Morgunblaðið - 11.02.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
23
á árinu 1978 og er það talið samrýmast vel áætlunum
um framleiðslugetu.
Spáin fyrir árið 1978 var b.vggð á mati á þeirri kaup-
máttaraukningu, sem að var stefnt með gildandi kjara-
samningum, en þróun eftirspurnar og þjóðarútgjalda
ræðst að afar miklu leyti af breytingum kaupgjalds og
verðlags. Niðurstaðan af því mati var sú, að kjara-
samningarnir stefndu að 8—9% rauntekjuaukningu á
þessu ári, en vegna skattbreytinga var hins vegar gert
ráð fyrir 6% neysluaukningu, einnig af því að búist er
við að hækkun verðbótaþáttar vaxta muni auka spari-
fjármyndun eitthvað á árinu 1978. Mergurinn málsins
er sá, að á bakvið þessa kaupmáttaraukningu hefði búið
að öllu óbreyttu meira en 50% kauphækkun frá árs-
meðaltali 1977 til 1978 og um eða yfir 40% verðhækkun.
Yfir allan vafa er hafið að af slíkri þróun verðlags og
seinvirk eða hefðu í för með sér hættu á atvinnubresti. I
frumvarpi þessu er því gert ráð fyrir, að verðbætur á
laun verði takmarkaðar nokkuð, en hins vegar er
gerðum kjarasamningum ekki raskað að öðru leyti.
Hinir tekjulægstu
verndaðir
í 1. gr. frv. er lagt til að hamlað verði gegn víxl-
hækkunum verðlags og launa með því að helminga þá
hækkun verðbóta og verðbótaauka, sem greiðast eiga á
þessu ári umfram verðbótavísitöluna sem tók gildi hinn
1. desember sl.
I þessu felst að í stað þess að laun almennt hækki um
10% hinn 1. mars hækki þau um 5%. Við verðum
Öbeinir skattar
I fyrstu stefnuræðu minni sem forsætisráðherra hér á
Alþingi haustið 1974, ræddi ég um vísitölugreiðslur á
kaup; og sagði að viðurkennt væri að þær veittu laun-
þegum nokkra tryggingu fyrir afkomu þeirra, og sköp-
uðu meiri ró á vinnumarkaði en ella hefði orðið. A hinn
bóginn hefðu þær oft á tíðum átt drjúgan þátt í að
magna verðbólgu og þannig grafið undan heilbrigðum
rekstri þjóðarbúsins og stefnt hagsmunum launþega
sjálfra i voða. Siðan segir orðrétt: „Ber hér einkum
þrennt til: í fyrsta lagi hafa miklar hækkanir grunn-
kaups óhjákvæmilega leitt til verðhækkana, sem svo
vegna áhrifa vísitölukerfisins hafa leitt til nýrra launa- •
hækkana og ennfrekari verðhækkana. í öðru Jagi fela
verðhækkanir á innfluttum vörum í sér skerðingu á
raunverulegum lífskjörum þjóðarinnar og engar launa-
hækkanir innanlands geta því bætt þær. Í þriðja lagi er
ekki unnt að vega áhrif tekjuöflunar ríkissjóðs með
óbeinum sköttum upp með launahækkunum ef sú
aukning opinberrar þjönustu, framkvæmda eða félags-
legrar aðstoðar sem stefnt er að á að geta átt sér stað.
Ástæðulaust er einnig að stjórnvöld séu knúin til að
afla fjár með beinum sköttum. sem hafa ekki áhrif á
vísitöluna fremur en óbeinum sköttum er ganga inn í
vísitöluna."
Það er ótvíræður galli á núgildandi visitölukerfi, að
breytingar á óbeinum sköttum, — öðrum en þeim, sem
fólgnir eru í verði áfengis og tóbaks — valda breyting-
um á kaupgreiðslum, en breytingar á beinum sköttum
ekki. Hér er lagt til að frá og með 1. janúar 1979 skuli
breytingar á óbeinum sköttum ekki valda breytingu á
verðbótum. Rökin fyrir þessu eru vel kunn. í fyrsta lagi
eru beinir skattar ekki meðtaldir í verðbótavísitölu,
eins og að framan var getið. Það veldur því að val
löggjafans milli beinna og óbeinna skatta er að þessu
leyti nokkuð bundið, sem hlýtur að teljast óæskilegt. Í
öðru lagi stendur ómæld opinber þjónusta á móti óbein-
um sköttum, sem ekki er metin til kjarabóta og má þá
minna þingmenn á s.k. tappagjald, sem rætt var hér
fyrir jólin. i þriðja lagi geta stjórnvöld ekki með sama
árangri og ella beitt breytingum á óbeinunt sköttum til
hagstjórnar vegna þess, að þeir eru í grunni verðbóta-
vísitölu. í frv. er gert ráð fyrir að Kauplagsnefnd meti
hvaða skattar skuli teljast óbeinir í þessu sambandi.
