Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 32
au<;lysin<;asíminn er: 22480 JW«r0unbI«í)ið JHsr^unbfabiti FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 Vestur á Skothúsvegi Póstur og sími: Óskar eftir 40 % hækkun GJALDSKRARNEFNDIN, öóru nafni bremsunefnd, sem á aö gefa, umsögn um beiðnir opinberra f.vrirtækja um hækkun á gjaldskrám fjallar nú um hækkunarheiðn- ir nokkurra opinberra f.vrirtækja. Samkvæmt upplýsingum formanns nefndarinnar, Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra, er beiðni Pósts og sfma um 40% hækkun á gjaldskrá nú þegar lang- stærsta málið, sem til af- greiðslu er. Fyrirtækið hafði óskað eftir meiri hækkunum en það endur- skoðaði hækkunarbeiðnina eftir 500 milljón króna nið- urskurð á framkvæmda- áætlun. Samkvæmt reglum eiga opinberar hækkanir að taka gildi 10 síðustu dag- ana fyrir vísitölureikning, en vísitala verður næst reiknuð 1. febrúar n.k. Þær hækkanir, sem verða leyfð- ar 10 síðustu daga þessa mánaðar á samkvæmt samningum aó bæta í laun- um 1. marz n.k. Portúgalar vilja kaupa þrjátíu þúsund tonn af ferskum ísfiski á ári NOKKRIR Portúgalar hafa sýnt mikinn áhuga á að fá kevptan ferskan og ísaðan fisk á íslandi og flytja til Portúgals. Voru Portúgalarnir hér á landi fyrir jól, og ræddu þá bæði við fulltrúa L.Í.U., stjórn- valda og fleiri aðila. Að því er Morgunbiaðinu hefur verið tjáð, hefur engin af- staða verið tekin til þessa máls, enda vantar enn mik- ið af upplýsingum frá Portúgölum, bæði um það hvernig eigi aó flytja fisk- inn og eins uni verð og greiðslur. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Portúgalarnir sem hingað komu hefðu verið þrír og'meðal annars átt viðræður við fulltrúa úr stjórn og framkvæmdaráði L.Í.Ú. Kvað Kristján Portúgalana hafa falazt eftir allt að 30 þús. tonnum af ferskum og ísuðum fiski á ári én hins vegar hefðu þeir ekki að öllu leyti getað gert grein fyrir hvernig þeir ætluðu að flytja fiskinn suður til Portúgals. — Að okkar mati, sagði Kristján, er þetta mál ekki meira en svo a.m.k. enn sem komið er að við í L.l.Ú. höfum ekki tekið neina afstöðu til þess og á ég vart von á að það verði alveg í bráð. Þegar Morgunblaðið spurði Kristján um þau verð, sem Portúgalarnir hefðu boðið fyrir fiskinn, sagði hann, að öll verð hefðu verið gefin upp með svo og Bernharð Hollandsprins: Lenti hér til að sækja ferðafélaga til Suð- urheimskautslandsins BERNHARÐ Hollandspt ins, eiginmaður Júlíönu drottningar, lenti flugvél sinni á Keflavíkur- flugvelli klukkan 12:20 í gapr. Hingað kom prinsinn að sækja hjónin dr. Sturiu Friðriksson og Sigrúnu Laxdal, sem hann hafði boðið í ferð til Suðurheimskauts- landsins, en þau hjón hafa áður ferðast með prinsinum. Flugvél prinsins, sem er af gerðinni Fokker 28 Fellowship, fór frá Keflavík klukkan eitt áleiðis til Syðri-Straumfjarðar í Grænlandi, en þaðan átti að halda til New York og Suður-Ameríku til Suðurheimskautslandsins. Fjórtán mannsvoru í flugvélinni, þegar hún kom til Keflavíkur, en eftir eiga að bætast í hópinn m.a. Tensing, sá sem kleif Everesttind með Sir Edmund Hilary, og Sir Peter Scott, sem tók við for- mennsku World Wild Life Fund, er Bernharð prins lét af hendi í kjölfar Lockhead-hneykslisins. svo miklum fyrirvörum, að miðað við það og allar aðstæður væri ekki hægt að Ieggja neinn dóm á þau. Ennfremur skorti enn frek- ari upplýsingar frá Portúgölun- um sjálfum um þeirra starfsemi. Yfirnefnd- ir ræða fisk- verðið í dag YFIRNEFNDIR Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem fjalla um almennt fiskverð og loðnuverð, koma saman á ný til fundar eftir hádegi í dag. Að því er Morgunblaðið hef- ur fregnað, þá hefur mönnum gengið mjög hægt að nálgast hver annan, að því er snertir almenna fiskverðið, og enn mun vera nokkur ágreiningur milli kaupenda og seljenda, sem ræða um loðnuverðið. Upp í 97,2% innheimta á tekju- og eignaskatti Meiri skilvísi hjá skattþegum en áður IYIORGÚNBLAÐIÐ hafði sant- band við 9 bæjarfógeta og sýslu- menn í gær og innti frétta af niðurstöðum á innheimtu em- bætta þeirra á tekju-, eigna- og söluskatti. Kom í Ijós að inn- heimta er með betra móti og allt upp í 97,2% á þinggjöldum hjá einu embætti og 97% hjá öðru, en hjá 5 embættum af þeim 9 sem við höfðum samhand við, var inn- heimtan yfir 90%, og þar á meðal hjá embættum sem innheimta miklar fjárupphæðir. Sauðárkrókur: Hjá bæjarfógetaembættinu á Sauðárkróki fengum við þær upp- lýsingar að innheimt hefðu verið á árinu 97,2% þinggjalda eða 220 millj. kr. og innheimta á sölu- skatti var að vanda 100% eða 352 millj. kr. að þessu sinni- sam- kvæmt upplýsingum Sigurgeirs Þórarinssonar á skrifstofu fógeta. Sýslumaður er Jóhann Salberg, en embættið sér um innheimtu á Sauðárkóki og í Skagafjarðar- sýslu allri. Borgarnes: Ásgeir Pétursson sýslumaóur Mýra- og Borgarfjarðarsýslu kvað innheimtu þinggjalda hjá þeim vera 97% eða alls 257 millj. kr. og kvað hann þetta hæsta hlutfall sem þeir hefðu komizt í hjá emb- ætti hans. Þá kvað hann innheimtu sölu- skatts vera 99,1% eða alls 359 millj. kr. Höfn í Hornafirði: Friðjón Guöröðarson sýslu- maður Austur-Skaftfellinga með aðsetri á Höfn í Hornafirði, sagði að innheimta embættisins á tekju- og eignaskatti væri 95—96% eða Framhald á bls. 18 Hassmálið: Tveir menn í gæzluvarðhald MIKLAR yfirheyrslur voru í gær í hassmáli því, sem verið hefur rannsóknar nú um nokkurt skeið. Seint í gærkvöldi voru tveir menn úrskurðaðir í gæzluvarðhald ann- ar í allt að 30 daga og hinn í allt að 20 daga. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Fíkniefnadómstólnum í gær, þá eru báðir mennirnir, sem úr- skurðaðir voru í gæzluvarðhald í gær, tengdir máli þvi sem nú hef- ur yerið í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.