Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978
17
Danska fyrirtækið Okay hefur sérhæft sig f sparifötum, en flytur til
dæmis út um 10.000 smókinga til Englands á hverju ári. Lengst til
vinstri er nýi smokingurinn þeirra, en til hægri er þeirra nýjasta lfna I
jökkum. Jakkinn er úr 100% baðmullarvelour, hnapparnir úr satfni og
sama er að segja um hnappagötin og brúnina á vösunum. Stúlkan f
miðið er f samkvæmisfötum úr hvftri alull.
14. ráóstefna
norrænna herra-
fataframleiðenda
DAGANA 12. til 14.
febrúar verður haldin í
Bella Center í Kaup-
mannahöfn 14. ráðstéfna
norrænna herrafatafram-
leiðenda. Ráðstefnan
verður hin fyrsta sinnar
tegundar á árinu í Evrópu,
en þar mun verða kynnt
haust- og vetrartízkan 1978
— 79.
Á ráðstefnunni verður
kynntur herraklæðnaður
sem annaðhvort hefur ver-
ið sniðinn eða saumaður á
Norðurlöndunum.
Norrænn fataiðnaður er
vel þekktur fyrir einföld
snið og smekkleg, en fata-
iðnaðurinn byggir að
mestu á evrópskum fyrir-
myndum. Samt hefur
norræni fataiðnaðurinn
verið blessunarlega laus
við prjál, en haldið sig í
staðinn við einföld form
sem vakið hafa mikla hrifn-
ingu í öðrum löndum.
Þetta ásamt gæðum
fatnaðarins hefur valdið
því að norrænn fataiðnað-
ur er í dag vel samkeppnis-
hæfur við fataiðnað frá
öðrum löndum.
Á meðfylgjandi myndum eru
sýnishorn af klæðnaði þeim er
sýndur verður á ráðstefnunni.
(Fréttatilkynning)
Hlýir lambsskinnsfrakkar frá
Finnlandi verða meðal þess
klæðnaðar sem sýndur verður á
sýningunni í febrúar.
Þetta er sænskur jakki, svokallað-
ur „Grænlandsjakki“, úr mjög
endingargóðu efni (g. 1.000).
Rennilás er bæði upp og niður, en
hnappar eru einnig til að tryggja
bezta mögulega streymi lofts.
Fyrir aftan stóru framvasana, eru
tveir aðrir vasar og eru þeir mjög
hlýir. Tilvalinn jakki fyrir veiði-
manninn, sjómanninn, stang-
veiðimanninn og fyrir alla þá sem
þurfa að vinna úti. Litir: grænn
og blár.
Þessi peysa er úr íslenskri ull.
Hún er með hliðarvösum og hægt
er að fá hana í fimm stærðum.
232 mönnum bjarg-
að af 22 skipum
(Ljósm. Ól. K. Magnússon, Mbl.).
Mvndin er af breska togaranum D. B. Finn. H 334, sem strandaói 21. mars 1973 milli
Blautukvfslar og DVralækjarkvfslar, skammt austan Hjörleifshöfða. Björgunarsveitir
SVFl f Vfk f Mtrdal og Alftaveri björguóu áhöfn togarans, 21 manni. Togarinn náðist út
eftir fáeina daga og var dreginn til Englands, en er þangað kom. var hann dæmdur ónttur
og seldur til niðurrifs. — A þessum slóðum hafa orðið mörg skipsströnd og lætur nærri. að
þau hafi öll orðið á sama stað eða rétt austan ósa Blautukvfslar. Þarna strandaði t.d. 13.
febrúar 1941 belgfski togarinn George Edwards, sem þá var gerður út frá Fleetwood.
Þegar skípið tók niðri á ysta sandrifinu, eyðilagðist loftnet þess, svo að talstöðin varð
óvirk, og skipverjar gátu ekki komið frá sér boðum um strandið. A togaranum voru 12
menn og drukknaði einn, en hinir náðu landi af eigin rammleik. Náðu sjö til bæja eftir
mikla hrakninga, en hinir urðu úti á sandinum. Togarinn grófst fljótt f sandinn. —
Hálfum mánuði sfðar, 28. febrúar 1941, strandaði belgfska vöruflutningaskipið Persier.
8200 tonn, á sömu slóðum og var áhöfnin, 44 menn, dregnir f land f björgunarstó! af bjsv.
SVFl úr Vfk f Mfrdal og Alftaveri. Skipið náðist út og var dregið til Reykjavfkur, en þar
ónýttist það. — Hinn 23. aprfl 1946 strandaði breski togarinn Grimsby Town á sama stað.
og sést á myndinni á framsiglu hans, þar sem hún stendur upp úr sandinum. Grimsby
Town var að veiðum, þegar hann strandaði og skipverjar þvf við vinnu á þilfari.
