Morgunblaðið - 03.01.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.01.1978, Qupperneq 1
40 SIÐUR 1. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flokkur Indiru Gandhi klofnar Nýju Drlhi. 2. janúar. Reuter. KONGRESSFLOKKURINN, elzti st jórnmálaflokkur Indlands, klofnaði I dag þegar stuðning- menn frú Indiru Gandhi ákváðu á iandsfundi, sem þeir boðuðu til f óþökk opinberrar stjórnar flokks- ins, að lýsa því yfir að þeir væru hinir sönnu fulltrúar flokksins og kjósa hana flokksforseta. Hin opinbera stjórn Kongress- flokksins kom saman til skyndi- fundar nokkrum klukkutimum síðar og sagði að sú staðhæfing stuðningsmanna frú Gandhis að þeir mynduðu hinn raunverulega Kongressflokk væri fáránleg. Flokksstjórnin sagði að þeir sem eitthvað hefðu saman við flokk hennar að sælda yrðu látnir sæta aga og ættu yfir höfði sér brottvís- un úr flokknum. Klofningurinn fylgir í kjölfar margra mánaða innbyrðis vær- inga í flokknum, aðallega vegna tilrauna frú Gandhis til að ná aftur undir sig völdum í flokkn- Framhald á bls. 24. Ecevit hlýtur þingstuðning Ankara. 2. janúar. AP. BULENT Ecevit, leiðtogi lýð- veldisflokks alþýðu, náði í dag samkomulagi við óháða þing- menn og lítinn miðflokk um myndun nýrrar stjórnar í Tyrk- landi. Ecevit sagði að Ioknum viðræð- um við þingmennina að hann væri þess fullviss að hann gæti myndað nýja stjórn á skömmun tíma og að samstarfið innan st jórnarinnar yrði gott. Óháðu þingmennirnir sem lýstu yfir stuðningi við Ecevit eru 11 taisins og tiu þeirra voru áður i Bulent Ecevit Réttlætisflokki Suleyman Demir- els fráfarandi forsætisráðherra. Smáflokkurinn sem lýsti yfir stuðningi við hann heitir Lýð- ræðisflokkurinn og hefur eitt sæti af 450 á þingi. Ecevit lét auk þess i ljós von um að ná samkomulagi við annan smáflokk sem hefur tvo fulltrúa á iþingi. Lýðveldisflokkur Ecevits hefur 214 þingsæti og er stærsti flokkurinn á þingi. Framhald á bls. 22. Indverskur þjónn veiðir flugu meðan Uarter forseti talar við Desai forsætisráðherra I Nýju Delhi. Carter kemst enn í bobba í ferðinni Liðhlaupi tók 8 gísla Prag, 2. jan. Reuter. LIÐHLAUPI úr hernum skaut tvo menn til bana og hélt átta mönnum í gísl- ingu í Prag á gamlárskvöld unz lögreglan skaut hann til bana að sögn frétta- stofunnar Ceteka í dag. Nýju Delhi, 2. janúar. Reuter. ÓGÆTILEG ummæli sem fréttamenn heimsblað- anna heyrðu komu Carter forseta aftur í bobba á ferðalagi hans í dag en bandarískir og indverskir embættismenn reyndu að gera gott úr öllu. Þegar Uarter hafði rætt við Morarji Desai, for- sætisráðherra Indlands, um eftirlit með úraníum sem Indverjar sækjast eft- ir heyrðist forsetinn tala í lágum hljóðum við Cyrus Vance utanríkisráðherra og segja meðal annars: „Hann er býsna ósveigjanlegur í kjarnorkumálinu ... Þegar við komum heim held ég að við ætt- um að skrifa honum annað bréf, kuldalegt og mjög ákveðið." Samræðurnar fóru fram í ind- versku forsetahöllinni þar serr Carter sat andspænis Desai við ráðstefnuborð. Carter hélt að orð hans heyrðust ekki, en starfs- menn bandarískrar útvarpsstöðv- ar hljóðrituðu þau. Þeir voru í herberginu meðan ljósmyndarar tóku myndir þegar hlé var gert á viðræðum forsetans og Desai. Jody Powell, blaðafulltrúi for- setans, neitaði þvi seinna að for- Framhald á bls. 22. Croissant fyrir rétt Stuttgart. 2. jan. Reutpr. \ VINSTRISINÍVAÐI lög- fræðingurinn .. Klaus Croissant, \selm Frakkar framseldu Íí móvember, verður leidaur fvrir rétt í Stuttgart 9. marz ákærður f.vrir að hjálpa Baader- Meinhof-hópnum að því er frá var skýrt í dag. Croissant verður ákærð- ur fyrir að styðja glæpa- samtök og að koma á fót og viðhalda upplýsinganeti sem hafi gert Baader- Meinhof-félögum kleift að hafa samband sín í milli í fangelsi og við stuðnings- menn sína utan múranna. Síðan Croissant var framseldur hefur hann set- ið í Stammheim fangelsi þar sem Baader- Meinhof-leiðtogarnir Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jan Carl