Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978
Guðmundur S. Jónasson;
Ananda Marga
Andleg — félagsleg hreyfing eða hryðjuverkamenn?
Andlegir kennarar.
Ananda Marga: Andleg —
félagsleg hreyfing
eða hryðjuverkamenn?
,,í sínum eppelsínugulu bað-
mullarkyrtlum líta þeir út eins og
farandmunkar Indlands en eru þó
langt frá því að vera venjulegir
einlífsmenn. Þeir boða frið og
kærleika manna á meðal en nota
sjálfir ofbeldi til þess að ná fram
markmiðum sínum. Þeir falla
ekki inn í hina venjulegu mynd af
borgarskæruliðum en haga sér
eins og hverjir aðrir hryðjuverka-
menn. Þeir kenna „sjálfsþekk-
ingu og þjónustu við mannkynið“
en eru taldir vera hættulegustu
menn sem komið hafa fram á
sjónarviðið í föðurlandi sínu fyrr
eða siðar. Þeir eru eins leyndar-
dómsfullir og mafían og eins vel
skipulagðir og CIA. Við innvígslu
í regluna eru notaðar hauskúpur
og félagsmenn taka blóðeið um að
fylgja blint og fórna öllu fyrir
hugmyndafræðina. í gegnum
þessar mótsagnir hefur Ananda
Marga hreyfingin, nýjasti hópur
byltingarmanna, skotið upp koll-
inum víða um heim og ríkisstjórn-
ir heimsins krefjast skýring-
ar...“
Þessi klausa er tekin upp úr
grein sem ber yfirskriftina
„Trantriskir Hryðjuverkamenn"
er birtist í vikutímaritinu „„India
Today" og er gott dæmi um þá
rógherferð er hafin hefur verið á
hendur Ananda Marga hreyfing-
unni af leyniþjónustu Indlandss,
CBI.
Skömmu eftir að banninu á
Ananda Marga á Indlandi hafði
verið aflétt við fráfall einræðis-
stjórnar Indiru Gandhis, tóku að
birtast greinar í blöðum og tíma-
ritum víða um heim er ásökuðu
hreyfinguna um ofbeldi og
hryðjuverkastarfsemi.
Skemmdarverk, sprengjutilræði,
mannrán og morðtilraunir á Ind-
verskum embættismönnum voru
sett á svið í löndum Evrópu,
Ástralíu og Norður Ameríku og
liðsmönnum hreyfingarinnar
kennt um. Svo virðist sem þessar
tilraunir til að sverta hreyfinguna
hafi haft einhver áhrif því að
undanförnu hafa birst fréttir í
íslenskum blöðum þar sem
Ananda Marga er bendluð við
skemmdarverk og flugvélarán i
Indlandi og Malasíu. Þykir því
orðið tímabært að veita nokkrar
upplýsingar um eðli, hlutverk og
sögu Ananda Marga hreyfingar-
innar í tengslum við síðustu at-
burði.
Andlegur þroski og
þjóðfélagslegar umbætur
Ananda Marga er andleg félags-
leg hreyfing sem stofnuð var, á
Indlandi árið 1955. Hún afneitar
kenningum efnishyggjunnar um
eðli mannsins og þróun þjóð-
félagsins og telur að skapa eigi
samfélag sem byggist á mannúð
og andlegum veruleika. Maðurinn
er fyrst og fremst andleg vera og
allar efnalegar framfarir eiga að
stuðla að huglegum þroska og
vera undirstaðan fyrir andlegt Iif.
I þeirri viðleitni að skapa þjóðfél-
ag með nýtt andlegt verðmætamat
leggur hreyfingin áherslu á
sjálfsþekkingu einstaklingsins
með ástundun Tantra Yoga og
þjónustu við mannkynið t.d. með
stofnun skóla, mannúðarstofn-
anna og með útbreiddu hjálpar-
starfi.
Tantra Yoga eru þau vísindi um
þroskun ' mannsálarinnar sem
kenna alhliða virkjun á duldum
sálrænum og andlegum hæfileik-
um einstaklingsins. Með þjálfun
einbeitingar hugans í hugleiðslu
öðlast iðkandinn djúpa við-
kvæmni og samkennd með öllu
sem lífsanda dregur. Þessi samúð
virkar sem aflvaki allrar þjón-
ustustarfsemi sem hreyfingin
innir af hendi á meðal þeirra er
minna mega sín í þjóðfélaginu.
