Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1978 Siguröur S. Bjarnason: 1 növember lagði 28 manna hópur Islendinga land undir fót og var ferðinni heitið til Suður-Afríku og Kenya. Hópurinn, sem tilheyrði Junior Chamber hreyf- ingunni á fslandi, ætlaði aðsækja heimsþing J.C. sem halda skyldi í Jóhannesarborg dagana 12.—20 nóvember. Var ég einn af ferðalöngunum og ætla að segja frá því helsta sem fyrir augu bar og því sem mér er minnisstæðast. Flogið var með Flugleiðum til Glasgow og höfð þar stutt viðdvöl, en siðan haldió áfrani og flogið til Kaupmanna- hafnar. Þar var staldrað við fram á kvöld og notuðu menn tækifær- ið til að skoða Kaupmannahöfn, sumir í fyrsta sinn, en aðrir til að rifja upp gamlar endurminning- ar. Þaðan var síðan flogið með Svissair til Zurich og höfð þar um 2 klst. viðdvöl. Um miðnætti var síðan stigið um borð í Douglas D.C. 10 breiðþotu, já sannkallaða breiðþotu þvi sætaraðirnar voru átta á breiddina og tveir rúmgóðir gangar eftir henni endilangri. Við vorum varla búin að ljúka flug- takinu frá Zurich, þegar við lent- um í Genf. Þar bættust við nokkr- ir J.C. félagar, en auk þess höfðu allmargir sænskir J.C. menn kom- ið í hóp okkar í Kaupmannahöfn. Frá Genf var síðan haldið eftir skamma viðdvöl og var ferðinni nú heitið alla leið til Nairobi i Kenya í einum áfanga, en það er um 8 klst. flug, án millilendingar. Margt var gert til að stytta farþeg- unum þetta langa flug. Fyrst var farþegum boðið að panta sér heitan mat eftir matseðli, einnig voru farþegum leigð heyrnartæki, sem hægt var að setja í samband Með Junior Chambertil Suður-Afríku FYRSTA GREIN GRÆNKLÆDD MÖTTÖKU- NEFND Eftir að hafa setið um borð í flugvélinni á Nairobiflugvelli í klukkutíma var ferðinni haldið áfram til S-Afríku og lent i Jóhannesarborg 4 klst. síðar. Þar var hitastigið 27 gráður á celsius, mjög þægilegur hiti þótt hásumar væri í landinu, en í Jóhannesar- borg verður hitinn sjaldan mjög mikill á Afríku-mælikvaróa, enda stendur borgin á hásléttu í 2000 metra hæð yfir sjávarmáli og loft er þar þynnra en við íslendingar eigum að venjast. Þegar við kom- um að vegabréfaskoðuninni var jafnframt krafizt bólusetningar- vottorðs við kóleru, kúabólu, gulu og taugaveiki. Þá kom í Ijós að einn okkar ágætu ferðafélaga hafði glatað vottorðinu og varð ekki annað séð en hann yrði sendur rakleiðis heim aftur, en málið leystist þó, með því að eftir- litsmenn sættu sig vió að sjá allar nálarstungurnar eftir sprauturn- ar, á upphandlegg hans, er hann í örvæntingu sinni hafði afklæðst að ofan. Er við höfðum fengið Þrír félagar úr J.C. — Sú sem er lengst til vinstri er íslensk en hinar frá Suður-Afríku. við hvert sæti og síðan að velja á milli 6 tegunda af hljómlist, allt frá rokki til sinfóníu og að sjálf- sögðu í stereo. Eftir að maturinn hafði verið innbyrtur með viðeigandi hljóm- list, var sýnd kvikmynd í fjórum sölum vélarinnar, en að henni lok- inni sofnuðu flestir værum blundi og vöknuðu ekki fyrr en flugfreyjur og flugþjónar báru fram morgunverðinn. Skömmu eftir að honum var lokið var lent í Nairobi í steikjandi sumarhita. Þar sem flugvallaryfirvöld vissu að við værum á leið til Jóhannes- arborgar í S-Afríku og enginn kærleikur er á milli Kenya og S-Afríku, vorum við beðin um að stíga ekki fæti okkar á Kenya- grund. Einir tíu svertingjar í hvít- um stuttbuxum komu um borð til þess að losa öskubakka og ryk- sjúga, en til þess að þeir létu ekki freistast til að hnupla einhverju lauslegu, voru jafnmargir ein- kennisklæddir flugvallarlög- reglumenn í fylgd með þeim og fylgdust þeir með hverri hreyf- ingu hreinsunarmannanna. farangur okkar og gengum gegn um tollskoðunina tóku á móti okk- ur fjölmargar J.C. stúlkur allar klæddar í græna búninga með J.C. merkið í barmi og buðu okkur velkomin til Jóhannesar- borgar. Leiddu þær okkur síðan að langferðabifreiðum, sem biðu okkar útí fyrir flugstöðinni og var okkur ekið rakleiðis aö Carlton Center, þar sem allir þinggestir voru skráðir og fengu passa sína og aðgöngumiða á fundi, skemmtikvöld og matarveizlur. Eftir skráninguna var okkur síð- an ekið að Hótel Victoria, sem staðsett er í miðborginni, en þar áttum við að búa á meðan þingið stæði yfir. Voru allir fegnir að komast í bað og dálitla hvíld eftir 36 klst. ferðalag frá íslandi. Hvíldin varð þó ekki löng, því að kl. 20 um kvöldið var okkur boðið í matarveislu hjá félögum