Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978 >4H> MORödN' Mffinu ._________ft'- cr , ® r > K\ ( t' H r- •; a n n GRANI göslari Þegar þú hefur haft þennan brandara þinn I frammi við mig, ertu vonandi til viðtals um að hursta skóna mína? Forstjórinn sagði mér að hann væri þér svo þakkiátur fyrir að fara fram á iaunahækkun, því samstundis hvarf hikstinn sem hann er búinn að vera með síðan á jólunum! Ad snerta klæða- fald Krists „Samkvæmt vitnisburði prests I stólræðu á annan dag jóla síðast liðinn trúa nú sumir klerkar þjóð- kirkjunnar þvi, að Satan sé stað- reynd persóna. Ræðumaður full- yrti að sá gamli hefði talað með tungu háttsetts embættismanns. En hvað á að segja um það sem presturinn las upp úr Bibiíunni: „Skuldið ekki neinum neitt nema það að elska hver annan.“ Sem sagt, þetta á að draga á langinn, láta skuldina standa. Von er að þvl sem nefnt er Satan sé skemmt. I öllu sinu blessaða yfirlætis- leysi ástunda margir guðfræðing- ar nútimans að leita Jesú Krists innan guðfræðinnar. Tómstunda- gaman þetta er raunar öldungis óþarft, nema sem dægradvöl fyrir þá sem hafa fátt að gera í verald- legum efnum, og alls ekkert I sambandi við eilift lif. Margend- urtekin þvæla, að visu nú á annan hátt en áður var, gengur ekki aftur, heldur fram og oftast fram- af í hverri stólræðunni og fyrir- lestrinum á fætur öðrum. Þvælan virðist einkum vera borin á borð fyrir visindin. Og þó að þau séu I mörgum tilfellum ekki á grænni grein mannúðar þá eru þau það þó stundum. Ekki batnar birni betur bana- kringluverkurinn með þvi laginu að ætlast til þess að það sem ekki fer I rétta stefnu hjá visindunum verði læknað með jafnmikilli vit- leysu eða verri. Sagan um slóð guðfræðinnar utan vegar mann- kynsins en meðfram honum er orðin svo úrelt hugtaka-gangstétt að hún borgar jafnaðarlegast varla helming tómstundanna sem til þess er varið að skakklappast eftir henni. öll guðfræðileg trú dreifist líkt og þoka fyrir vorblæ þekkingarinnar. Vel mættu þeir, sem lærðir eru í sögu guðfræðinnar, láta eftir sér að spyrja hvort afrakstur tóm- stundanna sé kjarninn Kristur. Hefir ekki maðurinn Kristur reist bjartari vita en sá guð guðfræð- innar sem því nafni er nefndur? Hefir ekki hver maður, hver sál. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spilahátíð bridgefélaganna í Kaupmannahöfn hefur verið haldin árlega siðan 1927 og blaðið Poltiken stutt hana frá 1930. I nóvembermánuði síðastliðnum tóku 560 spilarar þátt í keppni þessari og var hún haldin sem hiuti Shilip Morris Evrópubikar- keppninnar. Spilið i dag er frá keppni þessari. Suður gaf og norður- suður voru á hættu. Norður S. ÁKG5 H. KD5 T. KD4 L. 862 Vestur S. 864 H. G972 T. G10 L. DG94 Austur S. 32 H. Á1064 T. 9763 L. 1073 Suður S. D1097 H. 83 T. A852 L. ÁK5 Algengasti samningurinn var eðlilega sex spaðar en eftir mis- jafnlega flóknar sagnir. Eitt dæmi. Suður 1 spaði, norður 4 grönd, suður fimm hjörtu og norður sex spaðar. Ut kom tígulgosi og eftir að hafa tekið trompin ákvað sagn- hafi, að vestur hefði spilað út frá gosa-tíu-níu í tíglinum. En þegar í ljós kom, að svo var ekki og að hjartaásinn var á hendi austurs tapaði hann spilinu. Hjartaásinn var algengt útspil þegar norður var sagnhafi. Og var vinningur þá auðveldur. I nokkrum tilfellum gengu sagnir þannig, að austur gat dobl- að fimm hjarta sögn norðurs og var þá að biðja um útspil i hjarta, sem vestur hlýddi eðlilega. Og í einu þessara