Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1978 23 reglusemi og stundvlsi og undi illa kæruleysi og óstundvísi við vinnu. Fyrir allt þetta erum við þakklát. Eg kveð góðan samferða- mann og bið konu hans og allri fjölskyldu Guðs blessunar. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Kristjánsdóttir. í dag verður til moldar borinn Ólafur Tómasson fulltrúi hjá birgðavörslu Pósts og síma, fyrr- verandi stýrimaður, sem lést á heimili sínu Bergstaðastræti 11, mánudaginn 26. desember s.l„ 69 ára að aldri. Ólafur fór ungur I siglingar, sigldi á innlendum og erlendum skemmtiferða- og kaupskipum. Þeim þætti ævi sinnar lýsti hann í bók sinni „Farmaður í friði og striði“, sem kom út I nóvember 1976, skráð af Jóhannesi Helga rithöfundi. Arið 1956 verða þáttaskil í starfsævi Ólafs Tómassonar, en þá var hann ráðinn til starfa hjá birgðavörslu Pósts og sima, og starfaði þar til dauðadags. Það var mikill ávinningur fyrir stofn- unina að fá til starfa mann með þá reynslu og þekkingu er hann hafði á skipaferðum, vörudreif- ingu og vörugeymslum, enda var honum fljótlega falin yfirumsjón með innflutningi á erlendum vör- um fyrir stofnunina og dreifingu á þeim til allra símstöðva á land- inu. Ólafur var skipaður yfirum- sjónarmaður birgðavörslu Pósts og síma 1. mai 1956 og fulltrúi 1. janúar 1968. Það einkenndi Ólaf Tómasson, að öll störf sín vann hann af einstakri samviskusemi, ósérhlífni og reglusemi. Ekki kom mér í hug á Þorláks- messu þegar við Ólafur fórum urn birgðadeildirnar og óskuðum starfsfólkinu gleðilegra jóla, að það væri siðasti samstarfsdagur okkar. Þegar við kvöddumst var hann þegar búinn að skipuleggja næsta vinnudag. Ég tel það mikla gæfu og dýr- mætan skóla reynslulitlum manni að hafa fengið að kynnast og starfa með jafn réttsýnum, sam- -vinnuþýðum og góðum manni og Ólafur var. Nú þegar ég kveð minn nána samstarfsmann og vin vil ég per- sónulega og fyrir hönd alls starfs- fólks birgðavörslu Pósts og síma flytja honum einlægar þakkir fyrir samfylgdina. Minning hans mun lifa áfram hjá okkur. Eiginkonu hans, Benediktu Þorláksdóttur, dætrum og öðrum aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Tóm- assonar. Sverrir Skarphéðinsson Okkar kæri tengdafaðir, Ólafur Tómasson, Bergstaðastræti 11 A, Rvík, verður jarðsunginn i dag. Hjörtu okkar eru full trega og erfitt er að finna þau orð, sem við vildum lýsa með kynnum okkar af honum. Ólafur fæddist að Brekkustíg í Reykjavik 11. júlí 1908. Foreldrar hans voru þau Ólafia Bjarnadóttir og Tómas Snorrason, skósmiður. Ólafur varð bráðkvaddur að heimili sínu 26. desember s.l., en eftirlifandi eiginkona hans er Benedikta Þorláksdóttir. Strax við fyrstu kynni, tókum við eftir skarpri athygli Ólafs, áhuga hans og hlýju. Slík voru kynni okkar af honurn frá upp- hafi og til hinstu stundar. Við tengdasynir hans fórum ekki var- hluta af umönnun hans fyrir okk- ar högum og vandamálum. Hann tók okkur sem sonum sínum. Það er mikíó lán og góóur skóli að hafa átt Ólaf. Þeir, sem þekktu hann, vita hvern mann hann hafði að geyma. Hann var sjálfum sér samkvæmur, kom til dyra eins og hann var klæddur. A viðburða- ríkri æfi hafði hann kynnst