Morgunblaðið - 11.02.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 13
BLÚM
VIKUNNAR \ W * - *
UMSJÓN: ÁB. ®
Sáning
sumarblóma
Enn sem komið er hef-
ur lítið sem ekkert verið
fjallað um sumarblóm í
þessum þáttum að öðru
leyti en því að vorið 1976
voru gefnar all ítarlegar
leiðbeiningar um
sáningu, dreifplöntun og
útplöntun sumarblóma
og matjurta. Nokkrir
lesenda þessara þátta
hafa látið í ljós ósk um að
áðurnefndir þættir verið
birtir aftur en þar sem
um talsvert langt mál er
að ræða er þess ekki kost-
ur. Til þess að veita svo-
ið og er í í því tilfelli
hentugast að sá í smá-
potta eða plastílát og
nauðsynlegt er að göt séu
á botni þeirra.
Gætið þess að sá ekki of
þétt og vökvið varlega
svo að fræið skolist ekki
til. Best er að sá í hæfi-
lega raka mold og breiða
plast yfir til þess að koma
í veg fyrir of öra uppguf-
un. Dreifplantið áður en
smáplönturnar fara að
teygja úr sér að ráði.
Fyrst í stað má hafa
nokkrar plöntur saman í
Breiða af sumarblónium.
litla úrlausn mun nú í
stuttu máli verða drepið
á nokkur atriði sem vert
er aö hafa í huga þegar
sáð er: „Nauðsynlegt er
að sá snemma fyrir þeim
tegundum sem seinvaxn-
ar eru. I byrjun febrúar
er kominn tími til að sá
t.d. Petuníu, ljónsmunna,
eilífðarblómi (Helichrys-
um), hádegisblómi o.fl.
Fljótvaxnar tegundir svo
sem levkoj, sumarchrys-
anthemum, kornblóm,
morgunfrú o.m.fl. geta
beðið enn um sinn.
Þegar sáð er snemma
er mikilvægt að moldin
sé gljúp og hlý, helzt þarf
hún að vera sótthreins-
uð: soðin eða bökuð, eða
a.m.k. blönduð sveppa-
eyðandi efni t.d. Brassi-
col eða Benlate. Hættast
er við hinni hvimleiðu
svartrót meðan birta er
lítil. Þungur og þéttur
jarðvegur gerir smá-
plöntunum erfitt fyrir.
Margir þurfa að nota
gluggana sína og þá e.t.v.
fyrst og fremst eldhús-
gluggann fyrir plöntueld-
íláti og fná þá nota sömu
moldarb'öndu og sáð var
í. En þegar að því kemur
að planta hverri plöntu
fyrir sig í pott má hafa
moldarblönduna kröft-
ugri.
Strax og orðið er nægi-
lega hlýtt í veðri skal
koma plöntunum fyrir í
sólreit og herða vel áður
en þær eru gróðursettar
þar sem þeim er ætlað að
vera til frambúðar.
Að öðru leyti er gott að
minna á gamla góða „hús-
ráðið“ en það er að fletta
upp í Skrúðgarðabókinni
því þar má finna hagnýt-
ar upplýsingar um þetta
efni eins og svo margt
fleira.
H.L.
í 2—3 næstu greinum
verður sagt frá ýmsum
tegundum sumarblóma
bæði algengum og eins
nokkrum sem minna eru
þekkt, enda er nú rétti
tíminn að fara að huga að
fræi og öðru sem málinu
viðkemur.
Um starfsemi Mynt-
saf naraf élags íslands
Ætlunin var að halda áfram
með undirstöðuatriði myntsöfn-
unar i þessum þætti, en í þess
stað mun ég minnast á starf-
semi Myntsafnarafélags Is-
lands. Aðalfundur félagsins var
haldinn á sunnudaginn var i
Norræna Húsinu. Það kom
fram í skýrslu formanns, Ragn-
ars Fjalars Lárussonar, eins og
vitað var, að starfsemi félagsins
stendur með miklum blóma.
Haídnir eru 2 fundir í hverjum
mánuöi og hafa verið afar vel
sóttir í vetur. Það eru um 50 til
60 manns á hverjum fundi.
Virðist áhugi manna á mynt-
söfnun fara vaxandi og hafa
gengið nýir menn í félagið á
hverjum fundi. I félaginu eru
nú um 360 manns. Blað félags-
ins, Mynt, kemur út mánaðar-
lega. 1 því eru alltaf einhverjar
fróðlegar greinar frá félögun-
mm. Auk þess eru birtar upp-
boðsskrár og tilkynningar varð-
andi starfsemi félagsins. Fjár-
hagur félagsins er einnig i góðu
lagi þrátt fyrir vaxandi dýrtíð.
A næsta ári verður félagið 10
Mynt
eftir RAGNAR
BORG
ára og er þegar farið að huga að
stórri myntsýningu og slátt
minnispenings í tilefni afmæl-
isins.
Það er fundur hjá Myntsafn-
arafélaginu í Templarahöllinni
klukkan hálf þrjú í dag. A upp-
boðinu eru mörg númer, sem
örugglega verður mikið keppt
um. Má þar nefna meðal ann-
arra: Öll árssett Seðlabankans,
mjög góð eintök af 10 og 25 ára
peningum, krónumynt, þar á
meðal eru öll þau ártöl, sem
erfiðast er á ná í. Svo eru marg-
ir gamlir danskir peningar og
norskir. Eg hef óljósan grún
um að þarna séu komnir pen-
ingar, sem komið hafa í leitirn-
ar hér á landi úr ýmsum dánar-
búum o.s.frv. Að þetta séu allt
peningar sem notaðir hafa ver-
ið hér á landi á sínum tíma.
Þetta gefur auðvitað peningun-
um miklu meira gildi. Elzti pen-
ingurinn er frá 1608 og er það 8
skildinga silfurmynt. Svo eru
peningar frá 1700, 1771, 1805,
1809, 1812, 1842, 1857 o.fl. Elzti
norski peningurinn er áttskild-
ingur frá 1694 og sá yngsti er 50
aura peningur frá 1911. Alls
eru norsku peningarnir 20. Af
öðrum númerum á uppboðinu
má nefna sænska, ameríska,
arabíska, austurríska og danska
mynt. Nokkrir seðlar verða
einnig boðnir upp bæði úr ann-
arri og þriðju útgáfu Lands-
bankans svo og nokkrir krónu-
seðlar frá 1941.
Ég læt hér fylgja meó grein-
inni kort sem sýnir hvar félag-
ar í Myntsafnarafélaginu eiga
heima á landinu. Það er Anton
O’Brian Holt, sem hefir gert
þetta kort.
Ég þarf varla að taka það
fram að stjórn Myntsafnarafé-
lagsins var öll endurkosin á
aðalfúndinum, enda varla von á
öðru svo vel sem starfsemin
gengur.
REYKJAVÍK
Herradeild JMJ
VIÐ HLEAAM
MASTI
9ACA