Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 33

Morgunblaðið - 06.11.1977, Side 33
32 AKUREYRARBLAÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 í Stefni 2 marz 1899 er alllöng grein um ágæta leikara bæjarins fyrr á árum t.d. Steincke, Jensen, Schiöth, Sophus Trampe, Andrés Árnason, Ein- ar Pálsson o fl en greininni lýkur þannig:......á Akureyri er sumt fólk svo sólgið í leiki að það fer á sömu leikina kvöld eftir kvöld og sögur hafa gengið um að sumt af þessu fólki hafi selt af sér föt, til að geta komizt nógu opt! En stundum kveður þó við annan tón í blöðunum t d , þegar kvartað er yfir hávaða áhorfenda sem tali, klappi og hrópi, bravó, de capó, gott o s.frv. . . . " stundum með svo mikl- um gauragangi að ekki heyrist tímun- um saman eitt einasta orð til leikend- anna á öptustu bekkina " Samkomuhúsið — Eldra LA 1907 Þegar fjölga tók í góðtemplarastúk- unum á árunum 1904—1905 þótti gamla samkomuhúsið of lítið og ófull- komið var ráðist í byggingu nýs leik- húss árið 1906 og það vígt 23 jan 1907 með miklu samkvæmi. Eigendur hússins voru stúkurnar 3 í bænum, ísafold — Fjallkonan, Trúföst og Brynja Tveir smiðir úr reglunni Guð- björn Björnsson og Guðmundur Ólafs- son buðust til að byggja húsið fyrir 21.500 kr En fullsmíðað kostaði hús- ið með húsgögnum 28.500 kr , sem var afar mikið fé á þeim tima, en sýndi vel bjartsýni og stórhug templara. Hús þetta var ásamt hinu nýsmíðaða skóla- húsi Gagnfræðaskólans (nú M.A.) eitt- hvert stærsta timburhús á landinu. Fyrsta leiksýningin í húsinu var Ævin- týri á gönguför Vilhelm Knudsen og Páll Árdal léku Skrifta-Hans og Kamm- errað Kranz, en Margrét Valdimarsdótt- ir og Svava Jónsdóttir léku ungu stúlk- urnar Kennararnir Stefán Björnsson og Karl Finnbogason léku stúdentana Auk Vilhelms Knudsens var Halldór Gunnlaugsson frændi hans talinn fremsti leikari bæjarins. Hann kom hingað sem ungur læknir haustið menn félagsins voru Guðlaugur Guð- mundsson sýslumaður, Stefán skóla- meistari, Sigurður Hjörleifsson Kvaran o.fl. Fyrsta leiksýning hins unga félags var Abekatten efti.r Heiberg og fór Vilhelm Knudsen með hlutverk Iver- sens náttúrufræðings, en Anna (Schiöth) Vigfússon lék bústýru hans og eru þau ,,hin skemmtilegustu hjú" sögðu blöðin En engu minni athygli vakti skáldið Andrés Björnsson, sem þennan vetur var heimiliskennari hjá J V Havsteen, hann lék þjóninn „og eru brellur hans margar kátlegar" segir blaðið Norðri á Jólum 1 907 Önnur verkefni félagsins voru t d. Milli bardaganna, með Guðmund Guð- laugsson, V Knudsen og Margréti Valdemarsdóttur í aðalhlutverkunum, Lavender, Sherlock Holmes (G.G.), Lygasvipir, Hermannaglettur, Ærsla- drósin, Slúðrið, ofl. Helzti leiðbeinandi var Guðlaugur sýslumaður, sem sjálfur var ágætur leikari fyrr á árum og einn af máttar- stólpum Glasgow-félagsins í Reykjavík Hann sat oftast á fremsta bekk i samkomuhúsinu, í loðfrakka sínum, því ekki var húsið kynt að óþörfu, og sló hann niður staf sínum ef honum líkaði ekki leikmátinn uppi á sviðinu. Félaginu var formlega slitið haustið 1911 og bar þar einkum til sjúkleiki og brottför nokkurra forystumanna og leikara félagsins Þrátt fyrir þennan mótbyr héldu þó templarar leikstarfinu áfram og sýndu Skugga Svein árið 1912 með Jón Steingrimsson og Pál Vatnsdal í hlutverkum Sveins og Ket- ils, og árið 1914 var Lénharður fógeti sviðsettur með Hallgrím Kristinsson i aðalhlutverkinu. en Margrét Valdi- marsdóttir lék Guðnýju og var það hennar síðasta hlutverk Hún andaðist 24 jan 1915 