Félags- og hagfræðikenning
Ananda Marga grundvallast á al-
heimshyggju, félagslegu réttlæti
og raunhæfum siðfræðihugtök-
um. Hún kennir að einstaklingar
og þjóðir séu samofin heild og
tengd innbyrgðis órjúfanlegum
böndum. Það er aðeins til ein þjóð
og hún heitir mannkyn. Mafkmið-
ið er því að koma á einu heil-
styptu mannlegu þjóðfélagi og al-
heimsríkisstjórn, er byggist á
andlegu lífsviðhorfi og sannri for-
ystu andlegra leiðtoga. Sjá skal
hverjum einstaklingi fyrir frum
þörfum eins og fæði, klæðum,
húsnæði, læknishjálp og atvinnu.
Hámarksnýting og skynsamleg
dreifíng skal vera á öllum efnis-
legum gæðum og á vitsmunalegu
og andlegu sviði mun einstakl-
ingnum vera veitt ótakmörkuð
skilyrði til tjáningar hugmynda
sinna og fullnægingar þörfum
sínum. Ananda Marga kennir að
þjóðfélagsframfarir verði að vera
samfara einstaklingsþroska. Þjóð-
félag sem veitir ekki manninum
aðstöðu til að efla hugrænan
þroska og nýta andlegar eigindir
mannssálarinnar er í grundvallar-
atriðum ófullnægjandi og er
dæmt til þess að líða undir lok. Sú
pólitíska stefná sem er í eðli sínu
virkilega framsækin mun ávallt
leiða af sér aukinn andlegan
þroska, og sú andlega athöfn sem
virkilega stuðlar að tærari vit-
undarskynjun mun ávallt leiða af
sér aukið þjóðfélagslegt réttlæti.
Saga ofsókna og árása
Skömmu eftir að hreyfingin var
stofnuð tókst henni að ná góðri
fótfestu í öllum fylkjum Ind-
lands. I kringum 1965 var hún
orðin svo öflug að ráðamenn
landsins voru farnir að óttast að
hún stefni að stjórnmálalegum
völdum. Öeigingjarnt þjónustu-
starf og framfarasinnuð andleg-
þjóðfélagsleg hugmyndafræði
veitti henni stuðning ólíkra þjóð-
félagshópa og áhrif annarra póli-
tískra flokka fór minnkandi.
Þetta varð til þess að fjandskapur
hinna ýmsu hagsmunaafla óx
gegn hreyfingunni. íhaldssamir
hindúar réðust harkalega á hug-
myndir Ananda Marga um að áf-
nema hið óréttláta stéttakerfi
Indlands. Landeigendum stóð ógn
af afstöðu hreyfingarinnar í land-
búnaði og kommúnistaflokki Ind-
lands (CPI) þótti hún veikja
stöðu hans á meðal lágstéttafólks
og menntamanna.
Síðast en ekki sist snérist ríkis-
stjórn Indlands snemma gegn
hreyfingunni því að hún hafði á
skömmum tíma leyst mörg aðkall-
andi vandamál er spilltir stjórn-
málamenn voru úrræðalausir yf-
ir. Arið 1967 var ráðist á aðal-
stöðvar Ananda Marga að undir-
lagi opinberra starfsmanna við-
kömandi héraðs og fimm félagar
hreyfingarinnar myrtir á meðan
lögregla staðarins stóð aðgerða-
laus hjá. 1969 tók stjórn Indiru
Gandhi beina afstöðu gegn hreyf-
ingunni er hún lét banna opinber-
um starfsmönnum þátttöku í
henni.