mörgu og dregið lærdóm af reynslu sinni. Skoðanir hans voru ákveðnar og skýrar, eftir að hann hafði hugsað málið frá öllum hlið- um. Þannig lagði hann grundvöll- inn og byggði á honum. Það var ekki almenn velmegun, sem Ólafur fæddist í. Fátækt var þá almennari en nú gerist. Hann fór þvi ungur að vinna. Hvort sem hann var við vinnu hér heima á íslandi eða við siglingar erlendis, voru aurar og krónur sendar heim í foreldrahús til að létta heimilis- haldið. Hugur hans var við og á sjón- um. Hann vann og sótti sjómanna- skólann og lauk þaðan stýri- mannaprófi. Hann sigldi í mörg ár. Stríðsárin voru ekki eftirsókn- arverð siglingarár, en þau ár stóð hann einnig við stýrið. Hann sýndi ' fádæma karlmennsku og ósérhlífni við björgun farþega og skipsfélaga, er Dettifossi var sökkt. Það var ekki eðli hans að hrósa sér af þessu né öðru því, sem hann gerði til hjálpar sam- ferðafólki sinu til sjós eða lands. Hann talaði þess frekar um dag- bókina sem fór niður með skipinu og bjó yfir dýrmætum minning- um og fróðleik en lét minna yfir því, sem hann gerði, að bjarga mannslífum. Það, sem líklega er okkur efst í huga, er það, sem við sáum, að var eins og frumáhugi hans. Það var náungi hans. Ólafur var svo heill i stuðningi sínum við þá, sem minna máttu sín, að hann hvikaði ekki, þótt það kynni að kosta mik- ið að áliti manna. Það voru ekki bara við, sem í fjölskyldu hans vorum, heldur hafði hann glöggt auga fyrir vinnufélögum sínum á hverjum stað. Hvað kom hann auga á hjá þeim? Heilsufar, að- búnaður, hvort heldur var á vinnustað eða heima fyrir. Það, sem í hans valdi stóð og hann gat komið til betri vegar, var fram- kvæmd hljóðalaust af bróðurkær- leik. Áhugi hans fvrir vinnuhag- ræðingu, sem leiddi af sér, að vinnulúnar og slítnar vinnuhend- ur eða bak mætti endast vinnandi manni æfi hans án sjúkrahúsvist- ar, var honum mikið hjartans mál. Honum ógnaði mannskemm- andi störf, vegna þess að hann mat okkur meðbræður sina að verðleikum. Vinnudagar Ólafs voru yfirleitt langir í erilsömu starfi. Hann umgekkst marga í starfi sinu. Við komumst ekki hjá því, að verða varir við þessi árvök- ulu augu, sem voru opin fyrir þeim, sem á umönnun eða ráði þurftu að halda. Þvi vitum við, að þeir eru margir víðs vegar um Reykjavik, sem sakna stýrimanns- ins, sem kom mörgum i örugga höfn. Ólafur sá vettvang sinn hjá þeim, sem aðrir hafa ekki tíma eða áhuga fyrir. Jesús Kristur segir einmitt í orði sínu, að þar, sem við sjáum neyð eða fátækt, eigum við að bregðast við eins og hann sjálfur eigi hlut að máli. Þjóð okkar þarfnast slíkra manna. Vonandi er, að við sem næst honum stóðum, mættum gefa gaum að og taka til fyrir- myndar þessi hljóðu störf Ólafs heitins. Jóhannes Helgi ritar sjóferða- minningar Ólafs af snilld í bók- inni „Farmaður í friði og stríði“. Hann kemur þar vel til skila snjallri frásagnargáfu Ólafs. Við lestur bókarinnar, sem kom út fyrir jól i fyrra, kynntist maður fljótt, hvern mann Ólafur hafði að geyma. Ólafur lýsir foreldrum sínum í bókinni, en óhætt er að segja, að lýsing hans á föður sín- um á einmitt líka við hann og lýsir einna best, hvernig hann var okkur og börnum okkar. Hann segir: „Þau