Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 25 1 gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um viðskiptabanka f eigu rfkisins. Frumvarpið er f 9 köflum: al- menn ákvæði, sl jórn, samstarfs- nefnd, starfsemi, lausafjár- staða, endurskoðun, refsi- ákvæði og ýmis ákvæði og gild- istaka. Helztu breytingar, sem frum- varpið felur i sér frá gildandi lögum eru þessi: 1. Sett eru ítarlegri ákvæði um endurskoðun sem m.a. miða að aukinni fagþekkingu þeirra, sem að endurskoðun starfa hjá ríkisviðskiptabönkum; jafn- framt því sem stefnt er að breytingum á skipulagi og framkvæmd þess starfsþáttar I samræmi við breyttar aðstæð- ur. Þingkjörnir endurskoðend- Olafur Jóhannesson bankamálaráðherra. að endurskipulagningu útibúa- kerfis og fjalla um verkaskipt- ingu þeirra. Meðal annarra nýmæla, sem í frumvarpinu eru, má nefna: # — Ríkisviðskiptabankar skulu reka hvers konar við- skiptastarfsemi, sem þýðir, að fallið er frá þeirri stefnu að ríkisviðskiptabankar sérhæfi sig i þjónustu við tilteknar at- vinnugreinar, eins og verið hef- ur hingað til. # — Ráðherra getur, hvenær sem er, krafið bankaráð og bankastjórn um yfirlit yfir rekstur og hag bankans. # — Akvæði núgildandi laga þess efnis að bankaráðsmenn og varamenn þeirra skuli eiga búsetu í Reykjavík eða ná- grenni eru feild niður í frum- varpinu. Stjórnarfrumvarp að bankalögum: í tarlegri ák væði um endurskoóun Búnaðarbanki heyri undir bankamálaráðherra með sama hætti og Landsbanki og Útvegsbanki ur starfa áfram. Lagt er til, að auk þeirra starfi að endurskoð- un viðkomandi banka löggiltur endurskoðandi, sem ráðherra skipar. Skal hinum löggilta endurskoðanda heimilt að láta menn í hans þjónustu taka þátt i framkvæmd endurskoðunar hjá viðkomandi banka. 2. i frumvarpinu er heimild- arákvæði þess efnis, að banka- ráð geti ráðið sérstakan starfs- mann, er ekki hafi önnur störf með höndum en að fylgjast með starfsemi bankans, eftir nánari ákvörðun þess. 3. Búnaðarbankinn, sem i gildandi lögum heyrir undir landbúnaðarráðherra, heyrir með öðrum ríkisviðskiptabönk- um undir ráðherra bankamála, ef frumvarp þetta verður sam- þykkt. Stofnlánadeild landbún- aðarins heyrir þó áfram undir þann ráðherra, er fer með land- búnaðarmál. 4. Gert er ráð fyrir að sett sé á fót sérstök samstarfsnefnd bankanna, skipuð 7 mönnum, tveimur frá hverjum ríkisvið- skiptabanka og einum frá Seðlabanka Islands, til að efla samstarf bankanna, stuðla að rekstrarhagkvæmni og vinna # — I frumvarpinu eru ogým- is nýmæli varðandi ráðningu starfsmanna. # — Lagt er til að ríkisvið- skiptabönkum sé óheimilt að eiga aðrar fasteignir en þær, sem nauðsynlegar eru vegna starfsemi þeirra eða vegna lík- legrar aukningar á starfsemi. Hér er einungis drepið á nokkur nýmæli i frumvarpinu, en hvergi nærri er um tæmandi upptalningu að ræða. Frum- varpi þessu verða gerð itarlegri skil á þingsiðu Mbl. samliða framsögu bankaráðherra, er hann mælir fyrir frumvarpinu. SVIPMVND — Hér má sjá í fremstu róó: Þórarin Þórannsson, pingmann Reykvíkinga. Jón G. Sólnes. þingmann Norðlendinga og Olaf G. Einarsson, þingmann Reyknesinga. Að baki þe.im standa: Friðjón Þórðarson, þingmaður Vesllendinga, Ingi Tryggvason, þingmaður Norðlendinga. Gils Guðmundsson. þingmaður Reyknesinga, Steinþór