Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1978 15 Rússar láta Breta lausan Pascale Taurua var á dögunum sæmd titlinum „Ungfrú Frakkland 1978“, en með henni á myndinni eru Brigitte Konjovi'c og Kelly Hoarau, sem hrepptu annað og þriðja sætið í fegurðarsamkeppninni. Andersen reynir að bliðka íranskeisara Moskvu, 3. janúar. Reuter. RÚSSAR tilkynntu f dag að þeir mundu sleppa úr haldi brezkum stúdent, Andrei Klymchuk, sem öryggislögregla KGB hefur haft f haldi sfðan í ágúst og gefið að sök að hafa stundað andsovézka starf- semi. Starfsmenn brezka sendiráðs- ins segjast hafa fengið upplýsing- ar um að Klymuch verði sendur til London á fimmtudag með áætl- unarflugvél sovézka flugfélagsins Aeroflot. Fréttastofan Tass segir að ákveóið hafi verið að vísa honum úr landi í stað þess að leiða hana fyrir rétt vegna ítrekaðra tilmæla Dublin 3. jan. AP. IRSKIR sjómenn hafa látið sem vind um eyru þjóta fiskveiðikvóta sem Efnahagsbandalag Evrópu seitti og veitt sfld umfram leyfi- legan hámarksafla að verðmæti um tvær milljónir sterlings- punda, að því er segir í írsku dagblaði í morgun. Blaðið vitnar f heimildir innan fiskiðnaðarins og segir þar að það sé á allra vitorði að Irar hafi engu skeytt um þær skipanir sem EBE hafi gefið og veitt síld að vild, og reyndar fleiri fisktegundir. Þó hefur einkum verið farið fram úr kvótanum — sem var 6.500 tonn — hvað snertir sild, og segir blaðið að líklegt sé að veidd hafi verið samtals um 5 þús. tonn síldar umfram það sem opinber- lega var leyft. Heimildirnar vitna til að hol- lenzkir togaramenn hafi á sama tima farið fram úr sinum kvóta um meira en 13 þúsund tonn. Joe Murrin, formaður IFO, sam- taka írskra fiskimanna, staðfesti í samtali við blaðið að tölurnar sem það birti um síldveiði Ira væru sennilega nærri lagi. Hann sagði að fleiri hefðu þó gerzt brotlegir um sama athæfi. Næsta lota viðræðna EBE um sameiginlega stefnu bandalagsins í fiskveiðimálum hefst í Brússel eftir tvær vikur. írland og Bret- land krefjast sérstakra fiskveiði- réttinda sem eru meiri en ann- Breta um náðun og „iðrunar" sem hann hafi látið í ljós i bréfi til sovézku stjórnarinnar. Klymuch er 22 ára gamall stú- dent frá kennaraháskólanum i Hull og var handtekinn 1. ágúst i Lyov í Vestur-Ukraínu. Þangað fór hann sem skemmtiferða- maður, en Tass segir að Klymuch hafi í einu og öllu játað sekt sína eftir handtökuna. Tass hefur eftir saksóknaraem- bættinu í Lyov að hann hafi reynt að dreifa áskorun um baráttu gegn ríkjandi þjóðskipulagi og smyglað 10.000 rúblum inn i So- vétríkin til að skipuleggja andso- vézkan undirróður. arra aðildarrfkja Efnahagsbanda- Iagsins. Brian Lenihan, fiskveiðimála- ráðherra, sagði í samtali við sama blað að hann vissi að veitt hefði verið umfram kvóta en tölur bn nokkrum hundruðum tonna. Kaupmannahöfn. 3. janúar. AP. K.B. ANDERSEN, utanríkisráð- herra Dana, fór flugleiðis til Teheran I dag til að reyna að eyða „misskilningi", sem hefur leitt til þess að yfirvöldin í íran hafa sett takmarkanir á útflutning Dana til Iandsins. Ferð Andersens kom á óvart og hafði ekki verið boðuð, en samtök iðnaðarins og landbúnaðarins höfðu gefið í skyn, að til þyrftu að koma afskipti ráðherra til að af- stýra hættu, sem búin væri dönsk- um útflutningi að verðmæti um 90 milljónir doilara á ári. Iranska sendiráðið í Kaup- mannahöfn segir að takmarkanir hafi verið settar á vegna „óvin- samlegar ráðstöfunar" danskra yfirvalda, þar sem þau hafi tekiö vægt á írönsku mótmælafólki, sem réðst inn í sendiráðið 14. des- ember og var flutt úr landi tveim- ur dögum síðar án réttarhalda til þeirra landa, sem það kom frá — Svíþjóðar, Vestur-Þýzkalands, Frakklands og Austurríkis. K.B. Andersen. Multan, Pakistan 3. janúar. Reuter. AÐ MINNSTA kosti tólf manns létu lífið í dag þegar lögregla hóf skothríð á verkamenn sem höfðu lagt undir sig baðmullarmyllu en áreiðanlegar heimildir hermdu að tala fallinna gæti jafnvel náð 50. Átökin eru þau mestu sem átt hafa sér stað síðan herinn tók