Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
Frá heimsókn bandaríska
skákáhugafólksins.
Fara íslenzkir
skákunglingar
til Bandarikj-
anna um næstu
áramót?
BANDARÍSKU skákbörnin og
foreldrar þeirra fóru af landi
brott í gær eftir nokkurra daga
dvöl í „skáklandinu mikla“ Is-
landi. Létu þau sérstaklega vel
af dvölinni hér á landi og öll-
um móttökum og sagði Einar
S. Einarsson, forseti Skáksam-
bandsins, í gær, að það hefði
borið á góma að hópur ís-
lenzkra ungmenna færi til
Bandaríkjanna um næstu ára-
mót og tefldi skák við banda-
rísku ungmennin til þess að
endurgjalda heimsóknina. Til-
finnanlega vantar börn á aldr-
inum 6 — 8 ára til að tefla við
bandaríska jafnaldra og vildi
Einar hvetja börn á þessum
aldri til að byrja iðkun skákar
svo þau ættu möguleika á
Ameríkuferð að ári.
Sex ungmenni, 4 íslenzk og 2
Framhald á bls. 18
Samstarf Alþýðuflokks-
ins og Reykjaprents hf
framlengt í sjö mánuði
Alþýðublaðið styrkt af norrænu
jafnaðarmannaflokkum
UNDANFARNA daga hafa farið
fram viðræður miili forystu-
manna Alþýðuflokksins og
Reykjaprents hf„ útgáfufélags
Vfsis, um áframhaldandi sam-
starf aðilanna um útgáfu Alþýðu-
blaðsins. Nýr samningur var
undirritaður í gær um áframhald-
andi samstarf næstu 7 mánuði
eða til júlíloka.
Það var í byrjun janúar 1976 að
samningur var undirritaður milli
Alþýðuflokksins og Reykjaprents
um samstarf við útgáfu Alþýðu,-
blaðsins og gilti hann til tveggja
ára. Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að sam-
starfið þessi tvö ár hefði reynzt
ákaflega gott og það hefði leitt til
sparnaðar við blaðareksturinn.
Hefði því verið áhugi á áfram-
haldandi samstarfi á sama sviði,
þ.e. hvað varðar rekstur, en Al-
þýðuflokkurinn mun áfram bera
ábyrgð á ritstjórnarlegu hliðinni.
Benedikt sagði að miklir fjár-
hagsörðugleikar stöfuðu nú að
blaðaútgáfu í landinu og hefði því
þótt rétt að.láta samninginn ekki
gilda lengur en til sjö mánaða.
Hann sagði að til að standa undir
Björn Bjarnason for-
maður Þjóðhátíðarsjóðs
Fé sjóðsins nemur 300 milljonum króna auk vaxta
SKIPUÐ hefur verið stjórn Þjóð-
hátíóarsjóðs og er Björn Bjarna-
son skrifstofustjóri í forsætis-
ráðuneytinu formaður stjórnar-
innar. Þjóðhátíðarsjóður var
stofnaður af ágóða af sölu þjóðhá-
tíðarmyntarinnar, sem gefin var
út í tilefni 1100 ára afmælis Is-
landsbyggðar árið 1974 en myntin
er sem kunnugt löngu uppseld.
Sjóðurinn, sem stofnaður var af
hagnaði myntsölunnar. ne'mur
300 milljónum króna auk vaxta-
Er hlutverk hans að veita styrki
til stofnana og annarra þeirra,
sem hafa það verkefni að vinna að
varðveizlu og vernd þeirra verð-
mæta lands og menningar, sem
núverandi kynslóð hefur tekið í
arf. Er þetta einn stærsti úthlut-
unarsjóður landsins en sjóð-
stjórnin hefur heimild til þess að
nota vexti hans hverju sinni til
styrkveitinga. Fyrsti fundur
stjórnarinnar verður haldinn í
næstu viku.
Mbl. barst í gær eftirfarandi
fréttatilkynning frá forsætisráðu-
neytinu:
Samkvæmt 6. gr. skipulags-
skrár fyrir Þjóðhátíðarsjóð hafa
þeir aðilar, sem skipa skulu stjórn
sjóðsins valið eftirtalda menn til
setu í henni:
Af Alþingi voru kosnir.
Gísli Jónsson menntaskólakenn-
ari, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráð-
herra, og Gils Guðmundsson
alþingismaður.