nutu þess alltaf að fara út í náttúruna, sátu þar þög- ul og hlustuðu á eilífðina, þvi að þau voru trúuð, ekki bara í orði, heldur og á borði. Á afmælisdegi þeirra förum við Benna á fallegan stað og minnumst þeirra þögul, stillum hugina til þeirra og ég flyt þakkargjörð í hljóði. Þetta kann að hljóma barnalega. En þétta er mér í senn ljúf skylda og hugsvöl- un. Maður fær aldrei fullþakkað það, sem manni er vel gert. Hinu á maður að gleyma. Faðir minn var mér meira en góður faðir, hann var besti vinur minn, félagi og kennari. Hann innrætti mér virðingu fyrir vinnunni vinnunn- ar vegna, að ekkert verk væri svo lítilmótlegt, að ekki mætti gera það merkilegt með þvi að leysa það vel af hendi". Barnabörn Ólafs voru sannkall- aðir gimsteinar hans. Frá fæð- ingu þeirra bar hann mikla um- hyggju fyrir þeim. Hann var ekki þreyttur, þegar þau komu til hans. Hann átti nægan tíma og orku handa þeim. Margar skoðun- arferðir voru farnar niður á höfn að ógleymdum veiðiferðum aust- ur i læk, er drengirnir komust á legg. Gleði hans varð meiri en drengjanna, þegar þeir fengu fisk. Þar kom í ljós þessi sterki eiginleiki að geta glaðst með öðr- um og geta glatt aðra. Lundarfar hans var jafnaðargeð, glaðlyndur en um leið vökumaður náunga sinna. Sjálfstæði og velferð ís- lands voru honum hjartans mál. Það eru líka ófáar stundir, sem við minnumst Ólafs, er hann benti á Esjuna í fallegu skarti sínu. Hann kunni að meta verk Skaparans eða verk þeirra, sem höfðu þegið listsköpun i vöggu- gjöf. Sömuleiðis hreyfði falleg tónlist við strengjum hjarta hans. Kvöldið áður en hann Var kvaddur heim, áttum við öll ógleymanlega jólastund saman. Sú kvöldstund ásamt fjölmörgum öðrum stundum verður okkur ógleymanleg. Þá lékum við ein- mitt lag með texta, sem fjallar um að koma inn í sólskin Guðs. Ólaf- ur hafði orð á því, hve fallegt þetta væri. Að síðustu viljum við votta elskulegri tengdamóður okkar, og systrum Ólafs heitins samúð okk ar. Við þökkum Guði fyrir Ólal Tómasson og fyrir að hafa nú tekið hann inn í sólskin sitt. Tengdas.vnir Minning: Jón Frímannsson vélsmiður Ólafsfirði Jón Frímannsson, vélsmiður Ólafsfirði lézt á annan dag jóla ru mlega áttatíu og eins árs að aldri. Með Jóni er genginn einn þeirra dugmiklu athafnamanna, sem settu s-vo mjög svip sinn á Ólafsfjörð, þegar ég var þar að vaxa úr grasi, og einn þeirra, sem mér þótti einna vænst um af mönnum mér óskyldum. Hann fæddist að Deplum i Fjótum árið 1896, en fluttist þaðan með for- eldrum sínum og fjölskyldu, Frímanni Steinssyni og konu hans Sigurbjörgu Friðriksdóttur að Þverá í Ólafsfirði. Þau bjuggu á ýmsum bæjum i sveitinni, en flutti síðar í þorpið, sem þá var oft nefnt Ólafsfjarðarhorn. Jón kvæntist' eftirlifandi konu sinni Emmu Jónsdóttur. Móðir Emmu var Sigurveig Þorsteinsdóttir, en faðir hennar Jón Þorsteinsson, hinn mesti hagleikssmiður. Heimili Jóns og Emmu var í fremstu röð rausnarheimila í Ólafsfirði, enda frú Emma kunn fyrir hinn mesta myndarskap og rausn. Þau áttu þrjú börn: Fann- eyju húsmóður, gifta Rafni Magnússyni, húsasmið á Akur- eyri, Þorstein frkvstj., kvæntan Hólmfríði Jakobsdóttur, húsmóð- ur Rvík. og Sigurveigu, leikkonu, gifta Valdimar Pálssyni, hús- gagnabólstrara Akureyri. Gyða Kristjáns- dóttir—Kveðja Gyða Kristjánsdóttir, f. 17.8. 