Morgunblaðið - 20.01.1978, Síða 7

Morgunblaðið - 20.01.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. .JANUAR 1978 7 Alþingi kemur saman á ný Alþingi íslendinga. 99. löggjafarþing. kemur sam- an á ný til starfa nk. mánudag. t>á hefst loka- þáttur þessa kjörtímabils. sem væntanlega dregur dám af kosningunum framundan; en nýtt þing verður kjörið i júnimánuSi i sumar. Fullvist er. aS nokkrir þingmenn eiga ekki aftur- kvæmt til þings. er 100. löggjafarþing þjóSarinnar kemur saman á haust- mánuSum. MeSal þeirra eru ýmsir, sem boriS hef- ur mjög hátt i þingsög- unni. Nefna má Jóhann Hafstein. fyrrverandi for- sætisráSherra og formann SjálfstæSisflokksins; Ing- ólf Jónsson. fyrrverandi iSnaSar-, samgöngu- og landbúnaSarráSherra. Gylfa Þ. Gislason, fyrrver- andi formann AlþýSu- flokksins og núverandi formann þingflokks Al- þýSuflokksins. og Ásgeir Bjarnason. núverandi for- seta sameinaSs þings. Ennfremur Axel Jónsson, landskjörinn þingmann af Reykjanesi. og GuStaug Gislason. þingmann Sunnlendinga. Allir þessir þingmenn hafa ákveSiS að gefa ekki kost á sár til framhaldandi þingstarfa. Ennfremur má nefna tvo þingmenn AlþýSu- flokksins; Eggert G. Þor- steinsson. fyrrv. ráSherra, og Jón Árm. HéSinsson. landskjörinn þingmann af Reykjanesi, sem biSu lægri hlut i prófkjörum fyrir skemmstu, en raunar liggur enn ekki Ijóst fyrir. hvort þeir fara i framboS samt sem áSur. Ekki er vitaS um neina þingmenn AlþýSubanda- lags (svokallaSs) sem mettir eru á þingstörfum. — en framboSsmál þess flokks eru ekki fyrir jafn opnum tjöldum og hjá öðrum islenzkum stjóm- málaflokkum. BáSir nú- verandi þingmenn SFV, Magnús T. Ólafsson og Karvel Pálmason. hyggja á endurkosningu (hvern veg sem svo til tekst). Sá siSarnefndi rær þó einn á báti á VestfjarðamiS. ut- anflokka. Hverjir ná svo kosningu af náð kjósenda — þegar sól er hæst á lofti og dag- ur lengstur — skal ósagt látið. Hitt skal fullyrt að komandi mánuðir verða siðustu þingtimar ýmissa mætra manna. sem unnið hafa þjóð sinni vel og lengi. eftirsjá er að og verður skarð þeirra vand- fyllt. Annir og afköst Öruggt þykir að annir setji svip á þingstörf á komandi mánuðum. Veld- ..Höfum við gengið til góðs ur þar mestu að mörg viðamikil mál biða um- fjöllunar, sem vart verður fram hjá gengið. Einnig hitt. að þingmenn em að jafnaði framtakssamari á kosningaþingum en að öðru jöfnu. einkum og sér i lagi úr liði stjórnarand- stöðu. en þeir eru óháðari ábyrgð gagnvart markaðri stjórnarstefnu i viðfangs- efnum liðandi stundar. f þvi efni mega þó þing- menn gjarnan minnast þess. að þeir eru undir nákvæmari almanna smá- sjá en áður og að hinn þöguli fjöldi. sem „talar" i kjörklefunum að vori, gerir kröfu til ábyrgðar. stefnumörkunar og skýrt fram settra og rökstuddra úrræða — fremur en ?" sýndarmennsku og orða- leikja, er þóttu góð latina i pólitik til skamms tima. Nú dugar ekki lengur að segja: „andstæðingurinn fór rangt að". heldur þarf að bæta við. hvem veg eigi að standa að málum, hvers vegna og til hvers. Hinn almenni borgari ger- ir strangari kröfur til stjórnmálamanna i dag en i gær — og hann styður ekki þann frambjóðanda á morgun, sem ekkert hefur til mála að leggja annað en neikvætt nöldur. Hvað sem þvi öllu liður biða annir þings. hver svo sem afköstin verða. sem tiundið verða kjósendum „að vori". Vonandi verða þau annað og meira en „sautján svipmyndir". Fyrirhugaðar eru væntanlegar ferðir á vegum eða fyrir tilstuðlan „Ferðaklúbbsins Ameríkuferðir" i samvinnu við Ferðaskrifstofuna Sunnu til Bandaríkjanna og Kanada sumarið 1978 í sambandi við aldarafmæli byggðar íslendinga i Norður- Dakota, er haldið verður hátíðlegt fyrstu helgina í júlímánuði. 1. ferðin verður hálfsmánaðarferð 29. júni 2. ferðin verður þriggja vikna ferð 14. júli 3. ferðin verður fjögra vikna ferð 6. ágúst vestur til Seattle. Tilhögun ferðarinnar er öllum frjáls til ráðstöfunar. en skipulagðar verða ferðir um íslendingabyggðir í Kanada og sérstaklega skal getið skipulagðrar ferðar til UTAH OG TIL HONOLULU. Þeir sem ekki eiga ættingja til þess að dvelja hjá, verður útvegað dvöl á ódýrum en sérstaklega smekklegum hótelum. Leiðsögumenn verða þjóðkunnir menn. og þaulkunnugir. Hópar jafnt sem einstaklingar. tilkynnið og tryggið þátttöku sem allra fyrst. Ef þess er óskað er möguleiki að mæta á fundum hjá félagasamtökum, og sýna Ijómandi fallegar kvikmyndir frá þeim slóðum er farið verður um. Fargjaldi verður stillt i hóf. Ferðaskrifstofan Sunna sér um farmiðaútgáfu og Flugleiðir fljúga. Eflið frændræknina. kynnið ykkur vandlega hvort þér eigið ekki nákominn ættingja vestanhafs er gaman væri að kynnst. Ferðaklúbburinn Amerifcuferðir mun ennfremur eftir þvi sem föng eru til. að taka á móti Vestur- íslendingum hér á landi og útvega þeim dvöl á heimilum. Mjög áriðandi er að panta ferðina i tima. Nánari upplýsingar eru veittar alla virka daga i sima 30343 kl. 11 — 12 f.h. og 7—8 e.h. Ferðaklúbburinn Ameríkuferðir Ferðaklúbburinn Ameríkuferðir Garðeigendur Nú er rétti tíminn að huga að klippingu trjáa og runna. Látið fagmenn vinna verkið. Pantanir teknar í síma 86340 blómoual Groöurhusiö v/Sigtun skrúðgarðadeild. Auglýsing Þessi snjóbifreið, sem er af gerðinni Flextrac | Nodwell FN 60 er til sölu. Bifreiðin er af árgerð 1973, vél Perkins-Diesel 4 cyl. (80 ha). Hús með sætum fyrir 1 6 farþega. Burðarþol: 2.720 kg. Nánari upplýsingar gefur Vélsmiðjan Stál c/o lÁstvaldur Kristófersson, sími 97-2300. Seyðisfjarðarkaupstaður. HY-MAC skurögrafa 580 BT árgerö 1968 Laugavegi 170-172, — Sími 21240 CoterpiWar, Cot, og ffl eru skrósett vörumerki VÉLADEILD HEKLA hf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.