Morgunblaðið - 06.11.1977, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977 43
aö gestsauganu þætti moldarkof-
arnir ljótir, bjó þar aldrei óhrein
sál. Einniitt þar varð hetjusagan
til. I þessum lítlu moldarþúfum
fæddust börn Jófrfóar. Þegar
gestinn bar aftur að garði eftir
tuttugu og tveggja ára fjarveru,
var afreksverkinu lokið. Nýbyggð
hús og ræktuð tún blöstu Við, flest
börnin orðin stálpuð, sum fullorð-
inogdrógu björgibú.
Á heimilinu ríkti ávallt sam-
heldni, sem engan skugga bar á.
Allir voru sem einn maður og
lögðu hönd á plóginn, jafnt börn
sem fullorðnir. Upp úr fermingar-
aldri fóru sum börnin að vinna
fyrir sér annars staðar. Er þau
fóru ung úr föðurgarði, fylgdi
þeim móðurhugurinn, var án efa
þeirra verndarengill og besti
skjöldur, sú bjarta brynja sem
þau varði. Móðirin vakti sífellt
yfir þeim í bænum sínum og
skildi hjartans þagnarmái.
Jófriður var að upplagi harð-
geró, barói aldrei lóminn, ósér-
hlífin meó eindæmum, ávallt létt
i máli, hreinskilin og djörf.
Hispurslaust sagði hún álit sitt
við hvern sem var. Húh var alltaf
eins, haggaðist aldrei. Engan hef
ég þekkt, sem sýndi meiri snilld
og þolinmæði við uppeldi barna.
Sagði hún mér oft, að aldrei hafi
sér liðið betur en þegar hún
sinnti börnum sinum og hugsaði
um þau. Börnin áttú hug hennar
óskiptan. Hún fór aldrei langt,
var heima og rækti sín störf af
kostgæfni. Ekkert var henni fjær
en að láta berast á og ryðja sjálfri
sér braut, öllum hógværari.
Jón var virkur starfsmaður í
safnaðarmálum. Sóknarnefndar-
formaður og meðhjálpari Sióu-
múlasóknar var hann um langt
skeið. Gunnlaugsstaðahjónin
nutu óskiptra vinsælda sveitunga
sinna og annarra, sem þeim
kynntust. Yfir heimilinu hvíldi
heiðrikja og heyrði ég hjónin
aldrei hnýta í nokkurn mann. Var
heimilið ætíð umvafið kærleik
góðra nágranna á alla vegu. Mig
brestur orð til að lýsa þeim anda
er þar sveif yfir vötnum og svífur
enn. Þegar síminn var ekki kom-
inn, var nágranninn heimsóttur
og náin samskipti mynduðust
milli heimila. Ekki alls fyrir
löngu heyrði ég einn son Jófriðar
segja, að nágrennið þarna hefði
verið margfatt meira virði en allt
tryggingarkerfið er í dag.
Hinn lífsglaði systkinahópur
sýndi ætið foreldrum sinum og
gamla heimilinu miklá ræktar-
semi. Var því oft gestkvæmt og
glatt á hjalla á Gunnlaugsstöðum.
Til dæmis má geta þess, að fyrir
mörgum árum létu 6 systkinanna
ferma börn sin saman í Síðumúla-
kirkju og héldu fermingarveisl-
una á Gunnlaugsstöðum. Á einu
merkisafmæli foreldra sinna
komu systkinin að Gunnlaugs-
stöóum með girðingarefni og
trjáplöntur og hófu skógrækt við
túnfótinn. Vex nú fallegur skóg-
arlundur skammt frá bænum.
Barn að aldri átti ég þvi láni að
fagna að dvelja þarna í tíu sumur
samfleytt. Fæ ég það aldrei full-
þakkað. Hamingjusamara heimili
hef ég aldrei kynnst, sem ekki er
undarlegt, þegar á er litið, hve
heilsteyptir húsráðendur voru.
Ógleymanlegar eru þær stundir
er öll systkinin, barnabörn og
sveitungar komu sanian á Gunn-
laugsstöðum. Var þá tekið lagið,
svo að undir tók í húsinu og dans-
að fram á nótt, þótt baðstofugólfið
svignaði. Já, þar var oft sam-
komustaður fólks, enda óvíóa
betra að koma, þvi aldrei virtist
Jóni og Jófriði liða betur en innan
um ungmenni aó leik og tóku full-
an þátt í glaðværð þeirra. Sumar-
ið 1964 stofnuðu systkinin og fjöl-
skyldur þeirra niðja samtök. Nú
munu afkomendurnir vera orðnir
165 að tölu.
Þrátt fyrir háan aldur og lang-
an vinnudag var Jöfríði hlíft við
langvarandi veikindum. Hún var
alla tið hrausl, sívinnandi og kvik
í hreyfingum fram á síðustu ár,
augun skýr og full af lífsþrótti.
Minnið gott og hafði hún vakandi
auga með öllu, sem fram fór,
fylgdist vel með til hinstu stund-
ar, Hafði hún fótavist þar til nú
sióla sumars, en þá var stutt eftir.
Um leið og ég þakka þér, amma
mín af alhug okkar dýrmætu sam-
verustundir, sendi ég og fjöl-
skylda mín kveðju til niðja þinna,
sérstaklega til hjónanna og barna-
barnanna á Gunnlaugsstöðum,
sem voru þér svo hjartfólgin.
Heima vildir þú vera og hvergi
annarsstaðar. Vió eigum öll á bak
að sjá ástkærri ættmóður, sem
öðlaðist sina lifshamingju i hin-
um einfalda sannleik: að gle.vma
sjálfri sér og lifa fyrir aðra. Hún
kom öllum til nokkurs þroska.
