Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Nú og þá Nú fárast Þjóðviljinn mjög yfir þeim efnahagsráðstöfunum, sem sérfræðingar telja nauðsynlegar til að halda kaupmætti launa, koma i veg fyrir atvinnuleysi og leggja grundvöll að heilbrigðum rekstri fiskvinnsl- unnar i landinu. Það er ekkert nýtt, að blað Alþýðubandalagsins hamist með slíkum hætti, sem raun ber vitni. í raun og veru er það engin frétt. Hitt hefði verið frétt, ef blaðið hefði tekið skynsama og málefnalega afstöðu til þeirra vandamála, sem við er að glima. En Þjóðviljinn er ekki einn á báti i þessum efnum. Það eru ýmsir aðrir, sem róa á vinstra borði með þeim gusugangi, sem venja er, þegar Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkur og jafnvel Samtökin eru ekki i stjórn. Af þessu tilefni þykir Morgunblaðinu rétt að rifja upp nokkur atriði, sem fram hafa komið áður, annars vegar i forystugrein i Timanum 3. febr. sl. um skrif Þjóðviljans vorið 1974 og nú, svo og ábendingar Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi nýlega. í Tímanum segir m.a.: ,,Það má segja um skrif Þjóðviljans undanfarna daga, að ólík eru vinnubrögð sumra flokka eftir þvi, hvort þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu Aðstæður i efnahagsmálum er nú á ýmsan hátt svipaðar og vorið 1974, eftir að Ijóst var orðið, að kjarasamningar þeir, sem voru gerðir þá um veturinn myndu leiða til mikillar verðbólgu. Vinstri stjórnin, sem þá fór með völd, brást mannlega við þessum vanda. Þótt Ólafur Jóhannesson, sem þá var forsætisráðherra, hefði aðalforystu um aðgerðirnar, átti hann trausta stuðningsmenn þar sem voru ráðherrar Alþýðubandalagsins, þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson. Sama mátti segja um annan ráðherra Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Magnús Torfa Ólafsson. Af hálfu vinstri stjórnarinnar voru í samræmi við þetta lagðar fram á Alþingi itarlegar tillögur um hömlur gegn verðbólgunni Þær fólu m.a. í sér frestun á vísitölubótum og vissum grunnkaupshækkunum. Það eralmennt viðurkennt, að verðbólgumálið hefði orðið auðveldara viðfangs síðar, ef þessar tillögur hefðu verið samþykktar . . . En því miður er nú annar tónn í Þjóðviljanum, þegar gera þarf — undir hliðstæðum kringumstæðum — svipaðar aðgerðir og vinstri stjórnin beitti sér fyrir vorið 1974 (þetta er að vísu rangt eins og sumt annað í þessari forystugrein Timans, en skiptir ekki höfuðmáli, hitt er aðalatriði, hvernig þeir Tímamenn rifja upp afstöðu Þjóðviljans þegar þeir voru sjálfir að skerða kaupmátt i vinstri stjórninni, „ráðast á frjálsan samningsrétt" og afnema visitölubætur, en um það er Timamönnum gerst kunnugt) Nú ræðst Þjóðviljinn harkalega gegn svipuðum aðgerðum og hann mælti með vorið 1974. Þannig breytast skoðanir og skrif blaðsins eftir þvi, hvort flokkur þess er i stjórn eða stjórnarandstöðu. . í Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins var það rifjað upp, þegar ráðherrar Alþýðubandalagsins í Vinstri stjórninni stóðu frammi fyrir því, að þeir kynnu að missa ráðherrastólana og kúguðu flokksmenn sina til hlýðni við kjara skerðingarstefnu stjórnarinnar, en hún lagði fram á þingi (með blessun Lúðvíks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar, verkalýðsforystu Alþýðu- bandalagsins og helztu stuðningsmanna þess) lagafrumvarp um almenna kauplækkun i landinu og visitöluskerðingu, en þannig mæltu ráðherrar