Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 44

Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSOIS Gunnar Örn: Kona með regn- hlff. Gunnar Öm sýnir Síðastliðinn laugardag var mikið uni að vera á Kjarvals- stöðum. Benedikt Gunnarsson opnaói stóra sýningu í Vestur- salnum og Gunnar Örn Gunn- arsson aðra sýningu í Kjarvals- sal. En meðan á verkfalli stóð var heldur dauft yfir staðnum, aðeins FlM-sýningin í öðrum sal hússins, en Kjarvalssalur auður. Það hefur annars ekkert lát verið á sýningarstarfsemi hér í borg að undanförnu og sannarlega kennt þar margra grasa. Þi átt fyrir þá staðreynd, að sýningar hafa gengið með verra móti undanfarið virðast myndlislarmenn ódrepandi við iðju sína, og er það vel. En æskilegt væri auðvitað, að þeir fengju einnig eitthvað fyrir snúð sinn og þyrftu ekki að borga fólki fyrir að skoða af- rakstur elju sinnar. Það kostar nefnilega fúlgu fjár að halda sýningu í þeirri dýrtíð, sem ef til vill er sá versti óvinur, sem iistamenn verða að berjast við eins og stendur. En listin er strangur húsbóndi og gefur þeim engin grið, sem á annað borð verða henni ánetjaðir. Þvi verður hún ætíð til, hvað sem á gengur og hvaða nafni sem það nefnist, styrjaldir, hungur, verðbólga. An listar verður ekki lifað, hvað sem hver segir. Gunnar Örn Gunnarsson er ^far dugmikill málari, sem þeg- ar hefur sýnt, að óvenjulegur hæfileikamaður er þar á ferð. Hann hefur menntað sig alger- lega sjálfur, og verður ekki séð, að það hafi komið honum i koll að gangast ekki undir bábyljur og málbandavísindi þeirra, sem trónað hafa yfir listkennslu og fordómafabrikkum þessarar aldar. Hann hefur að vísu ýmis- legt lært af góðum mönnum í list sinni, og hann hefur haft næmt auga fyrir því, sem verið hefur í brennipunkti myndlist- ar undanfarin ár. Þannig hefur honum tekist að finna sér tján- ingafform, sem byggt er á mannslíkamanum, en gert það að myndrænu meðali, sem túlk- ar ástríður og skaphita lista- mannsins. Hann hefur lialdið margar sýningar á undanförn- um árum, og nú seinast var hann með sýningu á teikning- um á Loftinu við Skólavörðu- stíg. Sem stendur sýnir hann eingöngu olíumálverk, bæði stór og smá. Eru þau 68 talsins. Hvernig sem á því stendur, finnst mér alltaf sýningar fara betur í Kjarvalssal en í Vestur- salnum á Kjarvalsstöðum. Má vera, að stærðarhlutföll séu i betra samræmi þar en í stærri salnum. Þannig finnst mér þessi sýning Gunnars Arnar fara mjög vel, og hún hefur sérlega heillegan svip, enda eru viðfangsefni flestra verkanna það skyld, að ekki er mikið um andstæður nema i litameðferð, sem er miklu fjölbreytilegri hjá Gunnari en áður hefur verið á sýningum þeim, er ég hef séð frá hans hendi. Þetta er falleg sýning að mínum dómi, og það er eins og það hafi losnað um eitthvað hjá Gunnari, sem gef- ur þessum verkum meiri spennu og hreinni tón. Það mætti að vísu verða svolítil breyting á viðfangsefnum lista- mannsins. Það er eins og nóg sé komið af hinum sundurtættu kveniíkömum, en auðvitað veit hann sjálf.ur best, hvenær hann hefur lokið sér af og hvenær timi er til kominn að bregða á ný viðfangsefni. Litameðferð Gunnars verður hreinni og hreinni eftir því sem hann vinnur meir, og það er einnig meiri fylling í litnum sjálfum en stundum áður. En allt frá þvi hann byrjaði að sýna olíu- málverk, hefur hann vakið eft- irtekt fyrir óvenju kröftuga litameðferð. Ég bendi á nokkur