Brotsjóarnir, sem gengu yfir skipið, tók fimm menn fyrir borð, og var tveim þeirra
bjargað en hinir drukknuðu. Bjsv. SVFf úr Vfk f Mýrdal bjargaði 15 manns til lands og
flutti þá f skipbrotsmannaskýlið við Hjörleifshöfða, þar sem hlúð var að þeim, áður en
farið var með þá til Vfkur. En sandurinn hélt togaranum. svo sem myndin sannar. — Loks
strandaði v.b. Hafþór frá Vestmannaeyjum þarna 17. febrúar 1962 f SV-stormi og
foráttubrimi, en bjsv. SVFl f Vfk hjargaði skipverjum. fimm talsins. þótt aðstæður allar
væru hinar erfiðustu vegna veðurs og færðar, en háturinn gereyðilagðist. Var bjsv.
Vfkverji sæmd afrekslaunum Sjómannadags það ár. — Ahafnir ofangreindra skipa voru
samtals 100 manns og var 83 þeirra náð á land f björgunarstól. 11 náðu landi af eigin
rammleik, þótt 4 yrðu úti á leið til byggða, en fjórir drukknuðu.
Á S.L. 12 árum hafa björgun-
arsveitir Slysavarnafélags Is-
lands bjargað 232 mönnum af
22 skipum, segir í yfirliti frá
félaginu. Eftir þjóðerni skipt-
ast strandmenn þannig:
138 Islendingar,
75 Engíendingar,
10 Danir og
9 Norðmenn.
Á þessu tímabili hefur björg-
unarsveit SVFÍ — Víkverji,
Vík í Mýrdal bjargað 39 mönn-
um af tveim brezkum togurum
og aðstoðað aðrar björgunar-
sveitir í tveim tilvikum, þar
sem 14 mönnum af íslenzkum'
fiskiskipum var bjargað.
Flestum var bjargað af togar-
anum Surprise GK 4 úr Hafnar-
firði, er strandaði við V-
Landeyjasand. Björgunarsveit-
ir SVFl í Landeyjum og á
Hvolsvelli björguðu þar 28
mönnum.
Þá hefur björgunarsveit
SVFÍ — Þorbjörn i Grindavík,
bjargað 26 íslenzkum sjómönn-
um af fjórum fiskiskipum.
Og björgunarsveitir SVFl á
Stokkseyri og Eyrarbakka hafa
einnig bjargað 26 mönnum af
þrem íslenzkum fiskiskipum á
þessum árum.
Björgunarsveit SVFÍ Garðar
á Húsavík bjargaði 19 manns af
vöruflutningaskipinu Hvassa-
felli, er strandaði við Flatey á
Skjálfanda.
Þá björguðu björgunarsveitir
SVFÍ á Ísafirði og Borgarfirði
Eystri áhöfnum tveggja
brezkra togara samtals 36
mönnum.
Aðrar björgunarsveitir hafa
bjargað færri mönnum, en alls
eru það 18 björgunarsveitir í
öllum landsfjórðungum, sem
komið hafa hér við sögu.
Auk þess björgunarstarfs,
sem að framan greinir, hafa
björgunarsveitir SVFÍ veitt
strandmönnum margháttaða
aðstoð eins og t.d. þegar björg-
unarsveit SVFt — Kári í Öræf-
um sótti áhöfn v.s. isleifs frá
Vestmannaeyjum niður á sand-
ana vestan Ingólfshöfða og
flutti til byggða. Og nú fyrir
skemmstu, eða i nóv. sl. fór
björgunarsveit SVFÍ Þróttur í
Meðallandi fimm skipbrots-
mönnum af Gullfaxa frá Horna-
firði til aðstoðar á Skarðsfjöru.
Höfðu þeir náð þar landi í
gúmmíbát eftir að skipi þeirra
hafði hvolft og sokkið skammt
undan landi.
Bjargaö úr strönduðum
skipum 1977
Hinn 9. janúar bjargaði
björgunarsveit SVFÍ — Fiska-
kletts í Hafnarfirði einum
manni af hafnarbátnum Þrótti,
sem strandaði í Straumsvík.
Hinn 15. sept. strandaði v.b.
Pétursey GK 184, 15 tonn,
skammt vestan við Grindavík.
Einn maður var á bátnum, er
björgunarsveit SVFÍ Þorbjörn
í Grindavík bjargaði á land.
Björgunarsveitin Þorbjörn
hefur til þessa bjargað 194
mönnum af strönduðum
skipum.
Skip, sem fórust 1977.
Mannbjörg.
