Morgunblaðið - 11.02.1978, Side 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK
35. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Enn barizt þrátt
fyrir vopnahlé
Beirút 10. feb. AP. Reuter.
ÁTÖKUM sýrlenzkra gæzluliða
og kristinna Líbana slotaði
nokkuð á föstudag en þó bar enn
á suttum, snörpum skærum, er
stefna í hættu þeim fallvalta
friðarsáttmála, sem gerður var í
því skyni að binda end á versta
öngþveiti í Líbanon síðan á
tímum borgarastríðsins.
Líbanskur framámaður skellti í
dag skuldinni á friðargæzlusveit-
ir Arababandalagsins og sagði:
„Sýrlendingar eru enn einu sinni
farnir að haga sér eins og setulið
hér um slóðir.“
Vopnahlé það, er samið var um
á miðvikudag hélzt til hádegis í
dag, er sýrlenzkir gæzluliðar hófu
skotárásir á heri kristinna á
tveimur svæðum í austurhluta
Framhald á bls. 33.
Sómalar hvattir
tíl að gefast upp
Washington, Nairobi,
10. feb. Reuter. AP.
BANDARlSKA stjórnin skoraði í
dag á Sómali að draga til baka
herlið sitt í Ogaden-
eyðimörkinni. Einnig hvatti
bandariski utanríkisráðherrann,
Cyrus Vance, Sovétmenn til að
kalla hernaðarráðgjafa sína aftur
frá Eþíópíu. Þá hafa Eþíópiu-
menn, sem nú eru í mikilli sókn á
vígstöðvunum, beint þeim tilmæl-
um til Sómala að þeir gæfust upp
til að þyrma mannslífum.
„Stríðið í Ogaden er okkur mik-
ið áhyggjuefni,“ sagði Vance á
fundi með blaðamönnum i dag.
„Átökin verða sífellt snarpari og
vopn streyma utanfrá inn á svæð-
ið,“ bætti hann við. Var það álit
Vance að reyna ætti að komast að
samkomulagi um vopnahlé, að
Sómalar drægju sig í hlé og
kúbanskir og sovézkir sérfræðing-
ar hyrfu tafarlaust á brott. Kom
fram hjá honum að á líðandi
stund væru um 3000 kúbanskir
ráðgjafar í Eþíópíu, þar af 2000
við sjálfa víglínuna. Sagði hann
að mannafli Sovétmanna í
Eþíópíu væri á bilinu frá 800 til
1000. Lét Vance í ljós ótta um að
fleiri kúbanskir hermenn væru á
leið til Eþíópíu frá Angóla og
Kúbu. Sagði hann að Bandaríkin
héldu fast við þá stefnu sína að
veita hvorugum stríðsaðila her-
stuðning í deilunni en benti jafn-
framt á að sú stefna kynni að
verða endurskoðuð seildust
Eþíópíumenn yfir Jandamærin.
„Við höfum heit Eþíópíumanna
fyrir því að þeir muni ekki ryðj-
ast yfir landamærin," sagði
Vance.
I tilkynningu frá Eþíópiustjórn
í dag, sem birt- var í Rómaborg,
sagði að yfirvöld í höfuðborginni
Addis Abeba væru reiðubúin til
að búa í friði við Sómala. Kom þar
fram að Eþíópar myndu misk-
Framhald á bls. 33.
Don Jamieson, utanrfkisráðherra Kanada, sýnir kort sem sýnir hvar foringi úr K:nadísku riddaralög-
reglunni fékk fyrirmæli frá sovézkum leyniþjónustuforingja um 10 km norður af Ottawa.
Svartur blettur á
sambúð ríkjanna
segir Trudéau um njósnamálið
Ottawa, 10. feb. Reuter. AP.
FORS/ETISRAÐHERRA Kan-
ada, Pierre Trudeau, lét svo um
mælt á blaðamannafundi f dag að
sovézka njósnamálið væri svartur
blettur á samskiptum Kanada og
Sovétrfkjanna. Hann sagði að það
gerði óhjákvæmilega sambúðina
erfiðari en ætti ekki að gera að
verkum að upp úr henni slitnaði.