Ekki þ.vkir rétt að binda í lög með fullkominni
upptalningu, hvaða skattar falli hér undir því að skatta-
lög geta breyst og sker þá Kauplagsnefnd úr vafa-
at riðum.
Það þekkist í öðrum löndum að undanskilja alla
skatta úr verðbótavísitölu, m.a. í Danmörku, en þar eru
breytingar niðurgreióslna heldur ekki taldar með. Þetta
atriði þarf að kanna sérstaklega. 1 frv. er í reynd
mörkuð framtíðarstefna í þessu efni. Þessi tillaga er
ekki beinlínis tengd stundarvanda þjóðarbúsins, en
hugsuð til þess að bæta launaákvörðunarkerfið til fram-
búðar.
Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra, flytur ræðu sína á Alþingi í gær um efnahaRs-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. — <>i.k..m
Forsagan
1ÆTUR VERNDA
AUNÞEGANA
INNIÁ LÆGSTU LflUN
launa heföi leitt svo margvíslegan vanda, ekki síst að
því er varðar samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveg-
anna og reyndar einnig á lánamarkaði og i opinberum
fjármálum. Utlit var því fyrir rekstrartruflanir og þar
með atvinnubrest.
Afkoma fiskvinnslu
— tekjur sjómanna
Þessi vandi hefur raunar þegar birst í rekstrarstöðu
sjávarútvegs nú um áramótin, en afkoma fiskvinnslu,
einkum frystingar, söltunar og herslu, var þá lakari en
verið hefur um árabil. Þessar greinar voru reknar meö
talsverðum halla, jafnvel áður en fiskverð hækkaði um
1.3% frá áramótum. En sú hækkun var óhjákvæmileg til
þess að tryggja sjómönnum eðlilegt tekjuhlutfall miðað
við landverkafólk. Við þessum vanda varð að snúast um
leið og þess væri freistað að hamla gegn verðbólgu á
árinu.
Genigsbreytingin. sem Seðlabanki íslands tilkynnti
hinn 8’ þ.m. með samþykki rfkisstjórnarinnar, og frum-
varp það um ráðstafanir vegna gengisbreytingarinnar,
sem flutt var sama dag, þjónaði þeim tilgangi að afstýra
rekstrarstöðvun fyrirtækja í helstu útflutningsatvinnu-
vegunum og þar með atvinnuleysi. Jafnframt mun
gengisbreytingin hamla gegn óhóflegri innflutningseft-
irspurn, svo að til betra jafnvægis horfi í utanríkisvið-
skiptum.
Ráðstafanir þær, sem felast í þessu frumvarpi, eru til
þess ætlaðar að hamla gegn verðbólgu og stuðla að betra
jafnvægi í efnahagsmálum. Ef stefna á að því að ná
tökum á verðbólguvextinúm, þegar á þessu ári, er sýnt,
að ekki er um annað að ræða en að hamla gegn
vfxlgangi verðlags og launa með því að takmarka
nokkuð þær kauphækkanir, sem ráðgerðar eru með
kjarasamningum, enda væru önnur úrræði mikils til of
einfaldlega að játa, að með verðbótahækkun launa var
stefnl í ógöngur, ef launin æddu upp eftir óbreyttum
vísitölureglum.
Ég veit, að allir sanngjarnír menn eru sammála mér
um það, að glórulaust sé að hækka peningalaun um
10—15% á þriggja mánaða fresti. Tillagan í 1. gr.
frumvarpsins er sett fram á þeim forsendum, að í raun
sé vilji til þess að láta skynsemina ráða. An þess verður
kapphlaup launa og verðlags ekki slævt. Ráðið sem
rikisstjórnin leggur til að notað verði er einfalt og
auðskilið, greiða skal helming hækkunar verðbóta og
verðbótaauka af því sem framundan er.
