Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977
Umsjón: Erna Ragnarsdóttir.
„Fólk sem hefur áhuga á lífinu hlýtur að vilja
búa upp á eigin spýtur og bjarga sér sjálft.,,
Spjallað við Jóa og Guðnýju
ÞAÐ virðist rík tilhneiging f
okkar þjóðfélagi að fiokka allt,
ekki sfst manneskjur, á allan
hugsanlegan máta, svo sem
börn, unglinga, verkafólk,
námsmenn, geðsjúka, fatlaða,
aldraða, og reisa síðan stofnan-
ir fyrir hven hóp um sig til
kyrfilegrar varðveislu.
Árangur þessarar þróunar
er m.a. sá að fólk hefur fjar-
Igæst hvert annað og
einangrast hvert á sínum stað.
Samfélag okkar virðist með
hverjum deginum sem líður
vera að glata tækifærum til
auðugs og margbreytilegs
umhverfis, til mannlegrar
reynslu og upplifunar.
Ef til vill má skýra þessa
þróun á þann veg að flokkunin
og stofnanirnar séu dæmi-
gerðar afleiðingar ákvarðana
sem verða til í 10—15 manna
nefndum, þar sem f sitja menn
sem eiga sæti í öðrum
nefndum og allt snýst um að
finna lausn sem hljómar sann-
færandi f ræðu og Iftur vel út á
teikningu, útkoma sem gengur
upp og má taka til afgreiðslu
— þökk fyrir fundi slitið.
Undirrituð á stundum leið
fram hjá einni stofnun,
Hátúni 12 og hefur velt því
fyrir sér hvað færi þar fram,
hvernig líf þess fólks væri sem
þar byggi og hver væru viðhorf
þeirra til umheimsins. Um-
horfssíðan mælir sér mót við
tvö ungmenni, þau Guðnýju
Guðnadóttur og Jóhann
Pétursson til að spjalla við þau
um starfsemi Sjálfsbjargar
um þau sjálf og lífsviðhorf
þeirra.
Þar sem þau hafa það m.a.
sameiginlegt að notast við
hjólastóla til þess að hreyfa sig
af einum stað á annan snerist
umræðuefnið að töluverðu
leyti um fötlun, hvernig gengi
að bjarga sér, komast leiðar
sinnar inni og úti, skemmta
sér, hitta fólk, menntast
o.s.frv.
Jóhann eða Jói eins og hann
er oftast kallaður, býr í Hátúni
12 en Guðný í íbúð í Kópavogi.
Guðný sem er bóndadóttir úr
Hvalfirði lenti í bílslysi fyrir
fjórum árum og lamaðist við
það upp að höndum. Hún
hefur af átorku þjálfað sig og
stælt og ekur nú aftur sínum
bíl og býr í eigin íbúð.
Fast starf
Uppalinn á
Landspítala
Jói sem hafði fram að þessu
setið þögull að mestu' en
sposkur og rekið inn eitt og
eitt stríðnisorð til vinkonu
sinnar lét nú til leiðast að
segja okkur stutta ævisögu
sem byrjaði:
„Það var rigning þegar ég
fæddist í Skagafirði."
Hann fékk liðagit á unga
aldri og eftir að hafa verið
sendur suður og norður í
lækniserindum hafnaði hann
miklu. Hér ræður maður
ferðum sínum, getur haft
gesti, komið og farið að vild,
þarf aðeins að láta vita.“
„Höfum
okkar
hentisemi“
Við höfðum veitt því athygli
að opið var inn á flest herberg-
in á ganginum og talsverð um-
ferð var af fólki mest á hjóla-
stólum, sem jafnvel gægðist i
gættina og bauð góða kvöldið
Jói teflir hraðtafl ásamt skólafélaga úr Hamrahlíð
Ég gat ekki lengur búið
heima — allir vildu allt fyrir
mann gera og það var í raun og
veru vel þegið en ég vildi
bjarga mér alveg sjálf. Ég fór
til Reykjavíkur og fór að vinna
á kassa hjá Hagkaup. Ég hélt
það út í Vá ár en þá varð ég a
hætta. Þrátt fyrir að vinna
bara *4 daginn var þetta of
erfitt og ég var of mikið uppá
aðra komin. Síðan var ég tæpt
ár atvinnulaus, sama hvar sótt
var um, þar til loksins í sumar
að ég fékk vinnu í’afleysingum
hjá Reykjavíkurborg og er nú-
ráðin í fast starf vió síma og
skrifstofuvinnu frá kl.
8,25—16,45 án þess að finna
fyrir því. Það er búið að breyta
klósettum, stækka hurðir, taka
burt þröskulda og fylla uppí
útitröppur svo stóllinn komist
um allt.“
heyra, hvernig þau verja tóm-
stundum sínum.
„Það fer eiginlega mestur
tími í að þrífa íbúðina," segir
Guðný, „heill dagur oft, nú
maður horfir á sjónvarp, tekur
í handavinnu, les — mest ást-
arsögur og er alltaf kominn
snemma í háttinn. Ég fer oft
heim til Akraness um helgar
og ek þá sjálf.“
Hefurðu talstöð?
