Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 13 Leiðtogar EBE á fundi. starfsmenn stofnunarinnar, sem þykja mjög hæfir og hafa mikla reynslu, hafa algerlega frjálsar hendur og fullan að- gang að öllum upplýsingum hjá hverri aðildarþjóð til þess að byggja efnahagsspár sínar á. Hefur stofnunin þótt sannspá, þótt aðeins hafi skeikað undan- farin ár á þann hátt að of mik- illar bjartsýni hafi gætt i spám þeirra. T.d. var spáð almennum 4% hagvexti á síðasta ári, en hann reyndist 3!4%. 3Vi% hagvöxtur Spáin um hagvöxt meðal aðildarríkjanna á þessu ári hljóðar upp á 3!4%, sem myndi hafa mjög alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. í iðnrikjunum myndi það þýða atvinnuleysi fyrir 17 milljónir verkamanna og áhrifin í löndum þriðja heimsins yrðu hrikaleg. Mikil hætta er á að slík þróun myndi leiða til þess að ýmsar þjóðir gripu til verndaraðgerða og auka líkur á viðskiptastríði, sem þegar vofir yfir í ljósi at- burða síðustu mánaða á stál- og vefnaðarvörumarkaðnum. Slíkt myndi leiða til gjaldþrota, og i einu landi, Japan, er fjöldi gjaldþrota fyrirtækja þegar orðinn hærri en nokkru sinni eftir stríðslok. Allt þetta hefur aukið á ótta manna við stjórn- málalegt upplausnarástand og aukinn umsvif öfgasamtaka ungs fólks, sem er óánægt með hið kapitalíska efnahagskerfi. OECD greinir frá nokkrum aðalástæðum fyrir rikjandi ástandi. Iðnaðarframleiðslu hefur hnignað frá þvi í apríl sl. Framleiðslan í Bandaríkjunum hefur farið minnkandi. í Japan hefur hún staðið í stað, þrátt fyrir metútflutning ýmissa iðn- greina. Framleiðslan í V- Evrópu hefur dregist verulega saman, svo nokkur dæmi séu nefnd. Atvinnuleysi meðal OECD-rikjanna er nú 5.4% að meðaltali, sem þýðir að 500 þús- und fleiri manns eru nú atvinnulausir en var, en krepp- an 1975 var í hámarki. Evrópu- þjóðirnar hafa orðið verst úti. Þar voru 4.7 milljónir manna atvinnulausir árið 1975, en í dag euu það 7 milljónir. Ekki hefur tekist að samræma stefnumótun til úrræða, sem hefur leitt til óvissu og tregðu til fjárfestinga og raskað mjög jafnvægi í viðskiptum þjóóa. Bandaríkin hafa átt við mikinn viðskiptahalla að striða, en jöfnuður Japana er gífurlega hagstæður, áætlaður um 13.5 milljarðar dollara fjárhagsárið 1977—78. Afleiðingin af þessu er að Bandarikjadollar hefur lækkaó um 5% á gjaldeyris- mörkuðum frá því í ágúst og franski frankinn ög ítalska lír- an um 3%, en v-þýzka markið hefur hækkað um 414% og jap- anska yenið um 9%. Pundið hefur og hækkað um 1 % Tillögur OECD Tillaga OECD, er að sterk- ustu löndin, Japan og V- Þýzkaland, geri tafarlausar ráð- stafanir til að örva efnahags- kerfi sín til að auka innflutning og þannig ná meiri jöfnuði í viðskiptum. 1 Bandaríkjunum vonast Carter forseti til að fá þingió til að örva hagvöxt með því að samþykkja skatta- lækkanir og draga úr oliuflutn- ingi, sem nemur alls um 25 milljörðum dollara, og felast í orkumálafrumvarpi hans. V- Þjóðverjar hafa engu lofað, en Takeo Fukuda, forsætisráð- herra Japans, hefur lofað fjár- lögum, sem fela i sér verulega Framhald á bls. 21. Brezkir verkamenn í mótmælagöngu. Sigríður Sigurðardóttir. En vegna erfiðleika Kanadabúa gengur hún þar í landi undir nafninu, Sigrid (Sigga) Gudmannsson. sækja um frá Evrópu og komast til Kanada. Venjulegast er þetta unga fólk sex mánuði í senn I starfi hjá bændunum, en áður en hver ein- stakur getur byrjað þar verður hann að setjast á skólabekk í landbúnaðarháskóla í vikutima til að kynnast nokkrum undirstöðu- atriðum í sambandi við landbún- að. Fyrir þessa sex mánaða dvöl verður hver stúdent að greiða sem svarar til 200 þúsunda króna íslenzkra, en fær aftur til baka vasapeninga meðan á dvöl hans stendur. 1 dag er skrifstofan hjá okkur i Kanada orðin sú stærsta af skrif- stofum samtakanna þó svo hún sé sú yngsta, hún var stofnuð fyrir aðeins 9 mánuðum og í dag fara um 500 ungmenni þar í gegn af þeim 800 sem taka þátt í þessum stúdentaskiptum í það heila. Aður fyrr var hér í Kanada aðeins full- trúi sem á engan hátt var viðun- andi. Okkar starf er aðallega í því fólgið að þegar við fáum umsókn- ir frá fólki veljum við úr þeim bændum sem þegar hafa lýst si| fúsa til að taka við slíkum stúdentum og síðan verðum við að . skipuleggja ferð þeirra að heiman á áfangastað. Síðast en ekki síst lendum við mjög oft í því að stúdentunum annars vegar og bændunum hins vegar semur ekki sem skyldi og veróum við þá að gera viðeigandi ráðstafanir til að flytja viðkomandi nemana eitt- hvað annað, ef ekki tekst að sætta þetta fólk. Annars eru í upphafi gerðar vissar kröfur til þeirra bænda sem ætla að taka við slík- um nemendum, t.d. um bústærð, vélakost og svo hvort yfirhöfuð þeir hafi aðstöðu til að leiðbeina nemendunum nægilega á hinum ýmsu sviðum landbúnaðar. Og meðan á dvöl nemenda stendur á býlunum er stöðust eftirlit haft með þeim af okkar hálfu. Að lokum sagði Sigríður, að ef einhverjir Islendingar hefðu áhuga á þessari starfsemi skyldu þéir skrifa til aðalstöðva samtak- anna í Kaupmannahöfn, en þeirra heimilisfang er: International Acricultural exchangs Accosiation. 58 Aboulevard, DK 2200 Kaupmannahöfn, Dan- mörku. Skákkennsla sjónvarpsins: Skilafrest- ur til 15. janúar FRIÐRIK Ólafsson, stór- meistari, hefur beðið Morgunblaðið að beina þeim tilmælum til þeirra, sem hyggjast spreyta sig á verðlaunaverkefni skák- kennslu hans í sjónvarp- inu, að senda úrlausnir sín- ar fyrir 15. janúar n.k. Spurningar verðlauna- verkefnisins varða skák, sem er á bls. 34 í bókinni Skákþjálfun; 1) Hverjir eru helztu annmarkar á taflmennsku hvíts í byrj- uninni? 2) Hvað er aðal- lega til marks Um stöðu- yfirburði svarts á stöðu- myndinni bls. 34? stærsta hússasnasýnins íheimi Köln 17. - 22. janúar ALLAR GERÐIR HÚSGAGNA 0G INNRÉTTINGA Síóustu forvöö aó tryggja sér far EINKAUMBOÐ FYRIR ÍSLAND M Férðamiöstöðin hf. Aóalstræti 9 - Símar 11255 & 12940 50 102

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.