Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1978
s __
Olafur Tómasson
stýrimaður - Minning
Fæddur: 11. júlí 1908
Dáinn: 26. desember 1977
1 dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík jarðarför Ölafs
Tómassonar fulltrúa hjá birgða-
vörslu Pósts og síma. Við kveðjum
mannkostamann, sem ,,— vann
það ei fyrir vinskap manns, að
víkja af götu sannleikans".
Um ætt og óvenjumargþætt
störf Ólafs vísast til ævisögu hans
— Farmaður í friði og stríði —
sem skráð var af Jóhannesi Helga
rithöfundi árið 1976.
Ólafur Tómasson kom til Pósts
og síma á vordögum 1956. Hann
var meðal margra umsækjenda
um auglýsta stöðu við birgðavörsl-
una, sem veitt var starfsmanni er
lengi hafði unnið hjá birgóavörsl-
unni. En Gunnlaugur Briem, póst-
og símamálastjóri, sótti fast eftir,
að'fá Ólaf til stofnunarinnar, m.a.
vegna hinna prýðilegu meðmæla,
sem fylgdu umsókn hans frá fyrri
samstarfs- og yfirmönnum hans,
m.a. Pétri Sigurðssyni sjóliðsfor-
ingja, svo og yfirmönnum á skip-
um Eimskipafélags Islands. Því
var Ólafur ráðinn sem yfir-
umsjónarmaður hjá birgðavörsl-
unni frá 1. maí 1956.
Við Ólafur vorum nánir sam-
starfsmenn um 20 ára skeið. Það
var stofnuninni mikið kapp að fá
hann í þjónustu sína. Hann var
þaulkunnur öllu þvi, sem varðaði
innflutning og meðferð vörusend-
inga erlendis frá. Reglusemi
hans, útsjónarsemi og dugnaður
var óbrigðull. Hann gat gefið
tæmandi upplýsingar um allar
krókaleiðir vörusendinga, mörg-
um árum eftir að afhending vör-
unnar hafði farið fram. Þessi
þáttur í starfi Ólafs var ómetan-
legur og óbrigðull. Hér eru aðeins,
nefnd örfá dæmi um störf Ólafs,
en það er ekki nema litill hluti af
því, sem hvíldi á herðum hans, þó
hér sé ekki tíundað. Hér skal samt
bent á einn þann þátt í fari hans
og störfum, sem hverjum vinnu-
veitanda er ómetanlega mikils
virði og var okkur samstarfs-
mönnum hans góð og þörf fyrir-
mynd, en það var stundvísi hans
og starfsáhugi. Ólafur taldi að
fullt dagsverk ætti að koma á
móti fullum daglaunum, og því
mjög ósamþykkur því að ruglað
væri saman einkastörfum og
skyldustörfum í vinnutímanum.
Mér var það mikil gæfa að njóta
samstarfs við Ólaf. Auk þeirra
fáu dæma, sem nefnd eru hér að
framan, var hann ráðhollur og
greindur samstarfsmaður, sem
ávallt var gott að leita til varðandi
hin ýmsu vandamál, sem annað
slagið skjóta upp kollinum í dags-
ins önn. Þó stundum væri
skoðanamunur um lausn mála, þá
hafði það aldrei neikvæð áhrif á
vinsemd hans í minn garð. Slík
var manngerð hans 011.
Það verður vandfyllt það skarð,
sem nú hefur myndast við fráfall
Ólafs Tómassonar.
Við hjónin söknum góðs vinar.
Eftirlifandi konú hans Benediktu
Þorláksdóttur og fjölskyldunni
allri, sem honum var svo kær,
vottum við hjónin samhryggð
okkar. Þau hafa öll misst svo mik-
ið.
Blessuð sé minning Ólafs
Tómassonar.
Elías Kristjánsson.
Það mun vera venja manna að
láta hugann reika yfir atbprði árs-
ins um hver áramót. Á meðan
klukkurnar hringja út gamla árið
og bjóða það nýja veikomið, seiðir
klukknahljómurinn fram myndir
liðna timans Sumar vill maður
muna, öðrum getur maður ekki
gleymt. Myndir minninganna
renna í gegnum hugann eins og
straumþung elfur. Margar eru
þær óverulegar og líða úr huga
manns án þess að skilja nokkuð
eftir. Aðrar lenda i hringiðu,
snúast þar litla hríð, svo manni
tekst að átta sig á þeim. Stærstu
og skýrustu myndirnar taka niðri
á grynningum og þótt straum-
þunginn leitist við að rífa þær
með sér, tekst það ekki.
