Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4, JANUAR 1978
31
Upp um 24 sæti á
aöeins einu ári
ÁRIÐ 1977 var merkilegt fyrir margra hluta sakir fyrir enska knatt-
spyrnuunnendur. Árangur enskra liða varð betri en oft áður og skal
þar fyrst nefna sigur Liverpool f Evrðpukeppninni. Þrátt fyrir sinn
bezta leik f langan tfma og 2:0 sigur gegn Itölum á Wembley tðkst
enska lardsliðinu ekki að komast í úrslit HM, en ensk knattspyrna
fékk eigi að sfður uppreisn á árinu — það fer ekki á milli mála.
Englendingar hafa fulla ástæðu
til að vera bjartsýnir á þessu
nýbyrjaða ári. Ron Greenwood
hafði betur í baráttunni við Brian
Clough um hvor þeirra yrði lands-
liðseinvaldur. Var það líka i raun-
inni í eina skiptið, sem Clough
þurfti að bita í súra eplið á árinu.
1. janúar 1977 var Nottingham
Forest í 4. sæti i 2. deild á eftir
Chelsea, Bolton og Ulfunum. 2.
janúar 1978 eða einu ári siðar var
Nottingham Forest með fjögurra
stiga forystu í ensku 1. deildinni.
Ótrúlegur árangur hjá Clough,
sem án vafa tryggir honum titil-
inn „framkvæmdastjóri ársins“ i
Englandi pegar það dæmi verður
gert upp.
Til gamans birtum við hér töflu
sem sýnir hvernig staðan hefur
breytzt i toppi 1. deildar i Eng-
landi á einu ári.
1. janúar 1977 voru eftirtalin lið
efstá 1. deildinni:
Liverpool 23 leikir, 32 stig
Ipswich 19 leikir, 28 stig
Manchester City 21 leikur, 28 stig
Aston Villa 21 leikur, 28 stig
Newcastle 19 leikir, 24 stig
Arsenal var i 7. sæti með 23 stig
og Everton var í 15. sæti með 18
stig,
Ellefu réttir
gáfu 630 þús.
(JRSLIT leikjanna á 18. getrauna-
seðlinum hinn 2. janúar komu svo
mörg hver á óvart, að einungis
þrír seðlar fundust með 10 og 11
réttum leikjum. Með 11 rétta var
Reykvíkingur, sem krækti sér í
kr. 628.500.— og aðrir 2 seðlar
fundust með 10 réttum og koma
kr. 134.700.— á hvorn seðil.
Þátttakan minnkaði nokkuð frá
síðustu viku fyrir jól eða um 20%
og var það minna en gert var ráð
fyrir vegna hátíðanna. Næsti get-
raunaseðill verður með leikjunt
úr 3. umf. ensku bikarkeppninn-
ar hinn 7. janúar.
Eftir leikina á miðvikudags-
kvöldið er staða liðanna þessi:
Nottingham Forest 24 leikir, 37
stig
Everton 24 leikir, 32 stig
Liverpool 24 leikir, 32 stig
Arsenal 24 leikir, 31 stig
Manchester City 24 leikir, 30 stig
Af toppliðunum frá því fyrir ári
síðan er ástandið verst hjá New-
castle, en liðið er nú næstneðst í
1. deildinni með 14 stig eftir 23
leiki. Aston Villa er í 11. sæti með
24 stig og Ipswich er einu sæti
aftar með einu stigi minna.
Það sem mest kemur á óvart og
mehn hafa enn ekki skilið er að
Nottingham Forest er efst í deild-
inni og hefur verið nær óslitið í
allan vetur. Brian Clough hefur
keypt marga leikmenn og má
nefna Kenny Burns frá Birming-
ham, Peter Shilton frá Stoke,
Archie Gemmill frá Derby og
David Néedham frá QPR.
i gærkvöldi var Grian Clough
útnefndur sem framkvæmda-
stjóri enska unglingaiandsliðsins
í knattspyrnu. Þetta verður að-
eins hlutastarf hjá Clough, en
með honum sem framkvæmda-
stjóri verður Ken Burton, sem i
mörg ár hefur starfað mikið að
unglingamálum innan enska
knattspyrnusambandsins. Peter
Taylor verður þjálfari þessa liðs,
en i hann er aðstoðarmaður
Cloyghs hjá Forest. Er þessi til-
skipun Cloughs nokkur sárabót
fyrir hann eftir að hann fékk ekki
sæti landsliðseinvalds i Englandi.
Dave Sexton hjá Manchester
United verður framkvæmdastjóri
enska landsliðsins 21 árs og yngri.