Þrátt fyrir helmingun verðbóta skv. 1. gr. frv. er þó
tryggt með ákvæði um lágmarksverðbætur í 2. gr., að
þessi frádráttur snerti lítið eða ekki hina tekjulægstu í
hópi launþega. Hér eru einkum þeir hafðir í huga. sem
tekjur hafa af reglulegri dagvinnu einni í lágum kaup-
taxta. Ljóst er frá upphafi, að vandasamt verður að
framkvæma þetta ákvæði, þar sem ekki er hægt að
ákveða þennan bótarétt beint út frá kauptaxta heldur
ræður einnig, hvort viðkomandi launþegi hefur fengið
verðbætur á yfirvinnugreiðslur og/eða ákvæðis- eða
álagsgreiðslur, sem samanlagt koma verðbótum til hans
upp yfir hið tilgreinda mark. Um þetta efni þarf að
setja sérstakar reglur, en hér er um mikið sanngirnis-
mál að ræða og þessi fyrirhöfn því eðlileg. Launþegi
með 100 þús. króna mánaðarlaun fær samkvæmt þessu
8.800 hækkun verðbóta 1. mars n.k. eða hið sama og
annar launþegi með 176 þús. fær samkvæmt helminga-
reglu frumvarpsins.
Frumvarpið felur i sér þá stefnumörkun að í 3. gr„
þess er ákveðið að frá upphafi næsta árs skuli óbeinir
skattar ekki hafa ahrif á verðbótavisitölu eða verðbóta-
ákvæði kjarasamninga, hvorki til hækkunar né lækkun-
ar launa.
1 sambandi við þær breytingar, sem ríkisstjórnin
hefur nú lagt tíl að gerðar verði á verðbótareglum
kjarasamninga, liggur beint við að huga að forsögu
málsins, þ.e. kjarasamningum þeim, sém gerðir voru á
s.l. sumri og hausti. Afskipti ríkisstjórnarinnar af kjara-
samningum ASÍ ög vinnuveitenda miðuðust við, aó
úrslit kjrasamninga yrðu innan þess þjóðhagslega svig-
rúms sem fyrir hendi væri til að auka kaupmátt tekna
almennings. Að öðrum kosti væri eytt þeim árangri i
hjöðnun verðbólgunnar, sem náðst hafði og yfir vofði
hætta á örum verðbólguvexti með vixlgangi verðlags og
launa, sem stefndi afkomu atvinnuvega og þar með
atvinnuöryggi í tvísýnu. Þessar aðvaranir ríkisstjórnar-
innar voru hins vegar að engu hafðar. Minna má á, að
eftir viðræður ríkisstjórnarinnar og fulltrúa samtaka
launþega og vinnuveitenda gaf ríkisstjórnin út fréttatil-
kynningu hinn 17. maí 1977, þar sern fram kom aö
ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir ýmsum
ráðstöfunum á sviði efnahags- og kjaramála til þess að
stuðla að lausn vinnudeilunnar, sem þá stóð milli ASÍ
og vinnuveitenda. Þar kom m.a. fram eftirfarandi með
leyfi hæstvirts forseta:
„Ráðstafanir þessar munu m.a. fela í sér um 2—3%
aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna almennings.
Forsenda ráðstafananna er, að samkomulag náist milli
deiluaðila unt launabreytingar, sem ekki stefna að
meiri kaupmáttaraukningu milli áranna 1976 og 1977
en 6—7% í heild, og ámóta aukningu milli áranna 1977
og 1978, og horfi jafnframt til launajöfnunar".
I þessum orðum fólst, að ríkisstjórnin teldi þjóðhags-
legt svigrúm til þess að auka kaupmátt kauptaxta um
3—4 % hvort ár.
Þegar sáttanefnd lagði fram umræðúgrundvöll til
deiluaðila hinn 17. maí 1977, var eftir því leitað, hvort
ríkisstjórnin teldi þær hugmyndir innan fyrrgreindra
marka. Þessu svaraði ríkisstjórnin á eftirfarandi hátt,
með leyfi hæstvirts forseta:
„Rikisstjórnin telur, að umræðugrundvöllur sá, sem
sáttanefndin hefur sett fram við deiluaðila, sé í aðal-
atriðum innan þeirra marka, sem felst í yfirlýsingunni
f.Vrir árið 1977, en telur þó ástæðu til að vara við því, að
visitöluákvæðin í tillögu sáttanefndar fela I sér hættu á
mögnun verðbölgu. Eins væri æskilegt að dreifa áfanga-
hækkun launa yfir lengra tímabil á næsta ári."
í svarinu fólst, að ríkisstjórnin teldi, að á árinu 1977
væru hugmyndirnar innan markanna, on að með þeim
væri farið út á ystu nöf og verðbólguhættu boðið heim á
árinu 1978, bæði með verðbótaákvæðunum og áfanga-
hækkunum.
Eins og kunnugt er fóru svo endanlegir samningar
'verulega fram úr umræðugrundvelli sáttanefndarinnar,
bæði að þvi er varðar áfangahækkun og verðbóta-
ákvæði. Þannig má telja, að þegar á árinu 1977 hafi
kaupta\tar hækkað að kaupmætti um það sem orðað var
Framhald á bls. 24