verk, sem mér þóttu ágæt á þessari sýningu Gunnars Arn- ar: nr. 11, 15, 20, 23, 26, 34, 39, 47, 51, 61 og 29. Það er ekki gott að gera upp á milli þessara verka Gunnars, þau eru yfir- leitt mjög jöfn að gæðum, og hann er orðinn býsna fimur í meðferð litar og forms, sem hann virðist kunna utanbókar. Að undanförnu hefur Gunn- ar Örn Gunnarsson verið einn þeirra listamanna, sem fengið hefur aðstöðu til vinnu uppi á Korpúlfsstöðum hjá Borgar- stjórn. Má vera, að sú aðstaða hafi gert það að verkum, að hann virðist blómstra i list sinni eins og stendur. Ef þetta er rétt til getið hjá mér, hefur Borgarstjórn gert merkilegt átak, sem allir virðast hafa þag- að yfir. Er það bannvara á ís- landi að þakka það, sem vel er gert, ef stjórnmálamenn eiga þar hlut að máii? Ef svo er, þá er þetta ellefu hundruð ára þjóðfélag lágkúrulegra en manni kom til hugar. Það er full ástæða til að óska Gunnari Erni til hamingju með þessa sýningu og þakka fyrir sig. Miðaldaspjall Magnús Magnússon: HAMAR ÞÓRS ÞRUMUFLEYGUR NORÐURSINS. 127 bls. Örn og örl. Rvík, 1977. HAMAR ÞÓRS er afar vegleg bók, ljósmyndir Werners For- mans bæði listrænar og skýr- andi, myndprentun með ágæt- um og frágangur allur hinn veglegasti. Utgáfa svona bókar kostar peninga, fyrirhöfn, en fyrst og fremst aðgát og nákvæmni. Um texta Magnúsar Magnús- sonar er einnig margt gott að segja. Magnús er hér þjóðkunn- ur maður, þó búsettur sé í öðru landi, kemur hingað oft, kynnir Island vel erlendis — hefur enda góða aðstöðu til þess; og þegar fjörlegur svipur hans birtist á sjónvarpsskerminum íslenska kemur hann öllum í gott skap með hnyttnum til- svörum. Þegar maður opnar bók eftir slíkan aufúsugest á maður óhjákvæmilega von á hinu sama; reynir að greina andlit hans gegnum texta bókarinnar. Því miður virðist inér fara lítið fyrir þeim líflega Magnúsi, sem við þekkjum gerst úr sjónvarpinu, í texta þessarar bókar. Textinn er fremur þurr og þar eð hann sýnist fyrst og fremst miðaður við lesendur erlendis er þess tæpast að vænta að islenskur lesandi telji sig stórum fróðari að lestri loknum. I fyrsta hlutanum ræðir Magnús almennt um vikinga- öldina, upphaf víkjngaferða; veltir fyrir sér hvers vegna norr- ænir menn hófu slíkar ferðir og hví þeim varð svo mjög ágengt að þeir höfðu nánast hvarvetna sigur þegar völlur- inn var mestur á þeim. Styðst Magnús meðal annars við forn- leifar er grafnar hafa verið úr jörðu á Norðurlöndum og vitn- ar í miðaldahöfunda i þeim löndum er urðu fyrir barðinu á víkingum. Telur Magnús að nei- kvæð ummæli þessara höfunda hafi um of mótað skoðanir manna á víkingum fram á þennan dag. Þegar Magnús hefur rætt vík- ingaöldina sagnfræðilega og landfræðilega tekur hann að skyggnast inn í hugmyndaheim víkinga. Og raunar er þessi bók hans að meginhluta norræn goðafræði. Vikur nú sögunni til íslands því aðalheimildin verð- ur Snorra-Edda. Rekur Magnús allnákvæmiega það sem þar segir um ásatrúna. I augum þeirra sem vita lítið um Norðurlönd og miðaldir má þetta allt sýnast vera í sama pakkanum þar sem jú víkingar voru ásatrúar. Og skyldir eru hlutirnir, ekki er því að neita. Sé á hinn bóginn grant skoðað kemur í ljós að þarna er um tvö efni að ræða, greinilega aðskil- in bæði í tíma og rúmi. Snorra- Edda var ekki skrifuð fyrr en á þrettándu öld, rífum tveim öld- um eftir að kristni var hér lög- tekin og næstum jafnlöngu eft- ir að víkingaöld