Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 ^dvtpwblabifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þnrbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Stuðningur Magnús- ar Kjartanssonar við vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur unnið markvisst að því að bæta hag sparifjáreigenda undanfarna mánuði. S.l. sumar voru teknar upp nýjar vaxtareglur, sem þýða að vextir eru endurskoðaðir á nokkurra mánaða fresti og hækkaðir til samræmis við aukna verðbðlgu. Þannig eru nú 29% vextir á vaxtaaukainnlánum og eru það þeir vextir, sem næst komast því að tryggja verðgildi sparifjár á tímuni óðaverðbólgu og gera það þó engan veginn alveg, þar sem verðbólgan er komin yfir 30% á ári. Þessi viðleilni rfkis- stjórnarinnar hefur leitt til þess, að spariinnlán hafa aukizt og þar með það fjármagn, sem atvjnnu- vegirnir hafa aðgang að til starf- semi sinnar. Fleiri og fleiri at- vinnurekendur gera sér nú Ijóst, að betra er að hafa aðgang að lánsfé og greiða fyrir það hærri vexti en að búa við stöðugan láns- f járskort, þótt það fé kosti minna, sem hægt cr að fá með stopulum hætti við þær aðstæður. Einn er sá maður, sem hefur öðrum fremur fjandskapazt við þá stefnu f vaxtamálum, að spari- fjáreigendur skuli a.m.k. geta viðhaldið verðmæti peninga sinna á verðbólgutfmum, þóti enn sé ekki farið að greiða þeim já- kvæða vexti af innstæðufé, en það er Lúðvfk Jósepsson, formaður Alþýðuhandalagsins, sem hefur verið helzti boðberi lágvaxta- stefnunnar á óðaverðbðlgutfm- um. Mörgum hefur þótt þetta kyndugt vegna þess, að með þessu hefur Lúðvfk Jósepsson gerzt talsmaður þeirra verðbðlgubrask- ara, sem rakað hafa saman auði og eignurn á undanförnum árum, en lagzt gegn hagsmunum þess launafólks, sem hefur lagt fé fyrir f innlánsstofnunum. Þegar haft er ( huga það yfirlýsta mark- mið Alþýðubandalagsins, að vinna sérstaklega að málefnum launafólks og þeirra sem minnst eru megnugir f þjóðfélaginu veldur það ðneitanlega furðu, að flokkurinn skuli hafa markað þá stcfnu í vaxtamálum, að skulda- kóngar skuli fá iánsfé gefið f stór- um stfl, en raunar er þetta eitt með öðru til marks um það, að ekkert er að marka stefnuyfirlýs- ingar Alþýðubandalagsins. Nú sætir lágvaxtastefna Lúðvfks Jósepssonar vaxandi gagnrýni í eigin flokki og annar helzti leið- togi Alþýðubandalagsins um langt árabil, Magnús K.jartans- son, hcfur komið fram með ótvf- ræðar yfirlýsingar um stuðning við þá vaxtastefnu, sem ríkis- stjórnin og Scðlabamkinn hafa staðið að. I grein í Þjóðviljanum s.l. sunnudag segir Magnús Kjartansson um vaxtamálin: „Er nú svo komið, að opinberir vextir á íslandi eru orðnir fimmfalt hærri cn hlutfall það, sem hét okurvextir í íslenzkum lögum fyrir tiltölulega fáum árum. Samt fer því fjarri, að þessi ávöxtunaraðferð jafngildi sfein- steypuaðferðinni. Þeir sem sí- fellt þurfa á lánum að halda eins og t.a.m. atvinnurekendur kvarta mjög undan því, að vext- irnir séu þungur baggi, sem at- vinnurekendur fái ekki undir risið, nema velta þeim út í verð- lagið og magna þannig verðbðlg- una. Allt er þetta rétt. En það á ekki við um vexti frekar en ann- að. Öll aðföng atvinnufyrirtækja hækka jafnt og þétt, stundum stórlega og ófyrirsjáanlega og hækkunum er auðvitað velt út f verðlagið. Laun hækka árlega um tugi prðsenta að krónutölu en ekki að verðgildi og hækkunum er velt út í verðlagið. Þannig mætti lengi telja. Að taka vextina eina út úr og ætlast til, að sparifé sé verr tryggt en önnur aðföng f