Gestsson, form. f járveitinganefndar og Geir Gunna—son. sem einnig á sæti i fjárveilinganefnd. Þingfréttir í stuttu máli Blönduvirkjun rædd í neðri deild EFRI DEILD — # — óiafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, maelti i gær fyrir stjómarfrumvarpi að þinglýsingarlögum. ásamt 9 öðr- um hliðarfrumvörpum Efnisatriði frumvarpaþessara voru nýlega rakin á þingsiðu Mbl Málin voru öll af- greidd til allsherjarnefndar og 2 umræðu i deildinni # — Ragnar Arnalds (Abl) mælti fyrir frumvarpi um stjórnskip- unarlög Fjallar það um laekkun kosningaaldurs (til þings) i 18 ára aldur Jón Ármann HéSinsson (A) studdi frurnvarpið og minnfi á fyrri tillögur Alþýðuflokks um sama efni # — Albert Guðmundsson (S) mælti fyrir frumvarpi er hann flytur um Samkeppni, verSmyndun og samruna fyrirtaekja. Frumvarpið er samtð að tilhlutan Verzlunarráðs ís- lands Þvi hafa verið gerð efnisleg skil á þingsíðu Mbl NEÐRI DEILD I neðri deild var fram haldið fyrstu umræðu um stjórnarfrumvarp um virkjun Blöndu i A-Húnavatnssýslu Páll Pétursson (F) mælti enn gegn frumvarpinu Pálmi Jónsson (S) mælti með þvi Þörarinn Þóiarins son (F) benti á Landsvirkjun sem liklegan framkvæmdaaðila Taldi hann virkjunarkönnun tæplega komna það langt að rétt væri að afgreiða frumvarpið. þótt hann að öðru leyti teldi rétt að hraða málinu Gunnai Thoroddsen Orkuraðherra svaraði fyrirspurnum Benti hann m.a á að Landsvirkjun væri sam- eign Reykjavikurborgar og ríkisins. er þjóna ætti tilteknum landshluta Ef hugmyndir um Norðurlandsvirkj- un næðu ekki fram að ganga væru Rafmagnsveitur rikisins liklegri framkvæmdaaðili Umræðum lauk ekki Vikið verður nánar að þessum umræðum siðar Embættisgengi kennara: Starfsreynsla metín tíl réttínda Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálarádherra boð- aði það í svari við fyrir- spurn frá Ragnari Arnalds (Abl) um endurmenntun og réttindi nú „réttinda- lausra" kennara, að frum- varp til laga um embættis- gengi kennara yrði lagt fram á Alþingi mjög bráð- lega. Þá upplýsti ráðherra að undanfarið hefði verið í at- hugun hjá ráðuneyti sínu, að opna námskeið við Kennaraháskóla íslands fyrir grunnskólakennara, sem ekki hefðu tilskilin réttindi og hafi i þvi efni einnig verið hugað að sum- arnámskeiðum og bréfa- skóla. Ráðherra sagði að lögin um Kennaraháskóla ís- lands væru nú í endurskoð- un og yrði frumvarp um skólann lagt fram á þessu þingi — að lokinni þeirri endurskoðun. Ákvæði um framangreint efni, þ.e. menntun „réttindalausra" kennara, yrðu annað hvort í því frumvarpi eða frum- varpi um embættisgengi kennara, ellegar í báðum, eftir því sem við þætti eiga. Samráð yrðu höfð við kennarasamtökin um þessi mál. Miklar umræður urðu um þetta mál, m.a. hvern veg starfsreynsla og menntun yrðu sanngjarn- lega samhæfð og metin til réttinda við kennslu. Þaö kom fram í umræðunni að skólahald hefði hreinlega fallið niður í fjölmörgum strjálbýlishéruðum, ef ekki hefði komið til starf hinna „réttindalausu" kennara, sem sumir hverjir hefðu áratuga starfsreynslu að baki, en byggju hins vegar ekki við nægjanlegt starfs- öryggi. Námskeið, sem leiddu til starfsréttinda, væru því meir en tímabær. Hreyfanlegir snjónaglar: Fullnaðarprófun bíður fjárveitingar GUNNAR Thoroddsen, iðnaðar- og áætlanir Einars, en ráðuheytið