Svanfríður S. Óskarsdóttir.
Steinunn Símonar-
dóttir Zoega - Minning
Fædd 7. október 1883.
Dáin 10. september 1977.
Það var að kvöldi dags. hinn 11.
sept s.l., að ég var stödd i húsi á
Karmo.v i Noregi. Var lesið upp
fyrir mig skeyti lil okkar Stein-
unnar systur minnar, þess efnis
að amma okkar hefði látisl nótt-
ina áður. Elsku ainnia. sem við
höfðum kvatt tæpum fjórum vik-
um áður. Ekki datt okkur þá í
hug, að við ættum ekki eftir að
hitta hana aftur. Þvi þrátt f.vrir
háan aldur var hún alltaf svo
hress og kát, og aldrei kvarlaði
hún, þó svo hún væri við rúmið
mest allan daginn, og sjónleysi og
léleg heyrn háði henni nvikið. Og
alltaf var hún jafn ánægð þegar
við komum í heimsókn, og vel
fylgdist hún með þvi sem gerðist
hjá barnabörnunum og þeirra
fjölskyldum.
En margs er að minnast. Amma
var fædd i Bakkakoti i Skorradal
hinn 7. okt. 1883, og var því á 94.
aldursári er hún Iést. Hún kom til
Norófjarðar 1911, og vann við
verzlun Konráðs Hjálmarssonar,
þar sem hún kynntist afa mínum
Tórnasi Zoéga, sem síðar varð
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norð-
fjarðar. Þau giftust 17. jan. 1914.
Þeim varð 3ja barna auðið. Unnar
móður minnar, gift Jóni Sigurðs-
syni skipstjóra, Jóhannesar kv.
Guðrúnu Benediktsdóltur og
Reynis kv. Sigríði Jóhannsdóttur.
Amma og afi bjuggu á Sæbóli í
Neskaupstað, og var gott að koma
þangað til þeirra. Amma var
mikilhæf kona og hafði mörg
áhugamál, hún var vel lesin, hafði
gaman af ljóðurn, og las mikið
meðan hún hafði sjón til. Mikið
prjónaði hún um dagana, og eru
óteljandi þau plögg sem hún
prjónaði á börn, barnabörn og
barnabarnabörn. Hún hafði mik-
inn áhuga á blómarækt, og átti
alltaf mikið af fallegum blómurn.
Og lítinn blómagarð hafði hún
fyrir framan eldhúsgluggann
sinn.
Þegar við systufnar misstum
föður okkar, þá allar kornungar,
var gott að eiga þau að, ömmu og
afa, en hjá þeim áttum við okkar
annað heimili. Og engum eigum
við mæðgurnar meira að þakka en
þeim.
Þegar ég var 10 ára gömul, kom
amma mér i sveit hjá þeinv bræðr-
um sínum. Jóni og Magnúsi,
bændunv á Stóru-Fellsöxl í Borg-
arfirði. Þar var ég í fjögur sunvur.
og höfðunv við amnva unv nvargt aö
spjalla. er ég bjó lvjá henni þegar
afi var til lækninga í Reykjavik. Á
kvöldtn þegar þún hafði lesið nveö
mér f.vrir skólann, en hún las allt-
af með nvér ensku og dönsku, þá
var farið að spjalla og þá mesl um
búskapnvn á Stóru-Fellsöxl og
frændfólkið, en nveð þeinv s.vst-
kinunv öllúnv voru jafnan miklir
kærleikar. Eftir að afi lést árió
1956, fluttist amnta lil Reynis son-
ar síns og Sigríðar konu bans, og
bjó þar við gott allæti til æviloka.
Og verður Sigrfði aldrei full-
þakkaö hve lvún var henni önvmu
góð. Hér er stiklað á stóru, því það
er svo margs að minnast, en aldrei
gleynvast þær góðu nvinningar.
sem við eigunv öll unv þau ömmu
og afa. Við Steinunn systír mín
gátum ekki fylgt öinmu sföasta
spölinn, en þökkunv góðunv guði
öll árin sem við áttum með henni.
Marjss ur minnasl
marKl cr liúr a<) þakka.
(inrti só lol fyrir lirtna lírt.
•Marss «*r art iiiinnasl
maifís i*r a<) sakna.
<iu<> þorri lr<‘f>alárin slrí<>.
Halhlóra Jónsdótlir.
Vinningsnúmer í gestahappdrætti
Litsjónvarpstæki í gestahappdrætti sýningarinnar
Heimilið 77 féllu á eftirfarandi nr:
1693 - 3511 - 5066 - 14760 - 17552 - 22926 - 27501 -
29814 - 32558 - 43661 - 45983 - 50644 - 54074 - 57732 -
61287 - 68609 - 73143
Aðalvinningurinn, ferð til Florida fyrir fjögurra
manna fjölskyldu féll á miða nr. 51417
Eftirtaldir aðilar unnu Bamixa „galdraprik" í aug-
lýsingagetraun sýningarinnar ,,Hver er maðurinn"?
Kristján Þór Sveinsson Eyjabakka 2, Reykjavik.
Elsa D. Gestsdóttir, Hraunsveg 2, Njarðvík.
Hrefna Bjarnadóttir Tunguvegi 48, Reykjavík.
María Sigurðardóttir Sólheimum 25, Reykjavik.
Guðmunda Guðmundsd. Hraunbæ 54, Reykjavík.
Harpa Heimisdóttir Fornastekk 1, Reykjavik
Vinningshafar snúi sér til skrifstofu Kaupstefnunnar,
sími 11517.
Vinninga ber að vitja fyrir 11. nóvember 77 ella falla
þeir úr gildi.
HEHKJ077&