Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
ÆJT4AIM
„Eru Alþýðubandalagsmenn ekki menn til þess að gefa skýringar á mistökunum í
Ráðstjórnarríkjunum og gera reikningsskil við fortíð sína sem ráðstjórnarvina?"
Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.
Enn trúa Alþýdubanda-
lagsmenn
Alþýðubandalagið fékk i síðustu þing-
kosningum 18,3% atkvæða. Það munar
um þennan flokk á stjórnmálavettvangn-
um, full ástæða er þvi til að rannsaka
stefnu hans og rökræða. Ég ætla í þess-
ari grein að fara fáeinum orðum um
Stefnuskrá Alþýðubandalagsins, sem
var samþykkt 1974 og gefin út 1975. Efni
hennar er athyglisvert: Enn trúa Al-
þýðubandalagsmenn þvi, að Karl Marx
hafi sagt lausnarorðið á nítjándu öld-
inni. Enn halda þeir, að rikið (einnig
islenzka lýðræðisríkið) sé kúgunartæki i
höndum ,,borgarastéttarinnar“, að
hagnaður atvinnurekenda sé fenginn
með arðráni verkamanna, að reynslan af
sameignarrekstrinum í austri gefi ekki
tilefni til neinna skýringa. Hugsun
þeirra er steypt í mót hóphyggjunn-
ar.Þeir ræða mjög um „alþýðuna“ hafa
dulrænt umboð frá henni. Dæmigert um
hóphyggju þeirra er niðurlag kaflans um
spillingu í stefnuskránni: „Pólitískri
stöðu borgarastéttarinnar í landinu væri
það mjög til hagsbóta að spillingarein-
kenni hennar sjálfrar slævðu siðgæðis-.
vitund og þrek alþýðu í þessum efnum“.
Þessi kenning Alþýðubandalagsmanna
er ósiðleg og órökstudd. Hún minnir á
þá, sem nasistar höfðu um ,,Das
Herrenvolk“, yfirþjóðina. Enginn hópur
manna hvorki ,,alþýðan“ né „borgararn-
ir“, er að mati frjálshyggjumanna öðrum
betri, þótt breytni eins einstaklings sé
stundum betri en annars. Hitt er annað
mál, að hagkerfið getur freistað manna
með boðum og bönnum, aukið á spillingu
með þeim. Dr. Þráinn Eggertsson lektor
leidÖi nýlega rök að þvi í vísisgrein, að'
spilling væri algengari i miðstjórnar-
ig hagnaðarvoninni, sem er í eðli sinu
eigingjörn hvöt, innir hann af hendi
þjóðhagslega mikilvægt starf“. Sá, sem
selur, og hinn, sem kaupir, hagnast báðir
á viðskiptum í fullkomnu markaðskerfi,
þvi að þeir fullnægja þörfum hvor ann-
ars, hvort sem þörfin er vinnuafl, fjár-
magn eða eitthvað annað. (Róttæklingar
segja, að „manngildi sé breytt í peninga-
gildi", þegar vinnuafl sé gert að sölu-
vöru. Það er rangt: Vinnuafl er auðvitað
vara frá sjónarmiði hagfræðingsins, það
er með öðrum orðum verðlagt, en það
felur ekkert i sér um gildi mannsins,
sem selur vinnuafl sitt. A heiminn má
horfa frá mörgum sjónarmiðum. Sjónar-
mið hagfræðingsins er rökrétt í viðskipt-
um, en ekki á öðrum sviðum mannlifs-
ins. Gróðahyggja þeirra, sem samsama
lifið og viðskiptin, er ekki röksemd gegn
viðskiptum. Rónarnir koma óorði á
brennivínið, eins og Arni Pálsson
prófessor sagði, braskararnir á viðskipt-
in).
Skýring Al-
þýðubandalagsmanna
á þjóðernissamhyggju
Karl Marx var skarpskyggn áhorfandi
breytinganna miklu í atvinnumálum á
átjándu og nítjándu öld. En hann sá
hvorki farsældarrikið né þjóðernissam-
hyggjuna fyrir. (Á slæmri íslenzku er
farsældarríkið nefnt „velferðarríkið".