Varamenn.
Erna Ragnarsdóttir innanhúss-
Björn Bjarnason
arkitekt, Asgeir Bjarnason, for-
seti sameinaðs Alþingis og Arni
Björnsson þjóðháttafræðingur.
Tilnefndur af ríkisstjórn Islands.
Björn Bjarnason, skrifstofustjóri
í forsætisráðuheytinu.
Varamaður.
Þór Magnússon þjóðminjavörður.
Tilnefndur af Seðlabanka
Islands.
Jóhannes
bankastjóri
Varamaður.
Guðmundur
bankastjóri.
Forsætisráðherra
Björn Bjarnason
stjórnar.
Reykjavík, 3. janúar 1978.
Nordal
fyrirsjáanlegum hallarekstri á
blaðinu þyrfti að grípa til ýmissa
ráða. I fyrsta Iagi yrði efnt til
fjársafnana, eins og gert væri á
hverju ári blaðinu til styrktar og í
öðru lagi væri von á nokkurri
fyrirgreiðslu frá A-pressen á
Norðurlöndum, sem eru útgáfu-
samtök jafnaðarmanna. Óvíst
væri hve mikill sá styrkur yrði í
krónutölu, en hann kæmi í formi
pappírs í Alþýðublaðið.
Benedikt sagði að lokum, að
enginn breyting væri fyrirhuguð
á sjálfu Alþýðublaðinu nema
hvað búizt væri við auknum skrif-
um i blaðinu þegar nálgaðist
kosningar.
Jón tapaði
slysalega
fyrir Danan-
um Pedersen
(jroningen. Hollandi 3. jan.
frá fréttamanni Mbl.
Asgeir Þ. Arnasyni:
JÖNI L. Arnasyni gekk afleitlega
í 12. umferðinni, sem fram fór í
dag. Hann tapaði fyrir Dananum
Erik Pedersen og hefur Jón hlot-
ið 614 vinning og er í 13. sæti.
Baráttan um Evrópumeistaratitil-
inn er geysispennandi, því ekki
eru færri en 5 skákmenn efstir og
jafnir með 8 vinninga fyrir 13. og
síðustu umferðina, sem tefld
verður á fimmtudag.
Jón beitti kóngsbragði. Hann
fórnaði peði og fékk ákjósanleg
sóknarfæri. Síðan fórnaði hann
biskupi en sú fórn stóðst ekki því
Daninn gat gefið manninn síðar
og fékk i staðinn tveimur peðum
meira í hróksendatafli og tapið
varð ekki umflúið þótt Jón reyndi
að verjast og skákin færi í bið.
Þetta var mjög slysalegt hjá Jóni,
hann hafði þægilegt tafl og þurfti
Framhald á bls. 18
Matti Tikkanen, finnski dansarinn sem tekur við af Helga
Tómassyni f Hnotubrjótnum.
Hnotubrjóturinn:
Miklar breytingar á
aðalhlutverkaskipan
SJÖTTA sýningin á Hnotu-
brjótnum verður á þrettándan-
um, nk. föstudagskvöld, og er
það að vissu leyti ný frumsýn-
ing, þar sem miklar breytingar
verða á aðalhlutverkaskipan.
Þá dansar Auður Bjarnadóttir í
fyrsta skipti hlutverk Plómu-
dísarinnar með finnska gestin-
um Matti Tikkanen, sem dans-
ar prinsinn. Hlutverk Snæ-
drottningar og Sækóngs dansa
þá einnig í fyrsta skipti Asdís
Magnúsdóttir og Þórarinn
Baldvinsson.
Ymsar fleiri hlutverkabreyt-
ingar verða, t.d. dansar Helga
Bernhard nú forystuhlutverkið
í Blómavalsinum. Misti McKee
Judy í fyrsta þætti, Ölafía
Bjarnleifsdóttir í Indverska
dansinum og Guðmunda
Jóhannesdóttir í Rússneska
dansinum.
Finnski dansarinn Matti
Tikkanen er nú í fyrsta skipti
gestur Þjóðleikhússins og Is-
lenska dansflokksins og er
hann talinn í hópi fremstu
dansara Noróurlanda og hefur
verið aðaldansari finnsku óper-
unnar, óperunnar í Zuriek,
Deutsche Oper am Rhein og
Houston ballet í Bandaríkjun-
um og þá hefur hann verið gest-
ur víða um heim, segir að iok-
um í frétt Þjóðleikhússins.
