Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 2. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Erítrea: Asmara-flugvöll ur á valdi að- skilnaðarsinna? Róm 3. jan. Reuter. FREL:,ISHREYFING Erítreu lýsti því yfir í dag, að hún hefði náð á sitt vald Asmara-flugvelli. FlugvöIIurinn er lífæð herliðs Eþíópíu-stjórnar, sem hefur var- Mesta hækkunin á pundi í 22 mánuði London, 3. janúar. Reuter. DOLLARINN snarlækkaði á gjaldeyrsmörkuðum í Evrópu í dag, en pundið seldist á hæsta verði sem hefur fengizt fyrir það í 22 mánuði. Pundið hækkaði um tíma um meira en þrjú cent og seld- ist á rúmlega 1.95 dollara, hæsta verði sem hefur fengizt fyrir það sfðan 5. marz 1976 þegar það hrapaði niður fyrir tvo dollara í fyrsta skipti. Lækkun dollarans er sem fyrr talin stafa af óvissu um efnahagsútlitið í Bandaríkjun- um, en styrkur pundsins ber vott um bjartsýni um efna- hagshorfur Breta. A vestur-þýzkum gjaldeyris- markaði seldist dol.larinn á Framhald á bls. 18 Ráðherralisti Ecevits lagður fram á mtxgun Ankara — 3. janúar — AP. BULENT Ecevit, ieiðtogi „Lýð- veldisflokks alþýðunnar“ í Tyrk- landi, lýsti þvf yfir í dag, að ekk- ert væri þvf til fyrirstöðu að hann birti ráðherralista sinn á fimmtu- daginn kemur. Hann var að því spurður, hvort stjórn hans yrði samsteypust jórn, en sagði, að réttara væri að nefna hana „ríkis- stjórn þeirra sem hefðu komið sér saman um að leita lausnar á þjóðarvandanum". Flokk Ecevits vantar 12 þing- sæti til að hafa meirihluta á þingi, en honum hefur tekizt aó fá 11 óháða þingmenn til liðs við sig, auk þriggja fulltrúa frá tveimur fámennum miðflokkum. Areiðan- Framhaid á bls. 18 izt í Asmara, en borgin er höfuð- borg Erítreu-héraðs. Aðskilnaðar- sinnar hafa setið um borgina mánuðum saman, og allar að- flutningsleiðir aðrar en um flug- völlinn hafa verið lokaðar. Eþfópíu-stjórn vísar þessari staðhæfingu algjörlega á bug, og segir að stjórnarherinn verjist enn af miklum þrótti. Vitað er aó undanfarnar vikur hefur mikill skortur verið á eldsneyti, matvæl- um og vatni í Asmara vegna um- sátursins, og hafa einungis sjúkrahús og hernaðarmannvirki fengið rafmagn og vatn. Talið er að yfir 10 þúsund hermenn Eþíó- píustjórnar séu í borginni, og hef- ur birgðaflutningum til þeirra verið haldið upp um loftbrú. Reynist fregnin um töku flug- vallarins rétt, má heita að aðskiln- aðarsinnar hafi náð öllu héraðinu á sitt vald. Talið er fullvist að Eþíópíu-stjórn láti einskis ófreist- að til að ná honum úr höndum aðskilnaðarsinna, og megi því búast við hörðum bardögum á þessum slóðum á næstunni. ( Al' slmamt nd ) Kahled, konungur Saudi-Arabíu, og Fahd, krónprins, fagna Carter forseta við komuna til Riyadh í gær. Rosalynn forsetafrú er að baki manni sínum. Egyptar og Saudi-Arabar: Fallið frá kröfunni um s jálfstætt Palestínuríki? Riyadh — 3. janúar — AP — Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti gerði í kvöld stjórnmálaleiðtogum í Saudi-Arabíu grein fyrir hug- myndum sínuni um hvernig koma megi sáttaumleitunum Sadats Bgyptalandsforseta og Begins, forsætisráðherra Israels, á skrið á ný. Carter átti fund með Khaled hans svo um mælt við fréttamenn eiga sér nú stað varðandi friðar- konungi í kvöld, en einnig hefur hann rætt stöðuna í Miðaustur- Iöndum ýtarlega við Fahd krón- prins. Bandaríkjaforseti haldur í fyrramálið til fundar við Sadat í Aswan. Meðan Carter ræddi við gestgjafa sfna í Saudi-Arabíu í kvöld, lét einn aðstoðarmanna að ekki væri loku fyrir það skotið að Saudi-Arabar féllu frá kröfu sinni um sjálfstætt Palestínuriki að sinni, en arabfskir diplómatar voru hins vegar efins í að stjórn Saudi-Arabíu mundi gera svo rót- tæka breytingu