Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 27. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Valetta — Salisbury: r Arangurslaus ar viðræður Valetta, Salisbury, 1. febrúar. Reuter. VIÐRÆÐUM skæruliðaleiðtog- anna Nkomo og Mugabe annars vegar og Owens utanríkisráðherra Breta og Youngs fulltrúa Banda- ríkjastjórnar hins vegar um Rhódesfu-málið lauk í Valetta á Möltu í dag, án þess að samkomu- lag næðist um annað en að halda viðræðunum áfram; Ekki var þó ákveðið hver eða hvenær fram- haldsviðræðurnar færu fram. í Salisbury settist Muzorewa biskup á ný að samningaborði með öðrum leiðtogum blökkumanna og fulltrúum minnihlutastjórnarinn- ar, en þar miðaði ekkert í sam- komulagsátt. Framhald á bls. 27 SADAT OG ADHERTON. — Bandaríski aðstoðarutanríkisráðherrann, sem þessa dagana er i förum með orðsendingar milli Jerúsalem og Kaíró, hitti Egyptalands- forseta að máli í gær. A P-simamynd. Miðausturlönd: Viðræðum frestað Fjölmenn verk- föll í Portúgal Lissabonn. 1. feb. Reuter. 27 þúsúnd járnbrautaverkamenn og 30 þúsund kennarar hafa boðað verkfallsaðgerðir á morgun, þegar Mario Soares forsætisráðherra gerir þinginu grein fyrir stefnu hinnar nýju samsteypust jórnar. Kennarasamtökin segja ástæðuna fyrir því að kennsla falli niður vera þá að menntamálaráðu- neytið hafi látið hjá líða að hafa samráð við þau um stefnu í fræðslumálum, en járnbrautar- verkamenn segjast leggja niður vinnu til að leggja áherzlu á kröfu sína um 15% laúnahækkun, enda þótt tilboð hafi komið fram um Framhald á bls. 27 Aðflutt olía er Mondale áhyggjuefni Washington. 31. jan. AP. VARAFORSETI Bandaríkj- ann'a, Walter Mondale. lýsti þvf yfir á fundi á þriðjudag að það gæti að lokum stefnt í voða sjálfstæði bandarísku þjóðar- innar hversu mjög hún væri háð aðfluttri olíu. Hann kvað einu undankomuleiðina vera að þingið ynni bráðan bug að því að samþykkja nýjar, árang- ursríkar tillögur í orkumálum. Mondale sagði að þeir 45 millj- arðar dollara, sem eytt væri f útlenda olfu, væru líkt og eins konar utanríkisskattur, „fyrir Framhald á bls. 27 Mondale beðið eftír Sadat Kaíró. 1. febrúar Reuter. HERMÁLAVIÐRÆÐUM Egvpta og ísraelsmanna í Kaíró var frestað í kvöld, og er ekki vitað hvenær þær hefjast að nýju. Ezer Weizman varnarmálaráðherra ísraels heldur heimleiðis á morgun, og er haft eftir aðstoðarmönnum hans að aðilum hafi komið saman um „að taka það rólega“ næsta hálfa mánuðinn, eða þar til Sadat Egyptalandsforseti kemur aftur úr för sinni til átta ríkja. Alfred Atherton aðstoðarutan- rfkisráðherra Bandaríkjanna sagði að loknum viðræðum sinum við Sadat og Kamel utanrikisráð- herra Egyptalands í Kairó i dag. að enn væri ágreiningur ríkjandi um áframhald friðarviðræðn- anna. Er talið að hann hafi hér átt við þá yfirlýsingu um grund- vallaratriði, sem er forsenda þess að stjórnmálaviðræðurnar í Jerú- Hermenn frá Sovét og S-Y emen í Eritreu salem geti hafizt að nýju. Athe'rton lagði á það ríka áherzlu að menn sk’yldu ekki velta því of mikið fyrir sér hvort bilið milli Egypta og tsraelsmantia væri breiðara í dag en i gær, — málið væri ekki þess eðlis að skjótur árangur væri sennilegur. Atherton skýrði frá því að við- ræðurnar við Kamel hefðu að mestu snúizt um nýjar hugmyndir Israelsstjórnar um feiðir til að ná samkomulagi