Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAG UR 4. JANUAR 1978 Bessí Jóhannsdóttir varaborgarfulltrúi: Aronska - flóttinn frá raunveruleikanum Skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins Skoðanakönnun sjálfstæðis- manna, sem fram fór samhliða vali manna á lista flokksins til Alþingiskosninga vorið 1977, hef- ur vakið mikið umtal og blaða- skrif. Kinkum er það sú spurning, sem snertir þátttöku varnarliðs- ins í vegagerð á tslandi. Hvers vegna gerist þetta að skoðana- könnuninni lokinni? Hefði ekki verið nær að umræða hefði verið ítarlegri áður en skoðanakönnun- in fór fram? Áður en ég mun leitast við að svara þessum spurn- ingum skulum við huga að að- draganda málsins. Lftiö vandað til undirbúnings gerð um hana. Fundur þessi var mjög fámennur og áreiðanlega einn sá stytzti í sögu fulltrúaráðs- ins. Samþykkt var með 24 atkvæð- um gegn 8, að skoðanakönnunin skyldi fara fram. Síðan var sam- þykkt reglugerð um skoðana- könnunina. Fundi var slitið kl. 9.15, en hann hafði hafizt um kl. 8.45. Nú er það svo, að menn virtist ekki greina á um það hvort skoð- anakönnunin ætti rétt á sér. A.m.k. Iétu þær raddir ekki í sér heyra er á móti voru. Hitt er svo stór spurning hvort eðlilegt sé að eitt af kjördæmisráðum Sjálf- stæðisflokksins eigi yfirleitt að efna til slíkra skoðanakannana um málefni er varða þjóðina alla. unina að vissum mönnum var það mikið kappsmál að koma þar að spurningum. 1 reglugerðinni var kveðið svo á, að aðeins skyldu vera fimm spurningar I skoðana- könnuninni, og að þær skyldu berast skriflega til skrifstofu full- trúaráðsins, og síðan yrðu þær teknar í þeirri röð, er þær bærust. Stjórn fulltrúaráðsins var og heimilt að bæta við spurningum ef færri en fimm bærust. Þrír ungir menn stóðu viðbúnir við skrifstofu fulltrúaráðsins h. 10. nóv. 1977 með spurningar sínar. Stjórnin fjallaði um þær, og nið- urstaðan varð sú, að samkomulag náðist um orðalag fimm spurn- inga. Skyldi nú safnað undir- skriftum 300 flokksbundinna. spurningar valdar. Má varpa fram þéirri spurningu hvort skoðana- könnunin hefði átt að fara fram þar eð ljóst var að engin spurn- ingin hafði tilskilinn fjölda undir- skrifta. Lítil opinber umræða Eftir að spurningarnar höfðu verið birtar skyldu menn ætla að fjörug umræða hefði hafist um þessar spurningar. Það gerðist ekki, og geta menn spurt sig: Hvers vegna ekki? Það var öllum Ijóst að spurningin um þátttöku Bandaríkjamanna í vegagerð á Is- landi var grein af meiði svokall- aðrar Aronsku eða landssölu- stefnu. Eina dagblaðið, sem hélt uppi markvissum áróðri og um- ræðum um þetta mál var Dagblað- ið. Var það gert í formi greina, lesendabréfa eða í leiðurum blaðsins. Blaðið hafði mikið fyrir að kynna málið og gaf út sérstak- an fjórblöðung, sem var tileinkað- ur Aronskunni (9. nóv. 1977). Hvað gera hin dagblöðin, sem styðja stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, Vísir og Morgunblaðið? Mjög lítið eða nánast ekki neitt. Nú er það svo að ritstjórar þeirra kunna að hafa talið það Ijóst öllum lands- lýð, að þeir væru andvigir svokall- aðri Aronsku. Þrátt fyrir þá stað- reynd verður að telja að þau hafi Skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins Á almennum fundi i fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna I Reykjavík h. 5. okt. 1977 bar Bald- ur Guðlaugsson fram tillögu, er fól það í sér, að fram skyldi fara skoðanakönnun samfara próf- kjöri til Alþingiskosninga. Eftir litlar umræður var ákveðið að vísa málinu til meðferðar í stjórn fulltrúaráðsins. Stjórnin skipaði nefnd í málið, og í framhaldi af störfum hennar var boðað til ann- ars almenns fundar í fulltrúaráð- inu h. 1. nóv. 1977, en þar skyldi ákveða hvort slik skoðanakönnun ætti að fara fram, og setja reglu- Reynslan er sú að margir hafa viljað túlka niðurstöður skoðana- könnunarinnar, sem vilja allra sjálfstæðismanna. Þetta er mjög óraunsætt mat, einkum þegar tek- ið er tillit til þess að kjósendur flokksins í síðustu Alþingiskosn- ingum voru um 47 þús. Ef niður- staðan hefði átt að vera marktæk hefði