Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 1977 38 AR UNDIR RAÐSTJORN Eftir DAVID FLOYD David Floyd h'efur undan- farin 25 ár skrifað um mál- efni kommúnistaríkjanna fyrir The Daily Telegraph, Sovétríkin eru orðin 60 ára og í tilefni af því var lögð fram ný stjórnarskrá. I henni er fátt nýtt og ekkert, sem bendir til þess, að frelsi og lýðræði sé i vændum austur þar. Þvert á móti treystir nýja stjórnar- skráin enn vald flokksins. Það þarf vart að taka fram, að Eðsta ráðið samþykkti nýju ' tjórnarskrána í einu hljóði og jndirritaði hana vefningalaust. Sjötta grein skrárinnar hljóðar svo: „Kommúnista- flokkurinn fer með stjórn og markar stefnu sovézka þjóðfélagsins. Hann er kjarni stjórnkerfis þess, rikisins og allra stofnana“. Þegar Brezhnev lagði fram drögin að skránni, snemma á þessu ári, komst hann svo að orði: „Kommúnistafiokkurinn hefur hingað til markað og mun halda áfram að marka stefnuna í öllum helztu málum í Sovét- ríkjunum". Þetta eru skorin- orðar yfirlýsingar: Flokkurinn ræður öilu. Þær segja þó í raun- inni næsta lítið um stjórnar- farið. Hið ytra er stjórnarfarið í Sovétrikjunum nokkuð ólikt stjórnarfarinu í Þýzkalandi á timum nasista. Hins vegar er minni munur innra — nema hvað stjórnarfarið í Sovét- ríkjunum er mun strangara, öflugra og um fram allt traust- ara en hitt var. Þess er að minn- ast, að Hitler var aðeins rúman áratug við völd. En stjórnar- farið í Sovétríkjunum er 60 ára um þessar mundir, og engan bilbug á því að sjá enn, sem komið er. Það er ekki af því, að það sé vinsælt af öllum almenningi, ekki af því, að því fylgi betri lífskjör en öðru stórnarfari, enda er síður en svo. Astæðan til þess, að það er enn við lýði og hefur lítið sem ekkert breytzt frá upphafi er sú, að það er nærri steinrunnið. Og steingervingar taka ekki miklum breytingum.. . I kommúnistaflokknum, sem er allsráðandi í Sovétríkjunum, eru einar 15 milljónir manna. Flokkurinn er ekki stjórnmála- flokkur í þeim skilningi, sem menn á vesturlöndum leggja í það orð. Þetta er þaulagaður her. Menn eru valdir i hann, og ekki teknir nema góðir marxistar, sem játa kenningu hins opinbera af heilum hug. Að sjálfsögðu verða þetta að vera úrvalsmenn: þeir eiga að stjórna iýðnum. Það fylgja því ýmsar skyldur að vera félagi í kommúnistaflokknum. En einnig forréttindi, og jafnvel nokkur völd. Einir 300 þúsund félaganna eru fastráðnir embættismenn flokksins, og það eru þeir, sem stjórna Sovét- ríkjunum. Flokkurinn er kjarninn í stjórnarfarinu, eins og Brezhnev komst að orði. Flokkurinn er alls staðar inni: í hernum, í öllum ráðum, lögreglunni, í öllum ráðuneyt- um. Hann hefur erindreka og eftirlitsmenn i öllum skólum, á öllum vinnustöðum, í öllum stofnunum yfirleitt. Leyniþjónustan KGB er annar herinn til, og liggja þræðir þessara tveggja viða saman. I KGB munu vera 400 þúsund manns — fyrir utan samverkamenn, uppljóstrara, sem eru ótaldir og úti um allar jarðir. En auk þess eru vopn- aðar herdeildir, óháðar aðal- hernum sovézka, sem telur þrjár milljónir manna. Náin tengsl flokksins, hersins og leyniþjónustunnar eru greinileg í skipan stjórnmála- ráðsins. Þar eiga báðir sæti, Andropov yfirmaður leyni- þjónustunnar og Ustinov varna- Brezhnev: Forseti, marskálkur... og sitthvað fleira. málaráðherra. Saman eru þessar stofnanir allsráðandi. Það er engin furða, að „stjérnarandstaðan" fær litlu áorkað. Það er ekki furða, að lítið er um gagnrýni. Og það er lítil von um umbætur við þessar aðstæður. Leiðtogar Sovétríkjanna fara ekki í launkofa með þá fyrirætl- un sina að þröngva öllum lands- lýð til sömu skoðunar með góðu Þeir sem eru samþykkir geri svo vel að rétta upp hönd. telst til forréttinda að fá að ganga f hann. Aðeins einn flokkur er leyfður — og það eða illu. Nú verða þeir að viður- kenna, að þetta hefur ekki tekizt enn og alltaf mögla ein- hverjir. En valdhafarnir kunna einfaldar skýringar á því. Þeir kenna andófið óhollum áhrif- um frá Vesturlöndum. Andófs- menn eru spilltir, þeir spilltustu launaðir njósnarar. En spillingin verði upprætt; hún muni ekki fá að breiðast út. „Andóf er