okkar í J.C. Suður-Afríku. Þannig leið tíminn í Jóhannesarborg, enda- lausar veizlur og fundir frá morgni til kvölds. Á opnunar- hátíðinni í byrjun þingsins voru meðal annarra á mælendaskrá John Vorster forsætisráðherra og borgarstjórinn i Jóhannesarborg. Á síðustu stundu tilkynnti Vorst- er þó forföll, en borgarstjórinn mætti og ræddi m.a. um jafnrétti allra kynflokka. Ur því að ég er nú farinn að ræða um kynþáttavandamálið, er rétt að ég reyni að gera þvi nánari skil, þar sem það hefur verið ofar- lega á baugi í fjölmiðlum allra heimsálfa nú undanfarið. NÝSTÁRLEGIR „OLÍUTANKAR“ Mikill þrýstingur var á stjórn Johns Vorsters fyrir kosningarn- ar 30. nóvember sl. vegna stefnu hennar i kynþáttamálum. Utanað- komandi þjóðir hafa m.a. beitt Suður-Afriku viðskiptabönnum, vopnasölubanni og áróðri til þess að reyna að brjóta á bak aftur stefnu stjórnarinnar. Hótað hefur verið olíusöiub :nni, en Vorster hefur lýst því yfir, að það muni ekki skaða S-Afríku fyrst um sinn, þar sem Iandið eigi olíu- birgðir til a.m.k. 10 ára. Olían er geymd í gömlum námum, sem ein- faldlega eru notaðar sem tankar. Þá var nýlega hafin starfræksla á stóriðjuveri í landinu, sem vinnur olíu úr kolum, en af þeim er nóg í Suður-Afríku. í landinu búa nú 26,3 milljónir manna, en þar af eru hvítir 4,3 milljónir, svartir 19 milljónir og Indverjar 3 milljónir og í kosning- unum 30. nóvember sl. voru 2,2 milljónir manna á kjörskrá, að sjálfsögðu allir hvítir. Og eins og öllum mun nú vera kunnugt um fékk flokkur Johns Vorsters fleiri atkvæði nú en nokkru sinni fyrr og er það fyrst og fremst talið stafa af andstöðu hvitra S- Afríkumanna gegn auknum af- skiptum annarra þjóða af innan- ríkismálum þeirra. Forsaga þess að hvíti minnihlutinn ræður öllu í landinu í dag er í stuttu máli sú, að snemma á 17. öld þegar landið var með öllu óbyggt og talið einsk- is nýtt, settust frumbyggjarnir Búar þar að. Árið 1652 stofnuðu þeir síðan hollenska nýlendu og þangað fluttust menn frá öllum heimshornum, en Hollendingar voru þó flestir. Síðar, þegar námuvinnsla hófst, en í landinu eru einhverjar auðugustu gull- og demantanámur í heimi, voru fengnir svertingjar frá nágranna- löndunum til að starfa við náma- gröft. Blökkufólkinu fjölgaði ört, enda var afkoma þess betri en þekktist annars staðar í Afríku og að lokum hafði því fjölgað svo, að það var orðið fleira en frumbyggj- arnir, hvítu mennirnir. Þá voru einnig um síðustu aldamót fluttir til landsins 300 þúsund Indverjar sem flestir störfuðu að lagningu járnbrautar um landið. Eftir að starfi þeirra lauk, settust flestir þeirra að í landinu, enda var af- koman þar miklum mun betri en þeir höfðu kynnst heima á Ind- landi. Þetta er meginástæðan fyr- ir hinum mikia fjölda Indverja í Suður-Afríku í dag, en þeir njóta ekki, kosningaréttar fremur en annað Iitað fólk, sem býr í Iand- inu. Hótel Victoria — Hér bjuggu Islendingarnir í Jóhannesarborg. Eva Jemane — Amman fékk ekki að hafa hana heima hjá sér. A þrju þÍLS'UHtl mama þiigi í ÆVAGÖMUL LOG Það sem mönnum finnst að sjálfsögðu athyglisverðast við samskipti, eða réttara sagt sam- skiptaleysi svartra og hvítra er hin svokallaða aðskilnaðarstefna þjóðarinnar, sem er nákvæmlega skilgreind og byggð á lögum frá árinu 1806, með tiltölulega Iitlum áorðnum breytingum fram til dagsins í dag. Þar er svörtum og hvítum bannað að ganga saman á götu og reyndar bönnuð öll náin samskipti. Þar er einnig ákvæði um að svörtum sé bannað að mynda hóp fleiri manna en fjög- urra á almannafæri. Einna at- hyglisverðast í lögum þessum er þó lagagrein ein sem fjallar um nauðganir. I stuttu máli er hún á þá leið, að hvitur maður, sem fundinn er sekur um að nauðga litaðri konu, skuli sæta fangelsi : llt að sex mánuðum, en þó geti hann fengið fangelsisvistinni breytt í sekt. Sé dæminu hins vegar snúið við, og litaður maður fundinn sekur um að nauðga hvítri konu, eru. lagaákvæðin mjög ótvíræð og þar er ekki um það að ræða að breyta refsingunni í sekt. Refsingin fyrir brotið er einfaldlega henging. Ef gluggað er nánar i aðskilnað- arlögin, kemur í ljós að Iitað fólk má ekki nota sömu salerni og hvítir, enda voru flest salerni merkt rækilega, ef þau voru ein- göngu ætluð hvítum, með áletrun- inni „Aðeins hvítir“, væru þau hins vegar ætluð blökkufólki var áletrunin: „Ekki aðeins fyrir Jóhannesarborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.