Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
25
+ Hártíska vetrarins eins og hún er sýnd í New York er vægast sagt nýstárleg.
Það á ekki eingöngu við sjálft hárið heldur líka þá hluti sem stungið er í það til
skrauts, svo sem bandprjóna, kjötbein, tengur og ýmis konar verkfæri.
fclk í
fréttum
I fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur
+ Skáldkonan Barbara Cart-
land, hin ókrýnda drottning
rómantfsku skáldsagnanna, er
oróin 76 ára eii hefur þó á síð-
asta ári sent frá sér 20 bækur.
Bækur hennar eru þýddar á
fjölda tungumála og álitió er að
um 50 milljónir lesi að jafnaði
bækur hennar. Blaðamaður
spurði nýlega skáldkonuna
hver væri orsökin til þessara
geysilegu vinsælda bóka henn-
ar: „Fólk er orðið leitt á bókum
um kynferðismál og ofbeldi,"
segir Barhara Cartland. „Fyrir
tíu árum sögðu útgefendur mér
að rómantfkin væri dauð, það
þýddi ekkert að skrifa,svona
bækur. Ég vissi betur, róman-
tíkin mun alltaf lifa. Ég er
kannski gamaldags í hugsun,
en bæði menn og konur lesa
bækur mfnar og þekkja sjálfa
sig meðal söguhetjanna." Bar-
bara Cartland er ekkja og
amma og ber mikla umhyggju
fyrir barnabörnum sfnum. Hún
skritar 10.000 orð á dag og á
hverjum ntorgni gleypir hún 82
vítamínpillur til að halda heils-
unni í lagi. Hún býr á fallegum
gömlum herragarði í Englandi
sem er umkringdur geysistór-
um garði. Aldurinn ber hún
ótrúlega vel eftir myndinni að
dænia. Reykingar eru bannaðar
á heimili hennar. IIúii auglýsti
nýlega eftir einkabílstjóra og í
auglýsingunni var tekið fram
að hann ma-tti okki reykja. „Ég
sit alltaf frammf hjá bílstjóran-
um í Rolls Royeinum og það má
ekki vera re.vkjarlykt af hon-
um.“ Tvisvar liefur Barbara
Cartland gengið i hjónaband.
Það fyrra stóð rn.jög stutt því
eins og skáldkonan segir sjálf:
„Það var ekki rétti ntaðurinn."
Én bún gifti sig aftur og lil'ði í
hamingjusöntu hjónabandi í 27
ár, eða þar til eiginmaðurinn
dó fyrir 14 árunt.
Islenzk húsgögn
til útflutnings?
„EF VEL tekst til verður innan
tfðar hægt að tala um raunveru-
legan útflutning húsgagna frá Is-
landi“, segir í nýútkomnu frétta-
bréfi Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins. Er þar greint frá því
að Útflutningsmiðstöðin hafi að-
stoðað við leit að umboðsmönnum
erlendis og eiitnig hefur ýmissa
tæknilegra upplýsinga verið aflað
erlendis með útflutning íslenzkra
húsgagna í huga.
I fréttabréfinu segir ennfrem-
ur: „I ræðu og riti hefur um það
verið fjallað hvort hægt sé að
flytja út húsgögp framleidd á Is-
landi. Svar við þessari spurningu
fæst aðeins með raunhæfum til-
raunum. Að undanförnu hefur
Ú.I. aðstoðað við gerð slíkrar til-
raunar, og er þá átt við skrifstofu-
húsgögn Gamla Kompanísins,
Tabella skrifstofuhúsgögnin, sem
Pétur Lútersson arkitekt hannaði
sérstaklega með útflutning i
huga. Hvernig svo sem þessi út-
flutningstilraun tekst til er ljóst
að Tabella-línan er mjög sam-
keppnisfær á innanlandsmark-
aði“.
Tíu fengu
Fálkaorðu
SAMKVÆMT fréttatilkynningu
frá orðuritara hefur forseti ts-
lands á nýársdag sæmt eftirtalda
menn riddarakrossi hinnar fs-
len/.ku fálkaorðu:
Frú Önnu Bjarnadóttur, fv.
kennara, fyrir fræðslu- og félags-
málastörf.
