Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 31

Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 31
30 AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 Haraldur Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson bankafulltrúi: m w . mmmh á Swedenhjemfjölskyldan 1965—'66: Frá vinstri: Jón Ingimarsson, Jón Kristinsson. Þórey Aðalsteinsdóttir. Guðmundur Gunnarsson, Þórhalla Þorsteinsdóttir. Sunna Borg og Hjálmar Jóhannesson. Um Komedíurnar á Akur- eyri oa Leikfélagið 60ára Upphaf sjónleikja á íslandi er al- mennt talið að megi rekja til leiklistar- viðleitni skólapilta syðra, í Skálholti, Bessastöðum og í RREYKJAVÍK Nemendur munu hafa kynnzt latnesk- um samtalsþáttum og leikritum við nám sitt og hinar fyrstu „leiksýningar” voru skringilegar krýningarhátíðir, Skraparotspredikanir, sem skólapiltar fluttu að loknum haustprófum Þessar Herranætur skólapilta, sem álitið er að hefjist nokkru fyrir 1 740, eru merkur þáttur í íslenzkri leiklistarsögu Hlið- stæðu þessara skólaleikja og þá senni- lega fyrirmynd þeirra má finna víða í listasögu hinna Norðurlandaþjóðanna og reyndar einnig i Englandi og Þýzkkalandi Nokkrir þeirra sem um íslenzka leiksögu hafa fjallað, vilja þó seilast lengra aftur í myrkviði aldanna og telja að þegar við upphaf íslands- byggðar megi finna nokkur merki um tjáningarþörf og hermihneigð landans, svo sem í Syrpuþingslögum, sem var leíkur um málatraðk manna og ennfremur í Grettisfærslu sem var leik- ur svipaður að efni „ok hafa menn aukit þar í kátlegum orðum til gamans mönnum'. í íslendingasögum og Eddukvæðum má einnig finna skyldleika við leiklist, leikræn samtöl og persónusköpun Þá telja ýmsir að hinir gömlu dansar, vikivakar og rímur séu forverar skóla- piltasýninganna Eftir að Skálholtsskóli flyzt til Reykja- vikur árið 1 784, hverfa smám saman hinir gömlu skólapiltaleikir, en reglu- legir sjónleikir koma í staðinn, aðallega danskir. íslenzk leikritun fer nú að skjóta upp kollinum og um miðja öld- ina verða „Comediur” nær árviss skemmtun Reykvíkinga, m a vegna dugnaðar Jóns Guðmundssonar rit- stjóra og síðar Sigurðar Guðmunds- sonar málara Hér hefur verið drepið lítillega á upphaf leiksýninga í Reykjavík til að sýna ándstæðuna hér nyrðra Á Akur- eyri var engin menntastofnun þar sem slik leikhefð (tradition) gæti skapast. Þótt Skraparotspredikun muni hafa verið flutt i „Prestshúsum að Hólum i Hjaltadal” samkvæmt heimild frá Jóni Borgfirðingi fræðimanni, og skólapiltar þar viðhaft ýmsa „alþýðlega gleði" þá er ekki að sjá að slikt hafi vakið menn hér nyrðra til nokkurra leikrænna til- burða Fyrstu leiksýningar á Akureyri Hinn 18 nóv. árið 1860 sveif leik- listargyðjan öllum að óvörum inn í hið fábreytilega þorpslíf hér í Öfjords Handelsted Þennan dag gengu 74 sálir inn í vöruskemmu í Innbænum og horfðu á útlenda Comediu í blöðum Jóns Borgfirðings segir svo: „Þá var leikið í fyrsta sinn á Akureyri, 18 nóvember, leikurinn Intrigerne, með 6 persónum, og svo aftur 2 7. desember, hann og annar til Audiensen, með 1 2 persónum. Bílæti seldi ég um bæinn, þau kostuðu 32 skildinga, og voru áhorfendur 74 Þessir peningar voru látnir ganga til hinna fátækustu i bænum." Aðsókn hefir verið mikil þessi fyrstu leikkvöld því um þetta leyti eru bæjarbúar aðeins 270 Hins vegar var dýrt að skyggnast inn í furðuheima leiklistarinnar, og má til samanburðar nefna, að á eina matsölu- stað bæjarins var verðlag þá m a þannig: 1 máltíð af vandaðri mat, svo sem steik ............ 14 skildinga 1 boili af Chocolade, án brauðs................ 14 skildinga kaffibolli með fínu brauði ................ 8 skildinga brennivinsstaup .......... 2 skildinga Helzti forgöngumaður sýninganna var Bernhard Steincke verzlunarstjóri og ennfremur léku læknishjónin Fin- sen, Thorarensen apótekari, og ungfrú Pauline Möller, sem síðar varð eigin- kona Steinckes í síðari leiknum bætt- ust við factorarnir Möller og Tærgesen, Möllersdætur o.fl. Steincke og Jacob Chr. Jensen voru lelztu leikarar og leiðbeinendur fyrstu írin og árið 1868 bættust í hópinn 4nna og Hendrik Schiöth, bakara- meistari. Frú Anna varð fljótt fremsta leikkona bæjarins og ennfremur málaði hún fögur leiktjöld og saumaði bún- inga Leikritavalið var í fyrstu danskt, því leikendur voru flestir danskir eða danskmenntaðir Mestrar hylli nutú léttir einþáttungar eftir Bögh, Hostrup, Overskou eða H C Andersen, flestir söngleikir, barmafullir af ærslum og rómantík Árið 1875 stofnaði J V Havsteen ræðismaður og kaupmaður, Comediu- félag sem starfaði fram undir aldamót. En árið 1877 var loks leikið mun a V< íui. ,* RHWMI í0$M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.