Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1978 29 rrw~——3^ VELVAKANDt SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘InwuMawan'UK Bandaríkjamönnum hernaðarað- stöðu á landi sínu. Kúrileyjar er , röð eyja í Norður-Kyrrahafi er ná, í suðri, frá japönsku eyjunni Hokkaido til Kamchatka-skaga í norðri. Frá 1875 til 1945 lutu eyjarnar japanskri stjórn en frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn- ar hafa þær tilheyrt Sovétlýðveld- inu (U.S.S.R.). Saipan er hins vegar stærsta eyjan (185 km2) í Marianaeyjaklassanum, sem er einn af mörgum slikum i Micronesiu á Kyrrahafi. I Þjóðviljanum 31. des. s.l. er vitnað í fyrrnefnda grein Guð- mundar H. Garðarssonar og þar getur að lita sömu villandi upplýs- ingar varðandi Kúrileyjar, undir fyrirsögninni „Bíður Islands hlut- skipti þeirra á Kúrileyjum?" (Við skulum halda i þá von að svo verði ekki). Tel ég það öllu undarlegra að þeir Þjóðviljamenn skuli ekki vita betur. S.Þ. Jóhannesson". 0 Áður en árið er liðið Arnór Ragnarsson skrifar: „Það hefir verið viðtekin venja I dagblöðum að spyrjast fyrir hvort ekki verði endursýnt svokallað skaup sjónvarpsins sem sýnt er á gamlárskvöld. Ég geri það hér með og ástæðan er sú að einhver hluti landsins var raf- magnslaus. Þessi áramótaþáttur er oft sæmilegur og þykir manni súrt i broti að missa af honum, þar sem oft líða margar vikur þar sem ekkert er í sjónvarpi sem lyftir svo mikið sem annarri auga- brúninni. Þegar þátturinn Undir sama þaki var sýndur var hann alltaf endursýndur þrem dögum siðar. Þeir staðir sem voru rafmagns- lausir, eða truflanir voru meira eða minna voru m.a.: Reykjavik að hluta, Grindavík, Vogar Garðar, Sandgerði, Selfoss og Akranes". Hjá sjónvarpinu fékk Velvak- andi þær upplýsingar að væntan- lega yrði áramótaþátturinn endursýndur á miðvikudag í næstu viku. Þessir hringdu • Rétt að moka tröppurnar Halldór Halldórsson: — Mig langar að fara fram á það að menn verði áminntir um að moka tröppurnar hjá sér þegar snjór festir, þvi það er beinlínis glæpsamlegt að gera það ekki. Fólk þarf að komast að íbúðum, margra hluta vegna, póstburðar- fólk, blaðberar o.fl. Þannig er að konan mín ber út blöð og hef ég stundum farið með henni i það og slik er hálkan stundum á tröppum húsa, að stórhættulegt er þar um að fara. Fyrir utan þetta má nefna að oftast er verið að paufast með blöðin í niðamyrkri á morgn- ana og ekki hjálpar það til. Til munu vera einhver ákvæði um það að húseigendur séu ábyrgir fyrir klakadröglum er falla kunna af húsþökum þeirra á fólk. Mér finnst ótrúlegt ef þeir bera ekki einnig ábyrgð á meiðslum er verða e.t.v. á fólki á tröppum húsa þeirra vegna þeirrar vanrækslu að moka ekki snjó af þeim. 0 Tekið upp, en ekki sent út? Reið kona á Seyðisfirði kvaðst vilja spyrja ráðamenn útvarps hvað liði upptökum, sem gerðar SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A heimsmeistaramóti stúdenta i fyrra, sem fram fór í Mexíkóborg, kom þessi staða upp í skák þeirra Fernandez, Kúbu, sem hafði hvítt og átti leik, og Campos, Mexikó: 25. Rh7! — Rh5 (Eftir 25. . . . Kxh7, 26. Bxg7 — Kxg7, 27. Dh6+ verður svartur mát) 26. Hxh5! — gxh5, 27. Rf6+ og svart- ur gafst upp. Sveit Sovétríkjanna sigraði á mótinu. í sveitinni voru þeir Romanishin, Vaganjan, Dorfman, Beljavsky, Bakarichev og Mikhailchisin. hefðu verið á Seyðisfirði i maí- mánuði siðast liðnum, þ.e. hven- ær mætti búast við að efnið yrði sent út. Sagði konan að hér væri um að ræða efni er tekið hefði verið upp hjá Tónlistarskóla Seyðisfjarðar og hefði vakið mikla athygli i bænum og nemendur skólans hefðu æft sig mikið og undirbúið sérstaklega fyrir þetta. Nefndi konan reiða, að Seyðfirðingar hefðu t.d. átt von á einhverju af þessu efni er þáttur Svavars Gests var til- einkaður Seyðisfirði i sumar, en þá hefði hann leikið upptöku með Samkór Neskaupsstðar, sem kon- an kvað hafa verið óeðlilegt þar sem upptaka var til með Sam- kórnum Bjarma á Seyðisfirði. Að lokum kvaðst konan vilja minna á að það hlyti að kosta eitthvað að senda útvarpsmenn út á land og það hlyti þvi að vera nauðsynlegt að nota það sem þannig væri safn- að af efni. / •• HOGNI HREKKVISI Ég átti svo sannarlega von á því ad þú kæmir líka eftir þessi jól. B3? S\G6A V/öGA í 'ÍiLVERAW lÆrIð vélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 10. janúar. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna Innritun og upplýsingar í sima 41311 eftirkl. 13.00. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. Fimleikar Æfingar í Fellaskóla: Drengir — byrjendur: Æfingar á laugardögum kl. 1 5.40. Stúlkur — byrjendur: , 6—8 ára laugardaga kl. 15.40. Stú/kur — byr/endur: 8 —10 ára, laugardaga kl. 1 7.50. Æfingar hefjast laugardaginn 7. janúar. Fimleikadeild Ármanns. UTSALAN ífuUufjöri Nokkur dæmi um verðlækkun; Terylenebuxur kvenna . 2.995. Denimbuxur kvenna no. 26—34 2.995. Sloppar dömustærðir 2.995. Náttkjólar domustærðir 1.995. Náttsamfestingar dömu 1.995. Náttföt telpna 1.495. Dömupeysur Tr9a^. 999. Dömublússur s’Tse^ 1,495. Barnabuxur denim TTsfi^. 1.695. Mi'nstraðar skyrtur herra 1.495. Rúllukragapeysur herra 999. Drengjapeysur 2T9s^>. 1.995. Stuttar nærb. herra 399. Stuttar nærb. drengja TíSq, 299. Terylenebuxur drengja “SíSSQ. 2.995. Náttföt herra 1.695. ATH.BREYTTAN VERSLUNARTÍMA: OPIÐ TTL KL8 í KVÖLD LCKAÐ Á MCŒKKJN.LAöGARDAG. Mikið úrval af verksmiðjugölluðum Cannon handklæðum á mjög hegstæðu verði Tilboðsverð á ýmsum matvörum og allt dilkakjöt á gamla verðinu HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.