aðeins 35 ára að aldri og hafði hún þá leikið 55 hlutverk, flest þeirra á 13 árum. Það var leiklistinni á Akureyri mikill missir að þessi fjölhæfa og glæsilega leikkona skyldi hverfa svo skjótt á brott Haraldur Björnsson segir svo um hana i bók sinni ......Margrét Valdi- marsdóttir hafði geysileg áhrif á mig „Klúbbskemmtanir" til ágóða fyrir Samkomuhúsið En það voru leik- þættir, söngur, upplestur, gamanvísur og dans Allur ágóði fór til að grynna á byggingaskuldum hússins Leikheim- sóknir frú Stefaníu Guðmundsdóttur frá Reykjavík árin 1915 og 1916 fengu einnig almennt lof og mikla aðsókn Aðstaðan í leikhúsinu — sót og kaffiexport Fyrir tilkomu rafmagnsins hingað í bæinn árið 1 922, voru flest störf bæði í leikhúsinu sem á öðrum sviðum, mun örðugri en nú þekkist Gamall leikari í LA, Friðrik Július- son, var eitt sinn spurður um aðstöðuna í leikhúsinu í „gamla daga" og fórust honum meðal annars svo orð um leikhúsið: „ í salnum var stór lampi, sem hékk í miðju lofti og lýsti vel allan salinn Fyrir þessum lampa var svört hetta, sem mátti draga frá, og fella niður með snúruútbúnaði sem náði eftir loftinu, upp á hliðarsvalirnar, og þar varð maður að vera meðan á leiksýningu stóð og draga fyrir og * 1 draga frá eins og með þurfti Á leik- sviðinu voru 5 lampar í lofti, einn stór var i miðju lofti, fjórir til hliðar, (14—15 línu) og til þess þeir sæust ekki úr salnum, voru strengdar blæjur þvert yfir senuna, og lýstu lamparnir þá beint niður. Fyrir framan senuna, var renna og í hana raðað mörgum lömpum, 10 línu, og lýstu þeir upp gólfið. Svört hetta var fyrir miðju senu- gólfi og þar niðri var hvislarinn, en ekki get ég hælt þvi hve vel fer um hann Búningsherbergin voru í útbyggingu vestur af senunni, en oft var svalt þar og ekkert vatn. Hitað var upp með olíuofni, en í miklum frostum var lítill hiti, sem vonlegt var Vatn þurfti að sækja í lind vestan við húsið og geyma síðan í stóru íláti hjá leikurunum. Fyrir hverja sýningu þurfti þetta allt að vera tilbúið vatn í búningsherbergin, olia á ofninn og alla lampa í lofti og gólfi og yfirleitt að öll Ijós væru í lagi. 1 903 og dvaldi hér i bænum aðeins örfá ár, en vakti mikla athygli og aðdá- un leikhúsgesta Nokkur umskipti höfðu orðið í leik- húsmálunum og höfðu nú templarar, kvenfélögm og söngfélögin smám saman tekið við leikstarfseminni úr höndum gamla Comediufélagsins (Gleðileikjafélagsins), sem þessi sið- ustu ár starfaði lítið annað en að leigja út gamla leikhúsið Hin stórbætta að- staða og áhugaaldan sem á eftir fylgdi ollu því að stofnað var Leikfélag Akur- eyrar (hið eldra) þ 11 okt 1907 Helzti hvatamaður að stofnuninni var Vilhelm Knudsen, en aðrir forystu- með glæsileik sinum og yfirburðum í leik Hún var eins og ævintýri Hún hafði bjart griskt andlit og gullið hár sem náði henni í hnésbætur " Séra Matthías Jochumsson orti um hana minningarljóð, m a þín list var fögur, full af Ijúfu yndi og fas þitt hreint sem morgunljós á tindi. Ef skemt þú hefðir hærri mentalöndum þá hefði frægðin borið þig á höndum . . . Auk leiksýninga témplara voru einn- ig mjög vel sóttar hinar svokölluðu Meyjarskemman, óperetta, 1954—'55: Frá vinstri: Jóhann Konráðsson, Guð- mundur Gunnarsson, Björg Baldvinsdóttir, Jóhann Ög- mundsson, Brynhildur Stein- grímsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Helga Alfreðs- dóttir, Vilhjálmur Árnason, Árni Jónsson, Halldór Helga- son, Sigriður P. Jónsdóttir og Hermann Stefánsson. leikhús Akureyringa, byggt 1917. Stofnendur voru