Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 37 Hjálpið leynilögreglumanninum Hjálpið leynilögreglumanninum! Dýrmætum demöntum hefur verið stolið. Leynilög- reglumaðurinn hefur fengið erfitt verkefni til þess að fást við. Þrír menn eru aðallega grunaðir um þjófnað- inn. Reyndu að bera saman stóru myndina við þá litlu — og kannski ertu þegar kominn á sporið! I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Albert Schweitzer: Mér líður ekki iHa lengur! Mér líður ekki illa lengur! Litli, dökki drengurinn leit á hvíta Iækninn, Albert Schweitzer, og ljómaði af ánægju. Faðir drengsins, sem stóð við hlið hans trúði varla sfnum eigin augum. En hann hafði heyrt því fleygt, að þessi læknir gæti Iæknað fólk. sem töfralæknir ættflokksins gat ekki læknað. Það var einmitt þess vegna, sem hann hafði lagt það á sig að koma alla þessa löngu leið með drenginn sinn, niður eftir Ogowe-fljótinu. Sonur hans var rétt að ranka við sér eftir upp- skurð og fann, að hann hafði losn- að við kvalirnar, sem hann hafði haft. En það biðu fleiri sjúklingar fyrir utan litla sjúkrahúsið i frumskóginum. Einn sjúkling- anna hafði verið bitinn af reiðunt górillu-apa, annar þjáðist af maiaríu, tveir eða þrir voru holds- veikir, og svo var þar gömul kona, sem var orðin svo lasburða, að fjölskylda hennar vildi losna við hana. Hún vissi, að hviti læknir- inn og kona hans mundu vilja taka hana að sér og annast hana vel það, sem hún átti eftir ólifað. Þegar Albert Schweitzer var ungur drengur heima í Þýzka- landi,.dreymdi hann aldrei um, að hann yrði læknir í frumskógum Afriku. Hann ætlaði sér nefnilega að verða prestur eins og faðir hans, en tómstundir ætlaði hann að nota til þess að gera það. sem honurn fannst skennntilegast: að spila á píanó og orgel og læra nteira um tónlist. En þegar hann fór að eldast hugsaði hann sífellt meira unt þá, sem áttu bágt og þjáðust i alls kyns neyð. Það Iá við, að hann skanunaðist sín stundum fyrir það, hvað honum leið vel og gat gert það, sem hann langaði til, og hafði mestan áhuga á. Þessar hugsanir ásóttu hann sí- fellt meir og rneir, þangað til hann varð 21 árs. Þá tók hann mikilvæga ákvörðun. Hann ákvað með sjálfum sér, að hann skyldi nú gera það, sem hann langaði til næstu niu árin. En þegar hann yrði 30 ára, ætlaði hann að nota timann sem eftir væri til þess að hjálpa öðrum. Og hann efndi heit sín. Þegar Albert Schweitzer var orðinn 30 ára, var hann vinsæll prestur, þekktur hljómlistarmaður og rit- höfundur. En þá ákvað hann að setjast aftur á skólabekk. Hann vissi nú, hvað hann ætlaði að gera. Hann langaði til þess að verða læknir í frumskóguni Afríku, þar sem hvorki fannst læknir né sjúkrahús. Og einn góðan veðurdag, árið 1913, gengu þau hjónin, Albert Schweitzer og kona hans, sem var hjúkrunarkona, á land við litla krislniboðsstöð, langt inni í frum- skóginum. Hann hafði meó sér allan útbúnað f.vrir lítið sjúkra- hús í 70 kössum. Og orðrómurinn um hvíta lækninn, sem von var á, hafði breiðst út frá þorpi til þorps, svo að Albert Schweitzer hafði ekki einu sinni tima til þess að taka allt upp úr kössunum, áður en fyrstu sjúklingarnir kontu til hans. Hann varð að nota lítið hænsnahús sem skrifstofu til þess að byrja með, en seinna var byggt sjúkrahús — og eftir því sem árin liðu, var sifellt bætt við fleiri byggingum og starfslióinu fjölgaði, bæði læknum og hjúkrunarkonum. Arið 1953, þegar Albert Schweitzer var 78 ára. fékk liann frióarverðlaun Nóbels fyrir starf sitt. Jackie og Harlech lávarðar árið 1968. vonaði Kennedy-fjölskyldan innst inni að hin gamla vinátta hennar og Onassis þróaðist i ást og að þau gætu gift sig. Þegar Ted Kennedy. sem varð höfuö Kennedy-ættarinnar eftir að Robert var myrtur 1968. frétti af ætlun Jackie að giftast Onassis. hafði hann þó samband við Onass- is og bað hann um að hitta sig. Það var ákveðið að þeir ræddu saman á eyjunni Scorpios (eign Onassis). „Þar sem ég bjóst ekki við nein- um heimanmundi. hafði ég engar áhyggjur." sagði Onassis siðar. Kennedy byrjaði á að ráða hon- um frá þessu hjónabandi. Hann varaði hann við því að það væri „stjórnmálalega" óheppilegt og hann gæti átt erfitt með að gerast uppalandi barna hins látna for- seta. Þegar Kennedy sá fram á að orð hans hefðu engin áhrif hætti hann á að segja: „Við elskum Jackie.