Morgunblaðið - 26.01.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.01.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978 31 — Þankabrot Framhald af bls. 23 að tína rækjupödduna úr ruslinu. og eiga svo á kvöldin eftir að skælast gegnum rokið ofan úr Skörðunum út- yfir Vigurálinn eins og hann er lika geðslegur með brotfaldinn úr hverri báru, og andskotaganginn útfyrir Arnarnesið Já, ég þekki hana báruna í Vigurálnum. sem leggur vestur, frá háarokinu úr landssteinunum við Hraunin, maður hefur svosem séð skrattann á henni, og þó að þessi kallagrey skríði svo með um 200 þús á mánuði, með því að sækja þetta í rauðan dauðann, þá er nú svona stöku sinnum að hvarfli í huga sumra manna, að bölvans mismunur sé það nú oft á tíðum að afla sér viðurværis Eg nefni ekki hina i þetta sinn, sem lengra á hafið sækja. það hefur svosem komið fyrir, að ylgjað hafi i kringum þá, og ég held að flestir þeirra fengjust til að vera í land« fyiit-b—700 þús. kr á mánuð*. /afnvel þó 13. mánuðurinn bættist ekki við En manni fyndist nú rétt si sona, — um leið og verið er að brýna þessa stétt okkar þjóðar um skattsvik og undan- drátt á öllum sviðum, til hinna sam- eiginlegu þarfa þjóðarheimilisins. að þá mættu hinir sömu, og þá ekki síst húsbændurnir á þjóðarbúinu, nú og þá ekki síður bankaráðs-höfuðsmaðurinn reyna að gera einhverja smágrein fyrir þvi, hvað hafi orðið af öllum minus- vöxtunum sem að framan er getið, — eða hvort þeir vitandi vits fyrir augum allra landsmanna geta horft uppá aðra eins óhemju ránsaðferð árum saman, og áratugum saman, af alsaklausu fólki, sem trúað hefir þeim fyrir eigum sínum til góðrar geymslu. hað er lítil afsökun að hafa ætlað að gera betur Það ætla allir að fiska vel, sem á sjóinn sækja Skipstjóri sem tekur bát til stjórnar ætlar að fiska vel En það er bara vel að merkja, að þar er enga miskunn hjá Magnúsi að fá Þá er ekki ólikt að farið og gert var við suma þá, er dottuðu á hálsþóftunni í andóf- inu i gamla daga, að sjóblautum vettl- ingnum var slett framani andlitið. og þeir sem ekki fiska eru látnir hætta Það gengur n I ekki að gera út nema að fiska. En bankaráðsmaður getur sá sami verið í starfi alla ævi, þó helmingi af fjármunum fólks sé rænt frá þvi á 5 árum, það er n.l ekki honum að kenna Nú má sjálfsagt svo um hér dæma, -— að gagnrýni sem hér um ræðir, sé illa, — af vissum aðilum séð En væri réttara að lofa og vegsama þá „stjórn- vizku", sem á bak við býr Það eru til á landi hér fyrirtæki og einstaklingar. sem allt kalla róg og níð, ef hreyft er gagnrýni á hendur þeim, og af sumum jafnvel svo langt til hefnda hallað, að útrýma þeim úr stöðu og starfi, — sem bera gera sig að þvi, að sættast ekki á allar þær aðferðir, sem sumir telja sér til gildis að rétta á milli handa sér Eri þá færi lika að styttast i það einveldi sem forðum fjötraði svo lifs- þrótt og mannhelgi þessa lands. — að betur væri snúið við á réttri stundu En mitt í ölduróti jarðlífs okkar. og ekki síður í svifflugi á bólstursskýjum himinhjúpsins skulum við ekki gleyma þeim ógæfusömu meðbræðrum.okkar, sem svo hafa hrasað á lifsbraut sinni. að nú séu þeir sem fugl i búri, sem ekki að lengur eigi þeir flugsvon í viðan geim. Það ár sem nú er nýliðið verður lengi þeim í huga meitlað. sem svo hafa reikað á helhjamj hvergi sjá þeir p*i«afiak1h þeirrar náðar- sólffr. oií hjörtu yljar, skina til sin um hina minnstu glufu Sú raun er Þyngri en svo, að nokkur geti þar um lýst, sem ekki hefir i ratað Ég heyrði fátt um fyrirbænir frá forystumönnum þjóðar okkar til þessara okkar minnstu bræðra, en um verðbólguvandann sem öllum virðist þó vera það eitt og sama í huga með