atvinnurckstri, stenzt ekki. Af- leiðingar slfkrar stefnu yrðu þær einar, að frjáls sparifjármyndun hverfi, enginn vildi eiga fé held- ur skulda peninga." Eins og sjá má af þessum til- vitnuðu orðum tekur Magnús Kjartansson eindregið undir það sjónarmið ríkisstjórnarinnar, að það standist ekki að hafa vexti á verðbðlgutfmum eins lága og þeir lengst af hafa verið hér. Hann bendir á, að afleiðing slíkrar stefnu yrði einfaldlega sú, að sparifé mundi hverfa, enda er það staðreynd, að fram til vaxta- umbðtanna á sl. hausti dró úr aukningu spariinnlána f banka- kerfi landsmanna og það ástand, sem fram að þeim tfma ríkti, stuðlaði fremur að því, að menn vildu skulda peninga en eiga þá. En staðreyndir bfta hins vegar ekki á formann Alþýðubandalags- ins, Lúðvík Jðsepsson. Hann segir nýlega f blaðagrein: „Vexti á að lækka í áföngum, þannig.að þeir verði ekki hærri en almennt ger- ist f okkar viðskiptalöndum og tryggja verður, að atvinnuvegirn- ir og þá alveg sérstaklega þeir, sem framleiða fyrir erlenda markaði njóti hagstæðari lána- kjara. Auka þarf framleiðslu og gera ráðstafanir til, að stærri hluti vinnuaflsins vinni að slfk- um störf um." Lúðvík Jósepsson gerir hins vegar enga grein fyrir því, hvern- 'g tryggja eigi hagsmuni launa- fðlks og sparifjáreigenda í land- inu. En kjarni málsins er auðvit- að sá, að með yfirlýsingu Magnús- ar Kjartanssonar um vaxtamál er augljðst, að vaxtastefna rfkis- stjórnarinnar og Scðlabankans nýtur yfirgnæfandi stuðnings ekki aðeins stjðrnarflokkanna heldur áhrifamikilla aðila í stjórnarandstöðunni. Stjórnar- andstaðan er gersamlega sundr- uð, í veigamiklum þætti efna- hagsmála, en ríkisstjðrnin hefur hletið mikilsverðan stuðning frá einum áhrifamesta þingmanni stjórnarandstöðunnar. Það er pólitfsk staða, sem báðir stjórnar- flokkarnir geta verið ánægðir með, en hið sama verður ekki sagt um stjórnarandstöðufiokkana. r>t^™!WHBiP«r fu/r, ,:>*m Dómnefndin f hugmyndasamkeppninni. Frá vinstri: Gylfi Guðjðnsson, Helgi Hjálmarsson, Jðn M. Guðmundsson, Aðalsteinn Júlfusson, Magnús Sigsteinsson, Anna S. Gunnarsdóttir og Sæberg Þórðar- son. Hugmyndasamkeppni um skipulag Mosfellshrepps Fyrir skömmu ákvað Mos- fellshreppur að efna til hug- myndasamkeppni um aðal- skipulag Mosfellshrepps 1978—'98. A blaðamannafundi' í gær, sem hreppsnefnd Mos- fellshrepps og dómnefnd boðuðu til, var samkeppnin kynnt sem og aðdragandi henn- ar. Kom þar fram að á itndan- förnum árum hefur þéttbýli f Mosfellshreppi aukizt mjög og fðlksfjölgun orðið mikil. Fyrsta desember 1976 mun fbúatalan hafa verið sem næst 2.000 manns, en var um 1970 um 1.000 og aukningin þvf ver- ið nálega 100% á þessum sex árum. Gert er ráð fyrir 10,9% meðaltalsfjölgun á ári frá 1976—1980. Byggðin hefur þró- ast að mestu samkvæmt bráða- birgðaskipulagi, en heildar- skipulag ekki legið fyrir og samþykkti sveitarstjðrnin því á síðastliðnu ári að gert skyldi heildarskipulag af-hreppnum og eins konar landnýtingar- áætlun, en Mosfellshreppur er nú um 20.000 hektarar að stærð. Var samþykkt að verk þetta skyldi boðið út í sam- keppni. I tillögum Skipulagsnefndar hreppsins er gert ráð fyrir að taka fyrir þann hluta, sem fyr- irsjáanlega byggist þéttri byggð á næstu árum, en það er svæðið í námunda við Vesturlandsveg, | þar sem hann liggur um hrepp- inn. Ennfremur er gert ráð fyr- ir að gerðar verði tillögur um önnur byggileg svæði, og hvernig nýta skuli fellin og heiðina, það er Mosfellsheiði. Má i raun segja að hugmynda- samkeppnin sé