þessir: Hall- grimur Valdimarsson, Júlíus Havsteen, Sigurður E. Hliðar, Gísli R Magnús- son, Ingimar Eydal, Jón Steingrims- son, Páll Vatnsdal, Sveinn Á Bjarman. Guðbjörn Björnsson, Jónas Jónasson, Jóhannes Jónasson, Pétur Þorgrims- son, Sigtryggur Þorsteinsson og Hall- grimur Sigtrygsson og mun hann vera eini stofnandinn á lifi Úr Skugga- Sveins hópnum eru enn á lífi Jóhann Kroyer og Konráð Jóhannsson, en þeir gerðust ekki stofnfélagar vorið 1917 Fyrstu stjórn félgsins skipuðu: Júlíus Havsteen, Hallgrimur Valdimarsson og Sigurður E Hliðar, en gjaldkeri „utan stjórnar" var kosinn Jóhannes Jónas- son Fyrsta leikárið 1917—18 var félaginu erfitt þvi eldiviðarskortur var mikill hér í bæ sem annarsstaðar og ógerlegt að fá leikhúsið hitað upp og margt annað var til tálmunar En i lok þessa fyrsta starfsárs var þó komið upp kvöldskemmtun um vorið i fjáröflunarskyni og leikinn gamanleikur i 1 þætti, Misskilningur á misskilning ofan eftir Th. Overskou og á eftir leiknum var kvartett söngur, en Valde- mar Steffensen læknir o.fl. sungu. Um haustið voru siðan leiknir tveir smáleikir, Grái frakkinn og Frúin sef- ur. Vorið 1919 var svo Skrill eftir Overskou leikinn og þótti Július Havsteen ágætur i hlutverki sjómanns- ins Palla Block. Siðan tekur við Tengdapabbi, Dreng- urinn minn og siðast en ekki sizt Ævin- týri á gönguför, þar sem þeir Gisli Magnússon og Jóhannes Jónasson foru á kostum sem Skrifta Hans og Krans, við metaðsókn Úr ímyndunarveikinni 1933 —'34: Frá finstri: Elsa Frið- finnsdóttir, Ágúst Kvaran, Sveinn Bjarman, Friðfinnur Guðjónsson (gestaleikur), Margrét Steingrímsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sig- urjón Sæmundsson Stofnað Leikfélag Akureyrar 1917 Tildrögin að stofnuninni voru þau að hustið 1916 bundust allmargir leikarar bæjarins samtökum í því skyni að koma upp leiksýningum og enn einu sinni varð hin vinsæli Skugga Sveinn fyrir valinu. Frumsýning var síðan í janúar 1917 Gísli R Magnússon var einn helzti forustumaður hópsins og lék hann Larenzíus sýslumann, Jón Steingrímsson og Páll Vatnsdal léku Skugga og Ketil sem fyrr, Sigtryggur Þorsteinsson lék Ögmund, Ingimar Eydal lék Sigurð í Dal, Harald og Ástu léku þau Jóhann Kroyer og Eva Páls- dóttir, stúdentana léku Konráð Jóhannsson (síðar gullsmiður) og Hall- grímur Sigtryggsson, qn Grasa Guddu lék Jóhannes Jónasson af mikilli snilld. Einn af púkunum var leikinn af ungum pilti Jóni Norðfjörð, sem síðar varð einn fremsti leikari bæjarins Aðsókn var fádæma góð og urðu margir frá að hverfa. Sýningar þessarar er hér getið sérstaklega, vegna þess að þessi leikhópur myndaði kjarna þeirra sem stofnuðu Leikfélag Akureyrar á sumardaginn fyrsta, 19 april, árið Samkomuhúsio á Akureyri, 1906—07. Búninga varð vanalega hver leikandi að leggja sér til sjálfur, nema ef stúk- urnar sáu um sýninguna, þá lagði hún þá oftast til Förðun var ekki svo lítið verk í þá daga Þá þekktist ekki útlent smink, en notað var t.d sót, framleitt á þann hátt, að undirskál var sett yfir lampa- Ijós. Með því voru allar hrukkur búnar til Páll Ardal sá um förðun ásamt fleiru. Hann var ágætisteiknari og þótti þetta ágætt. Ef þurfti að dekkja harið var notað kinrok. Allur roði í kinnar var búinn til með bréfi af Ludvigs Davids exporti, sömuleiðis var mikið notað talkum Þá var ekki varalitur, en exportsbréfin notuð til að gera varir kvenfólks rjóðar og blómlegar. Allt skegg var úr ullarkembum og klippt og snyrt mjög vel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.