þurft mjög umfangsmikla úrtakskönnun, þar sem Iandið allt væri ein heild. Framkvæmd reglugeróar Fljótlega kom í ljós eftir að úmræða hófst um skoðanakönn- reykviskra sjálfstæðismanna. Af lestri síðdegisblaðanna má ráða að söfnun þessi gekk mjög misvel, og engin náði tilskildum fjölda undirskrifta. Þrátt fyrir það ákvað stjórn fulltrúaráðsins að nýta þá heimild reglugerðarinn- ar, að ákveða sjálf um hvað spurt yrði. Voru fyrrnefndar fimm ekki verið nægjanlega vel á verði. Ur því að skoðanakönnunin var orðin staðreynd hefði þá ekki ver- ið vænlegra, að hefja umræðu um þessi mál? Fá fólk úr ýmsum átt- um til að segja sitt álit, og leita til þeirra manna er gleggst þekkja til samskipta okkar við varnarliðið t.d. eins og Páls Ásgeirs Tryggva- Brynjólfur Ingvarsson læknir: Meira um homrek- ur þjóðfélagsins Motto Allir eiga jafnan þátttökurétt í mannfélaginu. Með þessari einu undantekningu ætla ég að vona, að mér takist að skrifa Itlaðagrein án fullyrðinga. Innjíangur: Sumir þjóðfélagsþegnar eru samt hornrekur og olnbogabörn, eins og margsinnis hefur verið bent á í blaðagreinum, útvarps- og sjónvarpsviðtölum, tímaritum, bókum og fleiru. Mér er í svipinn efst í huga grein Sigurðar Guð- jónssonar í Morgunblaðinu 14. desember 1976, sem ég hef lengi ætlað mér að „svara“. Sjónarmið læknis: I hverju mannfélagi eru mis- munandi einstaklingar. Persónu- gerð, skapgerð, áhugasvið, geta og aðstæður hvers einstaklings ásamt mörgu fleiru gera það að verkum, að hver og einn er I viss- um skilningi heimur útaf fyrir sig, þrátt fyrir jafnan þegnrétt í mannfélaginu. Af þessari ein- földu staðreynd skapast e.t.v. öll félagslegu og sum heilsufarslegu vandamálin, sem allir þekkja að meira eða minna leyti. Hvar kemur læknirinn inn í myndina? Svar. Allsstaðar. Sumir einstaklingar leita til læknis strax á byrjunarstigi vandamáls síns, biðja um ráð, leiðbeiningar eða meðferð og fá oftast nær viðun- andi úrlausn, a.m.k. til bráða- birgða. Aðrir leita til læknis þeg- ar sjúkleiki eða veikindi eru farin að hrjá þá og fá meðferð. Loks eru þeir, sem draga það í lengstu lög að leita læknishjálpar eða fara ekki fyrr en of seint og þá e.t.v. tilneyddir, en í þeim tilvikum get- ur brugðið til beggja vona um árangur af meðferð. Þetta er hin nærtæka skýring á þvi, hversvegna heyra má óánægju- raddir yfir ónógri eða óvandaðri læknishjálp. Ef grannt er skoðað, má þó greina ýmislegt fleira, sem ástæða væri til að fara nánar út í síðar. En það eru ekki allir sjúkir, veikir, bæklaðir og fatlaðir jafn- miklar hornrekur. Gæði hvers þjóðfélags verða e.t.v. best mæld með því, hvernig búið er að þeim, sem minnst mega sín. Þroskaheft- ir, fjölfatlaðir og einstaklingar með geðsjúkdóma og geðkvilla eru greinilega aftast i röðinni, þótt margt hafi verið gert til úr- bóta fyrir þá á síðustu áratugum. Langmestur hluti þeirra er þó í þeirri erfiðu aðstöðu að geta aldrei skilað arðbærri vinnu til jafns við aðra og þeir lengst leiddu hafa hvorki sjálfsforræði né frjálsan vilja nema að litlu leyti. Samt má með þolinmæði og aðferðum ýmissa sérfræðigreina kenna nær öllum að nota rétt sinna litla vísi að frjálsum vilja. Það gleymist hinsvegar æði oft, að hver einstaklingur, hversu veikur sem hann er, getur undan- tekningalítið borið einhvern hluta ábyrgðar á því sjálfur, hver árangur læknismeðferðar verður. Og þar kemur vandi læknisins skýrast í ljós. Hve mikinn hluta ábyrgðarinnar má hann leggja á einstakling, sem til hans leitar með óljósar, orðlausar kvartanir eða bara vanlíðan án nánari skil- greininga? Eftir eitt viðtal ætti það sennilega að vera siðferðisleg skylda læknisins að segja, ég skil þig ekki, ég veit ekki hvernig á að hjálpa þér, ef sjúkdómsmyndin er óskýr, en hve margir læknar hafa hugrekki til þess? Öll vötn.renna til Dýrafjarðar segir í Gísla sögu Súrssonar. Héð- an frá Akureyri er nú oft rennt girndaraugum til allrar sérfræði- þjónustunnar og kostaríkrar að- stöðu í höfuðborginni. Mikill kafli íslandssögunnar þarna á milli hefur verið skrifaður án þess að fjallað hafi verið mikið um það, sem