Morgunblaðið - 20.01.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978
5
Óperukvikmyndin
Keisari og smið-
ur sýnd á morgun
ÓPERUKVIKMYNDIN
Keisari og smiður verður
sýnd í Nýja bíói á morgun,
laugardag, og hefst sýning-
in kl. 14.
Albert Lortzing er
Finnlands-
kvikmynd-
ir í Norr-
æna húsinu
KVIKMYNDASYNING verður á
morgun, laugardag, I Norræna
húsinu og verða þar sýndar fjórar
finnskar kvikmyndir — Finland
har och nu, Finsk folkkonst,
Manniskan, byggningen og miljön
og En rapport om tráhusstader í
Finland. öllum er heimill aðgang-
ur.
höfundur bæði texta og
tónlistar. Hann var uppi
1801—1851 og var f jölhæf-
ur með afbrigðum. Hann
var söngvari, dansari, leik-
ari, leikstjóri og hljóm-
sveitarstjóri, auk þess sem
hann var tónskáld og texta-
höfundur. Þegar óperan
Keisari og smiður var fyrst
sýnd í Þýzkalandi hlaut
hún þegar miklar vinsæld-
ir, og er eins og aðrar óper-
ur Lortzings, oft sýnd í
þýzkum óperuhúsum.
Keisari og smiður er gaman-
ópera, og söguþráðurinn er
spunninn í kringum Pétur mikla
Rússakeisara og nafna hans, sem
er Rússneskur skipasmiður.
Margs konar misskilningur hlýzt
af þvl að nafnarnir eru staddir á
sama stað á sama tíma — I Hol-
landi — og blandast ýmsar
merkispersónur I málið. Helztu
Gunnar Ragnars endurkjör-
inn formaður fulltrúaráðs
sj álfstæðisfélaga á Akureyri
GUNNAR Ragnars var
endurkjörinn formaður
fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna á Akureyri á
aðalfundi fulltrúaráðsins
s.l. fimmtudag. Auk hans
voru Freyja Jónsdóttir og
Halldór Blöndal kjörin í
stjórn, en einnig eiga fjórir
formenn sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri sæti í
stjórn fulltrúaráðsins.
Gunnar Ragnars
Háskólatónleikar á morgun:
Pétur Þorvaldsson
leikur sónötur eftir
Bach og Beethoven
A HAskOLATÖNLEIKUM á
morgun leikur Pétur Þorvaldsson
sellóleikari einleikssónötur eftir
Johann Sebastian Bach og
Ludwig van Beethoven. 1
Beethoven-sónötunni leikur Gfsli
Magnússon pfanóleikari ásamt
Pétri.
Pétur Þorvaldsson stundaði
nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá Heinz Edelstein og
Einari Vigfússyni, en síðar við
Tónlistarháskólann í Kaup-
mannahöfn og var kennari hans
þar Erling Blöndal Bengtsson. Ar-
ið 1961 sigraði Pétur i samkeppni
um stöðu fyrsta sellóleikara við
Borgarhljómsveitina í Arósum.
Þvi starfi gegndi hann til 1965, og
hefur síðan verið starfandi hér
heima að einum vetri undanskild-
um. Hann er nú fyrsti sellóleikari
Sinfóniuhlómsveitar Islands.
Háskólatónleikarnir hefjast kl.
17 á morgun, laugardag. Aðgang-
ur að tónleikunum er öllum heim-
ill. Miðar verða seldir við inn-
ganginn, en tónleikarnir fara
fram í Félagsstofnun stúdenta.
Gullæði Chaplins
MENNINGARSTOFUN Bnda-
rfkjanna mun á þriðjudag f næstu
viku sýna Gullæði Chaplins, en sú
mynd er af mörgum talin bezta
mynd Chaplins.
Ibúasamtök Vesturbæjar:
Vara við því að
gömul mannvirki
víki án miskunn-
Peter Haage og Lucia Popp f hfut-
verkum sfnum.
söngvarar sem fra m koma í
myndinni eru Raymond
Wolansky, Peter Haage, Hans
Sotin, Lucia Popp og Noel
Mangin.