Alþýðubandalagsins með því, að launþegar tækju á sig almenna kauplækkun og kaupgjaldsvisitalan yrði skert. Þessa staðreynd er nauðsynlegt að hafa i huga nú, þegar umræður eru um ráðstafanir rikisstjórnarinnar i efnahagsmál um. En ráðherrar Alþýðubandalagsins létu ekki hér við sitja. Eftir að þing hafði verið rofið 1974 og kosningabaráttan var hafin, stjórnaði Vinstri stjórnin með tilskipunum. Hinn 17. mai tilkynnti stjórnin — og þar með Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson —, að rikisstjórnin hefði ákveðið gengis- lækkun islenzku krónunnar. Samkvæmt tilkynningum Seðlabankans þann dag um þessa gengislækkun nam hún um 4-r- og hafði gengi krónunnar þá lækkað frá ársbyrjun 1974 um 10%. Þetta skyldu menn hafa í huga, þegar þeir nú lesa Þjóðviljann. Nokkrum dögum síðar, eða 24. mai, sendi Vinstri stjórnin svo frá sér tilkynningu þess efnis, að ákveðið hefði verið að kaupgjaldsvisitalan yrði óbreytt frá 1. marz 1974. Þá var málum þannig háttað, að kaupgjaldsvisital- an hafði átt að hækka hinn 1. júni 1974 um 1 7— 1 8%, en ríkisstjórnin hafði ákveðið að greiða niður hluta þeirrar vísitöluhækkunar með peningum, sem voru ekki til, og engar tillögur voru gerðar um hvernig afla skyldi. En þannig stóðu Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn að þvi, að það sem eftir var af kaupgjaldsvísitölunni skyldi ekki koma til útborgunar. Þar með hafði Alþýðu- bandalagið staðið að skerðingu á kaupgjaldsvisitölu, eins og Morgunblaðið margbenti á, og hróflaði þannig við gildandi kjarasamningum. Sjómennþáognú Það er fróðlegt að bera saman hlut sjómanna nú og þegar vinstri stjórnin ætlaði að gera efnahagsráðstafanir scnar 1974, þegar allt var komið i kalda kol. Fyrir nokkrum vikum var ákveðið að hækka fiskverð um 13%, m.a. til þess að sjómenn héldu sinum hlut gagnvart landverkafólki og fengju svipaðar hækkanir og þeir, sem starfa i landi. En hvað gerðist vorið 1974? Þá stóð Alþýðubandalagið að því, ásamt öðrum ráðherrum Vinstri stjórnarinnar, að fiskverð var ákveðið óbreytt — og var það gert með bráðabirgðalögum Þetta þýddi auðvitað, að sjómenn fengu ekki þær kjarabætur, sem landverkafólk hafði fengið og kjör þeirra voru skert enn meiren kjör landverkafólks. Þá brást verkalýðshreyfingin ekki harkalega við kjaraskerðingunum, hvorki þeim sem lentu á sjómönum né landverkafólki og erástæða til að hafa það nú í huga. því að engum dettur í hug, að forysta þessara fjöldasamtaka taki geðþóttaákvarðanir eftir þvi, hverjir fara með stjórn i landinu á hverjum tima. Og vel mættu sjómenn bera saman, hvernig nú hefur verið að þeim búið eða 1974, þegar komið var i veg fyrir kjarabætur þeirra með tilskipun- um. Að lokum er ástæða til að vitna í ummæli Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, sem hann viðhafði hér i blaðinu fyrir skömmu, þar sem hann tekur af skarið og fuilyrðir, að ákvörðun um 13% hækkun fiskverðs hafi verið rétt og sanngjörn, enda þótt Ólafur Jóhannesson hafi haldið þvi fram, að gengisfellingin hafi orðið að raunveruleika, — eins og ráðherrann komst að orði með ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins og stjómar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Sjávarútvegsráðherra sagði, að hann teidi, ,,að ekki hafi verið hægt að bjóða sjómönnum og útgerðarmönnum upp á óbreytt fiskverð frá 1. júni 1977, á sama tíma og kauphækkanir hafi orðið hjá öllum greinum atvinnulifs í landinu. Ég vil líka vekja athygli á þvi, að þegar fiskverð var ákveðið 1. okt. 1977, var það óbreytt. Til þess að sýna fram á, hvaða breytingar hafi orðið á sl. ári get ég nefnt, að þá er talið, að meðaltalsfiskverðshækkun hafi orðið 1. janúar 1977 9,9% og 1. júli sama ár 20%. Þess vegna tel ég, að það hafi verið sanngjörn og eðlileg lausn, sem fékkst með ákvarðanatöku oddamanns i Verðlagsráði sjávarútvegsins, ásamt fulltrúum seljenda, þ.e. að hækka fiskverð frá 1. jan. sl. um 1 3%." Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra: farin tvö ár, og því öll ytri skilyrði veriö með hagstæð- asta móti. En hin hagstæðu ytri skilyrði ættu að gera auðveldara en oft áður að ráða fram úr efnahagsvand- anum, eins og hann birtist nú, ef við tökum á honum eins og menn. Á vegum ríkisstjórnarinnar hefur að undanförnu farið fram umfangsmikil könnun á þeim leiðum, ?em um er að velja í stjórn efnahagsmála bæði í bráð og lengd. Þessar athuganir hafa meðal annars farið fram á vegum svokallaðrar Verðbólgunefndar, sem nú hefur lokið störfum og skilað ríkisstjórninni skýrslu sinni og álitsgerðum. Það er athyglisvert við niðurstöður nefndarinnar, að enginn nefndarmanna dregur í efa nauðsyn gengisbreytingar við ríkjandi aðstæður. Enginn nefndarmanna dregur heldur í efa nauðsyn umfangsmikilla efnahagsaðgerða tíl þess að hamla gegn verðbólgu. Þetta er mikilvæg niðurstaða þegar um er að ræða jafn stóran hóp manna með ólík sjónarmið og hér um ræðir. Og þótt nefndarmenn hafi greint á um leiðir er sá ágreiningur e.t.v. minni en hann sýnist. Þetta kemur í ljós þegar sérálit einstakra nefndarmanna eru borin saman við álit meirihlutans í nefndinni, þótt orðið meirihluti eigi hér naumast við. Ríkisstjórnin hefur m.a. myndað sína stefnu í þessum málum á grundvelli þessara athugana og álitsgerða. Hún hefur tekið ákvarðanir sínar og reynt að finna farsæla lausn, sem taki mið af sem flestum markmiðum efnahagsstefnunnar. Við mótun stefnunnar hefur verið haft beint samráð við aðila vinnumarkaðarins af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hafa nokkrir ráðherrar átt viðræður við fulltrúa helstu samtaka þessara aðila. í þeim viðræðum hafa sjónarmið hvers um sig verið kynnt en ekki reynst unnt að ná samkomulagi, enda virðist bera meira á milli en svo að það takist. Reyndi sérstaklega á þann þátt í gærkvöldi, þegar efnt var til fundar með fjórum ráðherrum og fulltrúum A.S.Í. og B.S.R.B. að frumkvæði ríkisstjórn- arinnar til að kynnast nánar tilboði þvi um viðræður sem fulltrúar þessara aðila í Verðbólgunefnd settu fram. Því miður er ljóst, að ekki er grundvöllur fyrir sameiginlegar aðgerðir ríkisvaldsins og þessara stóru launþegasamtaka í ráðstöfunum þeim, sem báðir eru þó sammála um, að nauðsynlegar séu. En þrátt fyrir það hefur tillit verið tekið til sjónar- miða fulltrúa launþegasamtakanna við endanlega gerð frumvarpsins. Á síðasta ári er þjóðarframleiðslan talin hafa aukist um a.m.k. 4% og var þjóðarframleiðsla á mann þá orðin meiri en hún hafði mest orðið áður, árið 1974. Vegna batnandi viðskiptakjara óx raungildi þjóðartekna meira eða um rúmlega 7% og voru þjóðartekjur á mann þá einnig orðnar meiri en nokkru sinni áður. Meginá- stæður þessa hagstæða árferðis voru góð aflabrögð og ör hækkun útflutningsverðs. Viðskiptakjör hafa hins vegar ekki náð sínu fyrra hámarki, sem var árið 1973 og var 5% hagstæðara en á síðasta ári. í ár er