gerst hefur i hugskotum hundruða þúsunda ónafngreindra íslendinga. Miklir andans menn hafa þó varðveitt brot af þessu viðfangsefni og skulum við nú gefa þeim orðið um stund. Höf- undana bið ég til öryggis afsökun- ar á bessaleyfinu. Matthías (Sögukaflar af sjálfum mér, bls. 196) „Þennan vetur hafði ég miklu minna af íslenskum stúdentum að segja en fyrrum og fór nú mjög minna ferða, og vildi helst vera einn með skapbrigði mín og duttl- unga; reyndi ég að gæta hófs, þótt misjafnlega tækist, því að ávallt skiptist á lífsleiði og lífsþrá og það svo, að mér fannst að hvergi hitti ég karl eða konu, sem ég þyrði að verða samferða. Þó gat ég varist allri brjálsemi — ein- ungis með því sí og æ að skipta um áhrif og velja úr; hef ég og sjaldan haft glöggvari eftirtekt eða áttað mig fljótar á ólíkum efnum og fyrirbrigðum en þessi 2 utanfararár mín. Munu og fáir hafa tekið eftir vanstilling minni öðruvísi en svo að kenna öfgar mínar þeirri skáldskapargáfu, sem ég var kenndur við. En sann- leikurinn var sá, að þá og lengi siðar vantaði mig alla eirð og festu til alvarlegra andlegra starfa, nema stöku þýðinga og tækifæriskvæða; einungis ein af þýðingum, sem ég samdi þann vetur, bar langt af öðrum, ég meina þýðingu Manfreds eftir Byron. Hún lýsir nokkuð mínum skapbrigðum þá, því að það rit hins geðstóra Bretaskálds var ein- mitt eftir rhínu höfði og heilsu- fari, og aldrei hefur íslensk tunga eins leikið mér á vörum.“ Þórbergur (Bréf til Láru bls. 107) „I vitund minni er ekki mikill munur á hugmynd og ytri reynslu. Ég get lifað upp langa röð af hugsuðum atburðum eins og bjargfastan veruleika. Ég sé sýnir, heyri heyrnir, og þreifa á. Ég finn áhrifin læsast um líkama minn, ýmist þrungin af himnesk- um unaði, ýmist mögnuð helvítis kvölum. Hugmyndaheimurinn er mér jafnvel verulegri en hinn sýnilegi heimur. Sambandið milli líkama og sál- ar er svo leikandi liðugt, ef svo mætti að orði kveða, að hver minnsta hugsun, jafnvel hver smæstu hugsanablæbrigði endur- speglast í taugakerfinu eins og vindur á vatnsfleti. Það er engin nýjung fyrir mig að skipta litum í einu vetfangi, nötra eins og hrísla þetta augnablikið, vera stæltur eins og Golíat hitt. Af ómerkilegri hugmynd eða atviki get ég jafnvel fengið óþolandi magaverk og ómerkilegar hugmyndir eða atvik geta einnig rekið burt úr mér líkamlega kvilla. Líkami minn er undurfínt hljóðfæri, sem englar himinsins eða djöflar undirheima leika á til skiptis. Veðráttan er eitthvert þyngsta bölið sem ég á við að búa. í vondu veðri líður mér oftast mjög illa. Ég er sljór og heilsulaus. i góð- viðrum er ég magnaður lífsfjöri og andríki. En góðviðrisdagarnir eru fáir á þessu vindbarða út- skeri, sem landafræðin kallar „ey- land í Atlantshafi" og framfara- spjátrungarnir „gullkistu heims- ins“. Þetta er það, sem á erlendu máli er kallað sensitiveness, en vér getum kallað næmleika. Næmleiki er andlegur og líkam- legur þroski. Að vera „næmur fyrir“ er að skynja fleiri sveiflur i tilverunni en allur almenningur. Við getum jafnvel sagt, að tak- mark mannkynsins á þessari jörð sé að færa út skynkviarnar, ná meira og meira af tilverunni und- ir skynsvið sitt. Til þess stritum vér með plógi og páli. Til þess vinnum vér að vísindum og list- um. En ef voldugt ímyndunarafl eða sterkar andlegar hreyfingar standa að baki næmleikanum, get- ur þessi dýrmæta gáfa orsakað veikleika, líkamlega bilun eða „hysteri“.“ Halldór (1 túninu heima bls. 206) „En þá mundi vandast mál, ef ég væri beðinn að segja hvað bæk- ur þessar höfðu inni að haida. Ef ég ætti að lýsa einkennum bók- anna án þess að vefjast í smáatrið- um, hygg ég samsetningurinn, sem þessi drengstauli gaf út af sér í föðurgarði frá 7 ára aldri til 12 ára hafi verið prodúkt ofvax- innar tilhneigingar til að tjá sig, og er ýmsum mönnum innborin, þó þeir affermi sig ekki í bókum. Það mun einmitt vera þessi holla tilhneiging eða óholla ástríða, sem fróðum mönnum þykir betur hæfa að nefna á þýsku og heitir á þvísa máli die Lust zum Fabulier- L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.