Einar Benediktsson, sendiherra:
Portúgalir þurfa að flytja
inn helming matvæla sinna
EINAR Benediktsson, sendiherra
Islands í París, sem jafnframt er
sendiherra tslands í Portúgal, fór
þangað bæði f október og nóvem-
ber vegna viðskiptamála Islend-
inga og Portúgala. Atti hann þar
viðræður við alla þá, sem hlut
eiga að ákvörðunum um innflutn-
ing matvæla og þá sérstaklega
saltfisks — eins og fram kom í
Morgunbiaðinu í gær.
Morgunblaðið spurði Einar í
gær um þessar viðræður hans við
portúgalska ráðamenn. Hann
kvaðst bæði hafa rætt við em-
bættismenn í utanríkisviðskipta-
seðla-
Hjartarson seðla-
hefur skipað
formann sjóðs-
700 metra stólalyfta
í Bláfjöll næsta vetur
BLAFJALLANEFND, sem rekur
fólkvanginn í Bláfjöllum fyrir
hönd þeirra sveitarfélaga, sem
eiga landið, hefur nú gengið frá
kaupum á stórri og fullkominni
stólalyftu, sem á að vera komin
upp fyrir næsta vetur.
ráðuneytinu og innanríkisvið-
skiptaráðuneytinu, svo og við for-
stöðumenn sérstakrar stofnunar,
sem hefur með innflutning, sölu
og dreifingu á saltfiski að gera.
Einnig ræddi Einar við þjóðbank-
ann, ráðherra og forstöðumenn
stofnana, Táðuneytisstjóra og
fleiri og loks ræddi hann við
Mario Soraes forsætisráðherra,
sem fór þá einnig með utanríkis-
mál.
Einar Benediktsson kvað Is-
iendinga hafa lagt áherzlu á þýð-
ingu viðskiptanna við Portúgal
fyrir Island og hafa íslendingar
haldið því fram að saltfiskkaup
séu Portúgölum hagkvæm.
Framhald á bls. 18
„Stækkun möskva fer að
hafa áhrif síðar á þessu ári”
- segir sjávarútvegsráðherra
MORGUNBLAÐIÐ hafdi
samband við Matthías
Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra í gær og spurði
hvort hann væri ánægður
með þann árangur, sem
náðst hefur með frið-
unaraðgerðum vegna
þorskstofnsins á s.l. ári.
Matthías Bjarnason
sagði, að hann væri
ánægður með þann
árangur sem náðst hefði.
„Og það, sem ég tel að
komi okkur mest til góða
í framtíðinni, er möskva-
stækkunin á s.l. vetri.
Árangurinn af þessari
ráðstöfun tel ég að komi
ekki mikið í ljós strax
heldur þegar frá líður og
að við verðum farnir að
verða hans varir í lok
þessa árs eða í byrjun
þess næsta.“
Stefán Kristján íþróttafulltrúi
Reykjavíkurborgar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að nýja
lyftan yrði um það bil 700 metrar
á lengd, en þær lyftur, sem nú
væru í Bláfjöllum, væru um 300
metrar önnur og hin nokkuð yfir
200 metrar á lengd. Nýja lyftan
sem er meó tvöfaldri stólaröð flyt-
ur um 1000 manns á klukkustund,
og þegar hún verður komin upp
nýtist skiðasvæðið fyrir ofan
skála Reykjavíkurborgar miklu
betur.
Stólalyftan sem kemur í Blá-
fjöll er frá Doppelmayer í Austur-
ríki en það fyrirtæki hefur þegar
selt 12 skíðalyftur til Islands og i
undirbúningi er að kaupa fleiri
lyftur frá þessu sáma fyrirtæki.
Yfirnefnd
ræddi loðnu-
verð í gær
YFIRNEFND verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins kom saman til fundar
eftir hádegi í gær til að fjalla um
nýtt loónuverð. Hefur nefndin
setið á fundum nú frá því fyrir
áramót án þess að samkomulag
hafi tekizt.
Að sögn Sveins Finnssonar,
framkvæmdastjóra Verðlagsráðs
sjávarútvegsins, þá kemur yfir-
nefndin, sem fjallar um almennt
fiskverð, saman til fundar í dag.