtækisins þetta langt fyrir utan Akureyri hefur eðlilega ýmsa erfiðleika i för með sér, en er þó að sjálfsögðu betra en að vera á vergangi eins og áður. — í sambandi við síldar- verksmiðjuna má geta þess til gamans, að ekki er lengra sið- an en í hitteðfyrra að við feng- um bréf frá Ástralíu og þar var spurt hvort við gætum selt aðila þar i landi síldarmjöl. Sömuleiðis fengum við fyrir nokkru bréf varðandi viðhald á tækjum þeim, sem einu sinni voru hér í verksmíðjunni. 0 Frá framkvæmdum við lagningu hitaveit unnar, myndin er tekin við Álfabyggð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.