lauk. Snorri var lærður maður á sinnar tíðar vísu. En bók hans er þrettándu aldar verk og mótuð af hug- myndum manna á þeim tíma, bæði um ásatrú og annað. I Snorra-Eddu er að vísu goða- fræði, en fyrst og fremst skáld- skaparfræði: goðafræðin skýrð með hliðsjón af hversu með skuli fara í kveðskap. Þess Magnús Magnússon vegna fer Snorri ýtarlega i fornar goðsögur en getur ekki um á hvern hátt og af hversu mikilli sannfæring heiðnir menn tilbáðu goð sín eða sögðu þær sögur sem hann endurseg- ir. Snorra-Edda er fyrst og fremst íslensk, telst auk þess til evrópskra miðaldabókmennta en stendur í talsverðri fjarlægð frá víkingaöld. Þess má einnig geta að land- nám Islands var ekki orsök heldur afleiðing víkingaferða — það er að segja að víkingar komu hingað en fóru ekki héð- an aftur heldur settust hér að og herjuðu lítið héðan. Ungir íslendingar, sem fóru í víkinga- ferðir, héldu fyrst til Noregs og slógust þar í för með víkingum eða fóru slíkar ferðir þaðan á eigin vegum (ef trúa má íslend- ingasögum). tslensk menning virðist strax hafa þróast á allt annan veg en norsk eða norr- æn, enda þótt heimildir telji langflesta landnámsmenn hafa komið þaöan. Hefur þetta verið fræðimönnum ráðgáta. Til dæmis er engum vafa undirorp- ið að ásatrúin var rækt hér á nokkuð annan veg en annars staðar á Norðurlöndum. íslend- ingar tignuðu Öðin og skáld- skapinn, norðmenn Þór og atorkuna, sviar Frey og ástina (þó furðulegt megi teljast halda þessar þjóðir sig enn hver við sömu áráttuna þó átrúnaðurinn sé Iöngu niður fallinn). Utþenslustefna víkinga var ekkert sérfyrirbæri í sögunni heldur eins og hver önnur yfir- ráðastefna, líkt og þvílík stefna birtist um víða veröld og á öll- um timum mannkynssögunnar; á seinni öldum þekkt undir orð- inu heimsvaldastefna. Átrúnað- ur virðist lítil áhrif hafa á það lögmál. Því er fjarri lagi að ætla að ásatrúin hafi haft áhrif á útþenslu norrænna manna á víkingaöld fremur en t.d. múhameðstrú á landvinninga araba eða kristin trú á heims- valdastefnu breta. Ég segi þetta ekki vegna þess að Magnús haldi slíku fram, það gerir hann auðvitað ekki. Öfróður kann þó að skilja það svo af því hvernig hann tengir þessi ólíku efni saman í bókinni. Allt um það er þessi bók góðra gjalda verð, unnin af þekking á fornum ritum og ást á efninu. Reyni maður að setja sig í spor útlendings sem veit litið um miðaldir og enn minna um vikinga og Norðurlönd, þar með talið ísland, hygg ég bók- ina vera gagnlega, eins þótt hún sé ekki lesin spjaldanna á miili heldur aðeins skoðuð, gluggað í myndatexta og þar fram eftir götunum. Ég hef Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON stundum kallað bækur af þessu tagi blaðamannasagnfræói og ber ekki að skilja það eindregið neikvætt, síður en svo. Texti Dags Þorleifssonar er nokkuð góður. Að vísu sam- ræmist ekki minni málkennd hvernig hann lýsir stundum lengd og breidd og þvf um líku, t.d. þegar hann segir um knörr- inn úr Hróarskeldufirði að hann hafi verið »rúmlega fimmtán og hálfur metri á lengd og hálfan fimmta meter á breidd.« Þó mér hafi láðst að strika við fleiri dæmi af því tagi má ég segja að þau komi fleiri fyrir í bókinni. Það eitt að nota sitt á hvað málvöndunarorðið »metri« og . daglega orðið »meter« er ekki nógu gott. En skylt er.að geta að svona útá- setningsatriði blasa ekki víða við i bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.