Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 25

Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 25
24 AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 Sjálf (Jansa þau helzt aldrei en hafa skemmt öðrum í 20 ár EITT STYKKIPASA DOUBLE F 0 ÞAU VORU á kafi f sláturgerð, þegar við fyrst höfðum samband við þau á Akureyri. Notuðu tækifærið er þau vegna verkfallsins fengu fríkvöld eitt sunnudags- kvöld í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Finnur Eydal og Helena Eyjólfsdóttir fundu þó tíma fyrir blaðamenn daginn eftir og mánudagskvöldið, sem við sátum hjá þeim í íbúð þeirra í Skarðshlíð á Akureyri, var svo sannarlega ekki til mæðu. Kaffi, brauðterta og aörar góðar veitingar á boðstól- um. Nóg um að tala, því þau Finnur og Helena hafa unnið við að skemmta fólki í tvo áratugi með ýmsum hljómsveitum. Lengst af voru þau með hljómsveit Ingi- mars Eydals í Sjálfstæðishúsinu, en er sú hljómsveit hætti störfum fyrir rúmu ári tóku þau sér frí þar til í haust. Nú eru þau að nýju komin á sviðið, að þessu sinni án Ingimars. Gæti orðið langt ár ef vel gengur Finnur: — Við vorum hálf- blönk og ætluðum aö reyna aö ná okkur i einhvern aukapening. Þannig varð þessi hljómsveit til, en við finnum núna hve það er óskaplega skemmtilegt að standa í þessu. Helena: — Fólk var búið að lala um það við okkur, að við Finnur er frá Akureyri, Ilelena úr Reykjavík. Sjálf segist hún þó fyrir löngu vera orðinn Akureyringur og geti ekki hugsað sér að búa annars staðar. Þau giftu sig fyrir tæpum 20 árum, en um þaö leyti léku þau með hljómsveitinni Atlantie í Reykjavík. Síðan hefur margt á dagana drifið, margir hafa dansað undir þýðum söng Helenu og hressilegum hlæstri Finns á klarinettinn. Tónlist þeirra hefur ekki aðeins ómað í danshúsum víða um land, heldur einnig í heimahúsum, því plöturnar, sem þau hafa spilað og sungið inn á eru orðnar margar. Sjálf dansa þau aldrei. Segja að það hafi sennilega verið mistök aö læra ekki að dansa í ársfríinu, sem þau tóku sér, þegar hljómsveit Ingimars hætti. Finnur brosir þegar hann gælir við þá hugsun sína aö hann kæmi með sína frú til hljómsveitarinnar og bæði um PasoDoble. helgi yfir sumarið. Það var svo margt sem við höfðum allt í einu tíma til að gera, t.d. bara að slappa af. Finnur: — Ég var búinn að hugsa mér að fara á böll i fríinu, en það varð nú ekkert af því ög við fórum aldrei á ball meðan við vorum ekki að spila. Helena: — Ég kann bara alls ekki við mig i Sjálfstæðishúsinu, nema ég standi sjálf á sviðinu. Blm. — Kemur þessi hljóm- sveit þá til með að lifa lengur en í Finnur: — Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti gott að skemmta hér á Akureyri, hvort sem það er betra en annars stað- ar. Helena: — Fyrir utan Akur- eyri er sérstaklega gaman að skemmta i Stapanum og þar hafa jafnan verið okkar beztu böll fyr- ir utan Akureyri. Finnur: — Ég held að ég ýki ekki þegar ég segi að við yfirgef- um Stapann alltaf með söknuði. samlegt að standa i þessu. Án þess að hafa fólkið með manni væri ekki liægt að vera að þessu. Finnur: — Það gæli teygzt úr þessu ári ef vel gengur, þetta gæti orðið langt ár. „Vorum kvíðin að byrja aftur“ Blnt. — Er betra aö skemmta fólki á Akureyi’i en annars stað- ar? 16 ára