Frú Geirþrúði Asgeirsdóttur,
hjúkrunarkonu, fyrir hjúkrunar-
og líknarstörf.
Ingimar Finnbjörnsson, fv. út-
gerðarmann, Hnífsdal, fyrir sjáv-
arútvegs- og félagsmálastörf.
Ingólf Davíðsson, grasafræðing,
mag. scient., fyrir fræðslu- og rit-
störf á sviði náttúrufræði.
Jón Nordal, skólastjóra Tónlist-
arskólans í Reykjavík, fyrir tón-
listarstörf.
Magnús Runólfsson, fv. skip-
stjóra, fyrir skipstjórn og störf að
félagsmálum.
Frú Sesselju Jónsdóttur, Dals-
mynni, Norðurárdal, Mýrarsýslu,
fyrir aðhlynningu ferðafólks um
langt skeið.
Þorvald Brynjólfsson, kirkju-
smið, Hrafnabjörgum, Hvalfjarð-
arstrandarhreppi, fyrir kirkju-
smíði.
Ævar R. Kvaran, leikara, fyrir
leiklistarstörf.
RÝMINGARSALA
Hefst í dag 20% afsláttur af peysum og skyrtum og 1 0%
afsláttur af öllum öðrum vörum verzlunarinnar i nokkra
daga.
S.Ó. BÚÐIN
Laugalæk, (við hliðina á Verðlistanum).
HEF0PNAÐ
endurskoðunarskrifstofu á Húsavík.
Kappkosta að veita góða þjónustu á sviði
bókhalds og reikningsskila
Guðmundur Friðrik Sigurðsson
löggiltur endurskoðandi
Laugarholti 12, Húsavík.
Sími 96/41305.
Stjórnunarfélag Islands
Þjóðfélagsleg markmið
og afkoma íslendinga
Dagana 12—14 janúar 1978 mun Stjórnunarfélag íslands gangast
fyrir ráðstefnu um ofangreint efni i Munaðarnesi Tilgangur ráðstefn-
unnar er að fjalla um afkomu íslendinga og gera þátttakendum grein
fyrir sambandinu milli lifskjara og þjóðfélagslegra markmiða. ennfram-
ur áhrifa stjórnar efnahagsmála og stjórnunar fyrirtækja á afkomu
þjóðarinnar
Dagskrá:
Fimmtudagur 12. janúar.
Kl 20 30 RiSstefnan sett: RagnarS Halldórsson formaður SFÍ
Kl 20 40 ÞjóSfólagsleg markmið Islendinga:
Dr. Gylfi Þ Gislason prófessor og alþm
Föstudagur 13. janúar.
kl 09 30 Er hagvaxtarmarkmiðið úrelt?:
Jónas H. Haralz bankastjórí
10.00 Afkoma Islendinga og stjómun I rfkiskerfinu:
Björn Friðfinnsson fjármálastjóri, Helgi Bergs bankastjóri og Hörður
Sigurgestsson framkvæmdastjóri
kl 10 45 Fyrirspurnir til ræðumanna
Kl 1 3.30 Afkoma islendinga og stjórnun fyrirtækja:
Ásmundur Stefánsson hagfræðingur. Davíð Sch Thorsteinsson for-
stjóri, Erlendur Einarsson forstjóri, Jón Páll Halldórsson forstjóri,
Magnús Gústafsson forstjóri og Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri
Kl 16 15 Umræðuhópar starfa
Laugardagur 14. janúar.
Kl 10 00 Afkoma íslendinga og stjórn efnahagsmála:
Guðmundur Magnússon prófessor
kl 1 1 00 Framsögumenn umræðuhópa gera grein fyrir umræðum
kl 14 00 Pallborðsumræður með völdum þátttakendum og framsögu-
mönnum
kl 1 5 30 Ráðstefnuslit
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu SFÍ. Skipholti 37. sími
82930