Ein frétt barst mér til eyrna nú
um jólin. Hún var sú, að góður
skólafélagi, samstarfsmaður og
vinur hafði látist 26. desember.
Mig setti hljóðan. Þetta kom svo
óvænt. £g hitti hann fyrr i desem-
ber, glaðan og hressan, fullan af
lífsfjöri og áhuga fyrir að leysa
verkefni dagsins. Þetta varð
síðasta sinn sem við hittumst í
þessu lífi. Daginn eftir var ég
+
Móðir okkar
HALLDÓRA KRISTÍN HELGADÓTTIR,
Grænuhlíð 6,
verður jarðsett frá Dómkirkjunm fimmtudaginn 5 janúar kl 1 3 30
Blóm afbeðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á liknarstofn-
anir
Gísli Hafliðason,
Kristinn Hafliðason.
+
Faðir okkar
ANTON M. EYVINDSSON,
fyrrv. brunavörður,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5 janúar kl 3 e h
Blóm vinsamlegast afþökkuð
Fyrir hönd vandamanna,
Ásta Antonsdóttir,
Benedikt Antonsson.
+
Móðjir mín, stjúpmóðir, systir og amma,
GUDRÚN Þ ÞORKELSDÓTTIR.
Stýrimannastíg 3,
andaðist 1 4 desember Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. að ósk
hmnar látnu Þökkum auðsýnda samúð og sérstaklega læknum og
hjúkrunarfólki Öldrunardeildar. Hátúni 10B. fyrir frábæra umönnun
Vandamenn.
+
Eigmmaður mmn.
GUOMUNDUR VALDIMARSSON.
Hraungerði við Suðurlandsveg.
verður jajðsettur frá Fossvogskirk|u fímmtudaginn 5 janúar 1978 kl
13 30 Blóm og kransar vinsamlegast afþokkuð
Sigurlaug Helga Emilsdóttir.
fluttur á sjúkrahús og verö ekki
fær um að fylgja honum síðasta
spölinn eða á annan hátt að taka
virkan þátt í kveðjuathöfninni í
dag, sem ég þó annars hefði mjög
gjarna viljað.
Leiðir okkar Ölafs lágu fyrst
saman haustið 1930 er við sett-
umst í 1. bekk í farmannadeild
Stýrimannaskólans. Vorið 1932
lukum við farmanna- og vélstjóra-
prófi frá skólanum. A þeim árum
kynntist ég vel heimili Ölafs. For-
eldrar hans voru hjónin Ólafía
Bjarnadóttir og Tómas Snorrason
skósmiður, alveg elskulegar
manneskjur, og sama má segja
um börnin, sem enn voru heima.
Ólafur hafði siglt erlendis áður
en hann fór í skólann, en eftir það
hóf hann störf hjá Eimskip og
sigldi hjá því félagi til ársins
1947, er hann fór í land og varð
framkvæmdastjóri Togara-
afgreiðslunnar í Reykjavík. Árið
1956 réðst hann sem fulltrúi til
Pósts og síma og var í því starfi
þar til hann féll í valinn.
Hann kvæntist 9. október 1937
eftirlifandi konu sinni, Benediktu
hjúkrunarkonu, Þorláksdóttur,
ættaðri úr Hafnarfirði. Þau eign-
uðust 2 dætur, sem nú eru báðar
uppkomnar. Ólafur var sæmdur
heiðursverðlaunum Carnegies
árið 1938. 1 stjórn Stýrimannafé-
lags Islands átti hann sæti um
árabil sem ritari. Frá þeim tíma
er við störfuðum saman að félags-
málum Stýrimannafélagsins er
margs að minnast, þvi ekki lá Öli
Tom á liði sínu, en beitti sér af
hug og sál fyrir hagsmunum,
öryggi og velferðarmálum skip-
stjórnarmanna. A þeim árum var
stéttabaráttan hörð og tók oft
langan tíma að komast að sam-
komulagi við stjórnir skipafélag-
anna, en ekki var hugsað um ann-
að en að leysa málin á sem bestan
hátt, um fyrirhöfn og tíma sem í
þetta fór var ekki talað. Starfið
var félagslegt og markið það að
láta hugsjónir rætast.
Nú er stríðinu lokið. Heiðurs-
maður er horfinn úr hópi skólafé-
laga, samstarfsmanna og vina.
Síðasta siglingin er hafin milli
heima. Við berum þá von i brjósti
og trúum því fastlega, að vinur
okkar Ólafur Tómasson hafi nú
sett út réttvísandi stefnu til lands
friðarins, þar sem áður farnir far-
menn veita honum hlýjar viðtök-
ur. Við skólafélagarnir óskum
honum fararheilla og biðjum Guð
að gefa honum góða landtöku.