Norska krónan felld um 8%
Kemur ekki til með að hafa veruleg
áhrif hérlendis, segir Jónas Haralz
einmg
norska
Kaupmannahöfn, 10. feb. AP.
FJÁRMALARAÐHERRAR og
aðalbankastjórar Evrópulanda, er
aðild eiga að samningi um sam-
hentar aðgerðir í gjaldeyrismál-
um, „Snákinum" eins og hann er
kallaður, hafa ákveðið að fella
gengi norsku krónunnar um átta
prósent, að því er danski Aðal-
bankinn tilkynnti í kvöld. Var
ákvörðun þessi tekin að beiðni
norskra yfirvalda og speglar hún
óhagstæðan viðskiptajöfnuð
þjóðarinnar að þvf er sagði í til-
kynningunni.
Að sögn forstöðumanna
31 fórst í
flugslysi
Montevideo, 10. febrúar AP
ÞRJÁTlU og einn beið bana
þegar flugvél flughers Uruguays
steyptist til jarðar í dag. Þetta er
mesta flugslys í sögu landsins.
Slysstaðurinn er um 600 km
norðvestur af höfuðborginni
Montevideo. Stjórn landsins lýsti
hann bannsvæði og neitaði að
veita fjölmiðlum upplýsingar um
slysið.
Þó fréttist að flugstjórinn hefði
tilkynnt um bilun í öðrum hreyfli
vélarinnar skömmu eftir flugtak
frá Artigas skammt frá landa-
mærum Argentínu. Flutvélin var
af gerðinni DC-3 og var á leið til
Montevideo.
danskra viðskiptabanka er mikil-
vægasti þáttur ákvörðunarinnar
sá að með henni hafa Norðmenn
ákveðið að láta gjaldmiðil sinn
vera á sama báti og gjaldmiðill
annarra aðildarlanda „Snáksins“
frekar en að láta hann fljóta ein-
an sér eins og Svíar. Hafa fjár-
málasérfræðingar látið í veðri
vaka að kljúfi enn eitt land sig út
úr samtökunum um fljótandi
gengi, geti það riðið þeim að
fullu.
Það kom einnig fram hjá dönsk-
um bankamönnum í kvöld að ein
helzta ástæðan fyrir því að
ákvörðunin var tekin muni hafa
verið hve hófleg áhrif olíuvinnsl-
an úr Norðursjó hefur enn haft á
efnahag norsku þjóðarinnar. Eru
nefndir örðugleikar
skipaiðnaðarins, sem
munu vera harðvítugri en hjá
flestum þjóðum öðrum. Þá má
geta þess að gamalgrónar útflutn-
ingsgreinar Norðmanna líkt og
skógarhögg hafa orðið illa fyrir
barðinu vegna falls sænska gjald-
miðilsins á síðasta ári, en Svíar
eru helztu keppinautar Norð-
manna á þessum vettvangi.
Telja menn að þessi gengisfell-
ing norsku krónunnar geti haft
áhrif á dönsku krónuna. Einnig
er talið að hún geti orðið til þess
að austurrísk stjórnvöld endur-
skoði frekar þá stefnu sína að
tengja shillinginn á óbeinan hátt
þýzka markinu.
Mbl. náði í gærkvöldi tali af
Jónasi Haralz, bankastjóra, og
spurði hann hvort þessar ráðstaf-
anir norsku stjórnarinnar kæmu
til með að hafa áhrif hér á landi.
Framhald á bls. 33.
1 Moskvu var því hins vegar lýst
yfir að brottrekstur sendimann-
anna 13 væri út I hött og sprottin
af andróðri afla, sem legðu fæð á
Sovétríkin.
A blaðamannafundinum í dag
kom fram hjá Trudeau að hann
teldi að sovézka hneykslismálið,
er upplýstist í gær með þeim af-
leiðingum að 13 sovézkum borgur-
um var vísað úr landi, þar af
tveimur ævilangt, ætti ekki að
hafa langvarandi áhrif á sam-
skipti ríkjanna. „Það þarf ekki að
valda vinslitum þótt sletzt hafi
upp á kunningsskapinn með
tveimur aðilum einu sinni,“ sagði
hann. Eins og fram hefur komið
var 13-menningunum gefið að sök
að hafa reynt að múta félögum
kanadísku riddaralögreglunn-
ar og hafa njósnir af kana-
dísku upplýsingaþjónustunni. I
hópi þeirra, sem sakaðir voru um
njósnir voru m.a. fyrsti ritari
sovézka sendiráðsins í Ottawa og
tveir aðstoðarritarar hans. Alls
eru í sendiráðinu 64 starfsmenn.