um yfirlýsinguna um grundvallaratriði. Atherton og Kamel ræddu sameiginlega við Sadat forseta um mál þau. sem hann ræðir við Carter Banda- ríkjaforseta i Washington um helgina. Mun Sadat leggja að Carter að Bandaríkjamenn taki eindregna afstöðu til Palestínu- málsins og brottflutnings Israels- manna af hernumdu svæðunum. sem eru tvær helztu hindranirnar i vegi fyrir samkomulagi um frið i Miðausturlöndum. I Alsír sátu utanrikisráðherrar Sýrlands, Alsírs. Suður-Yemens Framhald á bls. 24 EBE: Enn umboð til samninga- umleitana AÐ SÖGN brezka útvarpsins hef- ur ráðherranefnd Efnahags- bandalagsins veitt framkvæmda- nefnd EBE umboð til að halda áfram samningaumleitunum við ríki utan bandalagsins um gagn- -kvæmar veiðiheimildir til loka þessa árs, enda þótt viðræður sjávarútvegsráðhcrra aðildarrikj- anna um sameiginlega fiskveiði- stefnu hafi nú farið út um þúfur. John Silkin sjávarútvegsráð- herra Breta gerði neðri málstofu Framhald á bls. 24 —segir liðhlaupi úr stjórnarhemum við viðhorfin á Afrikuhorninu svokallaða. Nairohi. Norður-Erítreu. 1. febrúar Reuler. HATTSETTUR herforingi, sem fyrir fáeinum dögum hljópst undan merkjum stjórnarhersins í Eþíópíu og er nú í liði uppreisnarmanna í Eritreu, segir að sovézkir og s-yemenskir hermenn berjist með st jónar- hernum i Eritreu. Ilann segir að Sovétmennirnir hafi á að skipa fullkomnum vopnum, og hafi hann sjálfur séð er þeir skutu eldflaug- um af Bm21 skotpöllum í bardögum um höfnina f Massawa. Hafi stjónarhermenn ekki átt þar hlut að máli enda kunni þeir ekki með svo fullkomin vopn að fara. jSé Herferð gegn ofbeldi og glæpum Raul Castro, varnarmálaráð- herra Kúbu, sem er nýkominn frá Eþiópíu, er nú i Moskvu og ræddi þar i dag við Leonid Brezhnev forseta Sovétrikjanna. Forsætis- ráðherra Suður-Yemens er einnig i Moskvu, en þrálátur orðrómur er á kreiki um að vopnasendingar frá Sovét til Eþiópiu fari um Suður-Yemen. Tass-fréttastofan sagði um heimsókn Castros í dag, að í viðræðum hans við sovézka ráðamenn bæri hæst ,,ýmis atriði varðandi sameiginiega hagsmuni beggja landanna i alþjóðamál- um“, og er talið vist að hér sé átt Ilerforingjastjórnin i Eþíópíu tilkynnti i dag að Sómalir hefðu lagt í eyði þorp i Ogaden-héraði í miklum bardögum, sem þar hefðu geisað, og hefðu þeir notið hernaðaraðstoðar „Atlantshafs- bandalagsins og annarra aftur- haldsríkja", eins og það var orðað. Sómalir segja hins vegar að stjórnarherinn i Eþiópíu hafi gert loftárásir á þorp á landamærum rikjanna i gær, og hafi 14 manns særzt i þeim átökum og einn látið lífið. Mengistu ofursti ávarpaði i dag fjöldasamkomu í Addis Ababa, og Framhald á bls. 24 I París — 1. feb. — Reuter. FRANSKA stjórnin hóf í dag her- ferð gegn ofbeldi og glæpaverkum f landinu. Giscard d'Estaing for- seti lét svo um mælt á ríkisstjórn- arfundi í dag að öryggismál innan- lands væru orðin eitt mest aðkall- andi úrlausnarefni stjórnvalda. „Þetta mein er nauðsynlegt að uppræta," sagði forsetinn, um leið og hann sagði að ástandið í þessum efnum yrði sífellt alvarlegra. Stjórnin samþykkti að gangast fyrir þvi að flýta samningu laga- bálka, sem miðuðu að því að tryggja öryggi borgaranna, þannig að hægt verði að leggja frumvörp fyrir þingið fyrir febrúarlok. Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.