Konu, dætrum og öllum öðrum
ættingjum sendum við innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd skólafélaganna.
Theodór Gíslason.
Gleði og birta jólanna, með
fagnandi klukknahljómi fyllir
huga okkar, og við heyrum ekki
hinn þunga glym klukkunnar sem
kallar til brottfarar, enda þeim
einum ætlaður sem kallaður er.
Ólafur, vinur minn, Tómasson
fékk boðin annan jóladag. Fyrir-
varalaust var þessum jarðneska
þætti lokið og nýr áfangi hafinn
og kallinu hlýðum við með
auðmýkt.
Útför hans verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Óli Tomm er það nafn, sem
flestir vina hans nota um hann, í
því er fólgin hlýja og vinátta, og
undirstrikuð aðgreining frá
öðrum. Ég sem hef átt því láni að
fagna að mega teljast til vina hans
um aldarfjórðungsskeið vil að
Minning:
Stefán Jóhanns-
son aðalvarðstjóri
Fæddur 23. apríl 1906
Dáinn 20. des. 1977.
Fyrirvaralaust kom kallið.
Aðeins örfáar klukkustundir frá
sjúkdómseinkennum að loka-
stund. Þannig urðu vistaskipti
vinar míns Stefáns. Nákvæmlega
eins og hann hafði löngum óskað
sér.
Stefán var fæddur að Skálum á
Langanesi. Sonur hjónanna
Jöhanns Stefánssonar bónda þar
og konu hans Maríu Friðriks-
dóttur. Sautján urðu þau systkin-
in. Tvö létust á barnsaldri, en
fimmtán komust á legg. Eru nú 6
þeirra látin. Var Stefán næst
elstur systkinanna.
Stefán hlaut í æsku þá barna-
fræðslu, sem til boða stóð. Eftir
fermingu stundaði hann nám í
lýðskólanum að Eiðum í tvo
vetur. Þar var þá skólastjóri séra
Ásmundur Guðmundsson síðar
biskup. Hafði Stefán oft á orði
ágæti þess mæta manns sem upp-
alanda og kennara.
Sem fyrr segir var Stefán næst
elstur systkinanna. Eðlilegt þótti
því að hann færi fljótlega að rétta
heimilinu hjálparhönd. Barn-
ungur hóf hann sjómennsku á í
áraskipum. Var um skeið for-
maður á vélbáti. Síðar sótti hann
sjóinn bæði frá Vestmannaeyjum
og Færeyjum.
Arið 1931 kvæntist Stefán eftir-
lifandi konu sinni, Önnu Maríu
Jónsdóttur frá Borgarfirði eystra,
hinni ágæstustu konu. Eignuðust
þau þrjú börn sem öll hafa stofn-
að sín eigin heimili.
Árið 1933 hóf Stefán störf í
lögregluliði Reykjavíkur. Naut
hann í því starfi verðugs trún-
aðar, sem sjá má af því að árið
1950 var hann skipaður varðstjóri
og aðalvarðstjóri 1963.
Arið 1942 var hann tilnefndur
af hálfu lögreglunnar til að vinna
með starfsmönnum Reykjavíkur-
borgar að hreinsunar- og fegrun-
armálum. Starf það hafði hann
með höndum til ársloka 1976, er
hann fyrir aldurs sakir lét af
störfum. Af þessu tilefni afhenti
borgarstjóri Stefáni skrautritað
kkj'al ög / gullmerki Fegrunar-
ne'fndar in
I stairfi mínu hjá borgarlækni
hófust kynní okkar Stefáns. Varð
ég fljótt áskynja um þá ágætu
eiginleika Stefáns að geta með
lipurð en festu leitt til lykta oft
erfið og vandmeðfarin mál.
Persónulegt lof var Stefáni lítt
að skapi. Hann taldi eðlilegt og
sjálfsagt, aó hver og einn skilaði
sínu starfi svo sem hann hefði vit
og getu til.
Ég þakka Stefáni samfylgdina
um leið og eftirlifandi eiginkonu
og fjölskyldu eru færðar
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur hjónum.
Eiríkur Asgeirsson.
leiðarlokum minnast góðs og
sanns manns.
Hann var fæddur 11. júlí 1908 i
Reykjavík og voru foreldrar hans
Tómas Snorrason, skósmiður, og
kona hans Ólafía Bjarnadóttir.
