Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1978 7 Aftan úr hvaða forneskju kemur þessi blaðamennska? Fjársvikamál kemur upp i Landsbankanum. Fyrr- verandi deildarstjóri i ábyrgðadeild er settur i gæzluvarðhald. Ungur maður, sem staðið hefur i atvinnurekstri, hefur tennzt þessu máli, um leið og hann hefur lýst þvi yf- ir. að ekki hafi hvarflað að honum að peningar sem hann fékk að láni vegna fyrirtækja er hann veitti forstöðu hafi verið fjár- munir bankans eða við- skiptafy rirtækja hans. Þessi ungi atvinnurekandi hefur jafnframt gegnt trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þjóð- viljinn birtir heila forsiðu i gær, þar sem tilraun er gerð til að tengja þetta fjársvikamál Sjálfstæðis- flokknum af þessum sök- um. Allir vita að Sjálf- stæðisflokkurinn kemur hér ekki við sögu. Það vita ritstjórar Þjóðviljans lika. En þeir standast ekki freistingar sinar og leggj- ast lægra en menn hafa um langt skeið gert i blaðamennsku hér og hef- ur þó á ýmsu gengið i þeim efnum siðustu miss- erin. Hér með birtist sýn- ishorn af þvi hversu kyrfi- lega Þjóðviljinn hefur dembt sér ofan i drullu- pollinn. „Frétt" með upp- hrópunarmerkjum. jafnvel gengið svo langt að birta mynd úr sumarferð Varðar til að reyna að tengja fjár- svikamálið i Landsbank- anum Sjálfstæðisflokkrv um og fyrrnefndur at- vinnurekandi fremur tengdur þvi félagi i „frétt- inni" heldur en fyrirtæki slnu. Jafnvel ógæfa manna, eða mistök eru sett á póli- tiska vog Þjóðviljans — og andstæðingar léttvæg- ir fundnir. En hinir — hvað um þá? Ætla mætti að kommúnistaflokkurinn sé byggður upp af heilög- um öndum. Nei. slik blaðamennska er gul og skinhelg. Rætur í sögu, menningu og erfðavenjum Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra segir Ó lafur J óhannesson svo m.a. i áramótahug- leiðingu (Timinn 31. des- ember sl.): „Samfélög siðmennt- aðra þjóða geta ekki stað- izt án þess að eiga sér kjölfestu. sinar lifsreglur. boð sin og bönn og mann- gildismat sniðið eftir gerð þjóðlifsins. Það verður að eiga sér rætur i sögu. menningu og erfðavenj- um. Og aldrei reynir meira á það. að rætur þjóð- menningarinnar séu sterkar og standi nógu djúpt heldur en á timum mikils umróts i likingu við það, sem nú gengur yfir heiminn. Þegar stormur fer um skóginn. reynir á það, hve ræturnar eru haldgóðar og stofninn styrkur. islendingar eiga gamalgróna menningu, sem jafnvel grannþjóðir okkar hafa notið góðs af og sú menning kulnaði aldrei á liðnum öldum. þrátt fyrir ánauð, hungur og mannfelli. Og hún náði aftur blóma sinum á lið- inni öld jafnskjótt og birti i lofti, og varð hún sú almenningseign, sem af hefur sprottið flest það. sem okkur þykist mest um vert, hvort sem litið er til lista og annarra mennta. verklegra fram- kvæmda eða mannúðar- mála. Að sjálfsögðu er þetta ekki allt af innlendri rót, heldur tileinkaði þjóð- in sér ekki siður strauma og stefnur umheimsins, en felldi þær að islenzkum staðháttum. Við lifum e.t.v. nú á var- hugaverðari timum en þeir, sem voru i blóma lifsins snemma á þessari öld. Uggur og ótti býr I hugum margra. stórveldi heimsins togast á með sprengjur á baksviði, sem geta jafnvel boðað sjálfan dómsdag. f þessu and- rúmslofti hafa magnazt óhæfuverk. fjöldi fólks hefur flúið á náðir eitur- lyfja eða tileinkað sér furður og firrur. sem minna á miðaldir i fárán- leika