Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978 29 T3 ^ /-s VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI MJJtfmfa-'UM'U LI sem hér á jörð hefir búið, sjálf í sér neistann, sem þarf til að þekkja framhald lifsins? Er það ekki maðurinn Kristur? Blessun- arlega laus við alla guðfræði, sem hiálpar öðrum mönnum til þess að glæða neistann. Ekki fyrir orð heldur með þeim lífskrafti sem streymir orðlaust um allar lifver- ur og tengir þær saman. Þar tala verkin. En ekki völundarhúsa- nöldur trúarkerfa og heimspeki- kerfa. Ekki einu sini kirkjukerf- in, sem oft eru fleiri en eitt innan hverra trúarbragða, mæla sann- leikann. Likingin um blóð Krists — bikar lifsins, er tekin beint úr dagiega lífinu og er náin sam- bandinu við manninn Krist i mannlegri veröld, meðan hins vegar guðfræðingar yfirleitt stinga öðru eða þriðja hverja höfði sinu I skafla foksandanna. A þeim himnaslóðum, sem kristin trúarbrögð óneitanlega eru að kjarna til, er þannig oft villt um fyrir mannkyni jarðar. Er það ekki sneypa að þurfa að leita til annarra trúarbragða? Og þó gerir maður það oft heilshug- ar. Goðsögn er til, sem er tákn hins eilifa í mannssálinni. Orfeus- ar-harpan lék undir söng höfuðs eiganda síns niður dauðafljótið. Stafa ekki öll vandkvæði ver- aldarinnar af þvi sem börn henn- ar hafa verið alin upp á setning- unni: Þú ert sama sem ekkert (?) Kristur fór öðruvísi að. Hann jók þekkingu sina, þroskaði hæfileik- ana, hinn undursamlega kraft. Loks var hann þess umkominn að segja: Fylg þú mér. Og er fólkið snart klæðafald hans þá gerðust slik undur að því var ekki hægt að gleyma. Þá fékkst undirstrikun allrar hans kenningar. Sjálfs- traustið var vakið hjá hverjum, sem reyndi. Hinir áköfu vitnis- burðir Páls postula sem mörgum gengur erfiðlega að trúa að óreyndu uxu af sams konar reynslu. Vilji og athafnir Páls eru beztu sannanirnar gegn mörgum tegundum nútimaguðfræða af misskilnings rót. Sigurður Draumland." Þessir hringdu . . . 0 Verra fyrir svart-hvítt? Sjónvarpsnotandi, sem kveðst ekki enn vera búinn að fá sér litsjónvarpstæki, hafði sam- band við Velvakanda og kvaðst halda fram að með aukinni þjón- ustu við eigendur litsjónvarps- tækja eða litvæðingu, eins og far- ið er að kalla það, fari versnandi gæði þeirra, sem aðeins eiga svart-hvít tæki. — Ég hef nú ekki horft á sjón- varp i nokkurn tíma, en ég held að með betri þjónustu við eigend- ur litsjónvarpstækja fari gæði okkar hinna, sem ennþá eigum aðeins svart-hvit tæki, hriðversn- andi. Tók ég aðallega eftir þessu nú eftir nýárið er verið var að sýna veðurkortin, en erfitt var að greina milli lands og sjávar á þeim. Hugsanlegt er að kenna megi um illa stilltu tæki, en ég vil þó ekki viðurkenna það strax a.m.k., því ég hef heyrt aðra eig- endur svart-hvítra tækja kvarta undan þessu sama. Það er alveg rökrétt að litvæða alit, sem hægt er að litvæða eins og allír segja núna, en mér finnst það alls ekki mega vera á kostnað hins. Ég veit að þeir, sem hafa litatæki, greiða eitthvað hærra af- notagjald svo það er sjálfsagt að þeir geti séð að sjórinn sé blár á veðurkortunum, en hitt sem ég nefndi er mikill galli. Þetta verð- ur til þess að menn hefja ótima- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi stað upp í skák þeirra Ivanovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Averkins: 23. Hf6!! (Svartur gæti svarað bæði 23. Bxg7? og 23. Re5 með 23. f5) g6 24. Re5! — Dbl 25. Hxb2! — Dxb2 26. Hxf7! — Dc2 27. Dxe6 — De4+ 28. Kh3 og svartur gafst upp. Þessi skák er mjög gott dæmi um það hversu áhrifamikið línurof getur verið. bær kaup á litatækjum, menn sem hafa alls ekki efni á því, enda er náttúrlega ýtt mjög undir það á öllum vigstöðvum; með gylliboð- um um góð greiðslukjör, í boðum er ekki talað um annað en hvað það sé gaman að sjá alla gömlu kunningjana i lit og að maður tali nú ekki um hjúin og húsbænd- urna og það allt saman. Annars er bezt að fara að hætta þessu mikla nöldri, annars tekur enginn mark á þessu (og gerir það e.t.v. enginn hvort eð er) en að lokum vil ég segja að það er ekki á færi állra að fá sér lit- sjónvarp strax og gæta þarf því þess að þjónustan við okkur fá- tæklingana minnki ekki stórkost- lega. HOGNI HREKKVISI Ætlar pabbi þinn að vera hér fram yfir þrettánd- ann? SIG&A V/öGA * AiLVtRAW Valgaröur Haralds- son