Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978 Útgafandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. M atthias J ohannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuBmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson Aðalstræti 6. simi 10100. ASalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mónuði innanlands f lausasölu 80.00 kr. eintakiS. V andinn blasir vid r Atólf mánuðum, frá 1 des. 1976 til 1. des. 1977, hækkuðu laun í landinu um 60—80%. Á sama tima hafa viðskiptakjör batnað um 9—10% og gengi íslenzku krónunnar lækkaði um 12—15% þannig að útflutn- ingsatvinnuvegirnir hafa fengið 20—25% meiri tekjur í sinn hlut til þess að standa undir 60% launahækkun. Að undan- förnu hefur verið fjallað um væntanlega hækkun fiskverðs til þess að sjómenn haldi sinum hlut gagnvart landverkafólki. Bændur telja, að þeir nái ekki launum lægstlaunuðu síma- stúlku hjá hinu opinbera. Undirstöðuatvinnuvegir þjóðar- innar eru reknir með milljarða halla og hinn ungi en vaxandi útflutningsiðnaður er bersýni- lega í stórhættu vegna þess að verðlag á erlendum mörkuðum hefur ekki hækkað i samræmi við hækkun kaupgjalds hér inn- anlands. Með þetta i huga ber að ihuga aðvörunarorð Geirs Hall- grímssonar, forsætisráðherra, og Ólafs Jóhannessonar, við- skiptaráðherra, um áramót um viðhorfin í efnahagsmálum. Geír Hallgrímsson sagði m.a. í áramótagrein sinni hér i Morgunblaðinu. ..Viðfangsefn- ið hlýtur að vera, hvernig unnt er að tryggja kaupmáttinn, án þess að kauptaxtar og launa- kostnaður hækki svo mjög, að samkeppnisstöðu atvinnu- veganna sé stefnt i hættu. Vandi atvinnuveganna felst í verðbólguvextinum og auknum tilkostnaði, sem afurðaverð er- lendis stendur ekki undir. Fyrst og fremst ber að leggja áherzlu á að auka framleiðslu, fjöl- breytni og framleiðni og draga úr kostnaði, hvar sem því verð- ur við komið. Stefna verður að meiri vörugæðum og markaðs- öflun, er leiði til hærra sölu- verðs framleiðslunnar. Nýta verður auðlindir til lands og sjávar á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til afraksturs og verndunar í bráð og lengd Dugi þessi ráð ekki eru auðvit- að hin hefðbundnu úrræði, sem öll hafa verið reynd: að hækka krónutölu i íslenzkri mynt, sem fæst fyrir útflutn- ingsvörur með gengislækkun eða gengissigi; að draga úr eða fresta kauphækkunum innan- lands og vöruverðshækkunum með samkomulagi — eða lög- bindingu; að styrkja útflutn- ingsatvinnuvegina með fjár- framlögum af almannafé, sem fengið er með skattlagningu á alla landsmenn." Ólafur Jóhannesson, við- skiptaráðherra, sagði í ára- mótagrein sinni i Timanum: ,,Ég tel rétt, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir viðeigandi við- námsaðgerðum fyrir kosningar, enda verður þeim ekki með góðu móti skotið á frest. Þá geta kjósendur kosið um þær, fellt sinn dóm um þær, það er miklu eðliiegra, að slíkar ráð- stafanir liggi á borðinu fyrir kosningar. Kjósendur vita þá að hverju þeir ganga og geta vottað mönnum traust sitt eða vantraust miðað við verkin. Það má segja, að nú þegar hafi nokkrar ákvarðanir verið tekn- ar, sem miða að þvi að koma málum í lag. Má þar til nefna, að ákveðið hefur verið að stöðva frekari skuldasöfnun er- lendis. Ennfremur má nefna skyldusparnað og ákvörðun um að lausafjármagni lífeyrissjóða skuli veitt í ákveðna farvegí. Þvílíkar ákvarðanir eru stund- um óvinsælar a.m.k fyrst i stað og sæta andmælum úr þessari