hins vegar LAGMARKSVERÐE TEKJULÆGSTU L VISITOLUSKERÐING M Hér fer á eftir framsöguræða for- sætisráðherra, Geirs Hallgríms- sonar, fvrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem lagt var fram á Alþingi í f.vrrakvöld. Forsætisráðherra flutti framsöguræðu sína í gær. í stefnuræðu minni hér á Alþingi í haust rakti ég meginþætti í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og und- ir lok ræðu minnar komst ég þannig að orði, að stefnan byggðist á forsendum, sem gætu brugðist og sagði síðan, að ef það gerðist yrði nauðsynlegt að grípa til enn öflugri ráðstafana og yrði þjóðin öll að vera undir það búin. Orð þessi voru af ýmsum lögð út sem óheillaspá á velgengnistímum. En mér þótti nauðsynlegt að slá þann varnagla sem í þeim felst vegna þess vanda, sem óneitanlega blasti við að óbreyttum aðstæðum. Ég lét jafnframt í Ijós þá skoðun, að þjóðin væri vel undir það búin að leysa viðfangsefni liðandi stundar og verkfni framtíðarinnar. Okkur væri vorkunnarlaust að herða baráttuna gegn verðþenslunni og búa enn betur i haginn fyrir framtíðina. Mér finnst eðlilegt að rifja þessar hugleiðingar upp hér, þvi að frumvarp það til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem hér er flutt. er áfangi í þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin telur nauðsynlegar til að bregðast við þeim efnahagsvandá, sem á rætur að rekja til vaxandi verðbólguþróunar á síðustu mánuðum og einna gleggsl hefur bir/t í miklum hallarekstri útflutn- ingsatvinnuveganna. Þessi vandi hefur orðið æ alvar- legri á undanförnum mánuðum þrátt fyrir það að viðskiptakjör þjóðarinnar hafa farið batnandi undan- ekki við því að búast að framhald verði á viðskipta- kjarabata. Nauðsynlegt verður að draga nokkuð úr þorskafla frá því sem var í fyrra og þótt von sé til að þar verði bætt um með auknum afla af öðrum tegundum, þá er vart hægt að gera ráð fyrir meiri aukningu út- flutningsframleiðslu en nálægt 3% samanborið við 13—15% aukningu i fyrra. Viðskiptahalli Þjóðarútgjöldin tóku mikinn vaxtarkipp á árinu 1977 t kjölfar afturbatans, sem hófst árið 1976, og ekki síst vegna hinnar miklu kaupmáttaraukningar um mitt síðastliðið ár, sem kom fram í mikillí aukningu einka- neyslu. Aukningu þjóðarútgjalda fylgdi strax mikil aukning innflutnings og jökst vöruinnflutningur um 20% að magni á síðasta ári. Afleiðingin varð vaxandi halli I viðskiptunum við útlönd þrátt fyrir viðskipta- kjarabótina. Nam viðskiptahallinn líklega um 9 milljörðum króna eða um 2!4% af þjóðarframleiðslu samanborið við 1,7% árið áður. I þessu sambandi ber þess að geta, að útflptningsbirgðir jukust að mun á árinu, sem leið. Nauðs.vn ber til að koma í veg fyrir, að viðskiptahalli verði á þessu ári, en það næst ekki nema með því að draga úr aukningu þjóðarútgjalda, þar sem útflutningsframleiðslunni eru nú takmörk sett. Markmiðið á raunar að verá að ná afgangi á viðskipta- jöfnuði á þessu ári. An ráðstafana mátti telja, að þjóðarútgjöld ykjust um 3—3'A% í ár og almennur innflutningur um 7%. Miðað við þá eftirspurnarþenslu, sem rikt hefur að undanförnu, er hins vegar hætta á að innflutningsaukningin yrði meiri og þar með einnig hættan á vaxandi viðskiptahalla. I þjóðhagsspánni, sem lá til grundvallar við af- greiðslu fjárlaga og gerð lánsfjáráætlunar var gert ráð fyrir 3'A%—4% vexti þjóðarframleiðslu og þjóðartekna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.