Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 23 Hvergi unnt að leigia loðnuveiðiskip í ná- grannalöndum íslands Morgunblaðið hafði í gær samband við Gísla Jóhannesson skipstjóra á Jðni Finnssyni og spurði frétta.af stöðunni varðandi Jón, en vélarbilun varð í bátnum í síðustu viku er sveifarásinn brotnaði þar sem skipið var á leið á loðnumiðin úti af Sléttu. Gísli sagði að Jón Finns- son yrði frá veiðum í þrjá mánuði og kostnaður við viðgerð vélarinnar væri um 90—100 millj. kr. Kvað hann verið að athuga á Akureyri hvort unnt væri að gera við skipið þar. Jón Finnsson var kominn með um 650 tonn af loðnu þegar vélarbilunin varð. Gísli kvað útgerðina hafa reynt að fá leigt skip frá öðrum löndum til loðnu- veiðanna þar sem Jón er búinn að missa af þessari loðnuvertíð og þeir hefðu haft tvær nætur klárar og úrvals mannskap, en hvergi hefði verið mögu- leiki að fá leigðan bát, hvorki á Norðurlöndum né í öðrum nágrannalöndum íslands. Lögbannskröfu S.í. synjað Kröfu Skáksambands ís- lands um að lögbann yrði sett á framkvæmdir hús- eiganda Laugavegs 71 til breytinga á inngangi að skrifstofum sambandsins var hafnað í gær. Guðmundur Axelsson í Klausturhólum, sem byggði húsið, sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að inn- gangur sá, sem nú væri að skrifstofum S.í. hefði að- eins verið bráðabirgðainn- gangur, en sá sen> nú yrði settur, væru upphaflegu dyrnar samkvæmt sam- þykktri teikningu að hús- inu. Guðmundur sagði, að upphaflega hefði Lauga- vegur 71 átt að vera aðeins 3 hæðir, en síðan fékkst leyfi fyrir fjórðu hæðinni og var þá hluti af 3ju hæð þinglýst sem eign 4rðu hæðarinnar til uppgangs, en á þeim hluta væri ein- mitt inngangurinn að bráðabirgðadyrum Skák- sambandsins. Sementsverksmiðjan: 138.000 tonn af sem- enti framleidd 1977 Flytja varð inn 26.171 tonn af sementsgjalli ARIÐ 1977 voru framleidd 99.000 tonn af sementsgjalli hjá Sementsverksmiðju ríkisins og 138.000 tonn af sementi segir í frétt frá Sementsverksmiðjunni. Skiptist framleiðsla sements þannig, að framleidd voru 118.000 tonn af portlandsementi og 20.000 tonn af hraðsementi. Þar sem notkun sements innanlands er verulega meiri en afkastageta ofnsins á Akranesi, varð að flytja inn 26.171 tonn af sementsgjalli erlendis frá. Erlenda gjallið var síðan malað og úr því framleitt sement f verksmiðjunni á Akra- nesi, aðallega hraðsement. Sala sements varð alls 136.795 tonn, þar af voru 114.322 tonn portlandsement, 21.016 tonn hrað- sement, 1.412 tonn faxasement og 45 tonn af hvítu og lituðu sementi. Eins og undanfarin ár verða reikningar Sementsverksmiðj- unnar birtir, þegar þeir liggja fyrir segir í fréttinni. Gunnar Kvaran cellóleikari verð- ur einleikari á fyrstu tónleikum þessa starfsmisseris Sinfónfu- hljómsveitarinnar. Ðr. Victor Urbancic. Friðrikssonar og á óperutónleik- unum 16. marz Karlakór Reykja- vlkur. Þá segir í frétt frá hljómsveit- Sérstök ástæða er til að geta óperutónleikanna h. 16. mars undir stjórn Wilhelms Briickner- Ruggeberg, sem er einn af aðal- hljómsveitarstjórum óperunnar í Hamborg. A þessum tónleikum koma fram tveir þýskir söngvar- ar, sópransöngkonan Astrid Schirmer og tenórsöngvarinn Heribert Steinbach. Þessir söngv- arar eru meðal eftirsóttustu söngvurum í Þýskalandi i dag og syngja sem gestir við öll stærstu óperuhús i Evrópu. Það sem flutt verður á þessum óperutónleikum eru forleikir, aríur og dúettar úr óperunum Fidelio eftir Beethov- en, Meistarasöngvurunum, Trist- an og Isolde, Hollendingnum Sinfóníuhljómsveitin af stað aftur á fimmtudag Sinfóníuhljómsveit tslands hef- ur sfðara messeri þessa starfsárs með hljómleikum næsta fimmtu- dag. A tónleikunum næsta fimmtudag mun bandaríski hljómsveitarstjórinn George Trautwein stjórna en einleikari verður Gunnar Kvaran cellóleik- ari. Tónleikarnir hefjast á fs- lenzku verki, Gamanforleik eftir Victor Urbanic, þá er cellókon- sert eftir Schumann og að lokum tvö bandarísk verk, Sonata eftir Stokes og Sinfónfa nr. 2 eftir Howard Hansen. Aðrir stjórnendur á þessu miss- eri verða þessir: Páll P. Pálsson, Adam Fischer, Wilhelm Briickn- er-Rilggeberg, Karsten Andersen og Martin Hunger Friðriksson. Einleikarar verða þessir: Anna Áslaug Ragnarsdóttir, György Pauk, Hans Richter-Haaser, Unn- ur Sveinbjarnardóttir og á loka- tónleikunum 18. maí n.k. rúss- neski píanósnillingurinn Emil Gilels. Á tónleikunum 27. apríl kemur Söngsveitin