tilfella tókst skemmtileg brella. Sagnhafi mundi eftir ágætu heilræði, sem hann hafði lesið um í einhverju blaði og sá tækifæri til að nota. Hann lét lágt frá blindum og hver getur ásakað austur fyrir að taka á ásinn. Unnið spil! HÚS MALVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 37 Þau sátu í dagstofunni þegar hún kom niður. Allt í friði og sælu að sjá. Eins og hamingjusamt hjóna- fólk á að líta út. Carl Ilendberg grúfði sig yfir einhverja reikninga við skrif- borðið og Dorrit sat með bók. — Jæja, var þetta hressandi gönguferð? Dorrit leit upp og Emmu varð nú fyrst Ijósl að hún hafði dökka bauga undir augunum. — Ljómandi hreint. Þú hefðir átt að koma með. Frfskt loft... og hreyfing. Hún hikaði. — Það er langtum betra en taugapillur og svefnlyf. — Hvað áttu við? Rödd Dorrit var sem hún væri á varðbergí. — Ég meina bara að ég varð dálftið hissa að sjá iyfjaskáp- inn þinn. Ég hélt að þú hefðir alltaf verið á móti þvf að maður gleypti slfkar pillur. — Dorrit tekur aðeins þær töflur sem læknirinn mælir með. Carl Hendberg hafði lagt frá sér skjölin og hélt nú á pappfrs- hnffnum f hendinni. — Við höfum glfmt við smá- erfiðleika og þá átti Dorrit erf- itt með svefn og fékk töflur. — Smáerfiðleika? Orðið hékk í loftinu um hrfð. — Æ, Emma, gerðu það fyrir mig að blanda þér ekki f það ... Það er dálftið sem við verðum að leysa sjálf ... það getur eng- inn hjálpað okkur í því, en þú gætir aftur á móti skaðað okkur ef þú ... Dorrit yppti öxlum. — Er það eitthvað í sam- bandi við Susie? Emma horfði niður á neglurnar á sér þegar hún bar fram spurninguna. — Susie, já ... Það var engu líkara en Dorrit létti. — Við höfum haft óskaplega þungar áhyggjur af Susie. Hún hefur sjálft átt mjög erfitt... — Vegna þess hún hefur ver- ið f afvötnun. fig get kannski falfist á það. Emma talaði hægt og lagði áherzlu á orð sín. — En ég fæ ekki almenni- lega skilið hvers vegna þið þurfið að eyðileggja ykkur á þvf að láta hana vera hér f það endalausa og gera ykkur Iffið ieitt. — Við vorum að tala um, að nú væri hún að verða frfsk. En eftir kvöldið í gærkvöldi erum við ekki alls kostar viss um að svo sé. Carl Hendberg fitlaði við pappfrshnffinn þegar hann sagði þetta. — Það var óhugnanlegt að sjá hvernig hún féll saman. Fyrst var hún svo yfir sig kát og glöð og svo smátt og smátt var eins og hún ummyndaðist fyrir framan okkur ,.. Ég er sannar- lega hræddur um ... Hann lagði hnffinn frá sér og ieit á Emmu og áhyggjusvipur- inn leyndi sér ekki á andliti hans. — Eg er dauðhræddur um að Susie hafi leitað aftur á náðir eiturlyfja. — Við getum bara ekki skil- ið hvar hún kemst yfir þau, skaut Dorrit inn f. — Og þessi snöggu skap- brigði í gærkvöldi. Dorrit andvarpaði þungan. — Það getur stafað af allt öðru. Emma kveikti sér í smávindli og horfði á Carl gegnum reyk- inn. — Ég held ég hafi fengið skýringu á þessum skapbrigð- um hennar f gærkvöldi. Það heyrði ég þegar ég kom við hjá Birgitte Lassen. Þau voru þar öll... unga fólkið ... og Susie var miður sfn af vonbrigð- um... — Af vonbrigðum ... — Já, vegna veiziunnar f gær. Hún hafði augsýnilega gert sér geysilegar vonir vegna þess að til hennar var efnt. Mér skildist að hún hefði einhvern draum um tfzkuverzlun ... — Hún hefur þó varla búizt við að við ætluðum bara að færa henni slfka verzlun eins og ekkert væri? Dorrit lagði frá sér bókina og starði undrandi á systur sfna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.