orðið atvinna og vel borguð í erlendum gjaldeyri“ sagði Andropov, yfirmaður KGB, ekki alls fyrir löngu. Síðar komst hann svo að orði, að Sovétmenn væru rúmar 250 milljónir talsins og það væri merkilegt, ef ekki fyndist „einn hlutinn". En hann lagði á það mikla áherzlu, að þessi „öðru vísi “ hugsun skyldi kveðin niður að fullu fyrr eða síðar. Það væri „erfitt verk að ala upp nýja manntegund" og afar tfmafrekt. En það væri langt komið, og hinum villu- ráfandi fækkaði sífellt. Andófsmenn eiga við óvígan her að etja þar sem eru flokkur- inn og leyniþjónustan. Þeir eru einangraðir, því að „yfir- gnæfandi meiri hlutinn“ eins og Andropov sagði er heila- þveginn af fjölmiðlunum, sem bergmála aðeins skoðanir yfir- valda. Þeir eiga stöðugt á hættu að verða handteknir og dæmdir til langrar vistar i fangabúðum eða, sem verra er, teknir til ^rein „meðferðar“ í geðsjúkrahúsum. Það er satt að segja með ólík- indum, að sovézkir andófsmenn hafa ekki gefizt upp. Hlýtur það þó oft að hvarfla að þeim. Þeir fá sáralitlu áorkað og horfurnar hafa lítið batnað „En það verður að halda áfram að reyna jafnvel þótt ekkert vinnist á“, sagði Andrei Sakharov einhvern tíma. Og hann og félagar hans halda áfram að reyna. Það má kalla fágæta þraut- seigju. En menn á vesturlöndum verða líka að halda áfram að reyna. Það er lítil von til þess, að við fáum breytt sovézka stjórnkerfinu utan frá. En við verðum að reyna að koma í veg fyrir það, að sovézkum stjórn- völdum takist að eyða allri gagnrýni i landinu, heilaþvo alla þegna sina og einangra þá frá umheiminum. Ef þeim tækist það yrðu Sovétríkin ^ hættulegri en nokkru sinni fyrr, þau yrðu riki vélmenna, ef svo má að orði komast og slík ríki bíða sjaldan lengi tilefnis til stríðs. Það er því brýn nauðsyn að sovézkur almenningur fái fregnir af lýð- ræði og mannréttindum, jafn- vel þót lítil von sé til þess, að hann öðlist þau á næstunni. Og það er nauðsyn, að þjóðir Sovét- ríkjanna aðrar en Rússar fái fregnir af sjálfstæðishreyfing- unni, sem farið hefur um heiminn á okkar dögum, enda þótt Iítil von sé til þess, að Rússar veiti þessum þjoðum sjálfstæði á næstunni. Stjórnarfarið í Sovétríkjun- um kann að vera stöðugt. En leiðtogar Sovétríkjanna eru ekki öruggir um sig og völd sín. Þeir stjórna með tilstyrk hers. Völd þeirra byggjast á kúgun. Og þeir eru ekki í rónni. Það er ótti, sem veldur því að þeir láta varpa Orlov í fangelsi, taka síma Sakharovs úr sambandi, reka rithöfunda í útlegð og gera bókahandrit upptæk. Þeir banna vestræn blöð og vestræn- ar útvarpssendingar af ótta við „óheppilegar" hugmyndir, ótta við það, að sovézkur almenningur fái fréttir af lífinu utan landamæranna. Það er ótti, sem veldur þvi, að þeir standa ekki við Helsinkisátt- málann, sem þeir undirrituðu ekki alls fyrir löngu. Ötti veldur því, að landamæra Sovétríkjanna er gætt svo vel, sem raun ber vitni og mönnum gert illkleyft að ferðast til útlanda. Þessi ótti varð einna greini- legastur árið 1968, þegar herir Varsjárbandalagsins réðust inn i Tékkóslóvakíu af því að ráða- menn þar höfðu ætlað að koma á „mannúðlegum kommún- isma“ i landinu. Það mátti aldrei verða. Og sami óttinn kemur fram i viðbrögðum Kremlverja við Evrópukomm- únismanum. Ráðamenn Sovétrikjanna eru hræddir um sig og standa gráir fyrir járnum gegn ,,óvininum“ heima fyrir og erlendis. Þetta gerir það að verkum, að lítil von er til breytinga af nokkru tagi: kerfið er alveg fast. Skrif- ræðismennirnir ríghalda í hið ríkjandi fyrirkomulag og leggj- ast gegn öllum breytingum af ótta um völd þeirra og forrétt- indi. Af þessum sökum leggjast þeir jafnvel gegn breytingum, sem gæti orðið til þess að stór- bæta efnahaginn, t.d. því að leyfa ákveðna samkeppni í iðn- aði og endurskipuleggja sam- yrkjubúskapinn. Að sjálfsögðu hljóta einhverj- ar breytingar að verða fyrr eða síðar. Öll mannfélög hljóta að taka einhverjum breytingum fyrr eða síðar. öldungarnir í Stjórnmálaráðinu munu víkja j| sætum fyrir sér yngri mönnum. Enn hafa öldungar töglin og hagldirnar í flokknum. En tveir Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.