Filharmónía fram undir stjórn Marteins Hunger fljúgandi og Valkyrjunum eftir Wagner. Karlakór Reykjavíkur mun syngja tvo kóra úr óperunni Fidelio og Hollendingnum fljúg- andi. Að lokum skal þess getið, að á þessu misseri verða flutt verk eft- ir fjögur íslensk tónskáld auk Victors Urbancics: Jón Nordal, Snorra Birgisson, Sigursvein D. Kristinsson og Guðmund Haf- steinsson, og er það frumflutning- ur á verkum hinna þriggja siðast- nefndu. Samstarf vegna sjúkdóms í meltingar- og þvagfærum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá starfshópi um málefni fólks sem gengizt hefur undir svonefndar „stomy" aðgerðir:' Hér á landi mun vera allstór hópur fólks á ýmsum aldri sem þurft hefur að gangast undir svo- nefndar „colostomy", „ileo- stomy" og „urostomy" skurðað- gerðir vegna sjúkdóma í melting- arfærum og þvagfærum. Nokkrir einstaklingar sem eiga beinna hagsmuna að gæta í þessu sam- bandi, eða vilja stuðla að velferð þessa fólks, mynduðu starfshóp í haust sem hefur haldið nokkra umræðufundi í Reykjavík. Unnið er að því að auðvelda útvegun þeirra hjálpartækja sém þessu fólki eru nauðsynleg og kanna þörfina fyrir þau f landinu. Auk þess er m.a. áformað að koma á fræðslu- og upplýsingastarfsemi um þessi efni í samráði við starfs- fólk heilbrigðismála, en mikill skortur er á henni. Við skipulagningu slfkrar starf- semi, sem e.t.v. gæti leitt til fé- lagsstofnunar, er nauðsynlegt að komast í samband við sem flesta er hafa gengist undir ofangreind- ar aðgerðir, bæði hér á landi og á erlendum spitölum, eða aðstand- endur, t.d. þegar um börn er að ræða. Þeir sem áhuga hafa á þessu þarflega máli eru vinsam- legast beðnir að gefa sig fram skriflega, þ.e.a.s. senda nafn, heimilisfang og simanúmer og geta um tegund aðgerðar. Utan- áskriftin er: Starfshópur CIU (trúnaðarmál) Pósthólf 523 101 Reykjavfk. Hans og Gréta á fjalirnar í Eyjum LEIKFÉLAG Vest- mannaeyja frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöld, leikritið Hans og Grétu eft- ir Willy Kriiger. Þetta er annað verkefni Leikfélags Vestmannaeyja í vetur, en í haust sýndi leikfélagið gamanleikritið Allir í verk- fall. Sigurgeir Scheving er leikstjóri Hans og Grétu, en leikritið er Eilifðarvandamálin í „Fjölskyldunni,, Lovísa og Kristján í hlutverkum sínum. MIÐVIKUDAG 1. febr. kl. 21.00 frumsýndi Leikfélag Dal- víkur finnska sjónleikinn „FJÖLSKYLDAN" eftir Claes Andersson í Samkomuhúsinu á Dalvík. Leikstjóri er Saga Jóns- dóttir. Leikmynd er eftir Jón Þórisson og Magnús Axelsson annaðist lýsingu. I hlutverkum eru: Dagný Kjartansdóttir, Theódór Júlíusson, Inga Matthíasdóttir, Kristján Hjartarson, Lovisa Sigurgeirs- dóttir, Sólveig Hjálmarsdóttir og Rúnar Lund. Æfingar hafa staðið yfir síð- an fyrir jól og gengið vel eftír atvikum. í „FJÖLSKYLDUNNI" er gerð úttekt á ýmsum vandamálum, svo sem drykkjuskap, sambúð hjóna, samskiptum barna og foréldra og sýnd er þar þörfin fyrir blóraböggul, svo að allt gangi vel fyrir meirihlutanum. Leikritið var sýnt árið 1975 hjá Leikfélagi Reykjavíkur við mjóg góðar undirtektir. Næstu sýningar verða fóstu- daginn 3. febr. og þriðjudaginn 7. febr. Fyrirhugað er að ferð- ast með leikritið. ævintýraleikur fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Leikmynd gerði Magnús Magnússon og Sig- urður Rúnar Jónsson æfði. upp söng og hljómlist, en Auðberg Oli Valtýsson er sviðsstjóri og sér um tækniatriði á sýningu. I leikritinu eru um 20 leikarar, en helztu hlutverk, Hans og Grétu, leika Sigurpáll Scheving og Elfa Olafs- dóttir og pabbann og mömmuna leika Sigurður Rúnar og Halla Sverrisdóttir. Þá má nefna einnig Eirík Guðnason sem leikur skóg- arbjörn, Hjálmar Brynjólfsson sem leikur Tobías og galdranorn- ina leikur Halldóra Magnúsdóttir. Kolbrún Hálfdánardóttir leikur skógardís, Jóhannes Agúst Sig- urðsson leikur bangsa, Guðrún Kolbeinsdóttir leikur Mjallhviti og ýmsir aðrir leika héra, dverga og fleiri hlutverk. Næstu sýningar verða á laugar- dag og sunnudag klukkan 4 í bæði skiptin, en miðasala verður á allar sýningar í Bæjarleikhúsinu eftir kl. 4 i dag. Þegar sýningum á Hans og Grétu lýkur hefjast æfingar hjá Leikfélagi Vestmannaeyja á þriðja verkefninu í vetur, að sögn Sigurgeirs Schevings, formanns Leikfélags Vestmannaeyja, og einnig er áformað að taka aftur upp sýningar á Verkfallinu og jafnvel skjótast með það til fasta- landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.