Ég nefni sósíalisma oftast ,,samhyggju“,
orðið er stutt og laggott, og sósíalistar
geta vel við það unað.) Rökrétt íslenzk-
un alþjóðaorðsins ,,nasjónalsósíalismi“
er ,,þjóðernissamhyggja“.) Þeir, sem
kenna sig við Marx, sjá þjóðernissam-
hyggju ekki í réttu sögulegu ljósi. Hvaða
skýring er gefin á þjóðernissamhyggju i
stefnuskrá Alþýðubandalagsins? „Þar
i sem verulega hefur kreppt að valdastöðu
lyndra manna, eru fylgismenn skipu-
lagshyggju og hóphyggju. Annar t<;lur
stéttina gegna aðalhlutverki á leiksviði
Sögunnar, hinn telur þjóðina gera það.
Enginn eðlismunur var heldur á hag-
kerfinu i Þýzkalandi Hitlers og hagkerf-
inu í Ráðstjórnarríkjunum: séreignar-
réttur var i orði kveðnu í Þýzkalandi, en
allur umráðaréttur var rikisins, bæði
rikin ráku víðtækan áætlunarbúskap,
þau voru alræðisríki, eins og hag-
fræðingurinn Friedrich von Hayek benti
á í bókinni Leiðinni til ánauðar (The
Road to Serfdom) árið 1944. Skýring
„venjulegra" samhyggjumanna á þjóð-
ernissamhyggju er ekki einungis röng
frá fræðilegu sjónarmiði, heldur einnig
hættuleg í stjórnmálum. Hún dró úr
þeim allan mátt í baráttunni víð Hitler
og Mússólini á árunum 1930—1935, rót-
tæklingarnir þrættu við lýðræðislega
samhyggjumenn (sósíaldemókrata, sem
þeir kölluðu „sósíal — fasista“), en
sinntu stjórnmálum „borgarastéttarinn-
ar“ ekki. Og það nefna stefnuskrár-
höfundarnir hvergi, að „mannkynið
hefur orðið að þola ólýsanlegar
hörmungar" /vegna þeirrar hugmynda-
fræði Marx, sem reynt var að fram-
kvæma. í Ráðstjórnarríkjunum. Þeir,
sem kalla sig ,,kommúnista“, hafa verið
miklu afkastameiri morðingjar en hinir,
sem kalla sig „fasista" eða „nasista“.
Farsældarríkin vanmetin
Alþýðubandalagsmenn vanmeta far-
sældarríkin, sem lýðræðissinnum ^
Norðurálfu, samhyggjumönnum og
frjálshyggjumönnum, tókst að reisa úr
rústum siðari heimsstyrjaldarinnar með
aðstoð Bandaríkjamanna. „Hér er á ferð-
inni hreinræktuð borgaraleg hugmynda-
fræði sem ætlað er að réttlæta markaðs-
kerfi gróðaaflanna en stangast óþyrmi-
lega á við reynslu launafólks af hinu
svonefnda velferðarþjóðfélagi". Hver
eru rökin fyrir þessari fullyrðingu? Ekki
leikurinn er sá, að stefnuskrár-
höfundarnir hafa hitt á eina sterkustu
röksemd frjálshyggjumanna gegn rikis-
afskiptum til lifskjarajöfnunar: þau mis-
takast oftast! Skattborgararnir greiða að
lokum kostnaðinn af einskis nýtu ríkis-
bákninu. Um hitt deila frjálshyggju-
menn og samhyggjumenn vonandi ekki,
að rikinu ber að tryggja öllum þeim, sem
geta það ekki sjálfir, mannsæmandi lífs-
kjör. Barátta verkalýðshreyfingarinnar
síðustu áratugina hefur ekki heldur
valdið lifskjarabótinni. Stefnuskrár-
höfundarnir vita það, blekking þeirra er
ekki sjáifsblekking, þvi að þeir segja:
„Sjávarútveginum eiga því islendingar
öðru fremur lifskjör sin að þakka".
Aukning rauntekna almennings fæst
með aukningu þjóðartekna, en ekki með
óraunhæfum kjarasamningum verklýðs-
rekenda og atvinnurekenda eða ríkisaf-
skiptum. En það kemur upp um kreddu-
trú Alþýðubandalagsmanna, að þeir
hafna lífskjaratryggingu farsældarrikis-
ins, vegna þess að hún er ekki lifskjara-
jöfnun nema að vissu marki. Takmark
þeirra er lífskjarajöfnun, en ekki al-
menn lífskjarabót.
Er stefna Al-
þýðubandalagsins
lýðræðisleg?
