Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIXUDAGUR 4. JANUAR 1978 SAGA HM íKNATTSPYRNU tee EI6A SKÍL'ifc A£) FÁ AD HALOA FVR5TU lcePPWÍNA FVl2.ii?. UÍTT FEAM' LA2r. í MÁLI OG ÚRSLITAKEPPNI Heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu fer fram f Argentínu f júnímánuði á þessu nýbyrjaða ári. Þessi mikla keppni er sá fþróttaviðburð- ur, sem talið er að flestir muni fylgjast með. Auk þeirra, sem verða á keppnisstöðunum, er reiknað með að meira en tvær milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgist með keppninni f 125 löndum. Hér á fþróttaslðu Morgunblaðs- lega að fylla upp f tölu þátttak- ins hefst f dag myndasaga, þar enda. sem rakin er saga HM f knatt- Nú hafa viðhorfin breytzt og spyrnu. Fyrst var keppt f Uru- knattspyrnuþjóðir vildu miklu guay árið 1930 og þá gekk erfið- • fórna til að fá að vera með f MYNDUM þessari eðlu keppni. Myndasagan mun birtast á fþróttasfðunni daglega fram á sumar, en alls birtist hún 172 sinnum. Til glöggvunar skulum við rifja upp hvaða 16 lið það eru, sem hafa tryggt sér þátttökurétt f úr- slitum HM f sumar. Auk heims- meistara V-Þýzkalands og gest- gjafanna frá Argcntfnu eru það lið Hollands, Frakklands, Spánar, Italfu, Ungverjalands, Austurrfk- is, Póllands, Skotlands, Svfþjóðar, Brasilfu, Perú, Mexfkó, trans og Túnis. 20 ár eru nú liðin sfðan Island tók fyrst þátt f keppninni og eins og reyndar má eðlilegt telja, hef- ur landinn yfirleitt mætt ofjörl- um sfnum f leikjum keppninnar. t sumar vannst þó langþráður sig- ur f keppninni er Norður-lrar voru að velli lagðir á Laugardals- vellinum. Var það fyrsti HM- sigur tslendinga f knattspyrnu. GETSPEKIIMGAR Á STÚFANA AÐ NÝJU NU ER SU stund runnin upp á ný, að allir helstu opinberu tipparar Islands og Bretlands tendra Ijós sfn f Getraunaþætti Mbl. Er ekki að efa, að fjöldi manns hefur saknað þáttarins um hátfðarnar, en það reyndist erfiðleikum bundið að halda honum gangandi þvf að allt fram f sfðustu viku lágu getraunir niðri hérlendis. Hlé þetta hefur þó ekki til einskis verið, þvf að höfuðsérfræðingar Mbl. hafa legið næstum sleitulaust f bleyti og mega þvf lesendur vænta ótrúlegra framfara á næstunni. Að þessu sinni, er þriðja um- ferð bikarkeppninnar á dagskrá og má þvi frekar en oft áður vænta óvenjulegra úrslita. Burnley- Fulham x Þó að Burnley reki lestina í 2. deild, þá er heimavöllur jú alltaf heimavöllur og teljum við trúlegt í meira lagi, að Burnley nái jafn- tefli, en að okkar mati sigra þeir ekki. Cardiff-Ipswich 1 Hér munu margir fordæma tipp okkar, en við teljum það þó í samræmi við frammistöðu félag- anna I vetur. Ipswich hefur enn ekki unnið útileik, en Cardiff er hins vegar sterkt lið á heimavelli. Heimasigur. Sunderland-Bristol Rovers 1 Rovers hafa sótt mjög í sig veðr- ið undanfarnar vikur, en framan af vetri var liðið ákaflega slakt. Sunderland eru hins vegar nokk- uð traust heimalið og treystum við á þá. Chelsea-Liverpool x Oft höfum við talað um jafn- teflisfnykinn, sem oft leggur af ýmsum leikjum. Hér er daunn þessi sterkur mjög og verður ekki fram hjá honum horft eða þefað. Jafntefli. Everton-Aston Villa 1 Everton virðist nú vera að ná sér á strik á ný og verður þá ekki að sökum að spyrja. Heimasigur. Hull C-Leicester 1 Ekki verður um lið þessi sagt, að þau séu imynd velgengninnar á þessu keppnistimabili, en af tveimur illum teljum við Hull lík- legra til að koma knettinum i net- ið og þvi tippum við á þá. Heima- sigur. Leeds-Manchester City 1 Keppni þessi er líklega siðasti möguleiki fyrir Leeds til þess að hreppa eitthvert góðgæti á þess- um vetri og þar sem liðið er gott er þvi tekst vel upp, teljum við það sigurstranglegra. WBA-Blackpool 1 Blackpool leikur í annarri deild og framan af vetri var liðið meðal þeirra efstu í deildinni, en siðan hefur þeim hrakað. WBA hefur átt misjöfnu gengi að fagna und- anfarið, en við höllumst engu að siður að heimasigri. Middlesbrough-Coventry 2 Boro eru geysilega Iélegir um þessar mundir og á þeim forsend- um höfum við mesta trú á útisigri. Orient-N'orwich x Orient eru til alls líklegir og er lið þeirra síður en svo slakt. Við teljum, að Norwich komist áfram, en ekki fyrr en eftir aukaleik. Sheffield Utd.