Hinn 24. ágúst sökk v.b. Stapi
SH 42, 29 tonn frá Ólafsvík,
eftir að skyndilegur leki kom
að bátnum, þar sem hann var að
veiðum út af Öndverðarnesi.
Ahöfnin 3 menn, bjárgaðist
naumlega í gúmmíbát og síðan
um borð í v.s. Gunnar Bjarna-
son SH 25 er flutti mennina til
Ólafsvíkur.
Hinn 31. ágúst sökk v.b. Gaut-
ur AR 19, 47 tonn, frá Þorláks-
höfn, er mikill leki kom að
bátnum, er hann var 3 sjm.
undan Selvogsvita. Áhöfnin, 3
menn, bjargaðist í gúmmíbát og
síðan um borð í v.b. Fylki NK
102 er flutti mennina til Þor-
lákshafnar.
Hinn 15. sept. sökk trillan
Sjöfn SH 219, 4—5 tonn, eftir
að leki kom að bafnum um 5
sjm. út af Svörtuloftum. Einn
maður var á trillunni er.bjarg-
aðist um borð í v.b. Rúnu SH
119 frá Ólafsvík.
Hinn 2. nóv. hvolfdi og sökk
v.b. Gullfaxa SF — 11, 88 tonn,
frá Hornafirði, er báturinn var
skammt undan Skarðsfjöruvita
á leið til Vestmannaeyja með
síldarfarm. Áhöfnin, 8 menn,
bjargaðist í tvo gúmmíbáta.
Rannsóknarskipið Arni
Friðriksson bjargaði þrem
mönnum úr öðrum bátnum, en
hinn rak til lands og náðu fé-
lagarnir fimm landi af eigin
rammleik. Björgunarsveit
SVFÍ Þróttur í Meðallandi fór
mönnunum til aðstoðar og
flutti þá til byggða.
Mannskaöar
Hinn 10. nóvember fórst v.b.
Haraldur SH 123, 29 tonn frá
Grundarfirði. norður af Önd-
verðarnesi, er báturinn var á
heimleið úr róðri. Með.bátnum
fórust tveir menn.
Hinn 17. desember fórst v.b.
Pólstjarnan ST 33, 12 tonn, frá
Drangsnesi, er báturinn var að
rækjuveiðum skammt undan
Drangey í mynni Steingríms-
fjarðar. Með bátnum fórust
tveir menn.
Áherzla lögð á að ísland
fái fleiri alþjóðameistara
Jón L. Árnason hefur hlotið 2470 Elo-stig í skák
— VIÐ ERUM ákveðnir í því í
stjórn Skáksambandsins að ts-
land eignist fleiri alþjóðlega
meistara á þessu ári og þvi ætlum
við að gefa ungu skákmönnunum
okkar sem flest tækifæri til að
fara á sterk mót erlendis, sagði
Einar S. Einarsson forseti Skák-
sambands Islands L samtali við
Mbl. í gær.
Eins og flestir vita eiga Islend-
ingar nú tvo stórmeistara en að-
eins einn meistara af næstu gráðu
þar fyrir neðan, þ.e. alþjóðlegan
meistara. Er það Ingi R. Jóhanns-
son. Hins vegar hefur Helgi Ólafs-
son afiað sér helmingsréttinda og
fyrir nokkrum árum tókst Jóni
Kristinssyni að tryggja sér hálfan
alþjóðlegan meistaratitil.
Til þess að hljóta fullan alþjóð-
legan meistaratitil þarf skákmað-
ur að ná tilskildum vinnings-
fjölda á tveimur alþjóðlegum mót-
um og fer það eftir styrkleika
mótanna hve há vinningatalan er.
Hins vegar eru alþjóðlegir
meistarar ekki viðurkenndir á
sterkum skákmótum nema þeir
hafi hlotið minnst 2400 alþjóðleg
Elo-stig og stórmeistarar eru ekki
viðurkenndir nema þeir hafi hlot-
ið minnst 2500 stig.
Þær fréttir hafa borizt frá Al-
þjóðaskáksambandinu að Jón L.
Árnason hafi við útreikning um
áramótin hlotið 2470 alþjóðleg
Elo-stig. Þetta er í fyrsta skipti,
sem Jóni eru reiknuð alþjóðleg
skákstig og er hann nú þriðji
stigahæsti íslenzki skákmaðurinn,
aðeins stórmeistararnir Friðrik
og Guðmundur hafa fleiri stig.
Hefur Jón fleiri stig en margir
alþjóðlegir meistarar og fleiri stig
en sumir stórmeistarar og binda
Skáksambandsmenn miklar vonir
við það að Jón nái alþjóðlegum
meistaratitli á árinu.