Vegarnesti gott hlaut hann frá
föður sínum, sem hann lýsti sem
vini, félaga og kennara, er inn-
rætti honum virðingu fyrir vinn-
unni og „að ekkert verk væri svo
lítilmótlegt að ekki mætti gera
það merkilegt með því að leysa
það vel af hendi“.
Þetta stef var sem rauður
þráður í öllu lífi Öla Tomm og
aðgreindi hann frá öðrum, ásamt
þeim frábæru hæfileikum hans til
að umgangast fólk með nærfærni
og láta það finna til eigin mikil-
vægis og laða fram hið góða og
jákvæða í einu og öllu. Hann var
hógvær og af hjarta lítillátur en
mikið var hugsað og brotið til
mergjar, og ávallt var nægur tími
til að fræða og mennta menn og
unglinga i starfi, vekja áhuga á
starfinu og möguleikum mennt-
unarinnar, til þess að verða hæf-
ari þjóðfélagsþegnar og bar iðja
hans rikulegan ávöxt.
Óli Tomm gerðist farmaður á
unga aldri og sigldi um heimsins
höf, fyrst sem léttadrengur, síðan
fullgildur matrós og vann fyrir
menntun sinni. Að loknum skóla
sigldi hann sem stýrimaður á
Fossunum og rataði í mörg ævin-
týri og hættur, sem unun var að
hlýða á, því sögumaður var hann
góður svo sem endurminningar
hans, „Farmaður í friði og stíði",
skráðar af Jóhannesi Helga, bera
glöggt vitni.
Árið 1937 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni Benediktu Þor-
láksdóttur, hjúkrunarkonu, úr
Hafnarfirði, eignuðust þau tvær
dætur, Ólafíu Hrönn, sem gift er
Sigurbirni Valdimarssyni, húsa-
smiðm. og eiga þau 3 börn. Yngri
dóttirin, Gerður, er gift Ásgeiri
M. Jónssyni, flugvirkja og eiga
þau 2 börn. Fjölskyldan er sam-
hent og ættarbönd sterk, og má
með réttu segja að fjölskyldan
hafi verið honum allt hans líf og
yndi. Systrum sínum reyndist
hann góður bróðir og umhyggju-
samur, og er missir þeirra því
stór. Mágkonu sinni og svila
nýlátnum var hann hjálparhella
og vinur í raun svo mikill, að seint
er fullþakkað, en dýrmætt að
minnast svo einlægrar vináttu og
elsku.
Eftir að hann kom í land, veitti
hann forstöðu Togaraafgreiðsl-
unni í Reykjavík, en gerðist síðar
fulltrúi hjá Pósti og síma, og var
birgðavarslan hans vettvangur.
Verkstjórn og umgengni við
margbreytilega einstaklinga var
hans sérgrein og nutu skipulags-
hæfileikar og lífsreynsla hans sín
með miklum ágætum. Áhugamál
átti hann mörg og á yngri árum
sínum hafði hann mikil afskipti
af félagsmálum stéttar sinnar.
Aðaláhugamál hans var lífsgátan,
maðurinn, náttúrulögmálið og al-
heimurinn og bar hann einlæga
virðingu fyrir hinni minnstu ögn
sköpunarverksins og opnaði augu
annarra fyrir fegurð þess og til-
breytileika.
Það er mikil gæfa að fá að vera
samferða slíkum manni sem gef-
ur jafn mikið af sjálfum sér og
hann gerði af gnótt sinni.
Á heimili Óla og Bennu var
alltaf jafn gaman að koma, þau
höfðu alveg einstakt lag á að láta
gestinum finnast hann vera sér-
staklega velkominn á þeirra fal-
lega og gestrisna heimili. Margar
á ég minningar slíkar og munu
þær mér lengi ylja.
Fjölskylda mín vottar Bennu,
dætrum, tengdasonum, afabörn-
unum og öðrum aðstandendum
innilega samúð og biður að minn-
ig um góðan dreng létti þeim
söknuðinn, en Óla biðjum við
sællar farar og góðrar heimkomu.
Hreinn BergsveinsSon.
Ég mun ávallt minnast hans,
þegar ég heyri góðs manns getið.
Þegar við, starfsfólk birgðavörslu
Pósts og síma, kveðjum Ólaf
Tómasson hinstu kveðju, er
okkur efst í huga þakklæti fyrir
einstaklega gott samstarf við
góðan dreng, sem ávallt stóð með
þeim, sem minna máttu sín.
Okkur reyndist hann alltaf leita
eftir því sanna og rétta í hverju
máli og framfylgja því, án tillits
til þess, hvort hann sjálfur hafði
óþægindi af því eða ekki.
Ólafur var okkur fyrirmynd um