-Arsenal x Það liggur við, að ummælin um leikinn hér rétt fyrir ofan hafi verið samin um þennan leik en ekki hann. Jafntefli. Tottenham-Bolton 1 Bolton hefur ekki svo mikið sem krækt i eitt stig i viðureign- um sinum i Lundúnum i vetur og eru þeir leikir þó orðnir fimm að tölu. Nú mæta Bolton sterkasta Lundúnaliðinu i sinni deild og teljum við þvi, að gæfan muni ekki brosa ýkja mikið við þeim. Heimasigur. —gg. .3 *© íð 2 c 3 Ö£ ím o S 3 S SB s 3 •O < 2 *o * S bC «0 Q 2 a u > C »o G« Tlminn Útvarpió Vísir c c > ■o *© A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Burnley — Fulham X X i 1 1 X X X X X X 3 8 Cardiff — Ipswich 1 2 2 X X 2 2 2 2 2 2 1 2 8 Sunderland — Brislol Ro\. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 Chelsea — Liverpool X 2 X X X X 2 X X 2 2 7 4 Everton — Aslon Villa 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 10 1 Hull C. — Leicester 1 1 X 1 1 2 1 X X X X 5 5 1 Leeds — Man. Clly 1 1 2 X X 1 X 1 1 1 1 7 3 1 WBA — Blackpool 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 11 Middlesbrough — Covenlry 2 2 X 1 1 1 1 X X X X 4 5 2 Orient — Norwich X 2 X 2 2 X X X 2 2 2 5 6 Sheffield Uld — Arsenal X 2 2 X 2 1 2 2 2 2 2 1 2 8 Tottenham — Bolton 1 X 1 1 1 1 1 X X 1 1 8 3 Erlendur til æfinga á Spáni Erlendur Valdimarsson, Is- landsmeistari í kringlukasti og sleggjukasti, heldur um miðjan mánuðinn til Spánar þar sem hann mun dveljast í 3 vikur við æfingar. Mun Erlendur dvelja í æfingamiðstöð finnskra íþrótta- manna er nefnist Los Pacos, en að jafnaði dvelja þar margir frægir íþróttamenn við æfingar. Erlend- ur hefur áður dvalið í þessum æfingabúðum og í spjalli við Mbl. sagði hann að þarna væri aðstaða mjög góð. Borða Islendingar kirsuber með þeim stóm í Danmörku? RUMENAR hafa náð beztum árangri alla þjóða i Heimsmeistarakeppninni i handknattleik og unnið þessa miklu keppni handknattleiksmanna fjórum sinnum. Sviar hafa náð næst beztum árangri, en þeir unnu HM 1954 og 1958, en hafa að auki náð silfri og bronzi einu sinni. Tékkar og V Þjóðverjar hafa unnið keppnina einu sinni hvor þjóð. í grein i norska Dagblaðinu er fjallað um möguleika fulltrúa Norðurland- anna og kostnað, sem Danir hafa lagt i vegna keppninnaf. Fer hér á eftir úrdráttur úr grein þessari: ..Tekst Dönum, íslendingum og Sví- um, hinum þremur norrænu fulltrúum, að komast upp á milli þjóða frá A- Evrópu í HM í handknattleik í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta? Svarið er já — en þó ekki án fyrirvara. Bæði Dönum og Svíum ætti að takast að komast í hóp þeirra beztu og ,,að borða kirsuber'' með þeim stóru Islendingar þurfa að berjast ef þeir ætla sér að komast i hóp þeirra 1 0 beztu Svíar eru í riðli með Búlgörum, Jap- önum og Pólverjum og eftir úrslitum fyrri leikja ættu Svíar að vinna bæði Búlgara og Japani örugglega Sviar hafa leikið tvo leiki við Búlgari og unnið báða, 21:19 í HM 1974 og 25:15 í Austurríki 1977 Svíar hafa unntð Japani 4 sinnum, en einu sinni tapað fyrir þeim Svíar hafa unnið Pólverja 6 sinnum, hafa tapað 8 sinn- um, en þrtvegis gert jafntefli Danir og íslendingar eru í sama riðli, ásamt Sovétmönnum og Spánverjum Danmörk og Sovétríkin eru augljósir kandidatar með að komast áfram, en ísland gæti þó komið á óvart Það hafa verið miklar sveiflur í leik islenzka liðsins, það hefur gert jafntefli við eitt sigurstranglegasta liðið i keppninni, Ungverja, siðan hefur liðið jafnvel tap>- að á heimavelli fyrir Noregi Danir hafa veitt 55 milljónum króna i undirbúning liðs sins i Heimsmeist- arakeppninni og i byrjun desember unnu þeir rúmensku heimsmeistarana 20 19 og gerðu síðan jafntefli 17:17. Hafa Danir kostað miklu meira til und- irbúnings liðs síns en t d Svíar og áður en keppnin hefst 26. janúar verða þeir með 22 undirbúningslandsleiki á keppnistímabilinu að baki Með öðrum orðum má segja að leikmenn þeirra hafi i hálft ár verið atvinnumenn i íþróttinni En allt útlit er fyrir að Danir fái bróðurpartinn af þessu fé aftur til baka Aður en sala aðgöngumiða á leikina i ,HM raunverulega hófst var búið að tryggja fjárhagslega afkomu keppninn- ar með pöntunum á miðum Nú er um helmingur af þeim 100 þúsund mið- um, sem átti að selja, þegar seldur Uppselt er á úrslitaleikina og leik Dana á móti Sovétmönnum Sex beztu þjóðirnar á HM í Dan- mörku komast sjálfkrafa á Ólympiuleik- ana í Moskvu 1 980 — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.