strákur við píanóið í nýju hljómsveitinni Blm. — Geturðu sagt okkur Finnur frá liðsskipan í nýju hljómsveitinni. Finnur: — Auk okkai' Helenu þá eru 4 aðrir í hljómsveitinno. Óli Ólason er söngvari ásamt Helenu. Hann kom til Akureyrar frá Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, en hefur lítiö haft sig í frammi hér fyrr en nú og aðeins sungið með karlakórum. F.vrir nokkrum árum söng hann með Geirmundi Valtýssyni og þótti þá strax líkjast Þorvaldi Halldörs- Þó atvinna þeirra um helgar sé að fá fólk til að dansa, þá er það ekki aðalatvinna þeirra. Þrjú börn eiga þau og að sjálfsögðu taka þau Hörður, Laufey og Helena litla sinn tíma. Aðalstarf Finns er sem sníðari hjá Mokka- deild Heklu. Helena vinnur hjá MIFA-tónböndum. Finnur er einstakur áhugamaður um jazz og fer það víst örugglega ekki á milli mála þegar litið er í plötu- safnið. Hann á einar 5000 hljómplötur, flestar þeirra 78 súninga. Sumar stórmerkar og ættu frekar heima á safni. Plötusafnið þekur heilu veggina. Benny Goodman tekur sitt pláss, því Finnur á 250 plötur með honum einum, snillingnum, og á margan hátt læriföðurnum, sem heimsótti ísland fyrir ári síóan og lék á Listahá- tíð. Við byrjuðum spjall okkar á því að tala um nýju hljómsveitina þeirra og hvers vegna þau ákváðu að byrja aftur á sviðinu í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. myndum sakna hljómsveitarlífs- ins ógurlega mikið. Ég varð þó alls ekki vör við þennan söknuð þegar hljómsveit Ingimars hætli, maður átti meira að segja fri um helgar. Þetta fór þó að verða spennandi aftur þegar farið var að tala um að stofna nýja hljóm- sveit. Þá fór mann að langa aftur upp á sviðið. Blm. — Hvað gerðuð þið helzt þegar þið hættuð að spila og syngja og fóruð að eiga frí eins og annað fólk. Heiena: — Það voru nú ekki vandræði. Við eigum forláta hjól- hýsi, sem við vorum í um hverja Blm. —- Nú hefur Hljómsveit Finns Eydals starfað í rúman mánuð, hvernig hefur gengið að ná upp þessari viðurkenndu ,,Sjallastemmningu“? Bæði: — Við vorum kvíðin að byrja aftur og vissum alls ekki hvernig okkur tækist til eftir stoppið og hvernig okkur yrði tek- ið. Við höfum reynt að höfða, eins mikið og hægt hefur verið, til yngra hjónafólksins með tónlist okkar. Við vissum ekki hvort við myndum fæla unga fólkið, sem orðið var i meirihluta í burtu án þess að fá neitt i staðinn. Það fór þó ekki svo, unga fólkið heldur að miklu Ieyti áfram að koma. en einnig yngra hjónafólkið og fjöldi matargesta hefur aukizt, þannig að við getum alls ekki kvartað yfir móttökunum. eitt ár, eins og hugmyndin var í fyrstu? Finnur: — Ég kann vel við mig að vera byrjaður aftur og það verður ekki auðvelt að slíta sig frá þessu gangi eins vel það sem eftir er vetrar og hefur gengið til að byrja með. Helena: — Þetta er einhvern veginn allt öðru vísi en t.d. skrif- stofuvinna. Maður þarf að gefa svo miklu meira af sjálfum sér og- ef vel gengur þá er maður ánægð- ur. Finnur: Og sofnar fast þegar heim er komið. Helena: — Þegar maður finnur að fólkið er þlynnt manni er dá- 0 Finnur spilar á fagotið, sem hann er að læra á. í hillunum má sjá hluta af plötu- safninu, en Finnur á, um 5000 — fimm þús- und — hljómplötur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.