Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 29
28
AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 1977
„Óður steinsins” — með mynd-
um Ágústs Jónssonar og ljóð-
um Kristjáns frá Djúpalæk
Óvenjuleg bók kemur út
um næstu mánaðamót, þar
sem er bókin „Óður steins-
ins" með litmyndum Ágústs
Jónssonar af innri gerð ís-
lenzkra steina og Ijóðum
Kristjáns frá Djúpalæk. Út-
gefandi er Galleri Háhóll á
Akureyri, en eigendur þess
fyrirtækis eru hjónin Lilja
Sigurðardóttir og Óli G.
Jóhannsson listmálari. Jón
Geir Ágústsson hefur annast
hönnun bókarinnar.
Ágúst Jónsson bygginga-
meistari á Akureyri er löngu
landskunnur fyrir Ijósmyndir
sínar af íslenzkum steinum og i
bókinni verða 30 heilsiðu-
myndir í litum úr þeim furðu-
heimi. Ágúst hefur sjálfur leitað
steinana uppi, unnið þá, slipað
og sagað og tekið Ijósmyndirn-
ar með sérstakri tækni.
Myndirnar verða á annarri
hverri siðu, en á móti hverri
mynd verður i sömu opnu Ijóð
eftir Kristján frá Djúpalæk, sem
hann hefur ort um þau áhrif og
hughrif, sem hann hefur orðið
fyrir af myndinni. Einnig er á
sömu siðu ensk þýðing Ijóðsins
eftir Hallberg Hallmundsson rit-
höfund i New York. Ljóðaflokk-
ur Kristjáns er i frjálsu irímuðu
máli.
Litgreining myndanna var
gerð i Kaupmannahöfn, en að
öðru leyti mun Prentverk Odds i
Kristján frá Djúpalæk.
Björnssonar h.f. annast prent-
un og annan frágang bókarinn-
ar. Hún verður i stærðinni A-4,
prentuð á mjög vandaðan
pappir, sem var sérstaklega
keyptur i þessu skyni og yfir-
leitt er allt efni í bókinni sér-
pantað úrvalsefni. Upplag
hennar verður 1000 eintök,
þar af verða 99 eintök tölusett
og árituð
Steindór Steindórsson fyrr-
verandi skólameistari, ritar eft-
irmála bókarinnar og þar segir
hann m.a.:
..Segja má, að hverju sinni er
vér lítum á myndir þessar og
gefum oss tóm ti! að virða þær
fyrir oss og sleppum beizlinu
fram af ímyndunaraflinu sjáum
vér alltaf ný litbrigði og nýjar
myndir." Og ennfremur segir
Steindór Steindórsson: „Ég
hygg að ekki sé farið þar með
nokkrar ýkjur, þótt sagt sé að
Óður steinssins sé sérkennileg-
asta og um leið frumlegasta
bók, sem gefin hefur verið út á
voru landi og ef til vill í öllum
heiminum."
<3
jú mm.
Bændur
athugið
Að gefnu tilefni viljum vér upplýsa að verð það, sem auglýst er í
Sambandsfréttum og aftur í Fóðurmöppu KEA, sem verð á
fóðurvörum, frá KFK, er verð, sem gilti hjá oss fyrir 20 október
sl. Annað í plöggum þessum tökum vér ekki til oss.
Verð á fóðurvörum hjá oss er nú þetta:
Laus
heim komin
Sekkjað
í húsi
A-blanda 14/98
A-blanda 14/100/4% feit
B-blanda 12/102/4% feit
C blanda 9/92
Sóló heilfóður
Becona sláturgrísafóður
kr.
kr. 40.300 -
J<r. 40.300 -
kr.
kr. 45.900 -
kr. 45.800 -
kr. 42.900 -
kr. 43.100 -
kr. 43.100 -
kr. 43.000 -
kr. 48.500 -
kr. 47.500 -
Bændur verzlið þar sem saman fer
lágt verð, 1. flokks vara og góð þjónusta
BÚSTÓLPI FYRIR BÆNDUR
Strandgötu 63, sími 96-22320