Sexton var einnig talinn til greina
sem einvaldur og sömuleiðis
Bob
Miklar kröfur
á Lilleström
ÞÖ ATVINNUMENN'SKA sé ekki viðurkennd f Noregi og sé alls ekki
viðhöfð nema f undantekningatilfellum, þá er það eigi að sfður
staðreynd að svartamarkaðsbrask með leikmenn er viðurkennt og
stórar upphæðir greiddar undir horðið. Það er aðeins Lilleström, sem
vann bæði deild og bikar f N'oregi f fyrra, sem viðurkennir að þar sé
rekin hálfatvinnumennska.
Hefur Lilleström sankað að sér
leikmönnum fráöðrum félögumog
þá gjarnan greítt viðkomandi
félögum talsverðar upphæðir fyr-
ir leikmanninn. Hefur félagið iðu-
lega mátt greiða um eina til tvær
milljónir islenzkra króna fyrir
góðan leikmann, en slíkt þykir
ekki lengur mikið i Noregi.
I haust missti Lilleström fjóra
af .sterkustu leikmönnunt sínum
Unglingamet
á Akureyri
A JÖLAMOTI Lyftingaráðs Akur-
eyrar setti hinn bráðefnilegi
Haraldur Ólafsson unglinganiet í
jafnhöttun f jaðurvigtar. Lyfti
hann 98 kílóum, en í snöruninni
fór hann upp með 72,5 kiló,
samanlagt 162,5 kíló. Mörg ágæt
afrek voru unnin á ntótinu enda
akureyrskir lyftingamenn í mikl-
um sóknarhug.
til annarra félaga og fékk greitt
fyrir þá talsverðar bætur. I stað
þessara leikmanna hafði Lille-
ström fengið 5 sterka leikmenn til
liðs við sig í stað hinna. Nú sætta
gömlu félögin sig ekki lengur við
neina sntáaura og þau hafa sant-
eiginlega sett fram kröfur sínar.
Krefja þau Lilleström þar urn 12
milljónir króna, verði það fé ekki
greitt refjalaust fái leikntennirnir
ekki að leika mað Lilleström fyrr
en I lok keppmstimabilsins i ár.
Mikil blaðaskrif hafa prðið um
þessi mál í Noregi að undanförnu
og finnst mönnutn, sent Lille-
ströni reiði bogann helzt til of
hátt. I rauninni hefur Lilleströni
þó ekki gert annað en það sem
hefur viðgengizt i Noregi undan-
farin ár, en félögin verið saniniáia
unt að ekki kænti upp á yfirborð-
ið. Lilleström hefur hins vegar
ekki verið að fela neitt af þvi sent
félagið hefur gert í þessum mál-
um og þar að auki fer velgengni
liðsins undanfarin ár mjög i taug-
ar forystumanna annarra félaga.
/
JAMES T. Mclnlyre jr. býður mönnum að svara fyrirspurnum þ-'irra, eftir að Carter forseti tilkynnti f
Ilvfta húsinu á þriðjudag að hann myndi skipa Mclntyre jr. f:<frmála- og hagsýslustjóra Bandarfkj-
anna f stað Bert Lance sem sagði af sér þvf embætti f haust vegn- óreiðu á fjármálum sfnum.
Lög um að ökumerm bif-
hjóla noti hhfðarhjáhna
Indira
rekin
N'<ju Delhi. 3. janúar. Reuler.
IN'DIRA Gandhi fyrrverandi for-
sætisráðherra var f dag rekin úr
Kongresflokknum sem beið ósig-
ur undir forystu hennar f þing-
kosningunum f marz f fyrra.
Framkvæmdastjórn flokksins
rak einnig úr flokknum stuðn-
ingsmenn frú Gandhi sem lýstu
þvi yfir i gær á landsfundi andófs-
manna i flokknum að þeir litu á
hana enn sem forseta flokksins.
Frú Gandhi sagði að brottrekst-
ur hennar væri markleysa og
spáði þvá að i ljós kæmi á næstu
döguni hvort hún eða andstæðing-
ar hennar væru hinir raunveru-
legu fulltrúar flokksins.
tiolda
hressist
Tel Aviv 3. jan. AP.
GOLDA Meir fyrrverandi forsæt-
isráðherra tsraels var við betri
líðan í dag en undanfarna þrjá
daga að því er taismaöur sjúkra-
hússins sagði í kvöid. S:gt var að
Golda Meir fengi ef til vill að fara
af sjúkrahúsinu í vikulokin ef
ekkert sérstakt kæmi upp á.
Golda Meir var lögð inn á
sjúkrahús á laugardag og gekkst
þar undir læknisrannsókn á
sunnudag.
Golda Meir er tæplega áttræð
að aldri.
UM áramótin gengu í gildi lög um
notkun hllfSarhjálma á bifhjólum, en
þau voru samþykkt á Alþingi s.l. vor.