1892, frá Súðavík, hefur nú kvatt okkur eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. A kveðjustundinni er margs að minnast og margt að þakka, því alltaf var Gyða viðbúin að hjálpa þeim að styðja, sem minna máttu sín í lífinu, bæði mönnum og mál- leysingjum. Margar voru ánægjustundirnar í Beggabæ og allir- þangað vel- komnir. Ekki spillti gleðinni hinn skæri og hvelli hlátur Gyðu og hennar ljúfa lund. Hver sem kom þangað hryggur inn, fór glaður út. t Beggabæ var orgelið i háveg- um haft og mikið sungið. Þeir sem ekki höfðu ,,musik“ eyrað í lagi, máttu syngja milliröddina. Aldrei gleymi ég 30. maí 1920, fermingardegi mínum og brúð- kaupsdegi Gyðu. Allt lék í lyndi og báðar voru hamingjusamar. Að lokum þakka ég samveru- stundirnar og góða vináttu fyrr og síðar, Guð blessi minningu Gýðu Kristjánsdóttur. Málfríður Stefánsdóttir. — Meira um hornrekur Framhald af bls. 11. heilsu og þrótt, urðu siðan félags- lega ósjálfbjarga og neyddust til að leita á náðir samborgara sinna um framfærslu? Sé svarið við síð- ustu spurningunni jákvætt er auðvelt að reikna dæmið til enda. Það gæti þá litið út á eftirfarandi hátt: Hver fullorðinn einstaklingur í hverju þjóðfélagi hefur þá frum- skyldu við aðra að bera ábyrgð á sjálfum sér og gerðum sínum. All- ar athafnir sínar og afleiðingar þeirra verður hver ábyrgur ein- staklingur að skoða bæði frá sínu sjónarmiði og annarra. Þetta tekst mönnum misjafnlega vel. Sumum tekst það ekki nógu vel, og einstöku gengur það jafnvel mjög illa. Þessir síðasttöldu eru sagðir óábyrgir gerða sinna og þeir, sem dæma þá óábyrga, gera annað um leið. Þeir skuldbinda sig til að yfirtaka ábyrgð á þeim, sem dæmdir eru óábyrgir. Og ekk- ert í heiminum er vandasamara en bera ábyrgð á öðrum auk sjálfs sin. Margir eiga nóg með sjálfa sig. Og hér er það sem fordómarn- ir fæðast i hugskotum okkar. Oft heyrast þeir hleypidómar felldir í samtölum, að þessi „ætti ekki að ganga laus“, eða hinn „eigi ekki heima annarsstaðar en á Kleppi“, og svo framvegis. Þetta er oft sagt í gríni og hljómar sakleysislega, þegar það er sagt, en hugsunin á bakvið er ekki allt- af jafnsakleysisleg. Hugsunin er þessi: Ég ber ábyrgð á mér. Þessi ber ekki ábyrgð á sér. Samfélagið (ég og aðrir ábyrgir) verður að grípa í taumana með einhverjum ráðum. Samábyrgð krefst þess. Þegar um augljós geðveikitilfelli af svæsnustu gerð er að ræða, er ráðið einfalt en harkalegt: sjálf- ræðissvipting. Hjá þessu verður ekki komist. En í öllum vægari tilfellum eru aðstæður flóknari og úrræðin vandfundin. Skiln- ingsgóðir aðstandendur og velvilj- að fagfólk í geðlækningum hefur þá oft hitt á réttar leiðir til aö kenna þeim að taka ábyrgð á sér, sem ekki kunna það. í öðrum til- vikum hefur þetta ekki tekist og almenningsálitið. sem lætur séi ekkert mannlegt óviðkomandi gripið til þess örþrifaráðs að felli bráðabirgðadóma, stundum rök- studda og rétt hugsaða, stundum vanhugsaða og þar með rétt nefnda fordóma. Og orsökin er sú, að almenningur óttast réttilega, að þeir, sem ekki bera fulla ábyrgð á sér á