völdin í landinu í júlí síðastliðnum og lýsti yfir hernaðarástandi. Yfirvöld hafa lofað því að rann- sókn fari fram, á atburðinum og heitið þvi að þeim, sem bera ábyrgð á honum, verði hegnt. Yfirvöld sögðu einnig, að aðeins finim hefðu fallið og að lögreglan hefði hafið skothríðina þegar Danska utanríkisráðuneytið hefur staðið fast á því að ráðstöf- un írana hljóti að stafa af mis- skilningi. Heimildir í ráðuneytinu herma að ráðstafanir Irana gegn Dönum líkist svipuðum ráðstöf- unum sem áður hafi verið gripið til og séu enn í gildi gegn Italíu þar sem aðrir íranskir útlagar efndu til svipaðra mótmælaað- gerða. Danska stjórnin hefur engri gagnrýni sætt fyrir meðhöndlun- ina á iranska andófsfólkinu. Börsen segir í leiðara í dag að Danir verði að gera írönum ljóst að þeim komi ekki við hvernig Danir meðhöndli borgara sína og útlendinga sem komi til Dan- merkur. „Með lögum skal land byggja og Danir selja ekki land sitt fyrir baunaskammt," segir blaðið. Verkamennirnir réðust á hana. Síðar viðurkenndu stjórnvöld að að minnsta kosti tólf hefðu fallið, en verkamennirnir segja þá tölu alltof lága, ’og halda því fram' langtum fleiri lik hafi verið flutt á brott. Verkamennirnir höfðu haldið myllunni í fimm daga. Þeir kröfð- ust hærri launa og gátu ekki sætt sig við þau laun sem þeim höfðu verið boðin. Atökin urðu þegar lögregla bað verkamennina að rýma mylluna. Þegar þeir urðu ekki við þeirri beiðni greip lög- reglan til barefla og táragas- sprengna. Sló þá á brýnu með lögreglu og verkamönnum með fyrrgreindum afleiðingum. Stjórnvöld lofuðu í dag að fjöl- skyldum hinna látnu yrðu greidd 500 sterlingspund hverri og að fólkinu yrði séð fyrir vinnu. Irar fiska langt umfram síldarkvóta Þetta gerðist 4. janúar 1974: Nixon Bandaríkjafor- seti neitar eftirlitsnefndinni um Watergatemálið um segul- bandsspólur og skjöl. 1972: Pakistanar óska eftir viðræðum við Indverja eftir styrjöldina sem leiddi til að Austur-Pakistan varð sjálfstætt ríki Bangladesh. 1959: Óeirðir brjótast út í Leopoldville í Belgíska Kongó. 1951: Norður-kóreumenn og kommúnistar taka Seoul í S- Kóreu. 1948: Burma verður sjálf- stætt lýðveldi. 1944: Hersveitir Banda- manna gera árás austur af C:sino á Italíu. 1938: Bretar fresta áætlun um skiptingu Palestinu. 1932: Japanskar sveitir kom- ast að Shanhaikwan við Kína- múrinn. Indverska stjórnin tek- ur sér undanþáguvald í kjölfar handtöku Gandhis. 1919: Rússneskir bolsévikkar ná Riga á sitt vald. 1797: Napoleon Bonaparte sigrar Austurrikismenn við Rivoli, á Italíu. Fæddir þennan dag: Jacob Grimm, þýzkur rithöfundur Grimms ævintýra (1785—1863), Floyd Patterson, (1935— ) fyrrverandi banda- rískur meistari í hnefaleikum. Orð dagsins: Við höfum alltaf nægan tíma — kjarni málsins er að nota hann rétt. Jóhann von Goethe, 1749—1832. Blóðug átök í Pakistan Róstusamt 1 Rhodesíu Salisbury — 3. janúar — AP. HAFT ER eftir áreiðanlegum heimildum að skæruliðar hafi í morgun gert sprengjuárás á gisti- hús í fjalllendi i Rhodesíu aust- anverðri. Engar fregnir fara af meiðslum á mönnum, en bygging- in er sögð hafa skemmzt mikið. Þetta er í fjórða skiptið á skömm- um tíma, sem skæruliðar ráðast á vinsæla ferðamannastaði, og ótt- ast stjórnin í Salisbury að þessi framvinda muni draga mjög úr skemmtiferðum útlendinga til landsins. Utbreiddasta dagblað í Rhodes- íu, „The Independent Rhodesian Herald", birtir í dag frásögn blaðamanns, sem kveðst hafa horft á Rhodesíu-hermenn myrða á miskunnarlausan hátt 27 skæru- liða. Segir ennfremur í greininni að fjöldi skæruliða hafi verið fluttur til yfirheyrslu, en áður en þeim hafi verið smalað upp i flug- vél, sem átti að flytja þá til bæki- stöðva herlögreglu, hafi þeir allir verið látnir afklæðast. Atburður þessi átti sér stað er Rhodesíuher gerði árás á þorpið, sem Iengi hefur verið talið eitt helzta vígi skæruliða í austurhluta landsins, nálægt landamærum Mosam- bique, að því er fram kemur I frásögn blaðamannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.