Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 31 m Enginn hefur unnið oftar en Stenmark INGEMAR Stenmark byrjaði nýja árið eins og hann endaði það sem kvaddi. 1 gær var hann hinn öruggi sigurvegari í svigi f Heimsbikarkeppninni í Oberstaufen f Vestur-Þýzkalandi. Hefur hann nú 100 stig í keppninni um heimsbikarinn, en næstur er Herbert Plank frá Italfu með 70 stig. I keppninni í gær fékk Sten- mark bezta tfmann í báðum ferð- um og samanlagt 109.81. Klaus Heidegger frá Austurrfki varð í 2. sæti á 110.89. Með sigrinum í gær bætti Stenmark metið hvaða varð- ar sigra í Heimsbikarmótum á skfðum. Var þetta 25. sigur Sten- marks, en Gustaf Thoeni hefur sigrað i 24 slfkum keppnum. Sten- mark, sem er aðeins 21 árs, hefur sigrað í 16 svigmótum í heimsbik- arnum og 9 sinnum í stórsvigi á þeim 4 árum sem hann hefur ver- ið með í heimsbikarkeppninni. Tvö siðustu ár hefur Stenmark unnið heimsbikarinn. 77 skíðamenn voru skráðir til keppninnar i gær, en aðeins 25 þeirra luku keppni. Fimm efstu urðu: Ingemar Stenmark, Sviþjóð, 109.81. Klaus Heidegger, Austurriki, 110.60. PieroGros. Italiu, 110.89. Phil Mahre, Bandarikjunum, 111.03. Toshihiro Kaiwa, Japan, 111.70. „Eftir 5 ár verður Watford í 1. deild" — Etton John hefur snúið sér frá tónlistinni, en stjórnar nú hjá Watford í 4. deild í Englandi POPPSTJARNAN Klton John er á góðri leið með að gera Watford að stórveldi f ensku knattspyrnunni — að þvf er sérfræðingar segja. Hann varð framkvæmdastjóri fjármála hjá félaginu fyrir 18 mánuðum og réð fljótlega til sin sem þjálfara þá Graham Taylor og Berti Mee, sem f eina tfð var framkvæmdastjóri hjá Arsenal og þá einn af árangursrfkustu framkvæmdastjórunum f ensku knattspyrnunni. Nú er Watford með 7 stiga forystu f 4. deildinni og virðist vera að stinga önnur lið f deildinni af. Stefnan hefur verið tekin á 1. deildina og verður spennandi að sjá hvort liðinu tekst að fylgja eftir góðum árangri sfðustu mánaða. I fyrsta skipti er Elton John sat fund með stjórn félagsins mætti hann á hælaháum skóm, í tor- kennilegum klæðum og með helming hársins litað ljósrautt. Hinir virðulegu stjórnarmenn fé- lagsins voru greinilega flestir á því að ganga af fundi er kappinn mætti, enda þekktist slíkur út- búnaður ekki í þeirra hópi, en Watford er i útborg Lundúna, nánar tiltekið í Hertford. Það var í sjálfu sér mikil lífsreynsla fyric þessa virðulegu herra bara að sitja til borðs með þessu goði æsk- unnar á poppsviðinu. En stjórnarmennirnir lifðu allir þennan fyrsta fund og Elton John varð framkvæmdastjóri félagsins. Síðan hafa stórir hlutir gerzt hjá Watford. Elton John hefur haft sífellt minni afskipti af tónlist- inni og einbeitir sér nú að knatt- spyrnunni og Watford. Að sjálf- sögðu kunna áhangendur liðsins vel að meta störf hans og það eru þúsundir, sem fylgjast með leikj- um liðsins, jafnvel þó leikið sé i 4. deildinni. Fyrir tveimur mánuðum hélt hann mikla tónleika í Lundúnum og bauð nokkrum öðrum stjörn- um úr tónlistarheiminum, mönn- um eins og Stevie Wonder, Mick Jagger, Paul McCartney og fleir- um. I lok tónleikanna voru öll Ijós slökkt í salnum og Elton John tilkynnti að hann hefði tekið erf- iða en óhagganlega ákvörðun: — Þetta eru mínir síðustu popptón- leikar, sagði Elton John. Fólk vissi almennt ekki hvernig það átti að taka þessu, stúlkurnar grétu, en stuðningsmenn Watford vissu innra með sér að nú yrði knattspyrnan númer eitt hjá goð- inu. Elton John réð fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Watford hinn unga og metnaðargjarna Graham Taylor frá 3. deildarliðinu Lin- coln og samvinna þeirra hefur verið mjög góð þegar frá byrjun. — Hann er bezti framkvæmda- stjóri, sem ég hefi enn kynnzt, segir Elton John. — Við virðum hvor annan og lærum hvor af öðrum. Innan fárra ára ætlum við að endurbyggja Watford- leikvanginn og útbúa áhorfenda- svæði fyrir 36 þúsund, þar sem allir hafa sæti. Við þurfum að kaupa nokkra nýja leikmenn, en ætlum okkur að vera í 1. deild eftir fimm ár, segir popparinn fyrrverandi. Ráðning Berta Mee sem fram- kvæmdastjóra með Taylor þótti snjallt og honum tókst það sem mörgurn öðrum hafði ekki tekizt þrátt fyrir eftirgangsmuni. Berti Mee var framkvæmdastjóri hjá Arsenal þegar liðið vann „The Double". Síðan tók hann sér frí frá fótboltanum