fullorðinsárum, verði fyrr eða síðar byrði á hin- um, sem gera það. Brynjólfur Ingvarsson. Pósthólf 549. Akureyri. Jón Frímannsson stundaði sjó framanaf, eins og flestir Ólafs- firðingar á þeirri tíð. Hann var háseti, vélstjóri og skipstjóri. Snemma fór hann að vinna með tengdaföður sinum, sem rak vél- smiðju i Ólafsfirði. Um 1930 keypti Jón Frímannsson þessa smiðju af tengdaföður sínum, en hann fluttist til Akureyrar um skeið. Frá þejm tima má segja að allur þungi af viðhaldi og viðgerð véla i vaxandi bátaflota Ölafsfirð- inga og hvers konar járnsmíði hafi um áratugaskeið fyrst og fremst hvilt á herðum Jóns Frimannssonar. Sonur hans Þor- steinn gekk í félag með honum 1948. Nafni fyrirtækisins var þá breytt í Vélsmiðjan Nonni h.f. og starfar það enn með miklum þrótti. Mikil listhneigð er í ætt Jóns Frimannssonar. Bróðir hans Ás- geir, fyrrum aflasæll skipstjóri og siðar hafnarvörður, hafði einna lengstan leikferil allra Ölafsfirð- inga að baki, þegar hann lézt fyrir nokkrum árum. Jón var mikill söngmaður, eins og þeir bræður báðir. Hann var heiðraður nýlega fyrir 60 ára samfellt starf í Kirkjukór Ölafsfjarðar og munu slíkrar trúmennsku og alúðar ekki mörg dæmi. Þá söng hann í karlakór um margra ára skeið. Börn Jóns hafa einnig getið sér gott orð á listabraut. Þorsteinn var lengi í fremstu víglínu leikara i Ólafsfirði og Sigurveig er löngu landskunn leikkona hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Minnisstæðastur er mér Jón Frimannsson, þegar ég kom ásamt föður mínum í smiðju hans, kornungur og forvitinn um þann undraheim, sem þar blasti við augum. Faðir minn, Jón Sigur- pálsson, sem þá var skipstjóri, átti að vonum mörg erindi i gömlu smiðjuna til Jóns Frímanssonar bak við íbúðarhús hans i Aðal- götu. Þangað fékk ég að fara með honum eins oft og ég gat. Jón Frímannsson var afar barngóður maður. Hann tók mig alltaf tali hvernig sem á stóð í önnum. Hann sýndi mér gersemar sinar í smiðj- unni og tókst brátt með okkur vinátta, sem ekki gleymist né fyrnist. Hann báð mig við þessi tækifæri oft í góðlátlegu grini, sem honum var svo lagið að kalla sig „afa“. Síðar minnti hann mig oft á þetta virðulega viðurnefni, sem ég hafði fallist á að gefa honum og brosti þá jafnan góólát- lega. Seinna á lífsleiðinni skildist mér enn betur hversu veigamikið starf var unnið i þessari vél- smiðju Jóns Frímannssonar á þessum æskuárum mínum og af hvaða hugarfari. Fullyrða má að einmitt á þessum árum hafi það verið ein grundvallarforsenda fyrir vexti bátaflota Ólafsfirðinga og hægt var að ganga að hagleik, trúmennsku og dugnaði þessa hægláta manns þar á staðnum. Því minnist ég Jóns Frímannsson- ar sem „höfðingja smiðjunnar“. I samnefndu Ijóði segir Davíð Stefánsson: ..Sú hönd vinnur heilagan starfa Sú hui’sun er máttug og sterk sem meitlar og mótar i stálið sinn manndóm —sín kraftaverk**. Ég þakka Jóni Frímannssyni ógleymanlega vináttu. Ég þakka honum ómetanleg störf i þágu heimabyggðar. Konu hans og börnum sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur frá fjölskyldum mín- um. Guð blessi okkur öllum minn- ingu Jóns Frímannssonar. Lárus Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.