Bannið hlaut þó ekki lagalegt
gildi vegna þess hversu það var
andsætt indversku stjórnar-
skránni og kom því aldrei til
framkvæmda. Skömmu seinna
var P.R. Sarkar, öðru nafni
Anandamurti, hinn andlegi leið-
togi Ananda Marga, skotspónn of-
sókna. Hann var handtekinn og
dæmdur eftir sýndarréttarhöld í
/
Sveinn Olafsson:
Á siðustu timum virðast allir
vera að verða um það sammála, að
það galdraveður sem undanfarið
hefur gengið yfir þjóðina megi
með órækum hætti rekja til verð-
bólgunnar margumtöluðu. —
Allsstaðar getur að lita yfirlýsing-
ar um að ráða verði niðurlögum
þessa mikla vágests í þjóðlífi ís-
lendinga, ef þjóðin eigi ekki að
glata frelsi sinu og sjálfstæði, sem
svo tiltölulega nýlega hefur verið
endurheimt úr höndum erlendrar
herraþjóðar. — Greinilegt er að
ugg er tekið að setja að beztu
mönnum þjóðar vorrar, og mátti
heyra það af ræðum æðstu em-
bættismanna hennar nú um ára-
mótin, að mönnum sýnist aivar-
lega farið að syrta í álinn fyrir oss
islendingum. —
Ef satt skal segja hefir þetta án
alls vafa verið öllum forystu-
mönnum þessa litia samfélags
vors ljóst um lengri tíma, þótt nú
keyri hins vegar svo um þverbak,
að menn fá ekki lengur orða
bundist um alvöru málsins, — svo
hrapallega sem öllu siðferði virð-
ist hafa hrakað, með þeim geig-
vænleg persónulegu harmleikj-
um, sem við blasa vegna þeirra
sem ánetjast hafa blindninni i
ofurkappinu eftir veraldlegum
verðmætum.
Eitt er þó undarlegt i sambandi
við umtal um þennan mikla vá-
gest, að allir tala um hann sem
eitthvað skrimsli, og sjá má hann
dreginn upp i slíkri mynd í „spé-
spegli“ Sigmunds i Morgunblað-
inu. — Og allir virðast óttast
skrímslið, en enginn virðist tala
um, hvað það i raun réttri sé. —
Virðast ýmsar flóknar afleiðingar
þessa vágests vefjast svo fyrir
mönnum að þeir greini ekki sann-
leikann, að því er virðist, fyrir
moldviðri afleiðinganna, — hörm-
unganna, óréttlætisins og hroll-
vekjanna, sem sigla i kjölfar
hans. — Forseti tslands komst
haglega að orði i áramótaávarpi
sinu til þjóðarinnar, þegar hann
sagði að „hákarl væri í kjölfari
þjóðarskútunnar“, til að draga
upp raunhæfa mynd af þeirri vá,
sem verðbólguskrimsli er fyrir ís-
lenzkt samfélag. —
Ástæðulaust er að vera að fjöl-
yrða um hvaða orðfar hefir verið
viðhaft um hvernig snúast beri
við þessum vanda, enda margt af
því, sem sagt hefur verið á opin-
berum vettvangi, eingöngu þjón-
að þeim tilgangi að sýna hve langt
sumir væru frá því að skilja eðli
vandamálsins i raun og sannleika.
— Það sem þó hefir komist næst
því, að segja hver hann væri, er
þó þetta sem sennilega er „bann-
orð“ dagsins í dag: að vinnulaun
megi ekki hækka. — Málið hefir
hins vegar aldrei verið tekið frá
hinni hliðinni, — af hverju vinnu-
laun þurfi yfirhöfuð að hækka, —
sem er i rauninni kjarni málsins.
— Skýringar um lögmál vixlverk-
ananna þekkjum vér, þær klingja
við sýknt og heilagt í öllum fjöl-
miðlum. — Allir eru baki brotnu
að verjast þvi að vera arðrændir
af náunganum og samfélaginu, og
allir heimta sinn rétt fyllilega
tryggðan. — En það sem hins
vegar engum virðist detta i huga
er þetta: Ef allir segðu hver um
sig með sjálfum sér: Eg ætla ekki
að heimta neitt að fyrra bragði
fyrir mig. Ég vil heldur bíða
Sveinn Ólafsson.
atekta, og treysta á réttsýnina og
góðvildina. Ég ætla ekki að styðja
þá eða greiða þeim atkvæði, sem
vilja heimtufrekju og valdbeit-
ingu. Ég vil ekki verkfall, og vil
frið og skilning, og ég vil leiðtoga,
sem eru sanngjarnir og vilja
skilja þá sem við er að semja, því i
reynd ná þeir beztum árangri i
samningum að lokum og i heild-
ina séð. — Ég segi aftur, ef allir
hugsuðu á þennan veg, þá kemur
spurning óhjákvæmilega næst:
Hvað yrði þá um verðbólgu-
skrímslið hræðilega? — Svarið
virðist liggja ljóst fyrir. Það
myndi einfaldlega hverfa gjör-
samlega tiltölulega fljótt eða
næstum á svipstundu. „Hákarlinn
i kjölfarinu" er i rauninni byggð-
ur á hugarfarinu með þjóðinni. —
Þaó er ekkert skrímsli til, nema
innra með oss hverjum og einum.