Raspe fundust látin í október. Sadat vill fá stuðning Carters við Palestínu Heppni afstýrði stórsprengingu Runn. 2. janúar. Reuter. TÍMASPRENGJU var komið fyrir við egypzka sendiráðið í Bonn í dag, en einn starfs- manna þess gerði hana óvirka aðeins tveimur mínútum áður en hún átti að springa að sögn lögreglunnar. Scndiráösmaöurinn rakst af tilviljun á pakka með tvcimur kílóum af sprengiefni þar sem honum hafði verið komið fyrir nokkrum metrum frá olíu- geymi. Sprengjan var svo kröftug að sendiráðsbyggingin hefði sprungið í loft upp ef sendi- ráðsmaðurinn hefði ekki fund- ið sprengjuna og gert hana óvirka. Byggingar í næsta nágrenni hefðu eyðilagzt en elliheimili í 100 metra fjarlægð nefði þó lík iegt sloppið að sögn lögreglunn- ar. Lögreglan segir að heppni hafi átt mikinn þátt í því að sprengjan fannst. Sendiráðs,- maðurinn sá sprengjuna þegar hann fór í bíl sinn að ná í blað. Þegar lögreglan var að því spurð hvort maðurinn hefði reynslu af sprengiefni sagði hún að hún gæti ekki nefnt nafn mannsins. Rússneskar áletranir voru á sprengiefninu en lögreglan kveðst ekki vita hverjir hafi staðið á bak við tilræðið. Leit var gerð að sprengjum á heimil- um egypzkra diplómata í örygg- isskyni en engin fannst. Vörður við sendiráðið hefur verið efld- ur. K: író, 2. jan. Reuter. CARTER forseti mun skýra Anwar Sadat forseta frá því þegar þeir ræðast við í Aswan í Egyptalandi á miðvikudaginn að hann telji heimaland Palestínu- manna f.vrsta skrefið í átt til stofnunar Palestínurík- is að því er Kairo-hlaðið Al-Messa hafði eftir dipló- matískum heimildum í dag. Blaðið segir að Carter telji að ibúar vesturbakka Jórdan og Gaza-svæðisins eigi að ákveða framtíð Palestínuríkis og tengsl þess við Jórdaniu. Sadat mun leggja áherslu á að fá stuðning Carters við Palestínuríki. Alþjóð- leg nefnd ætti að hafa eftirlit með þjóðaratkvæðinu og utanríkisráð- herrar Egyptalands, Israels og Bandaríkjanna að ákveða á fundi sínum í Jerúsalem síðar í þessum mánuði hvenær þjóðaratkvæðið skuli fara fram að sögn blaðsins. Utanríkisráðherrarnir koma saman um leið og stjórnmála- nefnd Kaíró-fundarins kemur til fundar. Al-Messa hefur eftir opin- berum heimildum að Aswan- fundurinn muni hafa mjög hvetj- andi áhrifa á störf stjórnmála- nefndarinnar og hermálanefndar Kairó-fundarins. Þessar nefndir voru settar á fót á Ismailia-fundi Sadats og Menachems Begins for- sætisráðherra ísraels. Egypzkir embættismenn segja að Palestinumálið verði efst á baugi á Aswan-fundinum og að Sadat forseti muni ítreka þá kröfu Egypta að Palestínumenn á vesturbakkanum og í Gaza fái sjálfsákvörðunarrétt. Þeir segja að fundurinn standi kannski ekki lengur en eina klukkustund. Blaðið A1 Ahram segir að Sadat muni sýna Carter gagntilboð Egypta vegna friðaráætlunar Begins. Þar er að finna tímaáætl- un um brottflutning ísraels- manna frá Sinai og gert ráð fyrir tryggingum svo að hvorugur aðili Framhald á bls. 22. Onnur loftárás á bæ í Sómalíu Nairobi. 2. jan. AP. EÞIOPIUMENN gerðu loftárás á bæinn Tug Wajale í Norðvestur- Sómaliu á tosludaginn og 13 féllu og 35 særðust að því er útvarpiö í Sómalíu tilkynnti < dag. Þetta er fjórða loftárás Eþíó- pfumanna á Sómaliu á tæpum mánuði og sjöunda loftárásin síð- an Ogaden-stríðið hófst f júli. Að sögn Sómalíu-útvarpsins tóku tvær þotur af gerðinni F-5 þátt í árásinni á Tug Wajale, en nánari upplýsingar voru ekki veittar. Tug Wajale er um 65 km vestur af Hergeisa, stærstu borg Norð- vestur-Sómaliu sem loftarasir Eþiópiumanna hafa aðallega beinzt gegn. Fjórar eþíópískar herþotur réð- ust á Hergeisa i siðustu viku. Fjórar aðrar fiugvélar réðust á hafnarborgina Berbera um svipað leyti. Hergeisa er aðalbirgðastöð Sómalíumanna í Ogaden-stríðinu. Sérfræðingar segja að striðið hafi komizt í sjálfheldu og Sómaliu- menn reyni að treysta stöðu sína með þvi að hertaka hernaðarlega mikiivæga bæi í austanverðum Ahmar-fjöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.