Utanríkisráðherra Kanada Don
Jamieson kunngerði á fimmtudag
hvað á seyði var í neðri deild
kanadíska þingsins og sagði þá að
tækju Sovétmenn upp á að vísa
kanadískum sendimönnum í
Moskvu úr landi i hefndarskyni
myndi kanadíska stjórhin svara
fyrir sig með því að gjalda þeiml
tönn fyrir tönn. Hann sagði að
fjórum af sovézku sendiráðs-
mönnunum 13 hefði verið gert að
hverfa á brott fyrir næstkomandi
mánudag, sjö hefði verið gefinn
frestur til 23. febrúar, en tveimur
fjarstöddum hefði verið meinað
að snúa aftur.
Framhald á bls. 33.
7,3 stiga
skjálfti
Wellington, 10. feb. Reuter.
AP
SNARPUR jarðskjálfti
mældist i morgun á S-
Kyrrahafi naérri Kermadec-
eyjum norðaustur af Nýja-
Sjálandi. Að sögn
jarðfræðinga var ekki um
neinar alvarlegar skemmdir
eða slys á mönnum að ræða.
Skjálftinn mældist 7,3 stig á
Richtermæli.
Kermadec-eyjar liggja um
1200 kilómetra n-austur af
Nýja-Sjálandi og eru í eyði ef
frá er talið að þar er útvarps-
og veðurathugunarstöð, sem
u.þ.b. tiu manns starfa við.
Þá hefur verið skýrt frá, að
mælzt hafi jarðskjálfti í Júgó-
slavíu um 315 kílómetra vestur
af Belgrad. Var hann um 6 stig
á Richter og mun ekki hafa
orðið tjón af völdum hans.
ísraelsleiðtogar spá
nýjum friðarfundum
New York, Washington,
Berchtesgaden, Jerúsalem,
10. feb. AP. Reuter.
FRIÐARVIÐRÆÐUR í M-
Austurlöndum, er upp úr slitnaði
í síðasta mánuði, munu hefjast að
nýju á næstunni að því er utan-
ríkisráðherra Israels, Moshe Day-
an, skýrði fréttamönnum frá í
dag. Einnig eru uppi raddir með-
al ráðamanna vestanhafs að Cart-
er Bandaríkjaforseti hyggist
bjóða Begin og Sadat að koma til
Washington til viðræðna í apríl
nk.
Sadat, sem í dag hvfldi sig í ferð
sinni á dvalarstað sínum í
Bavaríu í V-Þýzkalandi, mun á
morgun eiga viðræður við Bruno
Kreisky, kanslara Austurríkis. í
Vfn en öllum á óvart mun
Kreisky hafa búið svo um hnút-
ana að Sadat hitti einnig að máli
Shimon Peres. leiðtoga stjórnar-
andstöðunnar í Israel.
Begin, forsætisráðherra ísraels,
mun í dag hafa snúið heim eftir
fjáröflunarferð til Sviss ogjcvaðst
hann bjartsýnn um að friðarvið-
ræðurnar byrjuðu á nýjan leik.
Utanríkisráðherra Bandarikj-
anna, Cirus Vance, lýsti því hins
vegar yfir í dag að bústaðir ísra-
ela í Sinai ættu ekki rétt á sér og
kvað þetta atriði skipta sköpum i
áformuðum friðarviðræðum.
Það var eftir fund hans með
bandaríska aðstoðarutanríkisráð-
herranum Alfred Atherton i gær
að Dayan kvaðst vongóður um að
friðarviðræðurnar færu aftur í
gang. Aðspurður kvaðst Dayan.
hins vegar ekki áiíta að bústaðir
Framhald á bls. 33.