Umburðarlyndið gerir gæfumun
frjálshyggjumanna og samhyggju-
manna. Samhyggjumenn skilja það ekki,
að aðrir menn hafa aðrar skoðanir á„
fyrirmyndarskipulaginu en þeir. I
stefnuskránni segir svo um hina „sósí-
ölsku hreyfingu": „En þegar hún kemst
svo langt að geta í verulegum mæli sett
eigin sjónarmið og viðmiðunargildi i
stað hinna borgaralegu verður hún líka
að vera þess albúin að stiga skrefið til
fylls og ná úr höndum borgarastéttar-
innar helstu valdamiðstöðvum þjóð-
félagsins. Með hverjum hætti þessu
STEFNA ALÞÝÐUBANDALAGSINS
kerfi sósialista en í markaðskerfi
kapítalista: gjaldeyrisbrask, smygl,
skattsvik og ívilnanir eru fylgikvillar
ríkisihlutunar. Smygla menn vörum, ef
tollar eru engir og innflutningur leyfi-
legir á þeim? Braska þeir með gjaldeyri,
ef hann er ekkí skammtaður, heldur
seldur á sannvirði? A þetta ber að
minna, þvi að mjög er rætt — en af litlu
viti — um spillingu þessar vikurnar.
Hatrið á hagnaðinum
Hatrið, sem stéfnuskrárhöfundar Al-
þýðubandalagsins leggja á allan hagnað,
er allt að þvi sjúklegt. Ein ástæðan til
þess er líklega sú, gð þeir trúa arðráns-
kenningu Marx, önnur, að þeir eru
haldnir öfund og vanmetakennd. Þeir
segja um markaðskerfið: „Þar er riku-
lega séð fyrir þeim þörfum einum sem
einkaauðmagnið getur grætt á með fram-
boði á markaðsvöru". Hvers vegna
græða framleiðendur? Vegna þess að
fólk kaupir vörur þeirra, hefur frelsi til
þess^émarkaðskerfinu. Hagnaður er ekki
ámælisverður, ef farið er að réttum
keppnisreglum, heldur æskilegur. Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra komst
svo að orði í ritgerð um stefnu Sjálf-
stæðismanna í bókinni Kjósandanum,
stjórnmálunum og valdinu: „Enda þótt
gengið væri út frá meginásökun and-
stæðinga séreignaskipulagsins á hendur
þvi skipulagi sem staðreynd, þeirri, að
einkaatvinnurekandinn hugsi fyrst og
fremst um það að hagnast sem mest, en
ekki hvað þjöðinni er fyrir beztu, þá
verður ljóst við nánari athugun, að ein-
mitt i þessu er fólginn leyndardómurinn
um séreignaskipulagið sem hið virkasta
og áhrifaríkasta hagkerfi, sem þekkzt
hefur. Til þess að fullnægja hagnaðar-
hvöt sinni verður atvinnurekandinn að
inna af hendi eitthvert það starf, sem er
þýðingarmikið frá sjónarmiði annarra
og fullnægir þeirra þörfum. Ágóði hans
er undir þvi tvennu kominn, hversu
ódýrt honum tekst að framleiða vöru
sína og hversu vel honum tekst að selja
hana. Þannig verða það óskir og þarfir
neytendanna eins og þær koma fram í
kaupum þeirra á markaðnum, sem ráða
úrslitum um það, hvað framleitt skuli.
Um leið og einstaklingurinn sinnir þann-
borgarastéttarinnar hefur hún jafnvel
verið tilbúin að brjóta sínar eigin stjórn-
málareglur og taka upp stjórnarháttu
gerræðis og skefjalausrar kúgunar.
Þessu hefur yfirleitt fylgt fasistisk hug-
myndafræði þar sem ofbeldi og rétti
hins sterka er sungið lof. Af þessu hefur
mannkynið þurft að þola ólýsanlegar
hörmungar". Þessi skýring er röng.
Þjóðernissamhyggja var og er afkvæmi
„venjulegrar“ samhyggju. Hún er
þrautaráð samhyggjumanna, en ekki
„borgarastéttarinnar". Hitler kallaði
flokk sinn „þjóðernissamhyggjuflokk
þýzkra verkamanna", hann kenndi sig
við sósialisma. Mússólini, Laval, Doriot
og Quisling voru allir „venjulegir“ sam-
hyggjumenn, áður en þeir urðu þjóð-
ernissamhyggjumenn. Er það söguleg
tilviljun? Öðru nær. Hugsunarháttur
„venjulegs" samhyggjumanns og þjóð-
ernissamhyggjumanns er svipaður. Þeir
hafna báðir einstaklingshyggju frjáls-
Enn trúa AJþýðubanda-
lagsmenn því, að Karl
Marx hafi sagt lausnarorð-
ið á nftjándu öldinni.
nægir að vísa til „reynslu launafólks'*.