Kveða lögin á um að ökumenn léttra
bifhjóla og farþegar bifhjóla sem eru
12 ára og eldri skuli nota hlifðar-
hjálma við akstur.
í frétt frá umferðarráði segir að i
rannsókn norsks yfirlæknis, dr Olafs
Bö, hafi komið fram að hlifðarhjálmar
Biðskák hjá
Margeir en
Stefán vann
STEFAN Briem sigraði Norð-
manninn Jensen á Rilton cup í
Stokkhólmi í gær en Margeir Pét-
ursson á jafnteflislega biðskák
gegn Svíanum Sjöberg. Margeir
hefur nú 5 vinninga og biðskák
eftir 8 umferðir en Stefán hefur 5
vinninga.
í gærmorgun tefldu þeir báðir
biðskákir úr 7 umferð og vann þá
Margeir Svíann Hartman en
Stefán tapaði slysalega fyrir Þjóð-
verjanum Kummle. Lék hann af
sér heilum hrók í betri stöðu.
Efstur á mótinu er Svíinn
Karlsson með 6V4 vinning. Síðasta
umferðin verður tefld í dag.
Pétur Sigurðsson,
forseti ASV:
Vonandi
samkomulag
án átaka
„ÞAÐ má segja að heldur skárra
hljóð sé í mér, en það er þó ekki
nógu gott,“ sagði Pétur Sigurðs-
son, forseti Alþýðusambands
Vestfjarða í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Pétur kvað vinnu-
veitendur gera sig illa, þeir teldu
engan rekstursgrundvöll fyrir
hendi hjá atvinnuvegunum og
þar af leiðandi ekkert svigrúm til
hækkana.
Pétur Sigurðsson kvað deiluað-
ila hljóta að ná saman, vonandi án
átaka. Samningafundur var hald-
inn í gær, hófst klukkan 14 og
lauk klukkan 19.30. Nýr fundur
hefur verið boðaður árdegis í dag
klukkan 10.
drógu úr meiðslum hjá 80% þeirra
sem notuðu hjálma og björguðu
mannslifi í 1 5% tilvika. Notkun hjálma
þessara hefur verið lögboðin á Norður-
löndunum og i mörgum Evrópu-
löndum segir emnig i frétt Umferðar
ráðs Hér á landi hafa ekki verið settar
reglur um viðurkenningu hjálma, en
Umferðarráð vill mæla með notkun
hjálma er fengið hafa viðurkenningu
„Dansk, Finsk eða Svensk Standard''
eða hjálma með viðurkenningu Efna-
hagsbandalagsins (Sjá mynd) Jafn-
framt vill ráðið benda á að keyptir séu
hjálmar i áberandi litum og æskilegt er
að hlifðargleraugu séu einnig notuð
— Fallið frá
Framhald af bls. 1
viðtækari stuðningi Arabaríkj-
anna við friðarsamninga.
Egypzkir ráðamenn sögðu í
kvöld, að fundur Sadats og Cart-
ers á morgun kynni að skipta
sköpum utn framhald sáttaumleit-
ana að sinni.
Carter Bandaríkjaforseti hittir
Helmut Schmidt kanslara Vestur-
Þýzkalands að máli meðan hann
stendur við í Egyptalandi, en það-
an heldur forsetinn til Frakk-
lands þar sem hann verður í tvo
daga. í Frakklandi, þar sem kosn-
ingabarátta er nú að hefjast fyrir
alvöru, hefur heimsókn Carters
valdið meiriháttar öngþveiti
vegna kröfu Chiraes, borgarstjóra
í Paris og leiðtoga gaullista, um
að hinn bandariski þjóðarleiðtogi
heimsæki ráðhús borgarinnar, en
slík heimsókn er ekki á dagskrá.
Hefur Chirac látið að því liggja að
hann muni ekki verða meðal
þeirra, sem fagna forsetanum,
nema hann komi í ráðhúsið, ein$
og hingað til Hafi verið regla þeg-
ar bandarískir forsetar hafi gist
Parísarborg. Eru siðámeistarar
frönsku stjórnarinnar og hinnar
bandarísku nú önnum kafnir við
að finna lausn á þessu viðkvæma
máli.
Bandariskir og indverskir em-
bættismenn hafa í dag keppzt við
að lýsa því yfir að ummæli, sem
Carter lét falla í gær um
ósveigjanleika Desais forsætisráð-
herra Indlands varðandi alþjóð-
legt eftirlit með úraníumvörzlu,
hafi engan veginn orðið til þess að
spilla samskiptum ríkjanna. I dag
var birt saméiginleg yfirlýsing,
sem Carter og Desai undirrituðu í
gær, þar sem heitið er samvinnu
ríkjanna um að þær birgðir kjarn-
orkuvopna, svo og annars vopna-
búnaðar í heiminum, vérði
minnkaðar.