haltu mér, haltu mér. slepptu mér, slepptu mér, urðu heldur fleiri þenkingar, enda sem ekki vanþörf var, jafnvel þótt flestar detti þær mátt- lausar útí sorpið En eigum við þá ekkert jákvætt i öllum þeim afvegaþrengingum. sem hrjá hér land og lýð Jú, vissulega Við eigum allt til þeirra. ef við aðeins kunnum með það að fara í fyrsta lagi eigum við þá óhemju gullkistu, sem sjórinn er, fiskinn af öllum stærðum og gerðum- Við eigum alla þá ómælisvidd hafsins sem ávannst í hinni gifturiku landhelgisbaráttu okkar, og innan fárra ára verður allur þessi hafsjór krapaður af fiski Við eigum svo stórmikil og glæsileg atvinnutæki til lands og sjávar, að aldrei höfum við önnur eins gersemi nokkru sinni haft umhendis til lifsins bjargar Við eigum lika svo hörkuduglega menn og konur til allra starfa. að eindæmi er Margt af þessu fólki vinnur alltof mikið, bæði i sveit og við sjávarafla, vissan iðnað og eitt og annað En svo eigum við lika, þvi miður, alltof stóran hóp af óarðbæru fólki, bæði í ýmsum svokölluðum þjón- ustugreinum o fl sem engin nauðsyn- leg þörf er fyrir, mætti þar margt til nefna Þetta fólk vantar útí framleiðslu- vinnumarkaðinn, til arðbærra verka, en verst er þó nærri þvi af öllu, hvað við erum ósínkir á að henda okkar svo dýrmæta gjaldeyri, sem svo er kallað- ur. minnsta kosti þegar á að kaupa fyrir hann fóðurbæti, i allra handa útlend vinnulaun, á svo ótrúlegum sviðum. að forsmán er að Og síðast en ekki sist eigum við fólk sem engan veginn gerir sér grein fyrir, að við búum í harðbýlu landi þar sem hver og einn gæti orðið á sínu greyi að taka svo bjargast mætti frá kvöl og dauða Þá ekki síður alltof mikið af því fólki, sem ekkert kann með velsæld að fara, og það er eitt af okkar stóru meinum. Fátæktin hefur löngum þjálfað okkur íslendinga til bjargar og dáða. velsældina höfum við aldrei kunnað með að fara, en þó aldw síður en nú Gleðilegt nýár Jens í Kaldalóni. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS m/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 31. þ.m. vestur um land til Akur- eyrar. Vörumóttaka: alla vjrka daga nema laugardag til 30. þ.m. til Vestfjarðahafna. Norður- fjarðar, Siglufjarðar og Akureyr- ar. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ stimplar, slífar og hringir ■ Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Austin Minl Bedford B.M.W. ■ ■ I Buick Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Datsun benzín og díese> oodge — Plymouth Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzín og diesel Mazda Mercedes Benz benzin og diesel Opel Peugout Pontiac Rambler Range Rover Renault Saab Scania Vabis Scout Slmca Sunbeam Tékkneskar bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel I ÞJOIMSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum i póstkröfu — Vakúm pakkað ef óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnarlírði Sími: 51455 fyrir drengi og stúlkur hefst 1 . febrúar. Japanski þjálfarinn Yoshihiko lura kennir. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 1 3 00 til 22 00 JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32. Urvals startkaplar ÚRVALS STARTKAPLAR LENGD 4,0 M KR. 7406- LENGD 5,5 M KR. 8976- Véladeild Sambandsins Ármúla 3 dilkakjöt áhagstæóu verói Nýtt \ i ovuA Okkar Hgj i c'i<*^oKNcirs • < I veröflokkur 842 /kg. Heilskrokkar II veröflokkur 77 S /kg. Súpukjöt í>s^l 875 /kg. Læri 998 /kg. Hryggir 1.021 /kg. Lærisneiðar 1.238 /kg. Kótelettur 1.121 /kg. Saltkjöt 1.022 /kg. Slög 600 /kg. SENN LÝKUR lÍTSÖLXJNNI ATH. BREYTTAN VERSLUNARTÍMA: OPIÐ TIL KT.S ANNADKVÖLD LOKAÐ Á LAUGAKDAG. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.