sinum. Við íslend- ingar. sem til skamms tima gerðum næsta glögg- an mun á þvi. sem til far- sældar horfði og hinu, sem varhugavert var eða hættulegt. höfum staðið berskjaldaðri i þessari gerningahrið en nokkur hefði trúað fyrir fáum ára- tugum." „Hvenær á fólkið að hugsa?” ,. Það er spurning, sem vert er að ihuga. hvort sú menningargerð, sem verið hefur i mótun siðustu ára- tugi, sé að öllu leyti heillavænleg. Um langt skeið hefur allt stefnt að þvi i siauknum mæli. að einstaklingnum væri öllu miðlað af öðrum. Skóla- barnið er svo yfirhlaðið af námsefni. að það á fáar stundir frjálsar. ef það sinnir náminu og það virð- ist efst á baugi. að aðrir eigi að hafa ofan fyrir unglingunum. þegar kvöldar. Útvarpið glymur allan daginn og sjónvarpið fyllir sex kvöld vikunnar. Auðvitað er þar margt ágætt efni flutt, bæði til fróðleiks og afþreyingar. Og fyrir margt fólk er þetta ómetanleg dægra- dvöl. En stundum flýtur lika með efni, sem naum- ast hefur holl áhrif. a.m.k. á börn og unglinga. Mað- urinn. ungur og gamall. er mataður seint og snemma, fyllt i allar eyð- ur, en minna um hitt hirt, þátttcku hans sjálfs. Eins konar mötun hefur kannski komið of mikið i staðinn fyrir raunverulegt félagslif og tómstunda- starf. Ég minnist þess. að Helgi Hjörvar flutti eitt sinn á unglingsárum út- varpsins erindi, er hann nefndi: „Hvenær á fólkið að hugsa?" Hvað skyldi sá stórbrotni listamaður og málsnillingur hafa sagt nú?" Vörpum ekki kjölfestunni fyrir borð „Margir undrast nú. hvernig þeir. sem ólust upp fyrir tið hinnar miklu skólagöngu og mörgu fjöl- miðla. urðu þess um komnir að axla hin vanda- Framhald á bls. 18 Viöurkenning Elnahagsbandaiagsins. Talan fyrir attan bókstatinn E segir til um i hvaöa landi hjálmurinn er viöurkenndur. Dansk Standard 21S2 Finsk Standard Svensk Standard Umferðarráð mælir með hjálm- um, sem hafa fengið eitthvert þessara merkja. sem viður- kenningu. •jazzBciLLeccsköLi bópu' W líkom/KcM v Byrjum aftur 9. jan. ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ★ Morgun- dag og kvöldtímar. if Timar tvisvar eða fjórum sinnum i viku. if Sérstakir timar fyrir þær, sem vilja hægar og léttar æfingar. if Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru i megrun. if Vaktavinnufólk athugið „lausu timana" hjá okkur. if Viktun — mæling — og mataræði í öllum flokkum. if Sturtur — sauna, — tæki — Ijós. MuniS okkar vinsæla sólaríum. Hjá okkur skín sólin allan daginn, alla daga. Upplýsingar og innritun frá kl. 1—6 i síma 83730. ^ZBQLLeCCSkÓLÍ BQPUí Bilsby Skurvogne A-S Industribakken 1. Sengelöse. 2630 Taaslrup. Danmark. Talsimi 09---02-99 47 08 Starfsfólksvagnar. skrifstofuvagnar. ibúðarvagnár. geymsluvagnar. hreinlætisvagnar. (^ðfúslega biðjið um upplýsingapésa.___ Hressingarleikfimi fyrir konur Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 5. janúar i leikfimisal Laugarnesskólans. Nýtt 8 vikna námsskeið fyrir byrjend- ur hefst sama kvöld kl. 21.45. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir iþróttakennari. Læriðvélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 12. janúar. Kennsla eingöngu á rafmagns- ritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftirkl. 13.00. Vélritimar skolinn Suðurlandstraut 20 i:c vý>l 0 ** T&S * ^ v\ww^ Umboðsmenn um land allt. HANSPETERSENHF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.