eða hinni áttinni. Það þýðir ekki að kippa sér upp við það, það verður að gera þær ráðstafanir, sem þjóðarhagur krefst að mati þeirra, sem ábyrgð bera og án þess að menn séu sifellt með augun á óábyggilegri kosningaloftvog eða með einlægar bollalegg- ingar um það, að þessi eða hin ráðstöfunin hafi í för með sér, að einhver atkvæði tapist " Af þessum tilvitnunum er Ijóst að staða atvinnuveganna veldur þessum tveimur forystu- mönnum ríkisstjórnarinnar þungum áhyggjum og ummæli þeirra sýna einnig, að ríkis- stjórnin hyggst marka afstöðu sína ?il þessara vandamála nú á fyrstu vikum og mánuðum hins nýbyrjaða árs. Strax hinn 1 . marz n.k heldur kaupgjalds- skrúfan áfram, þegar til útborg- unar koma launahækkanir og vísitöluhækkanir. Undir þess- um gífurlegu hækkunum geta atvinnuvegirnir ekki staðið og að því hlýtur að koma, verði ekkert að gert, að þeir stöðvist og atvinnuleysi skapist og er- um við þá komin á þann enda- punkt verðbólguvítahringsins, sem alla tíð hefur blasað við en við höfum komizt hjá fram til þessa með ýmiss konar aðgerð- um, bæði þeim sem hafa verið á okkar valdi og annarra Ekki verður undan þvi komizt að taka svo á þessum málum að dugi. — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Ánægjuleg stund þegar keppendur tókust í hendur segir Bozidar Kasic, aðaldómari einvígisins í Belgrad „KORTSNOJ sagði mér í dag, að hann hefði nú ákveðið að taka sig á gagnvart umhverfinu og einbeita sér að skákinni. Hann sýndi það í dag með því að vera mjög rólegur, þrátt fyr- ir tapaða stöðu á skákborðinu og hann óskaði Spassky til ham- ingju með sigurinn. Það var ánægjuleg stund, þegar Korts- noj rétti fram höndina og Spassky var fljótur að taka á móti,“ sagði Bozidar Kasic, aðaldómari einvígisins í Bel- grad, f samtali við Mbl. í gær. Biðskákin var tefld í hlið- arsalnum, eins og fyrri biðskák- ir og fengu aðeins fréttamenn, starfsmenn og þeir sem hafa aðgöngumiða að öllu einvíginu aó vera viðstaddir. Sagði Kasic að svona hefði þetta verið nokk- uð lengi, en það hefði verið Spassky, sem upphaflega bar fram ósk um að fjöldi áhorf- enda að biðskákunum yrði tak- markaður, þar sem salurinn er lítill, og hefði Kortsnoj strax fallizt á að aðeins yrðu átta sætaraðir í salnum fyrir áhorf- endur. Fimmtánda skák einvígisins verður tefld í stóra salnum í dag að óbreyttum aðstæðum þar. Þegar fjórtánda skákin var tefld þar á mánudag, gerðist það, að Spssky kom skyndilega út úr hvíldarstúku sinni með sólhlíf á höfðinu. Ahorfendur ráku upp skellihlátur og krafð- ist Kortsnoj þá þess, að tjaldið yrði dregið fyrir sviðið. Aðal- dómarinn varð tafarlaust við þeirri ósk og tefldu keppendur á luktu sviðinu frá 33ja leik, þar til skákin fór í bið. „Þetta var mjög óvænt“, sagði Kasic. „En svo virðist sem Spassky, sem notar alltaf þessa sólhlíf, þegar hann hugsar sig um í hvíldarstúkunni, hafi að þessu sinni gleymt að taka hana af sér áður en hann kom fram á svið- ið. Ég skrifaði bréf tíl hans vegna þessa atburðar, sem mér fannst mjög óviðeigandi, en hann gerði þetta ekki aftur í dag, þannig að ég hugsa að um hreina yfirsjón hafi verið að ræða, en ekki ásetning og mér virtist Kortsnoj taka það þann- ig líka. Ég hef því ekki sent þetta bréf og mun ekki gera, ef svo fer sem horfir nú, að skák- mennirnir hyggist einbeita sér að skákinni og láta af tauga- stríðinu utan þess.