frœðslustjóri Akureyri — Kveðja F. 23. september 1924. D. 25. desember 1977. Valgarður Haraldsson er horf- inn af sjónarsviðinu og fækkar þá enn í hópnum sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vor- ið 1945. Valgarður var borinn og barn- fæddur Eyfirðingur og ól lengst af aldur sinn á Akureyri. Vegir okkar Valgarðs munu snemma hafa legið saman, enda samborgarar á Akureyri frá ung- um aldri. Hann sleit barnsskón- um á ytri-Brekkunni, en ég fyllti flokk „Eyrarpúkanna", eins og við strákarnir á Oddeyrinni vor- um kallaðir. Fylkingum þessara drengja sló stundum saman í harða brýnu á Klöppunum norður af Brekkugöt- unni. Við Valgarður munum þó aldrei hafa barist í návigi, enda báðir friðsemdarmenn og því sennilega ekki í fremstu víglínu. Raunveruleg kynni okkar hefj- ast fyrst við nám í M.A. enda bekkjarbræður lengst af. Vorið 1945 tókst með okkur samvinna við upplestur til stúdentsprófs og var'Aðalsteinn Sigurðsson fiski- fræðingur með okkur í þeim slag. Við félagar tókum daginn snemma þetta vor og gengum fyrst okkur til hressingar áður en átökin við stærðfræðina hófust. Á þessum vordögum kynntist ég vel þeirri hlýju gamansemi sem Valgarður var gæddur í rik- um mæli og vorum við félagar nokkuð samhentir um að krydda þurr fræðin léttu spaugi í bland. Oft urðum við Valgarður að standa saman í baráttunni við Aðalstein, sem átti það til að Ijóða á okkur, en honum var létt um yrkingar, en við Valgarður urðum að hnoða leirinn sameiginlega og varð af þessu mikil upplyfting í okkar andlega basli. Þessu samstarfi okkar lauk svo inni á fjölunum hjá Hallgrími myndasmið i Hafnarstræti. Hann innsiglaði okkar samstarf með mynd þeirri, sem ég hef hér á borðinu fyrir framan mig. Val- garður stendur í miðið, vörpuleg- ur, prúður sveinn með milt bros á vör. Þannig mun minningin um þann ágæta dreng, Valgarð Haraldsson, geymast í huga mér. Þótt leiðir okkar Valgarðs lægju æ sjaldnar saman hin síðari árin, átti ég þó því láni að fagna að koma á heimili hans á Akur- eyri og kynnast hans ágætu konu Guðnýju, og því hlýja andrúms- lofti er þar rikti. Mikið jafnræði var með þeim hjónum og naut hin græskulausa kimni Valgarðs sín vei á þeim vettvangi. Er það trú mín, að sá eiginleiki hafi reynst honum góður fylginautur í því lífsstarfi, sem hann valdi sér. Valgarður hafði um langt skeið starfað að kennslu og fræðslumál- um og gegndi þar ábyrgðarmikl- um stöðum, sem hann vann að með miklum sóma. Að leiðarlokum sendum við félagarnir frá M.A. 1945, Guðnýju og dætrunum svo og öðrum skyld- mennum og venslafólki, okkar hlýjustu kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau i sárri sorg. Minningin um hinn hugljúfa dreng mun ætið verma og vera sem smyrsl á tregasárin. Móses Aðalsteinsson. Járniðnaðarmenn á móti sölu Landssmiðjunnar Á fundi stjórnar Félags járn- iðnaðarmanna 27. desember 1977 var gerð eftirfarandi ályktun: Stjórn Félags járniðnaðar- manna lýsir yfir andstöðu við fyr- irætlanir um að rikið selji eða hætti rekstri Landssmiðjunnar, sem fjármálaráðherra kynnti i ræðu á Alþingi 20. des. s.l. Vegna þessarar yfirlýsingar fjármála- ráðherra um væntanlega sölu eða stöðvun á rekstri Landssmiðjunn- ar vill stjórn Félags járniðnaðar- maHna benda á eftirfarandi atriði varðandi starfrækslu Landssmiðj- unnar, sem eru byggð á upplýs- ingum frá stjórnendum og starfs- mönnum smiðjunnar. Verkefni Landssmiðjunnar hafa verið og eru næg við framreiðslu, smíði og viðgerðir, þ.á m. fyrir Hafrann- sóknastofnun, Landhelgisgæslu og Skipaútgerð ríkisins. Hjá Landssmiðjunni eru um 85 starfsmenn með a.m.k. 200 manns á framfæri, og myndu þeir geta haft þar fulla atvinnu áfram. At- vinnurekstur Landssmiðjunnar hefur gengið vel og skilað veru- legum hagnaði umfram afskriftir og skattgreiðslur i mörg ár. Með tilliti til þessara stað- reynda telur stjórn Félags járn- iðnaðarmanna engar forsendur fyrir því að atvinnurekstri og starfsemi Landssmiðjunnar verði hætt af hálfu rikisins, og beinir þvi til Alþingis og ríkisstjórnar að ráðagerðum og tillögum um sölu eða afnám ríkisreksturs Lands- smiðjunnar verði hafnað. (Fréttatilkynning frá Félagi járniðnaðarmanna.) iú MÝJA ÁWto ML® 'Qvf ’töim ALtt ■AWA v vV£R KA L'ítysMÁL OMÍ, /íg ætza w vm 'bm&m 06 Gfflm V/9 VSMKA- SÓLMtö MlTT %I0 Act VlZTOZ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.