þríþætt, því i fyrsta lagi skulu samkeppnistil- lögurnar fjalla um landnotkun- armöguleika hreppsins. I þeim hluta skal gera grein fyrir notk- un lands, meðal annars til íbúðarbyggðar, iðnaðarsvæða, landbúnaðar, útivistar, sumar- bústaðabyggðar, o.s.frv. og grófum tengslum Mosfellssveit- ar við aðliggjandi sveitarfélög. Þá skal í tillögunum ekki gert ráð fyrir neinni verulegri byggð ofan 100 metra hæðar- línu. Með þessum hluta sam- keppninnar á að fylgja upp- dráttur á mælikvarðanum 1:20.00 ásamt stuttri greinar- gerð og skýringarmyndum. Annar hluti hugmyndasam- keppninnar er aðalskipulagstil- laga afmarkaðs hluta Mosfells- hrepps. í þeim hluta skal gerð grein fyrir notkun lands, nýt- ingarhlutfalli, umferðarkerfi o.s.frv. Uppdráttur skal einnig fylgja þessum hluta samkeppn- innar og á hann að vera í mæli- kvarðanum 1:5.000 með stuttri greinargerð og skýringarmynd- um. Þriðji hluti samkeppnirTnar er tvískiptur. Annars vegar er gert ráð fyrir deiliskipulagi á svæði sem takmarkast af Vest- urlandsvegi, landi Blikastaða, Leirubogi og byggð í landi Bjargarstaða. Híns vegar er um að ræða deiliskipulag á svæði innan aðalskipulagsins, og hafa keppendur frjálsar hendur um val þess svæðis. Svæðið á ekki að vera minna en 100 hektarar og ekki stærra en 200 hektarar. Uppdrættir fyrir bæði svæðin eiga að fylgja og eiga þeir að vera i mælikvarðanum 1:2.000. Þeim eiga að fylgja fjarvíddar- uppdrættir, sneiðingar eða aðr- ar skýringarmyndir ásamt greinargerð. Verðlaun fyrir beztu hug- myndina nema alls fimm milljónum króna og er gert ráð fyrir að fyrstu verðlaun verði um tvær og hálf milljón krónur. Verða hugmyndirnar dæmdar í heild, en liðirnir þrír ekki metnir hver fyrir sig, og áskilur dómnefnd sér rétt til að nota verðlaunahugmyndirnar að ein- hverju leyti. Auk þess hefur dómnefndin eina milljón króna til.umráða til kaupa á tillögum. Mosfellshreppur leggur mikla áherzlu á að gert sé ráð fyrir göngustigum í aðalskipu- laginu, og öðrum leiðum fyrir fólk, sem áhuga hefur á að ferð- ast öðru vísi en i bifreiðum. Sem dæmi má nefna að hrepps- nefndin gerir ráð fyrir að reið- slóðir verði skýrt afmarkaðar frá götum, og að hægt verði að komast yfir Vesturlandsveg á auðveldan og þægilegan hátt. Dómnefnd var kosin á síðast- liðnu hausti í samráði við Skipulagsstjórn rfkisins og Arkitektafélag Islands, sem unnið hefur að því að semja útboðslýsingu fyrir samkeppn- ina. Gert er ráð fyrir að þátttak- endur skili tillögum eigi siðar en 17. maí 1978. Dómnefnd skipa af hálfu Skipulagsstjórn- ar ríkisins, Aðalsteinn Júlíus- son, vita- og hafnamálastjóri, sem er formaður nefndarinnar, af hálfu Arkitektafélags ís- lands Helgi Hjálmarsson og Gylfi Guðjónsson arkitektar, en af hálfu Mosfellshrepps þeir Jón M. Guðmundsson oddviti og Magnús Sigsteinsson, for- maður skipulagsnefndar hreppsins, en varamenn þeirra eru Sæberg Þórðarson og Anna S. Gunnarsdóttir. Þá hafa starf- að með nefndinni þeir Jón Baldvinsson sveitarstjóri, Magnús Ólafsson byggingar- fulltrúi, Róbert Pétursson arki- tekt og Zóphanias Pálsson skipulagsstjóri, en hann er ritari nefndarinnar. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ölafur Jensson fram- kvæmdastjóri, Kjartansgötu 2, Reykjavík og afhendir hann samkeppnisgögn gegn 10.000 króna skilatryggingu, en þátt- tökurétt hafa allir Islendingar og útlendingar, sem starfa hér á landi. Rðbert Pétursson, arkitekt, útskýrir samkeppnisgögnin fyrir gestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.