Það er ekki skemmtilegur sann-
leikur að verðbólguskrímslið sé
raunverulega hluti af hinum
innra manni vor íslendinga, — en
sannleikur er það samt. — Hið
versta og jafnframt sorglega er,
að þetta er allt byggt á blekking-
um að verulegu leyti. — Að visu
er breytinga þörf oft og tíðum, en
að allt efnahagslíf þjóðarinnar
þurfi um áratugaskeið stöðugt að
vera á hverfandi hveli, er ekki
byggt á neinni nauðsyn eða raun-
sæi.
Það er greinilega staðreynd að
þegar slikt ástand rikir, sem hjá
oss íslendingum i um það bil þrjá
áratugi, þá er ekki að furða þótt
margur ruglist í riminu og lendi í
algjörri hafvillu. Allt verðmæta-
mat brenglast — og það sem er
raunverulega dýrmætast, svo sem
dyggðin og hinir andlegu innviðir
fólksins, eins og trú, nærgætni og
manngæzka, hreinlega verða utan
gátta og jafnvel gleymast algjör-
lega í orrahríðinni. — Stundum
verður ekki hjá því komist að
hugsa, hvort vér íslendingar séum
lengur ein þjóð, með einum hug
og samciginleg markmið. — I
seinni tið heyrist sjaldnar og
sjaldnar minnst á þjóðar hag. —
Nú er það hagur og réttur hinna
mismunandi kröfuhópa, sem allir
halda á loft. — Svo virðist sem
Sjálfselskan og eigingirnin tröll-
ríði öllu á þjóðarheimilinu. —
Þetta er hið mikla og hræðilega
skrfmsli. — Það er kallað verð-
bólga, en það er raunverulega
ekkert annað en eigingirninn og
sjálfselskan í dulargerfi þessa
skrimslis. — Og um leið er þetta
að miklu leyti hjáguðadýrkun:
Vér dýrkum hinn mikla hjáguð
Mammon. Hann hefir greinilega
hertekið hug og hjarta megin-
þorra vor íslendinga. — Velmeg-
unin hefir gert oss meira og
minna sturlaða. — Menn segja:
Sjálfsbjargarviðleitni. — Mikið
rétt, en hún getur líka farið úr
hófi fram út i öfgar, þótt hennar
sé vissulega mikil þörf í harðbýlu
landi. Og ef hún er orðin eins og
hér, að helzt enginn unni neinum
neins, — því í huga manna eru
allir aðrir, sem ástunda sjálfs-
bjargarviðleitnri eins og vér hver
og einn erum að gera, — Hrein-
lega ræningjar, þá er vissulega
illa farið. — Afleiðingin i þjóðlif-
inu öllu eru svo alls konar þving-
anir, þar sem einn með félags- og
samtakamætti beitir annan meira
og minna órétti og jafnvel of-
beldi, i nafni réttlætisins, og þeyt-
ir um sig i fjölmiðlum alls kyns
brígzlyrðum og slagorQum til rétt-
lætingar öfgunum og ranglætinu
og til að blekkja hinn almenna og
oftast ófróða borgara, — sem svo
ánetjast lyginni. — Keðjan held-
ur svo áfram, og upp úr þesst^illu
spréttur óvild, öfund vantraust og
alls kyns annar ófögnuður, sem i
dag blasir við í þjóðlifinu i ótelj-
andi myndum, svo óþarft er að
telja slíkt upp fyrir athugulu
fólki.
Verðbólgublekkinguna með öll-
um sinum ófögnuði verður að
stöðva, það viðurkenna allir. Við-
urkenna þá einnig, Islendingar,
hina réttu orsök hennar, okkar
eigin hóflausu eigingirni. Upp-
rætum þetta geigvænlgga
skrimsli úr hugum okkar. — Og
það nægir að hver og einn beini
viðleitninni fyrst og fremst að
sjálfum sér, og leiti allra ráða til
að ljá öðrum styrk til að gera hið
sama. Afleiðingin mun verða gró-
andi þjóðlif. Og skrímslið hræði-
lega mun hætta að angra þjóðina.
Sveinn Ólafsson,
— Silfurtúni.
Skrímsli — hákarlar