Eins og aðrar óperumyndir,
sem Germanía og Tónleikanefnd
háskólans hafa efnt til að undan-
förnu, er þessi mynd frá norður-
þýzka sjónvarpinu.
ar fyrir
MBL. hefur borizt eftirfarandi
fréttatilkynning frá stjórn Ibúa-
samtaka Vesturbæjar, sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi 16.
janúar s.l.:
„Stjórn Ibúasamtaka Vestur-
bæjar beinir þeim eindregnu til-
mælum til borgaryfirvalda að
fresta samþykkt fyrirhugaðra
byggingarframkvæmda í mið-
borginni — Aðalstræti, Austur-
stræti, Hafnarstræti.
Telur stjórn samtakanna óhjá-
kvæmilegt að kanna betur með
hvaða hætti verði best unnið að
þvi að svæði þetta nýtist borgar-
búum til athafna og menningar-
lífs, án þess að höggvið sé á sjálf-
sögð og eðlileg tengsl við fortið-
ina. Varar stjórn íbúasamtakanna
við þvi virðingarleysi er lýsir sé i
þeirri stefnu að gömul mannvirki
er segja þróunarsögu borgarinnar
með minningum sinum og svip-
móti og hafa enn fullt notagildi,
viki án miskunnar fyrir nýsmíði.
Þá bendir stjórnin á nauðsyn þess
nýsmíði
að nýbyggingar séu hverju sinni
felldar að þeirri byggð sem fyrir
er, en núverandi stefna borgaryf-
irvalda virðist ganga i gagnstæða
átt. Sést það best af fyrirhugaðri
byggingu við Hafnarstræti sem
ætlað er að koma í stað eins elsta
verslunarhúss borgarinnar,
Smjörhússins.
Ibúasamtökin vekja athygli á
samþykktum Evrópuráðsins og
ráðherrafunda þess, um varð-
veislu borgarhluta er hafa sögu-
og umhverfisgildi, en i ályktun-
um þeim er skorað á stjórnvöld í
aðalildarríkjum samtakanna að
verja ekki minna fé til varðveislu
og eðlilegs viðhalds slíkra húsa en
nýsmíði. Má minna á ráðstefnu
um skipulagsmál er haldin var á
Italíu að frumkvæði itölsku
stjórnarinnar, en þar var lagt til
að lána skyldi út á endurnýjun
húsa hlutfallslega jafnmikið og til
nýbygginga. Mun það nú almennt
viðurkennt, að í mörgum tilfell-
um sé uppbygging gamalla húsa
hagkvæmari en nýsmiði."
fegrnn
Og
Búðin í Bankastræti og Snyrtistofan í næsta húsi
Clara er hvort tveggja í
senn snyrtivöruverslun
og snyrtistofa, einskonar
miðstöð fegrunar og
snyrtingar
þar sem konur fá - ekki
aðeins allar nauðsynlegar snyrti-
vörur heldur einnig það sem mest
er um vert: persónulega ráðgjöf
hjá fegrunarsérfræðingi. Það er
einstaklingsbundið hversu sterk
eða viðkvæm húðin er - þetta
stærsta líffæri mannsins. Því er
það svo, að það sem einum hentar
þolir annar ekki.
Það er ástæðan fyrir því
að við leggjum svo ríka
áherslu á sérfræðilega
aðstoð - jafnt í búðinni
sem á snyrtistofunni.
Ilmvötn og allar snyrti-
vörur höfum við á boðstólum í
búðinni - en vanti þig andlits-
snyrtingu eða ýtarlegri ráðgjöf þá
er að snúa sér til snyrtistofunnar
og fá tíma. ATH. það er opið til
kl. ló.oo á laugardögum.
Sérfræðiþjónusta okkar stendur
þér til boða.
Snyrtistofa Bankastræti Sími 14033