ráðherra, svaraði f gær fyrirspurn skrifaði fjárveitinganefnd á s.l. frá Helga F. Seljan (Abl), varð- hausti bréf, sem var á þessa lund andi f járstuðning til að ljúka með leyfi hæstv. forseta: smfði og fullprófa ný nagladekk „Ráðuneytið hefur haft til með hreyfanlegum nöglum. Svar meðferðar styrkbeiðni Einars ráðherra fer hér á eftir. Einarssonar vegna tilrauna við „Einar Einarsson hefur snúið sérstaka gerð naglahjólbarða. Rn. sér til iðnaðarráðuneytis varðandi hefur verið kynnt erindi Einars hjólbarða þá, sem hann hefur til fjvn., dags. 25. ágúst 1977 og fundið upp með hreyfanlegum beióni um fjárframlög til þessara snjónöglum. Iðnaðarráðuneytið tilrauna. Af því tilefni vill rn. tók hugmynd Einars til meðferð- kynna fjvn. niðurstöður stjórnar ar og athugunar og sendi ínálið til Iðnþróunarstofnunar íslands i umsagnar Iðnþróunarstofnunar, máli þessu og mæla með fjár- en kostnaðaráætlun Einars við stuðningi í samræmi við það." smiði dekkjanna og prófun útbún- pjárveitinganefnd sá sér ekki aðar var um 11 millj. kr. Iðn- fært að gera tillögu um fjárveit- þróunarstofnun kannaði málið og ingar í þessu skyni í fjárlögum taldi, að rétt væri að prófa upp- fyrir 1978. Það er rétt að taka finninguna betur en gert hefði fram, að í bréfi sínu til nefndar- verið og mælti með nokkrum innar hafði Einar fært upphæð- styrk til Einars i þessu skyni. ina úr 11 millj. niður i um 8 millj. Sú fjárhæö, sem Iðnþróunar- kr., eins og kemur fram í þeirri stofnun gerði ráð fyrir að til þessa áætlun, sem send er fjárveitinga- þyrfti, var á bilinu 1—2 millj. kr. nefnd. En hún hefur málið áfram Hins vegar taldi uppfiriningamað- til athugunar að þvi er formaður urinn þetta með öllu ófullnægj- nefndarinnar hefur tjáð mér^ andi og taldi upphæðina miklu hærri, en hún var eins og ég gat um hér áðan um 11 millj. kr. Ráðuneytið hefur ekki haft mögu- leika á að leggja fram fé til þess að ljúka smiði og prófun þessara nagladekkja i samræmi við óskir Skipting eftir kjðrdæmum: Félagsheimilas j óður og skemmtanaskattur Félagsheimilasjóður veitti rúmlega 63 milljónir króna til 68 félags- heimila á árinu 1976. Þetta kom fram í svari Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Péturs Sigurðssonar (S) um hlut félagsheimilasjóðs í skemmtanaskatti í sameinuðu þingi i gær. Skipting þessa fjármagns eftir kjördæmum var þessi: Vesturland .................................................... 18.669 þús. til 14 heimila. Suðurland ...................................................... 9991 þus. til 13 heimila. Norðurland eystra .......................................... 9.163 þús. til 10 heimila. Vestfirðir ........................................................ 7.077 þús. til 15 hoimila. Austurland ...................................................... 6.291 þús. til 5 heimila. Reykjanes ........................................................ 5.208 þús. til 9 heimila. Norðurl. vestra ................................................ 3.646 þús.til 5 heimila. Reykjavík ........................................................ 3.583 þús.til 7 heimila. Hlutur féiagsheimílasjóðs í skemmtanaskatti 1976 nam rúmlega 72 m. kr. 10% af þeirri fjárhæð renna í menningarsjóð félagsheimila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.