“ Spassky minnk adi muninn Svo fór sem flestir höfðu spáð að Spassky vann biðskákina sem hann og Kortsnoj luku ekki við í fyrradag. Framhald 14. einvígisskákarinnar var tefld í gær og lauk henni með sigri Spassky eftir 2 tíma setu og 19 leiki. Eftir fréttum að dæma frá viðureign þeirra í dag virðist andrúmsloftið vera að batna því nú tókust þeir félagar í hendur að skákinni lokinni eins og góðra íþrótta- manna er siður. En ^iðstaðan eftir 40. leik svarts var þessi: Hvftt: Spassky Svart: Kortsnoj 41. f4! (Spassky velur kröftug- an biðleik að vanda. Hann kem- ur í veg fyrir hróksskák á g5 og lokar biskupslinunni til h2. Hins vegar getur Kortsnoj drepið þetta peð ef hann kærir sig um, en ef t.d. 41. .. .Bxf4 42. He8 og svartur er í erfiðleikum, því hörfi biskupinn til g5 eða d6 verða uppskipti á hrókum og sigurinn blasir við hvítum). Hh5 (Svartur kærir sig ekki um peðið) 42. He8 — Db3 43. He6 — Db2 44. De2 — Db8 45. De4 — Db2 46. De2 — Db8 47. He4 — Hb5 48. Hf2 — Db7 49. Df3 — Dc8 50. h3 — a5 Staðan eftir 50. leik svarts. H astingsm ótið: SaxogPetrosjan með 4 vinninga UNGVERSKI stórmeistarinn Sax er enn efstur á Hastings- mótinu eftir sjöttu umferðina í gær með 4 vinninga, betri bið- stöðu gegn Shimon Kagan, Israel, og óteflda skák úr fyrstu umferð, þar sem hann komst ekki til mótsins í tæka tíð. Tigr- an Petrosjan, Sovétrfkjunum, sat hjá í gær, en hann ér með 4 vinninga. Dzinzihashvili vann Botterill og er sá fyrrnefndi jafn Petrosjan með fjóra vinn- inga. Önnur úrslit sjöttu umferð í gær: Tisdall og Tarjan gerðu jafntefli, Speelman og Webb gerðu jafntefli, skák Horts og Shamkovichs fór í bið og Mestel vann Nunn ög Federowics og Sveshnikov gerðu jafntefli. Næstur þeim Petrosjan og Dzindzihashvili er Speeiman með 3'A vinning, Webbs og Tarjan eru með 3 vinninga, Fedorowics er með 2 vinninga og biðskák, Shamkovich er með tvo vinninga og biðskák, Mestel, Nunn og Sveshnikov eru með tvo vinninga, Botterill er með 1V4 vinning, Hort l'A og tvær biðskákir, Kagan 1 'A vinn- ing og biðskák og Tisdall er með einn vinning. Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON 51. He5!! (Hvítur hefur búið vel í haginn hjá sér og er vel undirbúinn að hefja lokabarátt- una. Hvítur fórnar nú aftur skiptamun í þeim tilgangi að opna f-línuna. Eflaust hefur þessi mögúieiki verið ræddur hjá aðstoðarmönnum Spasskys, en hann hefur nú sér til aðstoð- ar sovézka skákþjálfarann Furman, sem er jafnframt að- stoðarmaður Karpovs heims- meistara, en einnig hefur Spassky sovézka skákmeistar- ann Bonderevsky sem aðstoðar- mann; að ekki sé talað um eiginkonu hans Marínu sem er honum til traust og halds og skyldi sizt vanmeta þá aðstoð í þvíumlíku taugastríði!). Be5 52. fxe5 — Df5 (Svartur er óhræddur að gefa -eitt peð í viðbót og treysta á a-peðið til mótvægis, en aðrir leikir komu varla til greina). 53. c4 — Hb4 (Eftir 53. . . Dxf3 54. Kxf3 — Hb4 55. Hc2 — a4 56. Ke4 og hvitur vinnur) 54. De3 — Dc8 55. e6 — Hc4 56. De5 — Kh6 57. Df4 — Kg7 58. Df6 — Kh6 59. Dh4 og svartur gafst upp. Eftir 59. .. .Kg7 60. Hf7 verður svart- ur mát í næsta leik. Leikar standa því þannig að Kortsnoj hefur hlotið 7,5 vinn- ing en Spassky 6,5 en alls á að tefla 20 skákir, nema kepp- endur verði jafnir þá verður framlengt um 2 skákir líkt og í einvígi þeirra Spassky — Hort hér á landi. Næsta skák er fyrirhuguð í dag, miðvikudag. SB pH m fHÍ nj Wm ÆÍk . iM WW/. 1 'W A g§ m K •mrn. I gl w } : IH Hi ■ * & A m IH ffn -f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.