í 18 mánuöi og gaf ekki kost á sér þó hann fengi freistandi tilboð frá Englandi, Grikklandi, Bandaríkjunum og Arabalöndunum. — Það var fyrir hreína tilvilj- un að ég hitti Elton John á knatt- spyrnulandsleik og sátum við þá hlið viö hlið, segir Berti Mee. Við ræddum vítt og breitt um knatt- spyrnu og ég féllst á að koma til Watford og skoða aðstöðuna þar. Um leið og ég var kominn inn fyrir dyr hjá félaginu fannst mér ég vera kominn heim og siðan hefur allt mitt líf verið hjá Wat- ford. Elton John hefur alla tíð fylgzt náið með leikjum Watford og er fæddur um 6 km frá leikvangi félagsins. Þegar hann fyrir nokkr- um árum frétti að Watford ætti í miklum fjárhagserfiðleikum bauðst hann til að halda hljóm- leika til ágóða fyrir félagið. Þessir hljómleikar gáfu Watford um 3 milljónir króna og það hjálpaði upp á sakirnar í þeim kröggum, sem félagið var i. En það hefur ekki aðeins orðið breyting á hjá Watford, sjálfur hefur Elton John breytzt mikið á siðustu mánuðum. Hann hefur á 13 vikum létzt um 16 kíló og hár hefur verið grætt á höfuð hans. A síðustu 6 mánuðum hefur það sífellt orðið vinsælla að knatt- spyrnufélög reyni að fá þekktar stjörnur úr tónlistarheiminum til liös við sig. Þannig hafa Mick Jagger og Peter Frampton Iátið af hendi rakna háar fjárhæðir til styrktar félagi í Fíladelfíu i Bandaríkjunum. Rod Stewart hef- ur alltaf sagl að knattspyrnan komi næst á eftir tónlistinni — síðan kvenfólkið. Rod Stewart var nýlega boðið sæti í stjórn Chelsea í Englandi. en treysti sér ekki til þess þar sem hann dvelur aðal- lega í Bandaríkjunum. — áij Gísli Blöndal var maðurinn á bak við sigur Vals I gærkvöldi. Titillinn blas- ir nú við Val REYKJAVÍKURMEISTARATITILL INN i handknattleik blasir við Vals mönnum eftir sigur þeirra yfir Vik- ingi i gærkvöldi 20:16. Valsmenn eiga aðeins einum leik ólokið gegn Þrótti og ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr þvi að vinna þann leik og gulltryggja sigur i mótinu. Vikingur og Valur eru þau tvÖ lið, sem hafa orðið að leika án flestra sinna beztu manna í mótinu vegna þess að þeir hafa verið á æfingum með lands- liðinu Víkingur hefur þó farið öllu verr út úr þessu, þvi 6 menn vantaði hjá Vikingi. þá Kristján Sigmundsson. Björgvin Bjorgvmsspn, Ólaf Einarsson. Arna Indriðason, Þorberg Aðalsteins- son og Viggó Sigurðsson. og munar nú um mmna Valur lék i gærkvöídi án Jóns H* Karlssonar, Bjarna Guð mundssonar og Þorbjörns Guðmunds- sonar en þeir Þorbjörn Jensson og Jón P Jónsson léku að nýju með Val i gærkvöldi Valur byrjaði leikinn mjög vel í gær, komst i 7:3 en Vikingarnir jöfnuðu og staðan í hálfleik var 10 10 Um tíma í seinni hálfleik hafði Vikingur yfir 13 12 en þá kom góður kafli hjá Val. fjögur mork i röð og sigurmn var i höfn Gisli Blöndal var bezti maður Vals i þessum leik, illstöðvandi fyrir vörn Vík- ings Þá var Brynjar Kvaran góður i markinu Hjá Vikmgi var Páll Björg- vinsson sem fyrr potturmn og pannan en Skarphéðinn Óskarsson var geysi- sterkur i vörn Mörk Vals Gislr 9 (2 v). Björn Björnsson 5. Þorbjörn 2. Jón Pétur 2. Bjarni Jónsson og Karl Jónsson 1 mark hvor Mork Vikings Páll 6 (1 v) Steinar Birgisson 4, Ólafur Jónssor 4 Jón Sigurðsson 2 og Magnús Guðmunds- son 1 mark — SS Þróttur — Leiknir 31:19 Þróttur sigraði Leikni 31:19 í Reykjavíkurmótrnu í gærkvöldi, eftir að staðau hafði verið 14:14 í hálfleik. Konráð Jónsson skoraði 16 af mörkum Þróttar en llafliði Pétursson var markhæstur hjá Leikni með 6 mörk. — ÞR. Keilir fagn- ar nýju ári GOLFKLUBBURINN Keilir í Hafnarfirði fagnar nýju ári á Hvaleyri næstkomandi laugardag, 7. janúar, kl. 16. Verður þar skot- ið upp flugeldum, kveikt á blys- um og einnig kveikt i litilli brennu. Er þessi nýársfagnaður hugsaður fyrir alla fjölskylduna, jafnt yngri sem eldri. Að lokum verða sýndar kvikmyndir í skála golfklúbbsins. í vetur verða mán- aðarlega kvikmyndasýningar hjá Keili og verða þar sýndar golf- myndir. Verður fyrsta sýningin 7. febrúar og er opin öllum golfunn- endum. Hópferð á heimsmeistarakeppnina 1 handknattleik 26. janúar — 5. febrúar. Verð kr 98 100 - Innifalið í verðinu: flug, rútuferðir, gisting, morgunverður og aðgöngumiðar á alla leikina Beint flug til Árósa og heim frá Kaupmanna- höfn Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.