„Ég læt nú útvarpið og
segulband duga,“ segir Guðný
og hlær, „hef ekki efni á hinu.
Annars er það talsvert mál ef
eitthvað kemur fyrir á leið-
inni, t.d. springur dekk eða
hvað sem er — maður gæti
lagst á flautuna og fólk mundi
hugsa: Hún er laglega skrítin
þessi — fólki dettur líklega
síðast af öllu í hug að í bílnum
sitji manneskja sem getur sig
lítið hreyft."
Að svara í síma
Hvernig ferðu til og frá
vinnu?
„Ég kem mér sjálf í framsæt-
ið en svo þarf einhver að
hjálpa mér að taka hjólastól-
inn saman og skella honum í
skottið. Heima bíður mín ann-
ar stóll á bílastæðinu sem er
yfirbyggt. Jú, jú, stóllinn
hverfur stundum og eitt sinn
vantaði á hann annað hjólið en
ég talaði bara við krakkana
þarna og útskýrði fyrir þeim,
hvers vegna ég þyrfti að hafa
stólinn þarna o.s.frv. Þau tóku
vel í að passa stólinn fyrir mig
og hefur allt gengið vel síðan.“
Við töluðum um aðbúnað í
híbýlum fatlaðra, hvernig væri
að svara dyrabjöllu þegar mað-
ur hefur komið sér notalega
fyrir uppi i sófa, komast á
hjólastjól inn um þungar úti-
hurðir með stífri hurðaloku og
Guðný sagði okkur hlæjandi
sögu af baráttu sinni við sím-
ann, þrátt fyrir 7 metra snúr-
una.
„Ég hlusta gífurlega mikið á
pop-músik en finnst dásamlegt
að fá inn á milli nokkur lög
með 14 fóstbræðrum, jafnvel
sinfóníur — ég tala nú ekki
um þá fjórðu eftir Beethoven,“
upplýsir Guðný.
„Það væri vel hægt að láta
sér nægja að læra og sofa í
tómstundum“ sagði Jói, „En ég
bæti nú samt við bíóferðum og
taflmennsku.“
Framhald á bls. 47.
Saltkjötið bragðast vel 1 matsalnum að Hátúni 12
Vélamiðstöð góðan daginn
loks á barnadeild Land-
spítalans og bjó þar frá 5 fram
til 16 ára aldurs, me u.þ.b. 3ja
mánaða sumarfrium í Skaga-
firðinum hjá fjölskyldu sinni.
Hann tók landspróf í Vörðu-
skóla og fór í Menntaskólann i
Hamrahlíð og er nú á 3ja ári.
Hann fluttist að Hátúni þegar
hann byrjaði í Hamrahlið og
við spyrjum hvernig honum
líki nýja heimilið.
„Þetta er gott, betra en á
Landspítalanum. Þar voru alls
kyns boð og bönn. Ég var þar á
þriggja manna stofu og alltaf
voru að koma nýir og nýir
krakkar, maður var rétt farinn
að kynnast þegar krakkinn var
farinn. Ein stelpa var þó kyrr
eins og ég og bjargaði það
sumir sátu me bók eða handa-
vinnu fyrir framan herbergi
sin. Það heyrðist popptónlist
úr einuherberginu og
háklassísk úr öðru og af þessu
varð frekar heimilislegur
kliður inni i herbergi Jóa þar
sem við sátúm og átum vinber.
„Við höfum alveg okkar henti-
semi með samband við fólkið
hér, ef ég vil hafa næði þá
hendi ég öllum út,“ segir Jói
kankvís, „það er t.d. einn
maður hér á ganginum sem
aldrei sést, lokar sig alltaf
inni. Flestir horfa þó á
sjónvarpið, hér eru haldin
böll, basarar, bingó og opin
hús og spiluð félagsvist á veg-
um Sjálfsbjargar."
Mfnar
bestu
stundir
„Ég vil ekki hafa fatlað fólk
fyrir augunum alla daga, þá
fer ég að hugsa of mikið um
það og verð niðurdregin“ —
skaut Guðný inní, enda bý ég
út af fyrir mig og á mínar
bestu stundir heima hjá sjálfri
mér. Þar get ég gert allt sem
mig langar til — borðað það
sem ég nenni og þegar ég
nenni.“
Jói mótmælti þessu með að
umgangast aðra fatlaða:
„Þetta er ágætt hér, m.a.s. búð
í næsta húsi, þar sem hægt er
að kaupa flesta nauðsynja-
vöru, kók, sælgæti og slíkt þó
að ísinn vanti.“
„Það er alla vega bráðnauð-
synlegt að hafa sína kunningja
úti í bæ, ekki bara hér,“ hélt
Guðný áfram.
Við spurðum Jóa um MH.
„Það er prýðilegt í skólan-
um, tröppurnar eru að vísu
vandamál og þó, maður kynn-
ist krökkunum, þegar þau
kippa manni upp.“
„Já, þó að maður sé í því að
bjarga sér sjálfur þá er nú
notalegt stundum að láta halda
á sér útúr bíí,“ sagði Guðný.
Hvað kostar
talstöð
Okkur lék forvitni á að