Ég fann tvær röksemdír i stefnuskránni.
Önnur er: „Félagsmálastefnu „vel-
ferðarþjóðarfélagsins" eru augljós tak-
mörk sett. Hún hróflar ekki við þeim
sem „betur mega" í þjóðfélaginu heldur
fæst við þá sem sjá sér ekki nokkurn
veginn farborða ínnan ríkjandi markaðs-
kérfis, svonefnda afskipta hópa (sjúka,
fatlaða, aldraða)". Þeir finna með öðrum
orðum að þvi, að ekki skuli tekið meira
fé af þeim, sem „sekir" eru um einhver
efni, eru jafnvel bjargálna, en gert er i
farsældarríkjunum. Öfundin leynir sér
ekki.
Hin röksemdin er: „Engin haldbær
rök eru fyrir þvi að félagslegar ráð-
stafanir til að „bæta afkomu" almenn-
ings hafi leitt til kjarajöfnunar milli
þjóðarfélagsstétta". Þessi full.vrðing er
sennilega rétt. En hvað hefur valdið
óumdeilanlegri kjarabót almennings, ef
ríkisafskiptin hafa ekki gert það? Sann-
Menntamenn f Alþýðu-
bandalaginu vara mjög við
hættunni af Andrési Önd.
markmiði verður náó er auðvitað ekki
undir hreyfingunni einni komið, en hún
getur unnið að þvi að það gerist friðsam-
lega". Hreyfingin „getur unnið að“ frið-
samlegri valdatöku sinní. Eru þessi orð
ekki grunsamleg? Takmark Alþýðu-
bandalagsins er „sósíölsk umsköpun": „1
sósiölskum búskap stýrir almannavaldið
efnahagslifinu í því skyni að þörfum
almennings sé fullnægt með jöfnuði og
að lýðræðislegum hætti". Hvert er „al-
mannavaldið“?hver er dómbærari um
þarfir einstaklingsins en hann sjálfur?
Þessum spurningum er ekki svarað í
stefnuskránni. Það er að vonum, að lýð-
ræðisrfki hafa hvergi rekið sameignarbú-
skap. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins er
í rauninni merkilegri fyrir það, sem látið
er ósagt, en hitt, sem er sagt. Hvert er
jarðbundið viðmið þeirra? Hagkerfi
Júgóslavíu? Eða Sviþjóðar? Sennilega er
það á því bilinu, þótt engin dæmi séu
tekin til skýringar. En Milovan Djilas
var fangelsaður í Júgóslavíu, Ingmar
Bergman hrakinn frá Svíþjóð (þó að ég
leggi rikin alls ekki áð jöfnu, Sviþjóð er
þrátt fyrir allt réttarriki, en Júgóslavia
lögregluríki). Nafn Ráðstjórnarrikjanna
er ekki nefnt i stefnuskránni, engir
lærdömar eru dregnir af tilrauninni til
að reka sameignarbúskap í austri. Mat
okkar á utanríkisstefnu þessa nálæga
stórveldis hlýtur að ráða miklu um utan-
ríkisstefnu okkar, en þó er ekki minnzt á
Ráðstjórnarríkin í kaflanum um utan-
ríkismál. Þau eru á auðum bletti á landa-
bréfi stefnuskrárhöfunda Alþýðubanda-
lagsins. Menntamenn í Alþýðubandalag-
inu hafa fundið önnur verkefni en grein-
ingu og gagnrýni hagkerfis og stjórn-
kerfis Ráðstjórnarrikjanna. Þcir deila á
síðum Þjóðviljans um það, hvort kynfær-
in valdi einhverju um tilveru mannkyns-
ins eða ekki, og vara mjög við hættunni
af Andrési Önd, hinni alkunnu sögu-
hetju barnablaða. Að öllu gamni þeirra
(scm er óviljandi) slepptu er ekki hægt
að taka Alþýðubandalagsmenn gilda sem
lýðræðissinna, fyrr en þcir hafa gefið
einhverjar skýringar á því, hvers vegna
tilraunin mistókst i Ráðstjórnarríkjun-
um, og gert reikningsskil við fortið sina
sem ráðstjórnarvina. Steinn Steinarr og
Halldór Laxness voru menn til þess. Eru
Alþýðubandalagsmenn það ekki?