“ Onassis svaraði: „Það geri ég einnig. og ég vil tryggja henni örugga og hamingjusama framtíð." Kennedy gaf það í skyn að ef Jackie gifti sig myndi hún glata árlegum greiðslum af Kennedyeignunum. Þeir héldu áfram að ræða um peninga og Onassis sagði síðar. að sér hefði þá orðið það ljóst. að hvort sem Kennedyfjölskyldunni likaði hjónaband þeirra betur eða verr þá ætlaði hún ekki að standa í vegi fyrir þeim. Fréttirnar um hjónaband þeirra voru mikið áfall fyrir Onassisfjölskylduna. Börn hans. Christina sem þá var 18 ára. og Alexander sem var tvítugur. höfðu bæði borið þá von í brjósti að faðir þeirra mundi giftast móð- ur þeirra Tinu aftur. nú þegar annað hjónaband hennar virtist vera að leysast upp. Onassis hafði rætt um þann möguleika við son sinn. en það virðist fremur hafa verið til að róa hann en að það hafi verið ætlun hans að giftast Tinu aftur. Þegar börnunum var tilk.vnnt um giftingardaginn ruku þau burt og þaö var erfitt að fá þau til að vera viðstödd. Það sem þau Onassis og Jackie áttu augsýnilega sameiginlegt var að þau voru bæði stórreykinga- menn. Þó áttu þau nokkuð vel Onassis og Maria Callas. Alexander Onassis. Hann var ósjálfstæður gagnvart föður sínum og hafði öllu meiri áhuga á flugvélum en skipum. saman að öðru leyti. þó ekki væri nema sú staðreynd að hún var ein e.vðslusamasta konan í heiminum og hann einn auðugasti ntaðurinn í veröldinni. Þetta þýðir ekki að Jackie hafi laðast að Onassis pen- inganna vegna. öllu heldur að hjónaband með einhverjum sem væri ekki mjög efnaður hefði ekki verið sérstaklega fýsilegt i hennar augum. A öðrum sviðum voru hug- myndir þeirra og sjónarmið þau sömu. Jackie hafði eins og Onass- is litinn áhuga'á stjórnmálum og bæði kunnu þau að meta þægilegt liferni. En þrátt fyrir augljósa og gagn- kvæma væntumþykju þeirra virt- ist hjónaband þeirra aldrei ná þeim hápunkti sem einkennir sér- staklega hamingjusöm hjóna- bönd. Þau fullnægðu mikilvægum þörfum hvors annars. en ekki grundvallarþörfum. Jackie tók móðurhlutverk sitt mjög alvar- lega og það þýddi að hún dvaldi löngum i Bandarikjunum þar sem börn hennar sóttu skóla. Onassis starfaði aðallega i Grikklandi. en uppkomin börn hans eyddu ntest- um tima sinum á meginlandi Evrópu Jackie var mjög ákveðin og oft á öndverðum meiði við skoðanir hans. Ýnisar brevtingar sem hún lét gera á heimili þeirra öngruðu hann. ekki sist kostnaðurinn af þeint. Onassis fór ekki leynt með sam- band sitt og Mariu Callas og stuttu eftir að hann og Jackei giftu sig voru bréf frá Jackie til fyrrverandi fylgdarmanns henn- ar birt opinberlega. Það olli Jackie vonbrigðum hve börn Onassis reyndu eftir bestu getu að halda henni utangátta um þeirra málefni. Mesta áfall Onassis í lífinu var lát sonar hans Það var enginn Onassis eins kær og sonur hans. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að ala hann upp til að taka við öllum þessum auðæfum. Hann hafði snemma býrjað að benda drengn- um á að vara sig á fólki. þar sem hann væri auöugur Onassis og það gengi t augun á þvi. Drengur- inn varð einrænn og átti fáa vini. en santband þeirra feðganna var ekki rnjög náið. auk þess sem Alexander átti að fullu að lúta vilja föður síns í einu og öllu. Þegar Alexander lést af áverk- unt eftir flugslys í janúar 1973. var harmur Onassis svo mikill að í fyrstu neitaði hann að veita leyfi Fjórði og síðasti hiuti til þess að hann yrði grafinn. Eftir það þjáðist hann af þung- lyndi. G’amall fjandskapur sem áður hafði verið honum mikilvæg- ur. virtist ekki lengurskipta máli. Hann og Niarchos sættust. þegar Niarchos og Tina heimsóttu hann eftir lát sonarins. Onassis lést i rnars 1975 i Paris. 69 ára að aldri. Jackie var þá stödd i New York. en dóttir hans var við dánarbeðinn. Hann var grafinn á eyjunni Scorpios og eftir jaröarföriaa tal- aði Christine af borðstokk snekkj- unnar til viðstaddra og sagði nt.a. á grisku: „Þetta sktp og þessi eyja eru min eign nú.“ Hún erfði öll auðæfi föður sins. utan ákyeðinna upphteða sent Onassis hafði tryggt Jackie.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.