á afstöðu sinni. Ljóst er að verulegar hræringar Innrásarlið Víetnama komin í ógöngur Itangkok - — AP. ■ Peking — 3. janúar — Reuter KAMBÓDlU-stjórn sagði í dag, að innrásin frá Víetnam inn í Kam- bódíu héldi áfram. en nú hefði Kambódíu-her gert gagnárásir og innrásarliðið væri komið í ógöng- ur. Þá tilkynnti Kambódfu- útvarpið, að engar sáttaviðræður yrðu teknar upp við stjórn Víet- nams fyrr en allt innrásarliðið væri horfið frá Kambódíu. I yfir- lýsingu stjórnarinnar var Víet- nömum borið á brýn að ætla að gera Kambódíu að hjáleigu sinni. Þetta eru fyrstu viðbrögð Kambó- díustjórnar við tilmælum Víet- nama á gamlársdag um að sátta- Hvikum ekki frá tillögum um takmarkaða sjálfstjórn — segir Begin Jerúsalem —3. jan.-AP MENACHEM Begin, forsætisráð- herra Israels, sagði að loknum löngum ríkissljórnarfundi í dag, að Israelsstjórn mundi ekki hvika frá tillögum sínum um takmark- aða sjálfstjórn Araba á her- numdu svæðunum, hvað sem liði kröfum Sadats Egyptalandsfor- seta um sjálfstætt Palestfnuríki. Begin beindi þeirri áskorun til Sadats Egyptalandsforseta að óska ekki eftir því við Jimmy Carter að Bandaríkjastjórn beitti ísraelsmenn þrýstingi í því skyni að fá þá til að gefa eftir í þessu máli, og sagði m.a. í því sainbandi að Israelsmenn hefðu aldrei farið þess á leit við bandaríska ráða- menn að þeir beittu Egypta þrýst- ingi. Viðræður um frið í Mið- austurlöndum væru nú á við- kvæmu stigi, sagði Begin, og væri ljóst að sáttaumleitanir bæru ekki árangur ef þær ættu að fara fram undi'r þrýstingi. — segir stjórn Rauðu khmeranna viðræður vegna deilna á landa- mærum ríkjanna hæfust hið fyrsta. Stjórnin í Víetnam vísar því nú á bug að barizt sé á landamærum ríkjanna en að undanförnu hafa stjórnirnar í Hanoi og Phnom Penh.skipzt á harðorðum yfirlýs- ingum um innrásaraðgerðir gagn- aðilans. Áreiðanlegir heimildamenn í Bangkok telja fullvíst að víet- namskt herlið sé á kambódisku landsvæði, en draga jafnframt í efa flugufregnir um, að sex her- deildir frá Víetnam séu að búa sig undir að ráðast á Phnom Penh, eigi við rök að styðjast. Fregnir af ójöfnuði þessum eru óljósar og stangast mjög á. Dag- blað í Horfg Kong heldur því fram í dag, að kinverskt herlið sé nú komið að landamærunum til að skakka leikinn. Um leið og stjórn Rauðu khmeranna í Kambódíu lýsti yfir stjórnmálasambandsslit- um við Víetnam á gamlársdag, harmaði Peking-stjórnin átökin á Framhald á bls. 18 umleitanir í Mið-Austurlöndum og haft er eftir fulltrúum egypzku stjórnarinnar að á fundi sínum með Carter á morgun muni Sadat skýra frá því að stofnun sjálfstæðs Palestinuríkis á þessu stigi sé ekki lengur ófrávíkjan- legt skilyrði fyrir friðarsamning- um. Við komuna til Riyadh í dag fékk Bandarikjaforseti hlýlegar móttökur, og þakkaði Kahled kon- ungur honum framlag hans til að koma á sáttum í Miðausturlönd- um. Víst er talið að Fahd prins, sem hefur orð fyrir Saudi- Aröbum i viðræðunum við Carter, muni leggja að forsetanum að fá Israelsmenn til að slaka á skilyrð- um sinum, enda mundi það hafa í för með sér mun meiri líkur á Framhald á bls. 31 Grófust í snjóskriðu Salzburg, 3. janúar. AP. Reuter. LÍK fimm vestur-þýzkra fjall- göngumanna sem grófust und- ir mikilli snjóskriðu í Loferer- fjöllum suðvestur af Salzburg fundust í dag. Þriggja fjall- göngumanna er saknað og talið er að þeir hafi einnig farizt. Fjallgöngumennirnir ætluðu að heilsa nýja árinu með veizlu í kofa uppi í fjöllunum. Svæðið er afskekkt og enginn sá slys- ið. Leit hófst þvi ekki fyrr en faðir og bróðir eins þeirra sem fórust fóru upp í kofann á mánudaginn og komu að hon- um tómum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.